Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 22
UMRÆÐAN 22 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUNDRAÐ ár eru í dag liðin síðan síldarævintýrið hófst á Siglufirði. Hundrað ár eru liðin síðan norski út- gerðarmaðurinn Hans Søbstad lét greiða út fyrstu launin í pen- ingum í sögu Siglu- fjarðar, hundrað ár síð- an þessi norski athafnamaður lagði í rauninni allt undir með því að taka kóssinn á Siglufjörð. Hann átti stórkostlegri velgengni að fagna, en líka ótrúlegri óhamingju og óláni. Hann kom stórathafnamaður frá Kristiansundi í Noregi með skipa- flota, tapaði skipum, byggði upp á ný, reisti tunnuverksmiðju á Íslandi, fyrstu síldarolíuverksmiðjuna og markaði þau spor sem hafa dugað og skapað ljóma um Siglufjörð alla tíð síðan. Þessi spor hafa leitt til þess að það telst til verulegra hlunninda að vera Siglfirðingur. Margt stóriðjufyr- irtækið hefði mátt vera stolt af þeirri drift sem Hans Søbstad skóp á Siglu- firði og nýttist landinu öllu, var hvatning og vakti íslenska menn til dáða á vettvangi framfara. Hans Søbstad bjó um árabil á Siglufirði, en fór þaðan heillum horfinn og snauður maður, blindur af slysi í verksmiðju sinni og upplifði skömmu síðar að all- ar eignir hans á Siglufirði brunnu. Hann sá ekki þá hrikalegu sýn, bless- aður maðurinn, en hann fann hitann frá eldinum og úr blindum augum hans flóðu tár full af ógnarafli sárs- aukans sem enginn skilið fær nema sá sem reynir. Í tilefni 100 ára afmæl- isins hefur Grímur Karlsson, skip- stjóri og módelsmiður í Njarðvík, smíðað skipslíkön af nokkrum skip- um Hans Søbstad og er það vel, því Íslendingar hafa því miður gleymt því að sýna þessum norsk-íslenska at- hafnamanni þá ræktarsemi sem hann á skilið. Hann hefur í rauninni hvergi viðeigandi umgjörð þar sem minn- ingu hans er fundinn staður eins og vera ber þótt hans sé víða getið í bók- um. Siglfirðingar hafa virt minningu hans á sinn hátt og munu ugglaust gera það í nýju síldarminjasafni á Siglufirði en íslensk stjórnvöldu ættu að mæra minningu þessa manns með reisn. Á leiði hans í Noregi er einskis getið um þennan frumkvöðul sem fór með allt sitt til Íslands og tapaði þar öllu, meira að segja vatnsréttindi og landréttindi voru nánast yfirtekin af íslenskum stjórnvöldum og það sem hann átti eftir þegar ófarirnar voru gengnar yfir eignuðust Íslendingar á nauðungaruppboði á gjafverði. Síldarsöltun hófst á Siglufirði 8. júlí 1903. Það er mikil stemmning og gleði fólgin í þessu degi í hinum róm- aða bæ, Siglufirði. Þetta var dagur sem markaði upphaf nýrra tíma og breyttra lífshátta, dagur sem gaf von- ir og væntingar sem rættust. Fyrr um vorið hafði skonnortan Cambria í eigu Hans Søbstad komið til Siglufjarðar með timbur og tunn- ur, timbur í bryggju, söltunarpall og birgðahús sem þrír norskir smiðir stýrðu smíði á. Það var síðan kútt- erinn Marsley frá Kristiansundi sem kom með fyrstu síldina undir skip- stjórn ungs glæsilegs Norðmanns, Óla Myrset. Fólk dreif að og innan stundar var söltun hafin, ævintýrið mikla með silfri hafsins og áður en dagur rann var búið að salta í 60 tunnur af síld og greitt fyrir í bein- hörðum peningum. Þetta var í fyrsta skipti sem margir Siglfirðingar sáu peninga. En það var ekki fyrr en tveimur árum síðar sem bakhjarlinn sjálfur, Hans Søbstad, mætti til leiks á Siglufirði, leiks sem undirstrikaði svo rækilega að lífið bæði og lánið er valt. Þetta er mikil saga, en hér er að- eins stiklað á stóru í stuttu máli í til- efni dagsins, tilefni þess að við Íslend- ingar ættum að rækta betur með okkur þá skyldu að sýna þeim virð- ingu og þakklæti