Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 41
Grindavík 3:2 ÍA Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin, 8. umferð Grindavíkurvöllur Mánudaginn 7. júlí 2003 Aðstæður: Suðaustan slagviðri, rok og rigning en fínn völlur. Áhorfendur: 502 Dómari: Gylfi Þór Orrason, Fram, 4 Aðstoðardómarar: Gunnar Gylfason, Einar Guðmundsson Skot á mark: 8(3) - 17(9) Hornspyrnur: 3 - 7 Rangstöður: 1 - 2 Leikskipulag: 4-3-3 Ólafur Gottskálksson Óðinn Árnason Sinisa Kekic M Ólafur Örn Bjarnason Gestur Gylfason M Guðmundur A. Bjarnason Óli Stefán Flóventsson Eyþór Atli Einarsson Paul McShane M Alfreð Elías Jóhannsson (Eysteinn Húni Hauksson 41.) M Ray Anthony Jónsson Þórður Þórðarson Kári Steinn Reynisson (Garðar Gunnlaugsson 52.) Reynir Leósson M Gunnlaugur Jónsson Andri Lindberg Karvelsson M (Ellert Jón Björnsson 58.) Grétar Rafn Steinsson M Pálmi Haraldsson Julian Johnsson M Baldur Aðalsteinsson (Andrés Vilhjálmsson 58.) Stefán Þór Þórðarson M Guðjón H. Sveinsson M 1:0 (9.) Grindavík fékk aukaspyrnu tvo metra inn á vallarhelmingi ÍA. Ólafur Örn Bjarnason, fyrirliði, tók spyrnuna, sendi inn í vítateiginn þar sem menn stukku upp en náðu ekki til knattarins. Hann hoppaði upp í markhorn- ið hægra megin, Þórður markvörður kom við hann en sló boltann í stöngina og inn. Furðulegt mark. 2:0 (29.) Eftir hornspyrnu frá hægri fékk Gestur Gylfason boltann og ætlaði að negla á markið, hitti boltann ekki betur en svo að hann fór út undir vítateigslínu þar sem Ray Anthony Jónsson var og hann spyrnti hárná- kvæmt innan fótar efst í vinstra markhornið. 2:1 (41.) Eftir fyrirgjöf frá Baldri Aðalsteinssyni frá hægri skallaði Stefán Þór Þórðarson boltann laglega aftur fyri rsig neðst í vinstra markhornið. 3:1 (63.) Eyþór Atli Einarsson tók hornspyrnu frá vinstri og Guðmundur Andri Bjarnson náði að skalla boltann í netið þar sem Skagamenn gleymdu honum gjörsamlega á markteignum. 3:2 (69.) Eftir hornspyrnu var skallað frá marki, en boltinn komst ekki nema út að vítateigslínu þar sem Grétar Rafn Steinsson tók hann við- stöðulaust og sendi í netið. Gul spjöld: Grétar Rafn Steinsson, ÍA (60.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 41 „ÉG er mjög ánægður með stigin. Við vorum ótrúlega lengi í gang en gerum tvö fyrstu mörkin, bæði glæsileg en dálítill heppnisstimpill yfir þeim,“ sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Grindvíkinga eftir sigurinn. „Við ætluðum að pressa þá þegar við lékum undan vindinum en ein- hverra hluta vegna þá bökkuðum við í staðinn og ég kann engar skýr- ingar á því. Í seinni hálfleik héldum við boltanum betur og sáum að vörnin okkar spilar ágætlega undir pressu. Við náðum alltaf að losa pressuna sem oft verður í svona vindi. Leikurinn spilaðist dálítið okkur í hag í síðari hálfleiknum. Skaga- menn notuðu mikið langar send- ingar fram og það er erfitt að eiga við slíkt. Margar sendingar fóru aftur fyrir og svo erum við með fína skallamenn sem sáu um að koma boltanum frá,“ sagði Bjarni. „Það sem gerðist í síðari hálfleik var að við náðum að halda boltanum og fengum mikið svæði á miðjunni til að skipuleggja leik okkar. Ey- steinn [Húni Hauksson Kjerúlf] var þar og náði að gefa fínar sendingar og stóð sig vel á miðjunni.