Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR
30 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jóhannes GeirJónsson fæddist
á Sauðárkróki 24.
júní 1927. Hann lést
á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi 29.
júní síðastliðinn.
Foreldrar Jóhann-
esar Geirs voru Jón
Þ. Björnsson frá
Veðramóti, kennari
og síðar skólastjóri
á Sauðárkróki, f. í
Háagerði á Skaga-
strönd 15.8. 1882, d.
í Reykjavík 21.8.
1964, og kona hans,
Geirlaug Jóhannesdóttir hús-
freyja, f. í Eyjafirði 28.7. 1892, d.
á Sauðárkróki 6.4. 1932.
Jóhannes Geir var sjöundi í
röð tíu systkina. Systkini hans
eru: 1) Stefán, arkitekt í Reykja-
vík, 1913–1989, kvæntur Ernu
Ryel, vefara og húsfreyju, 1914–
1974. Sonur þeirra er Stefán
Örn; 2) Jóhanna Margrét hús-
freyja, 1915–1985, gift John
Kristian Bjerkli, 1913–1952. Son-
ur þeirra er Jón Stefán; 3) Þor-
björg, skólastjóri Hjúkrunar-
skóla Íslands, f. 1917; 4)
Sigurgeir gjaldkeri, 1918–1996.
Sonur hans og Elínar Kristbergs-
dóttur er Kristján Skúli; 5)
Björn, læknir í Swan River í
Kanada, 1920–1995, kvæntur Iris
27.3. 1949, sonur hans er Ey-
steinn, f. 1972.
Jóhannes Geir ólst upp á Sauð-
árkróki, gekk í barnaskólann og
unglingaskólann þar og var tvo
vetur í Menntaskólanum á Ak-
ureyri 1941–43. Hann nam við
Handíða-og myndlistarskólann
1946–48, þar sem aðalkennarar
hans voru Kurt Zier og Kjartan
Guðjónsson. Árið 1948–49 var
hann í Konunglegu listaakademí-
unni í Kaupmannahöfn, þar sem
hann naut handleiðslu Axels
Jörgensen. Jóhannes Geir hélt
um tylft einkasýninga og tók þátt
í á þriðja tug samsýninga, heima
og erlendis. Verk eftir hann er
að finna í öllum helstu listasöfn-
um landsins og að auki í einka-
söfnum austanhafs og vestan.
Jóhannes Geir er af mörgum
talinn meðal helstu fulltrúa hins
tjáningarríka raunsæis, þ.e. ex-
pressjónismans, í íslenskri mynd-
list. Meðal þekktustu myndverka
hans eru „endurminningarmynd-
irnar“ svonefndu, olíumálverk,
teikningar og pastelmyndir frá
árunum 1964–70, þar sem lista-
maðurinn gengur á hólm við
ýmsar sársaukafullar tilfinningar
og minningar frá æskuárum. Á
seinni árum beindi Jóhannes Geir
sjónum sínum aðallega að ís-
lensku landslagi, einkum og sér í
lagi staðháttum í heimabyggð
sinni, og gæddi myndefni sitt
sjaldgæfum ljóðrænum þokka og
sögulegu innsæi.
Útför Jóhannesar Geirs verður
gerð frá Dómkirkjunni í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
M. Fitzgerald. Börn
þeirra eru Jón, Rand-
ver Fitzgerald, Atli
Brian og Álfheiður
Sheila. Dóttir Björns
og Önnu Guðrúnar
Sveinsdóttur er Geir-
laug. Dóttir Björns
og Elísabetar Sveins-
dóttur er Guðrún
Davíðsdóttir; 6)
Ragnheiður Lilja,
húsfreyja í St. Peters
í Missouri, f. 1923,
gift Robert F. Mart-
in, 1916–1992. Börn
þeirra eru Brenda,
John Cyrus, Stephen Robert,
Mark David og Paul Norman; 7)
Gyða, vefari og húsfreyja, f.