sem, eiga það skilið vegna mikils árangurs, ómetanlegs framlags í þágu lands og þjóðar, því það er nefnilega ekkert sjálfgefið í þeim efnum. Hans Söbstad fæddist árið 1862 í Bremsnes í Kristiansundi. Framan af var hann sjómaður, var á þorski við Lofoten og síldveiðum og stundaði einnig flutninga. Um aldamótin 1900 var hann einn helsti athafnamaður sjávarútvegs í Kristiansundi. Hann var harðskeyttur og var þekktur fyrir járnvilja. Vorið 1901 varð hann ósátt- ur með verð á saltfiski í Lofoten. Hann fyllti þá 70 tonna skútu sem hann átti, Macless, af fiski. Setti í hana 104 tonn af saltfiski og sigldi sjálfur með aflann til Spánar og fékk dúndurverð. Honum var ekki misboð- ið í verði næsta ár heima fyrir. Alda- mótaárið 1900 var Hans kominn á fulla ferð með útgerð sína á Íslandi, fyrst í Eyjafirði og Hrísey og síðar Siglufirði. Hann var frumkvöðull í mörgu, barðist til að mynda fyrir því að settar væru vélar í nótabáta land- nótanna og það heppnaðist vel. Þetta var þó ekki framkvæmt almennt fyrr en löngu síðar. Hans var hvatamaður að því að koma á símaþjónustu á Siglufirði og fékk þar fyrsta síma- númerið, 1. Hann keypti fossa og vatnsréttindi í Siglufirði og nágrenni. Hann óskaði eftir því við bæjaryf- irvöld Siglufjarðar á sínum tíma að fá að reka tunnuverksmjðju sína á nótt- inni fram eftir hausti þegar bærinn notaði ekki raforku til ljósa, en er- indinu var synjað. Þessi járnviljamaður varð fyrir óskaplegu mótlæti og einhvernveginn var það svo að eigur hans voru nánast alltaf lítið eða ekkert vátryggðar. 1904 fórst seglskipið Marsley með allri áhöfn við Lofoten, en skipverj- arnir þar um borð höfðu kvatt með virktum haustið á undan þegar þeir yfirgáfu Siglufjörð með bryggjuballi og hljóðfæraleik frá skipi uns þeir voru horfnir út á hafið. Víst áttu sigl- firsk hjörtu von í vori, von og ást sem fórst í Lofoten. 1906 missti Hans Søbstad annað skip þegar skonn- ortan Hannah strandaði við Langa- nes og nýtt gufuskip hans, Harald, eitt hans besta skip sökk á leið til Siglufjarðar eftir að hafa tekið þátt í að bjarga skipshöfninni af Hannah. Þetta ár gerði Hans út fimm skip á Íslandsmiðum. Auk fyrrgreindra skipa átti hann Önnu Matchless, Brödrene og skipin sem hann nefndi eftir börnum sínum, Haakon, Erling, Harald og Hönnu. Árið 1910 settist Hans Søbstad að á Siglufirði. 1912 fórst flutningaskip hans, Hakon og tveimur árum síðar varð Hans blind- ur vegna slyss í síldarverksmiðju sinni á Siglufirði. Árið eftir missti hann Harald, son sinn, sem var rekstrarstjóri fyrirtækisins. Á dán- arbeði ráðlagði Harald föður sínum að selja fyrirtæki sitt á Siglufirði og fjárfesta í Norsk-Ameríska fyrirtæk- inu, en Hans vildi ekki selja. Árið 1919 brann söltunarstöð Hans Söb- stad á Siglufirði, 6. júlí, þegar tveir dagar voru í 16 ára afmæli atvinnu- reksturs Hans Søbstad á Siglufirði. Eldurinn kom upp í síldarverksmiðj- unni sem brann til grunna, en hún hafði verið byggð í áföngum frá 1912. Nýja tunnuverksmiðjan, sú fyrsta á Íslandi, hafði tekið til starf tveimur árum áður. Á lofti tunnuverksmiðj- unnar var íbúð fjölskyldunnar. Allar eignirnar voru lítið eða ekki vá- tryggðar. Það var lengi í minnum haft á Siglufirði, þegar Hans Søbstad, aldraður og blindur, var leiddur burtu grátandi frá logandi lífsstarfi sínu. Aðeins bryggjurnar og stein- steypt síldarþró stóðu eftir. Þvílík ör- lög. Annar sonur hans, Peter, var verk- smiðjustjóri á síldarverksmiðju Kveldúlfs á Hesteyri, einu stærsta fyrirtæki landsins á sinni tíð. Peter varð bráðkvaddur 1936 í blóma lífs- ins, brautryðjandi í síldarvinnslunni á margan hátt, eins og faðir hans. Ólaf- ur Thors, þáverandi forsætisráð- herra, ritaði fallega minningargrein um Peter í Morgunblaðið, og minntist þá á föður hans með þessum orðum: „Faðir hans, Hans Søbstad, var mik- ilmenni sem Íslendingar eiga mikið að þakka. Hann rak margþætta at- vinnustarfsemi og starfrækti fyrstu síldarolíuverksmiðjuna á Íslandi.