Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 39
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 39 EYJÓLFUR Sverrisson hefur enn ekki tekið ákvörðun um það hvort hann spili hér heima í sumar og gefi um leið kost á sér í landsleikina við Færeyinga og Þjóðverja í undankeppni EM sem fram undan eru í haust. Landsliðs- þjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa sagt að þeir vilji njóta krafta Eyjólfs og Guðna Bergssonar í leikjunum þremur sem íslenska liðið á eftir í keppninni svo framarlega sem þeir spili hér heima í sumar. Guðni er nýkominn heim úr fríi frá Spáni og áttu þeir Ásgeir og Logi fund með Guðna fyrir helgina þar sem landsliðsmálin báru á góma. Guðni var ekki tilbúinn að gefa svar á þessum fundi en hyggst gera það í vik- unni og líklegast verður niðurstaðan sú að hann standi við þá ákvörðun sína að hafa spil- að sinn síðasta leik fyrir Ísland. Kveðjuleikur fyrir Eyjólf Landsliðsþjálfararnir munu hitta Eyjólf að máli í vikunni og ræða við hann en Eyjólfur hefur æft hér heima einn síns liðs eftir að hann sneri heim frá Þýskalandi. Fram undan hjá honum er kveðjuleikur með Herthu Berl- ín síðar í þessum mánuði en forráðamenn Berlínarliðsins ákváðu að koma á kveðjuleik fyrir Eyjólf og framherjann Michael Preetz. „Það kemur bara í ljós eftir kveðjuleikinn hvort ég spili hér heima. Ég er að minnsta kosti voðalega rólegur yfir þessu öllu. Það getur alveg farið svo að ég spili ekki neitt en svo getur verið að ég slái til. Ég hef haldið mér í formi með því að skokka og lyfta en ætli ég reyni ekki að fá að æfa með einhverju liði og komast þannig í snertingu við boltann svo ég verði ekki alveg eins og álfur í kveðju- leiknum,“ sagði Eyjólfur við Morgunblaðið og reiknar með að fá að æfa með Fylkismönnum. Eyjólfur heldur í lok næstu viku til Þýska- lands en 27. þessa mánaðar hefur verið settur upp kveðjuleikur fyrir hann og Michael Preetz. Hertha Berlín tekur þá á móti tyrk- neska liðinu Galatasaray á Ólympíu- leikvanginum í Berlín og munu þeir Eyjólfur og Preetz leika fyrstu 60 mínúturnar. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að taka þátt í þessum leik og gaman að kveðja liðið með þessum hætti. Ég átti frábær ár í Berlín og tók þátt í miklu ævintýri hjá félag- inu,“ segir Eyjólfur. Vegna viðgerða á Ól- ympíuleikvanginum verður aðeins hægt að selja 35.000 miða á leikinn og er reiknað með að þeir miðar seljist upp enda vilja stuðnings- menn Herthu-liðsins þakka þeim Eyjólfi og Preetz fyrir góð störf en báðir hafa þeir átt drjúgan þátt í uppgangi félagsins á undan- förnum árum. Eyjólfur óviss – litlar líkur á að Guðna snúist hugur Morgunblaðið/Golli Guðni Bergsson og Ásgeir Sigurvinsson. Morgunblaðið/Kristján Eyjólfur Sverrisson  AUÐUN Helgason lék allan tím- ann í vörn Landskrona sem gerði markalaust jafntefli við Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Auðun þótti standa vel fyrir sínu og fékk 3 í einkunn hjá Aftonbladet fyrir frammistöðu sína.  SVERRIR Sverrisson, leikmaður Fylkis, hefur ekki getað leikið síðustu leiki Árbæjarliðsins vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum við ÍA á dögunum. Sverrir fékk þungt högg á mjöðm og læri með þeim afleiðingum að mikið blæddi inn á lærvöðvann og eins urðu magafestingarnar fyrir hnjaski.  SVERRIR sagði í samtali við Morgunblaðið að hann yrði örugg- lega ekki með í leiknum við Val á fimmtudaginn en hann stefndi á að geta verið með í leiknum við Fram í næstu viku.  SIGURKARL Gústafsson, UMSB, hljóp 400 m á frjálsíþróttamóti í Gautaborg um síðustu helgi á 49,57 sek., sem er hans besti árangur og aðeins 7/100 úr sek., Íslandsmetinu í drengjaflokki. Þá hljóp hann 100 m á 11,14 og 200 m 22,72 sek.  ANDRI Karlsson úr Breiðabliki hljóp 100 m á fyrrgreindu móti í Gautaborg á 11,04 sek.  RÚMENSKA fimleikakonan Andr- eea Raducan tilkynnti formlega um helgina að hún væri hætt í fimleikum. Raducan, sem er aðeins 19 ára göm- ul, vann þrenn gullverðlaun á HM 2001 og var í sigurliði Rúmena á HM 1999 og 2001 og á Ólympíuleikunum 2000.  