Morgunblaðið - 08.07.2003, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 45
KRINGLAN
kl. 5.50, 8 og 10.10.
Svalasta mynd sumarsins er komin.
Stór-
skemmtileg
ævintýra og
gaman-
mynd
í anda
Princess
Diaries frá
Walt Disney
AKUREYRI
kl. 6, 8 og 10.
ÁLFABAKKI
kl. 5.50, 8 og 10.15.
KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 10. B.i 12.ÁLFABAKKI
Sýnd í Lúxus VIP í Álfabakka kl. 8 og 10.30.
Englarnir eru mættir aftur!
Geggjaðar gellur í gæjalegustu
mynd sumarsins!
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.
l i i !
j ll í j l
i !
Stelpan sem þorði að
láta draumana
rætast!
B.i. 12 ára
ÁLFABAKKI
Kl. 4, 6, 8 og 10.
KRINGLAN
Kl. 6, 8 og 10.
AKUREYRI
kl. 6 og 8.
05.07. 2003
12
8 7 7 9 0
0 9 1 9 5
21 24 30 34
19
02.07. 2003
3 25 31
32 34 36
10 23
Tvöfaldur 1. vinningur
næst
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4741-5200-0002-4854
4507-4300-0029-4578
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
HÉR á landi er staddurallsérstæður hópur semerfitt er að skilgreina.Þau eru annað og meira
en dansarar, og meira en jóga-
iðkendur. Þau eru líka annað og
meira en fjölleikafólk og það er
ekki laust við að þau séu þónokkrir
rokkarar líka.
Hópurinn kallast Tripsichore
Yoga Theatre og ætla að flytja fyrir
landsmenn sýningu sína sem kallast
Dream Rock Yogi. Edward Clark,
sem er elstur liðsmanna þessa
þriggja manna teymis, þvertekur
þó fyrir að þau séu innhverf blóma-
börn: „Fólk heldur að þar sem
þetta tengist jóga sé þetta einhver
klunnaleg nýaldarsýning, en í raun-
inni erum við mætt til að hrista upp
í fólki.“ Þannig, þegar hann er
spurður hvernig stendur á nafni
danshópsins, segir hann: „Terpsic-
hore er dansgyðja grísku goðafræð-
innar. Við erum bara örlítið „tripp-
aðri“!“ Sem skýrir þá orðaleikinn:
Tripsichore.
Ætluðu upphaflega
að gera grín að jóga
Hópurinn sem slíkur varð til árið
1979 sem víðtækur listrænn dans-
hópur. Meðal þess sem hópurinn
notaði við líkamsþjálfun sína var
jóga, en það var ekki fyrr en 1992
að þau uppgötvuðu þá möguleika
sem jóga hafði sem danslistform.
Edward segir frá: „Fram að því
höfðum við verið nokkurs konar
dæmigerður dansleikhúshópur. Við
vorum nokkuð ósátt við stöðu mála
í heimi danslistarinnar, bæði vest-
anhafs og í Evrópu, og vorum að
setja saman stykki þar sem við
gerðum hálfpartinn grín að öllum
mögulegum dans-stílum. Okkur
kom það í hug sem brandari að ef
við myndum gera eitthvað byggt á
jóga og kölluðum það jóga-leikhús
þá myndi það vera svo af-
spyrnuleiðinlegt að við myndum
örugglega fá ógrynni af styrktarað-
ilum.“ Hann bætir við kíminn: „Það
virtist vera þannig hlutir sem þeir
voru ólmir að veita fjármagni í, eitt-
hvað sem væri algjörlega óskilj-
anlegt og drepleiðinlegt.
Við hófumst handa við að færa
jógann inn í dansinn og þá rann það
upp fyrir okkur að þetta varð svo
bersýnilega mikið meira spennandi
en nokkuð sem við höfðum gert áð-
ur!“
Auk Edwards eru í hópnum þær
Desiree Kongerod og Eileen Gauth-
ier. Þau leggja áherslu á að atriðið
er líflegt. „Fólk spyr okkur,“ segir
Edward. „Hvað ætlið þið að gera?
