Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 28
MINNINGAR 28 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar ég sat á hvíta plaststólnum í hvítum sandinum – og þetta hefur marg oft komið fyrir – þá áttaði ég mig á því að þetta væri eitt af augnablikunum sem ég þyrfti að fanga og geyma í líkama mínum, að ég þyrfti að ná taki á tímanum, einmitt þetta andartak á hvíta stólnum í hvíta sandinum með bókina á lærunum að horfa á börn- in leika sér í flæðarmálinu, fólkið mara í hálfu kafi eins og dularfulla seli, suma flatmaga í sólinni, aðra á stanslausu iði – að þetta augnablik þyrfti ég að geta teygt á langinn og munað, ekki saknað heldur lifað aftur og aftur, að ég þyrfti að geta framkallað þessa stundartilfinningu aftur og aftur í líkamanum eins og raunverulega minningu, vegna þess að þarna leið mér vel, þarna var eins og heimurinn hefði þjappast saman utan um mig til þess að búa til þetta eina fullkomna augnablik. En eins og ég sagði áður, þetta hefur marg oft komið fyrir. Þegar ég sat til dæmis á klukkutorginu að fylgjast með fólkinu ganga hjá í hægðum sínum eða drekka kaffi með heitri mjólk eins og það væri enginn dagur eftir þennan, þá átt- aði ég mig á því að þetta væri eitt af þessum augnablikum sem inni- héldu kjarnann í tilverunni, að þetta væri lífið – ég var ekki og þurfti ekki að hugsa um neitt, bara njóta þess að vera, njóta þess að sitja og horfa, samlagast umhverf- inu sem ætlaðist ekki til neins af mér, tók varla eftir mér frekar en stólnum sem ég sat á; ég hafði ekkert hlutverk, engan tilgang, ekkert markmið annað en að vera, sitja og horfa og láta hugann reika. En þessi augnablik runnu mér úr greipum, þau liðu án þess ég næði taki á þeim, án þess ég kæmi höndum yfir tímann, næði að stöðva hann og njóta stund- arinnar. Augnablikið rennur manni alltaf úr greipum. Maður annaðhvort hlakkar til eða saknar. Á stund fullnægjunnar ríkir al- gleymi, og hún líður hjá eins og sársaukinn þegar maður klemmdi fingur milli stafs og hurðar og öskraði og hljóp til pabba að fá huggun og hann sagði þessari yf- irveguðu röddu að þetta liði hjá. Og það var satt, það var sann- leikur sem ég aldrei gleymi því að nú man ég atburðinn eins og hann hefði gerst í gær, allar aðstæður, alla viðstadda, öll viðbrögð, skelf- ingarsvipinn á andliti vinar míns og ó-ið í Jóni gamla sem hafði opn- að dyrnar í sakleysi sínu, en ég man ekki sársaukann sem hlýtur að hafa verið svakalegur þetta augnablik þegar níðþung útidyra- hurðin skall aftur og fingurinn varð á milli eins og fyrir fyrir- framákveðna tilviljun (eða hvers vegna ætti það annars að hafa gerst, ég sem var annars aldrei með puttann á þessum stað). Sársaukinn leið bara hjá – þetta hræðilega augnablik þegar hurð- inn kramdi fingurinn í falsinu og ég öskraði með uppglennt, brjál- æðisleg augun leið hjá svo kyrfi- lega að ég get engan veginn fram- kallað það aftur, munað eða fundið sársaukann. Þetta augnablik er runnið sam- an við öll hin augnablikin í lang- dregna ævisögu sem aldrei verður sögð af neinu viti því að kjarni hennar er fyrir löngu skriðinn undan, fyrir löngu liðinn hjá og gleymdur. En hvert er þá svarið við þessu eilífa og óafturkræfa flæði sem engu eirir? Kannski er svarið að finna sinn stað – hvíta stólinn í hvíta sand- inum þar sem börnin leika sér við drullumall á meðan maður les bók eða horfir á öldurnar og fólkið fara hjá eins og í