1924, gift Otto A. Michelsen for-
stjóra, 1920–2000. Börn þeirra
eru Óttar, Kjartan, Helga Ragn-
heiður og Geirlaug; 8) Ólína
Ragnheiður húsfreyja, f. 1929,
gift Magnúsi Óskarssyni borgar-
lögmanni, 1930–1999. Börn
þeirra eru Jón Þorbjörn, Óskar,
Hildur og Haukur; 9) Geirlaugur
bókbindari, f. 1932, kvæntur Jó-
hönnu Jóhannsdóttur húsfreyju,
f. 1922. Dætur þeirra eru Hrönn
og Sigríður Hulda.
Sonur Jóhannesar Geirs og
Ástu Sigurðardóttur rithöfundar,
f. 1.4. 1930, d. 21.12. 1971, er
Geir Reginn kerfisfræðingur, f.
Horfinn er yfir móðuna miklu
minn góði og trausti vinur, Jóhann-
es Geir, og mun enginn fylla það
skarð sem hann skilur eftir. Vin-
skapur okkar hófst þegar ég var
fjögurra ára, en móðir mín, Þor-
björg Jónsdóttir og Jóhannes, voru
nánir vinir um árabil.
Þegar ég hugsa um Jóhannes og
allar þær góðu stundir sem við átt-
um saman koma upp í hugann
hundruð minningabrota og ætla ég
að draga fram nokkur slík dæmi
sem lýsa vel þessum einstaka
manni.
Ein af mínum fyrstu minningum
um Jóhannes er frá myndlistar-
sýningu í Norræna húsinu. Ég var
fimm ára gömul og hljóp um salinn
þveran og endilangan, benti á
myndirnar og hrópaði hátt og
snjallt. „Ljótt, ljótt, flott, ljótt.“
Móðir mín reyndi að þagga niðri í
mér en Jóhannes gekk með mér um
sýningarsalinn og útskýrði fyrir
mér hvernig hann túlkaði málverk-
in og hverju hann héldi að málarinn
vildi ná fram. Héldu svo þessir list-
fræðilegu fyrirlestrar áfram eftir
það, en við fórum oft saman á sýn-
ingar þegar tækifæri gafst.
Jóhannes var með afbrigðum
barngóður og hændi að sér svo
mörg börn að oft og tíðum fékk
hann ekki vinnufrið fyrir litlum vin-
um sem vildu koma í heimsókn, til
að fá að teikna og gæða sér á góð-
gæti sem hann átti alltaf nóg af.
Hann var líka svo einstaklega
þolinmóður við börn. Ég minnist
þess að þegar ég var um það bil sjö
ára gömul og hann kom í kvöldmat
kvartaði móðir mín oft yfir því að
maturinn væri að eyðileggjast á
meðan hann las samviskusamlega
fyrir mig kafla eftir kafla úr Dag-
finni dýralækni. Svo var það nokkr-
um árum seinna að ég minnist þess
að hann eyddi heilmiklum tíma í að
útskýra fyrir mér muninn á
expressjónisma og impressjónisma,
svo dæmi séu tekin. Hann talaði
alltaf við börn af virðingu og van-
mat aldrei skilning þeirra.
Ég hafði mjög gaman af að
hlusta á hann segja frá, því hann
studdi oft mál sitt með því að sýna
mér dæmi úr hinum fjölmörgu
listaverkabókum sem hann átti. Ég
bý að þessari fræðslu enn í dag. Á
unglingsárum mínum lagði hann sig
fram um að kynna fyrir mér listir
og menningu.
Annar áberandi eiginleiki Jó-
hannesar var hve örlátur hann var
og tók höfðinglega á móti gestum.