Sitja á mottum og kyrja Ohm?“
Desiree bætir við: „Þetta byggist
einmitt ekki á að sitja og stunda
innhverfa íhugun. Þetta er mjög
krefjandi sýning líkamlega.“
Sitja ekki á mottum og kyrja
Að sögn þeirra félaga er það
fyrst á undangengnum tveimur ára-
tugum af 5.000 ára sögu jóga, að
eitthvað þessu líkt verður til: „Það
er engin hefð fyrir því í jóga að
tengja stellingarnar saman á þenn-
an hátt.“ Þau segja líka sýninguna
hafa sérstök áhrif á fólk: „Við kom-
umst fljótt að því þegar við fórum
að flytja atriðið á sviði að upplifun
áhorfendanna var ólík nokkru því
sem við höfðum séð áður. Það var
eins og þau væru að fá sömu upp-
lifun af þessu og við.“ Edward bæt-
ir við: „Ég veit að þetta hljómar af-
skaplega hallærislega.“ Og hann
gefur frá sér ullabjakk-hljóð: „En
upplifun þeirra af að sjá sýninguna
er meira eða minna sú sama og
okkar sem flytjum hana, einhvers
konar djúpstæð orkurík og andleg
upplifun. „Já – einmitt,“ segir fólk
við okkur, en raunin er sú að við
náum fram einhvers konar hlut-
tekningu hjá áhorfendum sem ná að
samsama sig því sem við erum að
gera, rétt eins og fólk samsamar
sig söguhetjunni í dramatískri kvik-
mynd eða hvaðeina. Mannskepnan
hefur þennan hæfileika til að sam-
sama sig öðrum, sérstaklega þegar
aðrir eiga djúpstæða andlega upp-
lifun, og það er það sem við náum
að kalla fram.“
Edward segir þau ná þessu fram
með samspili af hreyfingum, tónlist
og öndun. Ekki hvað síst önduninni
því hver andardáttur er útpældur.
Til að sýna hvernig þetta virkar
dregur Edward að sér andann,
blaðamanni að óvörum, og heldur
honum niðri. Ósjálfrátt sperrir
blaðamaður eyrun og glennir aug-
un: „Sjáðu bara,“ segir Edward.
„Þú verður strax spenntur og átt
von á að eitthvað merkilegt gerist
fyrst ég hélt niðri í mér andanum!
Þetta er það sem við gerum í 60
mínútur í sýningunni.“
Þau segjast vera hálfpartinn
rokkaðir jóga-iðkendur: „Við erum
ekki að nálgast þetta frá einhverju
nýaldar-sjónarhorni: „Jóga er svo
svaka grúví maður. Váá!!.“ Heldur
erum við að meina að „Þetta er
jóga, og þetta tekur á“, við segjum
að það sem við erum að gera er
virkilega fjári krefjandi, – nema
hvað til að birta það á prenti mynd-
um við þurfa að halda því fram að
fjári væri orð í sanskrít.“ Edward
hlær dátt að þessum innanbúðar
jóga-brandara sínum.
„En áhrifin eru þau sömu og ef
fólk færi, til dæmis, á rokktónleika.
Þar fá áhorfendur í sig mörghundr-
uð desíbel af orku úr hátölurunum,
og það er ekki ósvipað því sem við
gerum: við beinum orku þriggja
einstaklinga að áhorfendunum.“
Hópurinn Tripsichore Yoga Theatre ætlar að lyfta áhorfendum sínum á æðra plan
Jóga sem rokkar?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tripsichore Yoga Theatre verður á Ísafirði í kvöld og í Loftkastalanum á morgun: Eileen, Edward og Desiree.
asgeiri@mbl.is
Tripsichore Yoga Theatre mun sýna
Dream Rock Yogi í kvöld, þriðju-
dagskvöld, kl. 20, í Ísafjarðarkirkju
og á miðvikudagskvöld kl. 20 í
Loftkastalanum.
TENGLAR
.....................................................
www.ath.is/tripsichore.html
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
Föt fyrir
allar konur