kvikmynd – og vera á þessum stað nægilega lengi til þess að augnablikið renni saman við blóðið í æðunum. En sennilega eru augnablikin ekki endilega bundin stað því að svo virðist sem þau geti vitjað manns hvar sem er. Hversdags- legustu aðstæður, eins og þær sem lýst var hér að framan, geta kallað fram þessa djúpu tilfinningu fyrir stund og stað sem allir vilja ná að höndla. Og þótt maður hverfi aftur á þann stað sem augnablikið vitj- aði manns síðast þá er ekki víst að það komi aftur, að minnsta kosti kemur sama augnablikið aldrei aftur þótt það kunni að koma í endurskapaðri mynd líkt og í minningu eða draumi. Stórkostlegar tilraunir hafa verið gerðar í bókmenntum og list- um til að grípa andartakið á lofti. Marcel Proust leitaði að glötuðum augnablikum í einu frægasta bók- menntaverki síðustu aldar, Í leit að glötuðum tíma, og magnaði þau upp í ævisögulegar stærðir. Proust lagði einmitt upp með þá hugmynd að augnablik væru aft- urkræf. Það þyrfti í raun ekki ann- að en óvænta örvun skynfæranna til að vekja minningar um glat- aðan tíma. Frægasta dæmi Prousts tengdist lykt af magða- lenuköku. Og afraksturinn varð sannfærandi, á fjórða þúsund síð- ur af endurnýjuðum stundum úr ævi höfundar. En tilraun Prousts fjallaði um liðin augnablik, ekki líðandi stund, en það er hún sem við viljum fanga, þennan brennipunkt tilvist- arinnar. Vandinn er að í honum virðist vitundin fuðra upp. Við vit- um ekki það sem við vitum fyrr en eftir á. Við reynum ekki það sem við reynum fyrr en allt er um garð gengið. Í augnablikinu erum við algerlega blönk. Á eftir kunnum við að eiga allan heiminn. Í minningu augna- blikanna En tilraun Prousts fjallaði um liðin augnablik, ekki líðandi stund. Og það er hún sem við viljum fanga, þennan brennipunkt tilvistarinnar. Vandamálið er að í honum virðist vitundin fuðra upp. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is ✝ Halldóra Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík hinn 18. júní 1937. Hún andað- ist á heimili sínu þriðjudaginn 1. júlí síðastliðinn 2003. For- eldrar hennar voru Jón Sigurðsson rakari og síðar verkstjóri á Melavellinum, f. 9.3. 1913, d. 26.6. 1977. og Guðrún Einarsdóttir húsmóðir, f. 3.10. 1913, d 17.11. 1984. Bræður Halldóru eru Gunnar dúklagninga- meistari, f. 26.11. 1940, maki Ríta Ágústsdóttir, og Sigurður forstjóri, f. 31.3. 1947, maki Ágústa Kristin Magnúsdóttir. Halldóra giftist hinn 5.7. 1958 Hilmari S.R. Karlssyni sjómanni, síðar bílstjóra, f. 19.5. 1929. For- eldrar hans voru Karl Stefán Daní- elsson prentari, f. 8.4. 1902, d. 21.12. 1951, og Þuríður Jónasdóttir húsmóðir, f. 18.3. 1901, d. 4.11. 1994. Halldóra og Hilmar eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Jón hús- gagnasmiður, f. 28.12. 1956, maki Guðrún Helga Theodórsdóttir, f. 7.5. 1958. Börn þeirra eru: Halldóra 1.7. 1980, maki Gunnar Hafliðason, Theodór 12.6. 1983, og Elín 27.3. 1992. 2) Guðrún vist- maður á Skálatúns- heimili, f. 3.7. 1959. 3) Reynir Halldór sjó- maður, f. 21.7. 1961, börn hans eru; Jóney Rún, f. 3.12. 1981, Karen, f. 10.6. 1984, og Anna Jóna, f. 12.7. 1991. 4) Berglind förðunarfræðingur, f. 11.2. 1967, sambýlis- maður Unnsteinn Ólafsson, f. 7.7. 1966, barn; Arna Björk, f. 14.1. 1994. 5) Svanur Pálmar bílstjóri, f. 30.3. 1971, börn; Anita Lísa, f. 23.11. 1989, Hilmar Rafn, f. 4. 5. 1996, og Kristófer Aron, f. 23.10. 2002. Fyrir átti Hilmar Dagbjörtu Bergmann deildarstjóra, f. 14.12. 