Eftir að hafa boðið upp á kræs-
ingar, eins og brauð með rækjusal-
ati, bláber með rjóma og kökur,
leysti hann oft gesti og gangandi út
með gjöfum. Seinast þegar ég sá
hann í vor vildi hann endilega
senda mig með bók um Ísland á
þýsku til að gefa tengdaforeldrum
mínum en þau eru af þýsku bergi
brotin. Hann var duglegur að senda
þessar bækur um Ísland út um all-
an heim, því hann var þjóðrækinn
með afbrigðum og stoltur af Íslandi
og íslenskri náttúru.
Ef svo illa vildi til að hann hafði
enga bók til að gefa sætti hann sig
við að lána nokkrar bækur í stað-
inn. Hann gaf líka gífurlegan fjölda
af jólagjöfum og voru það alltaf
bækur, en svo var hann í mestu
vandræðum með að pakka þeim öll-
um inn. Ég hjálpaði honum oft. Þá
sátum við lengi, ég að pakka en
hann að skrifa jólakveðjurnar.
Ég er þakklát fyrir hvað ég naut
góðs af örlæti hans í gegnum tíðina.
Þegar ég var yngri keypti hann
handa mér alvörupastelliti og
þurrpastel, fínar litablokkir og fal-
legar bækur. Þegar ég fór sjálf í
listnám erlendis hélt hann áfram að
senda mér bækur og klassíska tón-
list, og nokkrum sinnum sendi hann
mér rausnarlegar ávísanir.
Hann gat ekki hugsað sér að ég
og listsköpun mín þyrfti að líða fyr-
ir fjárskort og fátækt eins og hann
bjó við á námsárum sínum við
Listaakademíuna í Kaupmanna-
höfn. Þar neyddist hann oft til að
mála á maskínupappír sem varð til
þess að þessar myndir skemmdust
meira og minna. Jóhannes gaf okk-
ur Michael fallegt málverk í brúð-
argjöf, sem hangir hérna í stofunni
okkur í London.
Að horfa á þetta málverk er eins
og að horfa út um glugga heim til
Íslands og á Heiðmörkina með Blá-
fjöllin í baksýn, böðuð gylltri kvöld-
sólinni. Það minnir mig alltaf á
hann og það minnir mig á Ísland.
En ég var ekki sú eina sem naut
góðs af stuðningi og gjafmildi Jó-
hannesar því hann átti nokkra vini
úr kynslóð yngri listamanna sem
hann hvatti til dáða og studdi við.
Við erum lánsöm að hafa átt svona
góðan vin og læriföður.
Jóhannes lifði fyrir myndlistina
og þurfti ekki að vinna fyrir sér á
annan hátt frá þrítugsaldri. Það var
svo gaman að horfa á hann mála.
Hann lærði aldrei að keyra bíl og
eftir að ég tók bílpróf fór ég stund-
um með honum út að mála.
Við keyrðum um þangað til hann
sá eitthvað í landslaginu sem heill-
aði hann, þótt ég sæi stundum ekki
neitt merkilegt við mótífið sem
hann ætlaði að mála. En þá ráð-
lagði hann mér að píra augun og
viti menn. Ég sá nokkurn veginn
hvað hann var að tala um. Síðan
kom hann sér vel fyrir í framsæt-
inu, með blokkina á hnjánum og
litakassann í glugganum og byrjaði
að mála.
Það er vægt til orða tekið að
segja að hann hafi málað af inn-
lifun, því hann málaði bókstaflega
með öllum líkamanum. Hann kast-
aðist til og frá, rumdi og stundi og
stakk pastelkrítinni ótt og títt ofan
í blokkina í þessum hamförum.
Hann var ekki lengi að skissa, svo
sem 15–30 mínútur. Ég held að
honum hafi legið svona mikið á að
missa ekki af augnablikinu. Þetta
var stundum eitthvert ljósbrot sem
entist aðeins í nokkrar sekúndur
sem hann varð að ná.
