Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6, 8 og 10. kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i.16.  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B i. 12 HL MBL SG DV Roger Ebert Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. with english subtitles Sýnd kl. 6. Enskur texti Fyndnasta Woody Allen myndin til þessa.Sjáið hvernig meistarinn leikstýrir stórmynd frá Hollywood blindandi.  Mike Clark/ USA TODAY  Peter Travers ROLLING STONE i l I Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6 og 8. ÓHT Rás 2 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. EFTIR tólf ára fjarveru er Tortímandinn snúinn aftur til fortíðarinnar og það í þriðja skiptið. Upprisa vél- anna er undirtitill þriðju myndarinnar um vélmennið ógurlega, leikið enn einu sinni af Arnold Schwarzen- egger, og baráttu þess fyrir framtíð mannkynsins. Yfir hina hefðbundnu bíó- helgi, frá föstudegi til sunnudags tók myndin 44 milljónir dala í kassann. En þar sem um þjóðhátíðarhelgi var að ræða var myndin frumsýnd fyrr, eða á þriðju- dagskvöld og hefur síðan þá halað inn 72,5 milljónir dala. Er það fjórða stærsta þjóðhátíðarfrumsýn- ing í tekjum talið síðan mælingar hófust og sú allra stærsta með ald- urstakmarkið R, sem þýðir bönnuð börnum innan 17 ára nema þau séu í fylgd með fullorðnum. Þessi frum- sýning er þar að auki sú næstsölu- hæsta á heildina litið með aldurs- takmarkið R, á eftir Matrix endurhlaðin og þriðja stærsta þriggja daga frumsýning á eftir Hannibal og Matrix endurhlaðin. Það þýddi að önnur myndin um Lögráða ljóskuna, með Reese With- erspoon, náði ekki toppsætinu líkt og fyrsta myndin hafði gert. Samt náði önnur myndin meiri tekjum um frumsýningarhelgina og aflaði 23 milljóna dala, eða 3 milljónum meira en sú fyrsta hafði gert í júlí 2001. Þriðja myndin sem frumsýnd var fyrir helgi, teiknimynd Dream- Works um Sindbað sæfara, komst hinsvegar aldrei á flot, náði ekki nema sjötta sæti á tekjulistanum og halaði inn 6,8 milljónir dala. Mitt í öllum stórmyndahasarnum eru litlu myndirnar, mótvægið, að gera heilmikinn usla. Um síðustu helgi var það enska myndin 28 dög- um síðar og nú franska Sundlaugin (Swimming Pool) eftir François Ozon (Átta konur), krimmi sem frumsýndur var í 13 bíóum og laðaði hlutfallslega að flesta bíógesti. Enn heldur svo aðsóknin að fyrr- verandi toppmyndum áfram að dala hratt. Aðsóknin að toppmynd síð- ustu helgar, Englum Kalla 2, hrap- aði um 62% og Hulk, sem misst hafði flugið um 70% um síðustu helgi, fellur um önnur 58% að þessu sinni. Í ljósi þessa talar fagritið Screen Daily um þessar tvær mynd- ir sem „vonbrigði sumarsins“, sem þó segir kannski meira en nokkuð annað um hversu væntingar eru orðnar miklar og óraunhæfar til stóru sumarmyndanna.                                                                                        !   "  #! % &    %' %  ()    *  + &  !     !  !              ,,- . /, //- ( 0( 0/ , ,- , 12 . 01 1,. //1- /-- -1 (,- (1 //. Upprisa Tor- tímandans T3 rauk á topp bandaríska bíólistans Reuters Stálin stinn. Vélmenni framtíðarinnar eru norsk og austurrísk. Kristanna Loken og Arnold Schwarzenegger. skarpi@mbl.is MIÐASALA á tónleika djass- söngkonunnar Diönu Krall í Laugardalshöll 9. ágúst nk. geng- ur vel. Skv. upplýsingum frá tón- leikahöldurum eru nú einungis rétt innan við 300 miðar óseldir þannig að útlit er nú fyrir að uppselt verði eitthvað fyrir tón- leika. Svo virðist sem landinn hafi fengið talsverðan áhuga á Krall vegna komu hennar. Tvær af plötum hennar, Live in Paris og The Look of Love, tóku töluverð- an sölukipp og hafa verið í hópi söluhæstu platna á landinu síð- ustu vikurnar, auk þess sem lög með Krall hafa fengið talsverða spilun á útvarpsstöðvum. Miðasala hefur fram að þessu farið fram hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands en vegna sumarfrís hefur afgreiðsla ósóttra, greiddra miða verið færð í Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Aðalstræti 2, Reykjavík. Síðustu miðana sem til sölu eru má svo nálgast á netsíð- unni www.concert.is og með því að senda tölvupóst á midasala- @concert.is.Krall kemur brátt. Nær uppselt á tónleika Diane Krall UM helgina minntust Vestmannaeyingar þess að 30 ár eru liðin frá því að eldgosinu í Heimaey lauk. Af því til- efni var boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá og dreif að fjölda gesta sem njóta vildu. Talið er að 3.000 manns hafi sótt eyjarnar heim en veður var með eindæmum gott og voru gestir vel bak- aðir af sólinni. Meðal sólsleiktra gesta voru forseti Ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, og sendiherrar Norð- urlandanna og fylgdust þeir með skemmtiatriðum sem meðal annars voru fjölleikasýningar, söngatriði og skrúðganga. Rok og rigningu gerði fyrri hluta laugardagsins en það dró ekkert af gestum við það enda skánaði veðrið seinna um daginn. Í Landakirkju var haldin svokölluð göngumessa en hún fór þannig fram að á hefðbundnum messutíma fóru messugestir í göngutúr austur í kirkjugarðinn og upp í gíg Eldfellsins, þaðan í Hringskersgarð og loks í Stafkirkjuna en á hverjum stað var guðspjallið lesið, bæn eða söngur. Víkingaskipinu Víkingi var siglt til Eyja af þessu til- efni og fengu gestir að virða fyrir sér fleyið. Loks var flogið listflug yfir bæinn og rauðir og gulir borðar voru notaðir á táknrænan hátt til að minna á hraunrennslið. Veðrið lék við Vestmannaeyinga og gesti þeirra þegar Morgunblaðið/Sigurgeir Til að fagna var efnt til heilmikillar skrúðgöngu eftir Bárustíg. Morgunblaðið/Sigurgeir Furðuverur og fjölleikafólk ýmiss konar var á vappi um Heimaey og skemmti gestum og gangandi. Galsi á goslokahátíð haldið var upp á að 30 ár eru liðin frá lokum eldgossins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.