“ Bjarni var sammála því að vörnin væri sterkari nú en í upphafi móts. „Við vorum eiginlega í tómu tjóni í vor og ég kann heldur ekki skýr- ingu á því. Við höfum farið vel yfir þetta og nýttum fríið í upphafi júní- mánaðar vel til að þjappa okkur vel saman og hefur gengið ágætlega síðan,“ sagði Bjarni. Glæsileg mörk með dálitlum heppnisstimpli Menn höfðu orð á því í Grindavíkí gærkvöldi að það væri gott að þessi tvö lið mættust þar því það var rok og rigning og Grindavík og Skipa- skagi hafa haft orð á sér fyrir að þar sé oft strekkingur. Leik- menn voru ekki öfundsverðir af því að spila í þessu veðri, en þeir létu sig hafa það og flestir stóðu sig ágæt- lega. Leikurinn hafði ekki staðið nema í 59 sekúndur þegar Ólafur Gott- skálksson, markvörður Grindvík- inga, hafði bjargað í tvígang með út- hlaupum, vafasömum að vísu. Grindvíkingar léku með rokið í bak- ið, þó svo það stæði raunar horn í horn á vellinum. „Skjóttu bara Óli, skjóttu!“ hróp- uðu áhorfendur á fyrirliða heima- manna þegar hann stillti boltanum upp við miðlínu á níundu mínútu. Ólafur gerði það ekki, en engu að síð- ur fór boltinn í netið! Gestirnir létu þetta mark ekki á sig fá, héldu áfram að spila vel og sóttu mun meira. Þeir léku á móti vindinum, héldu boltanum vel niðri og spiluðu vel fram undir vítateig, þá vantaði eitthvert frumkvæði. Það er oft talað um að golf sé ekki sanngjörn íþrótt og það kom upp í hugann þegar Grindvíkingar skor- uðu annað mark leiksins á 29. mín- útu. Þar var á ferðinni Ray Jónsson og það verður bara að segja eins og er að Grindvíkingar hljóta að hafa verið ánægðir með að vera 2:0 yfir eftir að hafa aðeins fengið eitt mark- tækifæri. Gestunum tókst að minnka mun- inn skömmu fyrir leikhlé með marki Stefáns Þórðarsonar, ágætt mark hjá honum og var þetta trúlega besti leikur hans í sumar. Hann kom vel til baka og tók þátt í spili félaga sinna. Í síðari hálfleik sóttu gestirnir lát- laust framan af en á 63. mínútu kom- ust heimamenn fram fyrir miðju og fengu horn og upp úr því kom þriðja mark þeirra. Sannarlega glæsileg nýting hjá Grindvíkingum því í leikn- um áttu þeir átta skot að marki, þrjú þeirra hittu rammann og mörkin urðu þrjú. Fimm mínútum síðar fengu gest- irnir hornspyrnu og upp úr henni minnkuðu þeir muninn með marki Grétars Rafns Steinssonar. Það sem eftir var sóttu gestirnir meira og þeir skutu og skutu en ekk- ert gekk. Grindvíkingar fengu hættulegasta færið það sem eftir lifði leiks þegar Paul McShane komst inn fyrir markteigshornið vinstra megin en í stað þess að skjóta renndi hann boltanum út til Ray, en hann var óviðbúinn. Eins og áður segir hefðu Skaga- menn átt að fá eitthvað meira en ekkert stig út úr þessari viðureign hefði hún verið lögð á vogaskálar sanngirninnar. En það er ekki gert í íþróttum. Heimamenn léku ágætlega þó svo færin yrðu ekki ýkja mörg. Vörnin var þétt og naut hún