Stundum reyndi ég að teikna
sama mótífið sem við bárum síðan
saman, hörmungina mína og enn
eitt snilldarverkið hans. Þá útskýrði
hann fyrir mér hverskonar „komp-
ósisjón“ eða uppbyggingu hann
hafði unnið með og hvernig hann
lokaði myndinni sinni með litum og
formum. Það voru sannkölluð for-
réttindi að fá svona kennslustundir.
Síðan fórum við og fengum okkur
heitt súkkulaði og kökur, eða þá
fisk og franskar kartöflur, en Jó-
hannes var mikill sælkeri.
Þetta voru mér ómetanlegar
stundir og ég vildi óska að ég hefði
haft tök á því að keyra hann oftar í
seinni tíð.
Jóhannes var feiknagóður penni
og skrifaði hin skemmtilegustu
bréf, oft ríkulega myndskreytt.
Hann skrifaði frjálslega og mynd-
rænt um það sem hann var að gera
eða vinna við, hvað hann var að lesa
eða hvað hann hafði upplifað.
Jóhannes var mjög vel lesinn í
Íslendingasögum, einkum Sturl-
ungu, og fengu Sauðkrækingar
hann til að mála heila seríu af olíu-
málverkum, pastelmyndum og
teikningum úr Sturlungu. Hann var
himinlifandi yfir þessu verkefni og
lifði sig svo inn í söguna að það
hljómaði eins og hann hefði upp-
lifað þessa atburði og þekkti sögu-
persónurnar persónulega. Útkoman
er stórvirki að mínum dómi og kall-
aði hann þessa listaverkaröð „Á
Sturlungaslóð í Skagafirði“.
Þótt Jóhannes hafi alltaf verið af-
kastamikill málari dáðist ég að
kraftinum, seiglunni og úthaldinu
hjá honum síðastliðin þrjú ár. Þrátt
fyrir erfið veikindi málaði hann á
þessu tímabili rúmlega 200 málverk
og fjöldann allan af pastelskissum.
Að mínu mati eru þessar myndir
með þeim bestu sem hann málaði,
fullar af krafti og þrótti en jafn-
framt ljóðrænar og seiðandi.
Jóhannes þjáðist um tíma af svo-
kallaðri „listamannaveiki“ sem lýsir
sér í nagandi efasemdum um eigið
ágæti. Sem betur fer vann hann
samt bug á þessari „veiki“ og hélt
stóra sýningu í Húsi málaranna á
Eiðistorgi í mars síðastliðnum. Sýn-
ingin hlaut metaðsókn, gagnrýnin
var með afbrigðum góð og toppsala.
Jóhannes var alsæll með móttök-
urnar og var í sigurvímu þó svo að
hann væri örþreyttur á eftir.
Ég hafði áhyggjur af að hann
gæti kannski ekki málað eftir að
heilsunni fór að hraka, en hann hélt
áfram að mála fram síðustu stundu.
Ég talaði við hann í síma á afmæl-
isdaginn hans núna 24. júní og var
hann þá nýkominn heim eftir að
hafa málað tvær skissur af Eiríks-
jökli, farið síðan í kaffiboð til vina
sinna í sumarbústað og ætlaði í
kvöldboð með kræsingum á eftir.
Hann lést fimm dögum síðar.
Jóhannes var fyrirmynd á marg-
an hátt. Hann var hreinn og beinn,
heiðarlegur, laus við hroka, gafst
aldrei upp þótt á móti blési og
fylgdi ávallt eigin sannfæringu.
Hann skilur ekki bara eftir hlýjar
minningar hjá þeim sem voru svo
lánsamir að kynnast honum, þess-
um góða og fádæma skemmtilega
manni, heldur skilur þessi mikli
listamaður eftir sig þúsundir mál-
verka og teikninga sem eiga eftir
að gleðja augu og auðga anda kom-
andi kynslóða og halda minningu
hans á loft um ókomin ár.