“ Til síðasta blóðdropa reyndi Hans Søbstad að halda úti síldarútgerðinni af sömu elju og baráttuvilja og fyrr, þrátt fyrir að vera blindur og barinn af örlögunum. En hann varð að láta í minni pokann, gerður upp á nauðung- aruppboði 1921, sem fyrr getur, og eftir það flutti hann heim í heimahag- ana, Brimsnes í Noregi, þar sem hann bar beinin fimm árum síðar. Það er full ástæða til þess að reisa minnisvarða um þennan mann og gefa innsýn í afrek hans með fastri sýningu sem á auðvitað heima á Siglufirði. Það má hvorki vanvirða minningu frumherjanna, né hvatn- inguna sem þeir skópu og vöktu til dáða. Upphafsmaður 100 ára síldarævintýris á Siglufirði Eftir Árna Johnsen Höfundur er stjórnmálamaður, blaðamaður og tónlistarmaður. Grímur Karlsson, skipstjóri og mód- elsmiður, hefur smíðað hrygginn úr skipa- flota Hans Søbstad. Cambria kom með timbur og tunnur í síldarævintýrið til Siglufjarðar. Myndin er af módeli Gríms Karlssonar. Marsley kom með fyrstu síldina til Siglu- fjarðar. Hans Søbstad NÚ BERAST slæmar fréttir af fiskeldi. Ég hef reynt að vara menn við að fara fram úr sjálfum sér í þessari grein – en fengið slæmar und- irtektir. Fiskeldi er ágætis rannsóknarbúgrein. Langur vegur er hins vegar frá því að við búum yfir nægri þekkingu til að fara geyst í fiskeldi á laxi eða þorski eins og sumir virðast halda. Í Noregi sann- ast þetta nú því þar er allt í veseni – eina ferðina enn. Ég hef spurt: „Af hverju heldur einhver að hann geti gert betur en Guð almáttugur – þagar hann vandaði sig eins og hann gat?“ Eru menn ekki að fara fram úr sjálfum sér þegar þeir þykjast geta toppað almættið? Þekking okkar á hafinu nær kanski 20 metra niður – varla mikið meira, engin niðurstaða um Mývatn – þar sem sést til botns. Raunvísindi – sönnuð reynsla – er til dæmis að þorskstofninn gat gefið af sér 450 þúsund tonn – ára- tugum saman. Niðurstaðan er því að þorskstofninn geti líka gert þetta í dag með meiri sókn, aðeins meiri en reyndist best 1940–1980, því nú virðist minna fæðuframboð. Tölfræðilegar tilgátur – sem mis- takast endurtekið – eins og offrið- un á smáþorski – er ekki vísindi. Það er „vísindaleg“ þráhyggja eða háskaleg tilraunastarfsemi. Offrið- un á smáþorski hefur reynst hægja á vaxtarhraða, lækka kynþroska og auka dánartíðni hjá smáþorski. Þetta er sönnuð reynsla (raunvís- indi) síðustu áratuga. Að við- urkenna þetta ekki er vítavert gá- leysi. Gömul íslensk speki er að; „hafa skal það sem sannara reyn- ist“. Aðalatriði fiskveiðistjórnar á að vera það sama og við fiskeldi – í búri. Huga að fæðu, súrefni og plássi. Pláss og súrefni viðist nóg í hafinu, en margar vísbendingar hafa komið fram um fæðuskort hjá íslenskum nytjastofnum, en þær vísbendingar eru ekki teknar alvar- lega. Fiskar geta ekki étið töl- fræðilegt fóður – í vitlausu forriti. Vísbendingar eru þessar í dag 1. Það „týndust“ 600 þúsund tonn af þorski – að öllum líkindum vegna allt of mikillar friðunar smáþorsks 1995–1998. 2. Hafrannsóknastofnun segir „of- mat“, en frumgögn stofnunar- innar sanna að allur þessi þorsk- ur var til frá 1993–1998. Þessi þorskur virðist hafa hrygnt 4–6 ára og drepist svo að mestu leyti – vegna hungurs. „Ofmat“ er því fölsun á frumgögnum og á að meðhöndlast eins og hver önnur skjalafölsun. 