HÚN var stigahæst einstaklinga á leikunum í Sydney en var síðan svipt þeim verðlaunum eftir að hún féll á lyfjaprófi. Hún sagðist hafa tekið hóstasaft sem hún keypti í apóteki í Ástralíu.  TIGER Woods sigraði örugglega á Western PGA-mótinu í golfi sem lauk í fyrrinótt í Illinois í Bandaríkjunum. Woods lék á 21 höggi undir pari eða á 267 höggum. Þetta var 38. sigur Woods á golfmóti sem atvinnumaður. Rich Beem lenti í öðru sæti en hann spilaði á 272 höggum.  GARY Payton hefur ákveðið að leika ekki með Milwaukee Bucks í NBA-deildinni á næsta keppnistíma- bili en Payton gekk til liðs við Bucks frá Seattle SuperSonics á síðustu leiktíð. Hinn 34 ára gamli Payton mun líklegast leika með Los Angeles Lakers, Portland eða Miami á næsta tímabili.  TALIÐ er líklegt að Karl Malone skrifi undir samning við Los Angeles Lakers eða San Antonio Spurs í sum- ar. Malone, sem er 39 ára gamall, hef- ur aldrei leikið með öðru liði en Utah Jazz í NBA-deildinni en það eru nán- ast engar líkur á því að Malone leiki áfram með Jazz. FÓLK Ég get staðfest að Barnsley hef-ur verið í sambandi og líklega mun ég hitta menn frá félaginu ein- hvern næstu daga. Ég er hins vegar enn að bíða eftir svari frá Stoke og satt best að segja veit ég ekki hvað er í gangi. Þeir menn sem stjórna félaginu vísa hver á annan og það virðist sem svo að enginn þeirra vilji svara,“ sagði Brynjar við Morgunblaðið. Stoke hóf undirbúningstímabil sitt í síðustu viku og þar voru allir mættir til æfinga að Brynjari und- anskildum en hann og James O’Connor eru einu leikmennirnir sem ekki hafa skrifað undir nýja samninga af þeim sem eru með út- runna samninga. Brynjars var sárt saknað af knattspyrnustjóranum Tony Pulis en hann vonast til að halda íslenska landsliðsmanninum. „Þeir gátu ekki búist við því að ég mætti þar sem ég er ekki samn- ingsbundinn félaginu og er því laus allra mála,“ sagði Brynjar sem heldur til Englands síðar í vikunni. Spurður hvort hann sé reiðubú- inn að spila á nýjan leik undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar segir Brynjar: „Ég er í sjálfu sér opinn fyrir öllu en það fer mikið eftir metnaði Barnsley. Ég veit að Guð- jón er metnaðarfullur en það þurfa allir að hugsa í sömu átt hvað þetta varðar. Það er auðvitað mínus í þessu sambandi að Barnsley leikur í 2. deild en helst af öllu vill maður spila að minnsta kosti í 1. deildinni. En eins og málin líta út í dag hvað mig varðar þá er snýst valið um Stoke eða Barnsley,“ sagði Brynj- ar. Guðjón vill líka fá Pétur Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Guðjón Þórðarson sé með fleiri íslenska leikmenn undir smásjánni. Pétur Marteinsson er einn þeirra en Guðjón fékk Pétur á sínum tíma til Stoke þegar hann var þar við stjórnvölinn. Pétur hefur ekki verið inni í myndinni hjá knatt- spyrnustjóranum Tony Pulis en í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Pétur vilja fá það á hreint hvort staða sín gagnvart liðinu væri óbreytt. Hann mun eiga fund með John Rudges, yfirmanni knatt- spyrnumála hjá Stoke, í vikunni og eftir þann fund ætti að liggja fyrir hvort hann eigi framtíð hjá félag- inu. „Ef ég er ekki inni í myndinni hjá stjóranum mun reyna að fá mig lausan,“ sagði Pétur, en spurður hvort hann færi þá til Barnsley vildi hann ekkert segja til um. Brynjar er undir smásjá Barnsley Morgunblaðið/Brynjar Gauti Landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson bíður eftir svör- um frá forráðamönnum Stoke þar sem hann hefur leikið und- anfarin ár. Hann segist vita að Guðjón Þórðarson og forsvars- menn Barnsley hafi áhuga á kröftum sínum. BARNSLEY, undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, hefur sett sig í sam- band við Brynjar Björn Gunnarsson með það fyrir augum að fá hann í sínar raðir fyrir komandi leiktíð. Brynjar Björn er eins og fram hef- ur komið með lausan samning við Stoke. Félagið gerði honum nýtt tilboð fyrir skömmu. Brynjar svaraði með gagntilboði og hefur síðan þá ekki fengið nein viðbrögð frá Stoke-mönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.