Ég votta einkasyni hans, Geir
Regin, Laugu frænku hans, eftirlif-
andi systkinum og öðrum ættingj-
um mína dýpstu samúð.
Inga Lísa Middleton.
Í upphafi fikrar myndavélin sig
upp fjallshlíðina uns komið er upp
yfir brúnina og augað steypir sér
niður í dalinn þar sem hestaatið er í
fullum gangi, frýs og spörk og ösk-
ur, glamur í skeifum, sviti og blóð.
Þetta er upphafið að kvikmynd um
Gunnlaugs sögu ormstungu, hand-
rit eftir Jóhannes Geir, föðurbróður
minn, leikið og lýst af honum sjálf-
um fyrir rúmfastan ungling með
hitasótt, hrollurinn dró niður hita-
stigin meðan senurnar runnu yfir
tjaldið. Og Sibelíus samdi tónlist-
ina. Polka fyrir ísbirni. Myndin var
í fullri lengd. Jói var ljósmóðir
listanna fyrir ungan dreng. Alltaf
tilbúinn að leggja til, bera í mann
bækur og plötur. Hlusta og skilja
og fræða og liggja ekki á skoðunum
sínum.
Hann hreif mann með sér í lýs-
ingunum, hvort sem þær voru af
sérkennilegu fólki á Króknum,
landslaginu, orrustunni á ísnum eða
kontóristum Kafka. Hann upplifði
beint og hreint það sem hann sá og
heyrði og skilaði því í sterkum
dráttum eins og myndum á sýningu
og það gallerí situr eftir þó maður
hafi aldrei sjálfur komið á þá staði,
hitt það fólk eða tekið þátt í þeim
bardögum. En maður hefur fundið
hrollinn.
Það átti ekki síður við um Sturl-
ungumyndirnar skagfirsku sem
hann málaði á á níunda áratugnum
síðasta. Þegar hann lýsti þeim
myndum var ekki verið að lesa af
bók. Það var engu líkara en hann
hefði verið þar sjálfur, legið móður
undir steini og virt fyrir sér sviðið.
Ég kann Skagafjörðinn utan að,
sagði hann, ekki bara fjöllin og
formið, heldur litina og árstíðirnar
og ekki síst birtuna. Birtuna yfir
landinu. Og hann kunni líka söguna
og sögurnar og gat lesið þær inn í
landið, sett þær á svið og leitt
mann inn á sviðið. Hann bar mikla
virðingu fyrir landinu. Honum
gramdist sú fyrirlitning stjórnvalda
gagnvart því sem birtist í skamm-
sýni og að honum fannst yfirgangi
við það.
Fyrir nokkrum árum biluðu nýr-
un, hann þurfti að koma til blóð-
hreinsunar annan hvern dag. Í stað
þess að láta það verða hindrun og
fjötur tókst honum að snúa stöð-
unni sér í hag, þessu fylgdi skipu-
lag og afköstin voru á stundum
aldrei meiri. Myndirnar urðu til
fyrir hugskotssjónum í vélinni og
síðan var haldið áfram við trön-
urnar næsta dag.
Ekkert skiptir máli nema að
mála, var haft eftir honum heima
hjá mér. Jóhannes gat málað. Það
var það sem skipti máli.
Stefán Örn Stefánsson.
„Vísir með nýjustu fréttum, Vísir
með nýjustu fréttum,“ kallar
drengurinn á pallinum fyrir framan
kaffihúsið á 28.
Það er virkur vetrardagur, níst-
ingskalt og klukkan að verða hálf-
fjögur. Honum finnst hann kalla
hátt og myndarlega en röddin er
mjó og hvell; aðeins 9 eða 10 ára.
Drengurinn hlakkar til því hann
veit að senn koma kallarnir í kaffi
og með þeim Jói frændi sem æv-
inlega býður honum með. Hann fær
kakó úr stálkönnu, þeyttan rjóma
og pönnuköku. Kallarnir drekka
kaffi og reykja sígarettur og pípur
og spjalla. Sjálfur stoppar hann
stutt, fær hlýjuna og næringuna og
heldur svo út aftur að selja síðustu
blöðin.