3. Fæðuskortur er nú hjá sjófugl- um (nýlegt viðtal við Ævar Pet- ersen fuglafræðing) 4. Hvalastofnar stækka og stækka og taka sífellt meira úr mat- arbúri hafsins. Því er rangt að reyna að stækka nytjastofna nú í sömu stærð og áður. 5. Hækkandi sjávarhiti nú er hættulegur við þessar aðstæður, vegna aukinnar fæðuþarfar nytjastofna við hækkandi hita- stig. Í fiskiðnaðinum sést að þorskur fyrir Vestur-, Norður- og Austur- landi hefur horast hratt síðustu mánuði – við hækkandi sjávarhita. Fiskar brenna meira við hækkandi hitastig og þurfa þá hugsanlega tvöfalt fæðumagn til að geta vaxið eðlilega. Af þessum ástæðum er áhættu- minnst að auka strax kvóta í öllum bolfiskistofnum strax. (Mun meira en 30 þúsund tonn í þorski.) Sé þetta ekki augljóst er einfalt mál að hefja strax rannsóknir á þorski t.d. á 20 stöðum kring um landið – í fyrstu viku hvers mánaðar. Skrá lengd, þyngd, aldur, lifrarhlutfall og gera DNA/RNA-greiningu. Fylgjast með vaxtarhraða allra nytjastofna og birta vöxt („ávöxt- un“) opinberlega. Varla er bannað að mæla vaxtarhraða mánaðarlega – nema þorskurinn sé kominn í búr? Ekki þýðir að bera við pen- ingaskorti því við í bransanum myndum senda þessi gögn ókeypis ef um það yrði beðið. Hvað er svo fiskeldi? Er það að svelta þorska til hlýðni við töl- fræðilega tilgátu í náttúrulegu um- hverfi, en huga bara að fæðu og vaxtarhraða ef þorskurinn er settur inn í girðingu? Hvers konar tvö- feldni er þetta? Ef rollur eða hestar eru sveltir á landi er lögreglan send á vettvang og bústofninum lógað. Ef þorskar eru sveltir í sjónum eru menn heiðraðir (!) og þorskur sem drep- inn er úr hungri reiknaður í falsað „ofmat“ – án athugasemda. Er það ekki skýtin skepna – mann- skepnan? Heilbrigð skynsemi er að betra sé að veiða meira þegar það virðist vanta fæðu í hafið – eins og í dag. Má þetta ekki vera einfalt og auð- skilið? Fiskeldi – hvað er það? Eftir Kristin Pétursson Höfundur rekur fiskverkun. VIÐ upphaf nýliðinnar presta- stefnu, sem haldin var á Sauð- arkróki og að Hólum dagana kringum Jóns- messu, hélt dóms og kirkjumálaráð- herra, hr. Björn Bjarnason, ágæta ræðu um stöðu kirkjunnar í dag og samband ríkis og kirkju. Að venju var ráðherrann skorinorður . Í máli sínu kom Björn inn á stöðuna eins og hún nú er á Þing- völlum. Sagði hann m.a.: „Ætti öll- um, sem vilja farsælt og gott sam- starf ríkis og kirkju, að vera kappsmál að ljúka gerð samninga milli þessara aðila um prestssetur og uppgjör vegna þeirra og þar með einnig um hlut kirkjunnar á Þingvöllum.“ Eins og alþjóð veit hefur í raun verið prestslaust á Þingvöllum frá árinu 2000 þó prestar hafi þjónað kallinu úr fjarlægð. Fram yfir kristnihátíðina sumarið 2000 var Þingvallabærinn prestssetur að hluta. Þrjár burstir voru bústaður prests en tvær sumarhús forsætis- ráðherra. Nú er prestssetrið allt í höndum ríkisstjórnar utan salerni og aðstaða í herbergi á norðurhlið, sem ætluð er fyrir presta er koma til þjónustu við kirkjuna. Milli- veggir hafa verið fjarlægðir og húsinu gjörbreytt að innan frá því sem áður var. Prestssetrið er í raun orðið að veitinga- og mót- tökusal. Þetta hefur verið gagnrýnt. Kemur þar margt til. Á Þingvöll- um hefur verið prestssetur í ein 1000 ár. Þar er vagga kristni á Ís- landi og við hæfi að staðinn sitji prestur sem getur tekið á móti gestum og gangandi og boðið þá velkomna til kirkju árið um kring. Framtíð prests- setursins á Þingvöllum Eftir Þórhall Heimisson Höfundur er prestur. Nuddsápan sem stinnir og grennir líkamann Viðurkennd virkni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.