Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FOLALDIÐ stendur hugsi við kvið móður sinnar, hryssunnar, sem kast- aði því fyrir ekki ýkja löngu. Það er strax farið að standa á eigin fótum, þótt móðirin sé þess stoð og stytta úti í íslenska sumrinu. Brátt mun það þó geta fetað sig sjálft um túnið og tilveruna. Mogunblaðið/Sigurður Sigmunds Í skjóli móður er gott að vera SVO getur farið að landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunn- arsson gangi til liðs við enska 2. deildar- liðið Barnsley. Guð- jón Þórðarson nýráð- inn knattspyrnustjóri félagsins vill fá Brynjar Björn til liðs við sig og í samtali við Morgunblaðið segist Brynjar munu hitta forráðamenn Barnsley á næstunni til að ræða málin. Brynjar hefur leikið með Stoke undanfar- in ár en samningur hans við liðið rann út um síðustu mán- aðamót. Stoke hefur gert Brynjari nýtt tilboð en eftir að hann gerði félaginu gagntilboð hefur hann ekkert heyrt frá forráðamönnum liðsins. „Ég er í sjálfu sér opinn fyrir öllu en það fer mikið eftir metnaði Barnsley. Það er auðvitað mínus í þessu sambandi að Barnsley leikur í 2. deild en helst af öllu vill maður spila að minnsta kosti í 1. deild- inni. En eins og málin líta út í dag hvað mig varðar þá snýst valið um Stoke eða Barnsley,“ sagði Brynjar. Barnsley vill fá Brynjar  Brynjar/39 SPRENGIEFNIÐ sem stolið var úr geymslu á Hólmsheiði fyrir helgi dugir til að eyðileggja „nokk- uð stóra“ byggingu, en illmögulegt er að sprengja það án þess að hafa hvellhettur, að sögn Víðis Krist- jánssonar, deildarstjóra hjá Vinnu- eftirlitinu. Hvetur almenning til að leggja lögreglunni lið Björn Bjarnason, dómsmálaráð- herra, átti í gær fund með yfir- mönnum lögreglunnar í Reykjavík og hjá ríkislögreglustjóra vegna þessa máls. Hann segir að lögregl- an vinni markvisst að því að upp- lýsa málið og vonar að almenning- ur leggi henni lið eftir mætti. „Þetta er mjög alvarlegt mál og ég vil hvetja fólk til að koma upplýs- ingum á framfæri við lögregluna ef það telur þær gagnast við að leysa málið,“ segir Björn. Á fundinum var farið yfir örygg- isgæslu við geymslurnar sem Björn segir að hafi verið aukin og tryggja verði að sé viðunandi til frambúðar. „Ég mæltist til þess við lögregl- una að hún ræddi við eigendur um að það yrði þannig búið um öryggi að lögregla sætti sig við það og teldi fullnægjandi,“ segir hann. Þá hafi verið rætt um reglugerð um sprengiefni frá 1999 sem yrði skoð- uð í ljósi breyttra aðstæðna og lagt mat á nauðsyn breytinga til að full- nægja ströngum öryggiskröfum. Strangt eftirlit með verktökum Í fyrrnefndri reglugerð segir m.a. að sprengiefni skuli ávallt geymt í viðurkenndum sprengi- efnageymslum sem skulu vera inn- an rammgerðrar girðingar og tryggilega læstar. Ekki er getið um hvernig vakta skuli slíkar geymslur. „Hvað felst í því að girðing sé rammgerð? Það verður að skýra í ljósi aðstæðna. Markmiðið er skýrt, að útiloka innbrot og þjófn- að. Ef þessi girðing dugar ekki er greinilegt að það þarf að gera frek- ari ráðstafanir. Reglugerðin setur því ekki skorður og lögreglan mun kveða á um, hvaða kröfur þarf að gera,“ segir ráðherra. Víða á landinu geyma verktakar sprengiefni sem þeir nota við fram- kvæmdir og hefur Vinnueftirlit rík- isins eftirlit með geymslu þess. Björn segir að þetta eftirlit með verktökum sé strangt og minnir einnig á að þeim sem fá leyfi til að selja og nota sprengiefni sé sýndur trúnaður sem þeir verði að halda. „Það er verið að líta á alla þætti málsins, við munum hraða endur- skoðun reglna, til að