Á þessu árum upp úr 1960 bjó
Jóhannes Geir uppi á lofti á Laug-
vegi 11. Hann kom reglulega í kaffi
á Laugaveg 28 en veitingahúsið
margfræga á Laugavegi 11 var þá
ekki lengur til. Á 28 mættu fleiri
listamenn og aðrir sem voru a.m.k.
listamannslegir. Þetta voru allt fín-
ustu kallar og ef Jói kom ekki þá
buðu þeir mér samt oft inn. Stund-
um keyptu þeir líka af mér blaðið.
Svona gekk þetta held ég í tvö ár,
ég seldi Vísi á nær hverjum degi og
kakóið og kruðeríið sem Jói gaf
mér hefur eflaust kostað meira en
ég græddi á blaðasölunni. Þetta var
á svipuðum tíma og hann málaði
ljón og tígrisdýr á tréskildi okkar
bræðra, svo gapandi ógurlegar
skepnur að óvinirnir í hverfinu
lögðu á flótta áður en bregða þurfti
sverði.
Félagsskapur okkar Jóhannesar
Geirs móðurbróður míns var með
ýmsum hætti í gegnum tíðina en
ætíð með sama brag og lýst er hér
að framan, dygg frændsemi og vin-
átta. Jóhannes átti fyrri hluta æv-
innar heima á mörgum stöðum og
flestum skrýtnum, óvenjulegum
vistarverum sem gjarnan voru
vinnustofur um leið. Af þeim öllum
sló nú efsta hæðin í frystihúsinu á
Kirkjusandi (þar sem nú er Ís-
landsbanki) mest í gegn hjá ungum
mönnum. Það var ævintýri að koma
þangað. Og alltaf fékk maður að
leika lausum hala, fékk liti, pappa
og blöð og mátti gera það sem
manni sýndist. Það voru ekki marg-
ir sem lögðu í að leyfa það. Stund-
um voru stórir salir fengnir að láni
og þá fékk maður að hjálpa til að
preparera striga. Strekkt og borið
á í stórum stíl. Við vorum alltaf að
flytja og árum saman fluttum við
sömu málverkin sem mér virtust
fullbúin. Þegar ég spurði Jóa hvers
vegna hann seldi ekki tiltekna
mynd sem búið var að margflytja
sagði hann að hún væri ekki eins og
hann hefði ætlast til að hún yrði.
Skipti þá engu máli hvort mér eða
öðrum gleggri þætti myndin meira
en góð, listamaðurinn var trúr sjálf-
um sér og ef mynd var ekki svo
honum líkaði vildi hann ekki að hún
færi úr hans höndum. Margar af
þessum myndum endurbætti hann
nýlega eftir að hann fór að vera í
nýrnavélinni. Hann sagði okkur að
við þá meðhöndlun hefði sér létt
svo að stundum hefði verið eins og
hulu væri svipt frá. Skyndilega sá
hann gamlar myndir fyrir sér og
við honum blasti hvað það var sem
þurfti að bæta úr. Fór svo rakleitt
heim og gerði verkin eins og hann
hafði alltaf ætlað sér.
Verkamaður var ég hjá Jóhann-
esi einn vetur eftir stúdentspróf en
þá var á ný hafist handa við húsið
hans í Heiðarbænum sem staðið
hafði uppsteypt en óklárað í nokkur
ár. Listamanninum líkaði vel að ég
kæmi þar fram í hlutverki eigand-
ans, semdi við vinnumenn og héldi
þeim til verka og ég gengi annars í
þau verk sem ég sjálfur gat unnið.
Venjuleg störf af þessu tagi voru
Jóa ofraun; eitt símtal við iðnaðar-
JÓHANNES GEIR
JÓNSSON