1947, maki Hjálmar Þ. Diego, f. 2.8. 1943, börn; Bjarki, f. 19.3. 1968 maki Svanhvít B. Hrólfsdóttir börn: Davíð Jóhann, f. 14.11. 2001, og drengur, f. 12.5. 2003. Þorkell, f. 5.1. 1971, maki Sigríður J. Sigurð- ardóttir, börn; Þórunn, f. 25.3. 1998, og Hjálmar Tumi, f. 10.1. 2002. Dagbjört Ágústa, f. 19.8. 1979, sam- býlismaður Oscar Bjarnason. Útför Halldóru verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma. Ég sakna þín svo mikið að það er erfitt að anda. Ég hugsa mikið um þig og allt sem þú kenndir mér. Ég og þú töluðum mikið saman um allt sem var að gerast í lífi okkar. Ég kom oft heim um það leiti sem þú varst að horfa á þína konuþætti í sjónvarpinu, ef ég kom ekki þá hringdir þú daginn eftir og vildir vita hvað ég var að gera fyrst ég kom ekki. Það var notaleg og gott hvað þú vildir allt vita um allt sem eg var að gera, en nú veit ég ekki í hvorn fótinn ég á að stíga eftir að þú fórst mér frá svo mikla sorg vissi ég ekki að ég mundi upplifa, hjarta mitt er kramið af sorg. En elsku mamma, ég veit að þú ert á góðum stað og að þér líöur vel á himnum, ég veit að afi og amma hafa tekið vel á móti þér, ég bið að heiísa þeim. Elsku, elsku mamma ég þakka þér fyrir allt sen þú kenntir mér kær- leikan vonina og trúna. Ég hugsa um þig daglega og tala við þig í gegnum bænir mínar . Svanur P. Hilmarsson. Á svona stund streyma minningar um ömmu Lóló, og það margar og góðar. Ég og amma áttum margar góðar stundir saman. Sögurnar sem þú sagðir mér þegar ég var lítil og þú varst að passa mig, „alnöfnu þína“ og þegar Lubbi og Bangsi pössuðu upp á að ég færi ekki út af teppinu, þeir geltu og létu þig vita ef ég hreyfði mig. Amma, það er svo sárt að missa þig og það svona snöggt á sjálfan af- mælisdaginn minn. En nú ertu kom- in á góðan stað til Guðrúnar ömmu og Jóns afa, sem þú talaðir svo mikið um. Þér fannst svo gaman að ég lærði hárgreiðslu eins og pabbi þinn og mamma. Það voru skemmtilegar sögurnar sem þú sagðir þegar þú varst að hjálpa mömmu þinni að setja permanent og rúllur í konurnar og í hana. Þetta sagðir þú mér þegar ég var að dúlla við þig, þér fannst það svo gaman, en ég fékk að heyra það þegar ég var að rúlla upp permanent- inu hvað þér fannst það leiðinlegt. En þegar ég var búin að leggja á þér hárið sagðirðu alltaf „afi sjáðu hvað ég er orðin fín“. Og daginn eftir fékk ég símtal frá þér og þú sagðir: Ó, Halldóra mín, ég er svo ánægð og afa finnst ég svo fín. Þú vildir alltaf vera svo fín eins og þegar við Gunnar gift- um okkur þá sagðir þú við mömmu að þú yrðir að vera óaðfinnanlega, það væri nú verði að gifta hana nöfnu þína. En nú er ekki hringt í talhólfið, Halldóra, þetta er amma, hringdu. Það var orðið svo stutt á milli okkar eftir að þið fluttuð í Austurbergið, það tók mig bara 25 mínútur að labba. Og þegar ég var í skólanum niðri í bæ var gott að koma til þin í frímó, amma alltaf heima og alltaf fór ég allveg pakksödd, því alltaf var nóg til. Elsku amma ég þakka þér þær stundir sem við áttum saman. Við pössum afa fyrir þig. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR ✝ Soffía GuðrúnGuðmundsdóttir fæddist á Akureyri 3. júní 1961 en ólst upp á Ærlæk í Öx- arfirði. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 1. