Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 15 Hjá Slippfélaginu fæst HREIN AKR†LMÁLNING sem flekur betur, er ve›urflolnari, heldur lit og gulnar ekki. Okkar menn hafa gó›an g runn Vi› byggjum alla okkar fljónustu á áratuga reynslu og ví›tækri flekkingu á gæ›amálningu. Í verslun okkar í Dugguvogi 4 fær›u faglega rá›gjöf um val á málningu og lei›beiningar um allt sem l‡tur a› málningarvinnu. Líttu vi› og láttu okkur a›sto›a flig. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 9 0 2 5 / sia .is KRÓKUR á Garðaholti er lítill báru- járnsklæddur burstabær í eigu Garðabæjar og nýjasta viðbótin í safnaflóru höfuðborgarsvæðisins. Bærinn var endurbyggður úr torfbæ árið 1923 og er gott dæmi um húsa- kost og lifnaðarhætti alþýðufólks í þessum landshluta á fyrri hluta síð- ustu aldar. Krókur, sem er stað- settur í nágrenni samkomuhússins á Garðaholti, verður opinn alla sunnu- daga í sumar og er aðgangur ókeyp- is. Bærinn er í dag með þremur burstum en árið 1923 var miðburst bæjarins byggð og voru bæjarhúsin þá aðeins baðstofa og eldhús auk lít- ils skúrs við útidyrnar. Að sögn Huldu Hauksdóttur, upp- lýsingafulltrúa Garðabæjar, fékk Garðabær bæinn að gjöf árið 1998, ásamt útihúsum og innbúi, frá af- komendum Þorbjargar Guðjóns- dóttur og Vilmundar Gíslasonar í Króki með því skilyrði að bærinn yrði endurbyggður. Ráðist var í verkið fyrir nokkrum árum og stjórnaði Jón Nordsteien arkitekt endurgerð bæjarins, en Einar Hjart- arson húsasmíðameistari var feng- inn til að vinna verkið. Gamalt kryddbox og skeljar úr fjörunni „Það er sem sagt búið að færa allt í upprunalega mynd. Það var reynt að halda í þetta upprunalega, sumt þurfti þó að betrumbæta og setja nýtt, en það var reynt að halda öllum sömu litunum og voru áður. Þegar ákveðið var að Garðabær myndi þiggja bæinn að gjöf hófust syst- urnar Elín og Vilborg Vilmund- ardætur handa við að skrá niður alla muni sem voru í húsinu, en þær ólust upp í Króki. Þær fengu leiðbein- ingar frá Þjóðminjasafni og stóðu sig mjög vel. Skipulega var öllum húsgögnum og öðrum munum safn- að saman og svo þegar bærinn var tilbúinn eftir endurbætur aðstoðuðu þær við að staðsetja munina í hús- inu,“ segir Hulda. Hún segir að margir skemmtilegir hlutir hafi ver- ið varðveittir. Auk húsgagna og bóka sé til dæmis hægt að finna gamalt kryddbox með hinum ýmsu kryddum og skeljar úr fjörunni sem systurnar notuðu sem leikföng. Hulda leggur áherslu á að Krókur sé eins og lítið Árbæjarsafn, minni dálítið á Siggubæ í Hafnarfirði. „Þarna er varðveitt heimili sem sýn- ir gamla lifnaðarhætti og hvernig þetta leit út. Munirnir eru ekki merktir neitt sérstaklega heldur er reynt að hafa heimilislega stemmn- ingu þarna inni. Einu sinni í viku í sumar er gert ráð fyrir að bærinn verði opinn fyrir almenning og það er ókeypis aðgangur til að byrja með,“ segir hún og bætir við að kynna þurfi Krók fyrir Garðbæing- um, sem og öðrum höfuðborgar- búum. Listamenn fái aðstöðu í Króki Gert er ráð fyrir að hluti bæjarins verði nýttur sem vinnuaðstaða fyrir listamenn. Hulda á von á því að menningar- og safnanefnd Garða- bæjar auglýsi aðstöðuna síðar í sum- ar. Hún segir að um tilraun sé að ræða, enda vonast hún eftir jákvæð- um viðbrögðum. Listamenn fá þá að- stöðu í Króki í mismunandi langan tíma, allt frá tveimur vikum upp í nokkra mánuði. „Þetta eru þrjár burstir. Það er búið að gera eina upp á nútímalegan hátt, en þar er hægt að koma fyrir tölvu og síma. Það verður sér rými fyrir listamann sem hægt er að loka af,“ bætir hún við. Hún segir að Krókur sé opinn fyr- ir almenning í fyrsta skipti nú í sum- ar en ekki hefur áður verið um reglulegan opnunartíma að ræða. Því hvetur hún sem flesta til að kíkja við. „Skólarnir í Garðabæ hafa nýtt sér Krók og koma væntanlega til með að nýta sér enn betur í framtíð- inni. Það er tvímælalaust mikill fengur fyrir Garðabæ að hafa fengið þennan bæ. Garðabær á í rauninni ekki mikið sem hefur verið varðveitt á þennan hátt. Þetta er skemmtileg viðbót við söfn höfuðborgarsvæð- isins. Krókur er staðsettur á einum besta staðnum í bænum og allt um- hverfi í kring er mjög fallegt.“ Krókur á Garðaholti sýnir húsakost og lifnaðarhætti alþýðufólks á fyrri hluta 20. aldar Safn í bárujárns- klæddum burstabæ Garðabær Krókur á Garðaholti var endurbyggður úr torfbæ árið 1923 og er nú varðveittur í upprunalegri mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.