þær svari kröfum tímans. Gæsla við geymslu- staði verður efld og lögreglan legg- ur höfuðkapp á að upplýsa þennan alvarlega þjófnað,“ segir hann. Dómsmálaráðherra átti fund með yfirmönnum lögreglu Gæsla við geymslu- staði verður efld  Dugir/6 MENNTASKÓLINN á Akureyri hefur á stefnuskrá sinni að bjóða börnum Íslend- inga, sem búa og starfa erlendis, upp á nám við skólann. Jón Már Héðinsson, verðandi skólameistari, segir nýju heimavistina, sem byggð var við skólann, gefa færi á að róa á þessi mið. „Það er greinilegt að foreldrar skoða Netið meira en áður og vita að þetta er heimavist- arskóli og ef þeir senda börnin sín ekki til ættingja telja þeir okkur vera góðan kost, því fyrst og fremst vilja þeir senda börnin sín í öruggt umhverfi,“ segir Jón Már. Nám fyrir börn Íslend- inga sem búa erlendis  Metfjöldi nemenda / 16 KARTÖFLUBÆNDUR í Þykkvabæ áforma að byrja að taka upp kartöflur á morgun eða fimmtudag. Aldrei fyrr hef- ur verið tekið svo snemma upp í Þykkva- bænum en árið 1987 voru fyrstu kartöfl- urnar teknar upp 14. júlí. Í venjulegu ári er ekki byrjað að taka upp kartöflur í Þykkvabæ fyrr en í síðustu viku júlí- mánaðar. Aðspurður um ástæður þess að upp- skeran sé svo snemma á ferðinni í ár seg- ir Sigurbjartur Pálsson, stjórnar- formaður Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar: „Það er náttúrlega sam- felld blíða. Veturinn var einstaklega mildur og ekkert frost í jörðu í vor. Jörð- in var því fljótt tilbúin og svo hefur sum- arið verið gjöfult það sem af er.“ Sigur- bjartur segir að allar forsendur séu fyrir því að kartöflurnar í ár verði góðar. Kartöflur teknar upp í Þykkvabæ fyrr en nokkru sinni áður Komnar í búðir fyrir helgi HÉR á landi er stödd japönsk rappsveit sem heitir YKZ. Tilgangur Íslandsferðar- innar er að grípa tækifæri sem sveitinni bauðst til að vinna með íslensku rappsveit- inni Quarashi. Með YKZ er í för aðstoðarframkvæmda- stjóri Sony-útgáfunnar í Japan. Sony mun leggja mikla áherslu á að gera japönsku rappsveitina að einni þeirri vinsælustu á heimaslóðunum og einn liður í því er að sækja áhrif til íslensku rappsveitarinnar en Quarashi hefur notið töluverðrar hylli í Japan undanfarið og seldist síðasta plata hennar Jinx í 110 þúsund eintökum þar.  Af hverju/43 Japanskt rapprokk á íslenska vísu Stjórnandi hjá Sony með í för RANNSÓKN lögreglunnar í Reykjavík á líkamsárás í Hafnarstræti í byrjun júní beinist m.a. að því hvort fleiri en einn hafi stungið pilt með hnífi eftir að hópslagsmál brutust út milli nokkurra varnarliðsmanna og Íslend- inga. Varnarliðsmaður situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins sem rennur út á morgun. Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Pilturinn hlaut fimm stungusár, þar af voru þrjú sýnu alvarlegust. Í dómi Hæstaréttar um framleng- ingu gæsluvarðhalds segir að hver og einn þriggja áverk- anna hefði verið nægjanlegur til að valda dauða ef hann hefði ekki komist eins fljótt til aðgerðar og raun varð á. Er málið rannsakað sem til- raun til manndráps. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að nokkur vitni hafi lýst því að 2–3 menn hafi veist að piltinum og tveir hnífar hafi verið á lofti. Þá hefur pilt- urinn lýst því að hann hafi fengið nokkur högg í sitt hvora síðuna, að því hann taldi samtímis. Þóra Steffen- sen, réttarmeinafræðingur, hefur greint lögreglu frá því munnlega að áverkarnir séu ekki af völdum eins hnífs. Líkamsárásin í Hafnarstræti Tveir hnífar á lofti?  Getur/4 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.