dyggrar aðstoð- ar annarra leikmanna liðsins. Síðan þegar boltinn vannst var spilað af skynsemi út úr vörninni og reynt að halda boltanum. Skagamenn gerðust óþolinmóðir er á leið síðari hálfleikinn og þá komu allt of margar langar sending- ar fram, sendingar sem fóru til Ólafs í markinu eða aftur fyrir mark – enda sterkur vindur sem hafði áhrif. Morgunblaðið/Arnaldur Sinisa Kekic úr Grindavík í baráttunni við Skagamanninn Guðjón Sveinsson. Grindvíkingar í hástökki GRINDVÍKINGAR tóku heldur betur stökk upp töfluna í Lands- bankadeildinni í gærkvöldi þegar þeir lögðu Skagamenn 3:2 í Grindavík. Með stigunum þremur hoppaði liðið úr sjöunda sæti í það þriðja. Sigurinn var ekki sanngjarn því Skagamenn voru sterk- ari aðilinn í leiknum, léku betur, en það er einfaldlega ekki nóg því það eru mörkin sem skipta máli þegar upp er staðið, ekki hvernig menn leika. Skúli Unnar Sveinsson skrifar. „ÞETTA var alls ekki nógu gott hjá okkur og ég er hundóánægður með úrslitin,“ sagði Grétar Rafn Steinsson, besti maður Skaga- manna í gærkvöldi en þetta var annað mark hans í sumar. „Við spiluðum ágætlega, boltinn gekk fínt á milli manna og sóttum mjög vel allan leikinn. Síðan gef- um við þrjú mjög ódýr mörk. Þeir áttu tvö skot á markið í fyrri hálf- leik og komast 2:0 yfir og svo gaf ég þeim þriðja markið alveg sjálf- ur. Þetta er alveg skelfilegt. Loks- ins þegar við skorum fleiri en eitt mark þá fáum við þrjú mörk á okkur,“ sagði Grétar Rafn. „Við verðum að reyna að laga þetta eitthvað. Sóknarleikurinn var mun betri núna en oft áður, við héldum boltanum betur en við höfum gert og hann gekk vel á milli manna, frá hægri til vinstri. En það var svekkjandi að fá þessi mörk á sig, sérstaklega verðum við að gæta okkur á föstum leikatrið- um. Það er leikur á fimmtudaginn hjá okkur gegn Vestmannaeyjum á heimavelli og þá verðum við von- andi búnir að laga þetta,“ sagði Grétar Rafn. Skelfilegt að fá þrjú mörk á sig  BJÖRGVIN Rúnarsson mun leika með ÍBV í handknattleik á næstu leiktíð en hann lék með FH á síðasta tímabili. Björgvin mun búa áfram í Reykjavík en fara til Vestmannaeyja um helgar og æfa þá með ÍBV.  FJÖGUR íslensk ungmenni héldu til Sherbrooke í Kanada í gær þar sem þau taka þátt í heimsmeistara- mótinu í frjálsíþróttum, ætluðu keppendum 17 ára og yngri. Hildur Kristín Stefánsdóttir, ÍR, keppir í 100 m hlaupi eins og Óli Tómas Freysson úr FH og Magnús Valgeir Gíslason, Breiðabliki. Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiðabliki, spreytir sig í 100 m hlaupi, 100 m grindahlaupi og langstökki.  OLEG Luzhny, sem lék með Ars- enal á síðustu leiktíð, hefur ákveðið að ganga til liðs við Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Wolv- es þarf ekki að greiða Arsenal neitt fyrir Luzhny þar sem hann er samn- ingslaus.  GIANFRANCO Zola sagði í viðtali við enska fjölmiðla í gær að hann væri enn leikmaður Chelsea ef hon- um hefði borist tilboðið frá félaginu tveimur sólarhringum fyrr. Zola gekk í raðir ítalska liðsins Cagliari. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.