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Guð- mundur S. Jónsson, bóndi á Ærlæk, f. 8. júní 1927, og Guðný Jóna Tryggvadóttir, húsmóðir frá Garði á Húsavík, f. 3. október 1927. Systkini Soffíu eru Guðrún, f. 7. maí 1951, Jón Halldór, f. 1. sept- ember 1958, og Tryggvi Arnsteinn, f. 28. janúar 1964. Eftirlifandi eigin- maður Soffíu er Kristján Þráinsson, fiskverkamaður frá Húsavík, f. 9. des- ember 1956. Þau eignuðust tvö börn: Guðnýju Jónu, f. 26. janúar 1982, og Guðmund Þráin, f. 21. júní 1983. Útför Soffíu fer fram frá Skinna- staðarkirkju í Öx- arfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Soffía mín. Það var sól og sumar þegar sorgin bankaði upp á á Brávöllum 9. Nú var Guð að kalla á þig. Ég varð reið: „Hvað er hann að hugsa, þú ert allt of ung, aðeins 42 ára.“ Við áttum eftir að hlæja svo mik- ið saman, tala og styrkja hvor aðra, en ég veit að þú verður nálægt mér. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og við áttum margar góð- ar stundir saman. Við vorum í góðu fé- lagi, bílafélaginu. Þar var góður fé- lagsandi og mikið prjónað og hlegið að okkar góðu eiginmönnum og Síó vini okkar. Þeir klifruðu fjöll en við vorum svo góðar að keyra þá og hugsa um börnin. Soffía mín, ég er frek. Ég hefði vilj- að fleiri stundir með þér, við áttum eft- ir að gera svo margt. Þú varst góð móðir og eiginkona, alltaf til staðar með hlýja hjartað þitt. Dætur mínar syrgja þig mjög, þú varst þeim svo góð. Elsku Lilli minn. Þú hefur misst mikið, ég á ekki orð til að lýsa því. Hún Soffía þín var svo stolt af þér. Þið eigið yndisleg börn sem þið hugsuðuð svo vel um að það var einsdæmi. Elsku vinur, þú verður að reyna að vera sterkur fyrir Soffíu þína. Elsku Guðný Jóna og Gummi. Mamma ykkar var svo ánægð með ykkur. Ég sagði henni að hún mætti vera það og hún ætti stóran þátt í því hvernig þið eruð. Kæru vinir, við verðum að vera sterk og góð hvert við annað. Kæru Guðmundur og Guðný á Ær- læk, dóttur ykkar þótti afar vænt um ykkur. Ég vona að Guð gefi ykkur öll- um styrk og skýringu á þessu kalli sínu. Elsku Soffía mín, nú get ég ekki skrifað meira, tárin blinda mig. Vertu nálægt okkur. Þínir vinir, Heiða Tryggvadóttir, Þráinn, Selmdís, Elma Rún og Árdís Rún. Snemma dags 1. júlí fékk ég símtal frá bróður mínum um að Soffía mág- kona mín væri dáin. Ég trúði því ekki, ung kona sem var engan veginn tilbúin til að fara. Hún hafði svo mikið dálæti á manni sínum og börnum. Alltaf þegar ég hringdi í hana þá talaði hún svo mikið um fjölskylduna sína, hún hafði svo gaman af því. Elsku Soffía, við eigum eftir að sakna þín mikið. Elsku Lilli bróðir, Guðný Jóna og Gummi, megi guð vera með ykkur. Ástar- og saknaðarkveðjur. Valgerður Þ. Shamsudin, Ár- mann Salim Shamsudin, Elias Shamsudin, Jónas Shamsudin, Ómar Shamsudin. Hans vegur er væng haf og geiminn þér guð gaf um eilífð sem einn dag hans frelsi er faðm lag (Ingimar Erlendur Sig.) Hjarta okkar er fullt af harmi vegna skyndilegs fráfalls Soffíu Guðmunds- dóttur. Við komum til með að sakna þessarar elskulegu og góðu mágkonu og vinar. Við biðjum góðan Guð að gæta og styrkja eiginmann, börn, foreldra og systkini. Jakobína Þráinsdóttir. Það er ákaflega þungbært og sárt að trúa því að svo snemma á ævinni skuli lífi vera lokið. Við Soffía vorum æskuvinkonur, aldar upp í sömu sveit, í Öxarfirði, og aðeins um fjórir km á milli bæjanna, vorum jafnöldrur og skólasystur. Minningar frá bernsku okkar streyma fram, og þá fyrstu kynni er SOFFÍA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.