Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 4
BÚIÐ er að sökkva fyrsta tank- inum sem notaður verður til að snúa og lyfta flaki Guðrúnar Gísla- dóttur KE, sem hefur legið á hafs- botni við Lófóten í Norður-Noregi síðan hún sökk fyrir rúmu ári. Vinna við að koma skipinu upp er nú komin í fullan gang að nýju. „Það er hæg ferð en örugg,“ seg- ir Haukur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Íshúss Njarðvíkur, eigandi skipsins. Hann sagði að einn tankurinn hefði verið settur niður seinnipartinn í gær. „Það er búið að vera mjög gott veður þar til í morgun [gærmorgun] þegar okkur seinkaði þar til eftir hádegi.“ Hauk- ur segir að ef áætlanir gangi eftir verði búið að sökkva öllum tönk- unum á föstudag. Þegar búið er að sökkva þeim og festa við skipið verða þeir blásnir upp og skipinu komið á réttan kjöl, og því næst lyft af hafsbotni. Að sögn Helga hafa nokkrir að- ilar sýnt því áhuga að kaupa skipið, bæði innlendir og erlendir, en allar viðræður um slíkt muni bíða þar til skipið er komið upp og hægt að meta ástand þess. Sökkva tönkum við Guðrúnu Gísladóttur FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jón ætlar ekki að láta við það sitja að skreppa til Reykjavíkur því hann segist þurfa til Ísafjarðar í sumar. „Ég hef farið þangað einu sinni en þarf að fara aftur.“ Hann reiknar alveg eins með því að fara suðurleiðina austur, eftir dvölina í Reykjavík en halda svo áfram aftur norður, án þess að koma við heima á Seyðisfirði, á leiðinni til Ísafjarðar. „Ég væri vís með að fara út í Hrísey í leið- inni. Ég hef nefnilega alltaf farið út í Hrísey í hvert skipti sem ég fer hringinn, og farið þar í göngubrautina. Það er gott að ganga í Hrís- ey, svolítið upp í móti annað slagið en ekkert erfitt samt.“ Jón segir umferðina mjög misjafna á land- inu, en óttast mest stóru bílana, flutningabíl- ana. „Þeir eru hættulegir.“ Jón ekur ekki bara hringinn, heldur þvæl- ist svolítið um Austfirðina líka. „Áður en ég fór að heiman ætlaði ég austur á Fáskrúðs- fjörð og Stöðvarfjörð og Breiðdalsvík en ég sneri við í Fáskrúðsfirðinum, við Brimnes- gerði, þar sem ég var búinn að eiga heima vetur og sumar í 5 ár, fór þangað 12 ára gam- all; það var svo mikil rigning núna að vinnu- konurnar höfðu tæplega við og ég sneri við og fór aftur upp á Egilsstaði og þar var sól- skin. Fór svo hina leiðina, og þegar ég var kominn að vegamótunum Hornafirði og Breiðdalsvík fór ég upp á Breiðdalsheiði og þá var þokan alveg ferlega svört, en ég kunni ekki við að snúa við aftur. Ég lét mig hafa það. Svo fór ég náttúrlega grunnleiðina til baka; maður talar eins og maður sé á sjó, JÓN Vídalín Sigurðsson, níræður Seyðfirð- ingur, er einn í hringferð á bíl sínum um Ís- land, sjöunda árið í röð. Hann segir það eng- um vandkvæðum bundið: „Það er ekkert mál að fara hringinn í rólegheitum.“ Jón missti eiginkonu sína 1996, keypti sér nýjan bíl árið eftir og fór þá fyrstu hringferð- ina. Þetta er því sú sjöunda. Hann fór norður fyrir land og fer svo suð- urleiðina heim, eftir stutta dvöl hjá syni sín- um sem býr í Reykjavík. Hann segist hafa gaman af því að keyra. „Já, ég hef gaman af því að keyra og geng- ur alltaf vel. Og í þessum sex ferðum sem ég hef farið hefur aldrei komið neitt upp á.“ Kona í Reykjavík skrifaði grein í Morg- unblaðið fyrir skömmu þar sem fram kom að hún væri hætt að keyra og hvatti eldra fólk til að skila inn ökuskírteininu sínu. En Jón er ekkert á þeim buxnum og segist í raun ekki hafa farið að keyra að ráði fyrr en eftir að hann varð gamall. „Ellin er nú ekki farin að hafa nein áhrif á mig ennþá. Ég sé ágætlega, heyri vel og þá hlýtur að vera allt í lagi. Ég þarf heldur engan staf til að ganga með.“ En skyldi hann aka hratt? „Nei, ég keyri yfirleitt frekar rólega, á svona 80 til 85 kílómetra hraða vanalega þeg- ar ég fer hringinn. Þá eyði ég nefnilega minna bensíni. Fyrstu ferðirnar fannst mér bíllinn eyða of miklu, þá var ég oft á hundrað. En svona spara ég bensínið.“ Vekur það athygli þar sem þú stoppar að þú skulir vera einn á ferð, svona gamall? „Nei, fólk sér það ekkert. Heldur bara að þetta sé fimmtugur karl!“ enda er ég búinn að róa í 33 ár.“ Einu sinni skrapp hann að Hólum í Hjalta- dal. „Það var nú skrýtið ferðalag það. Ég fór nefnilega norðurleiðina suður til Reykjavíkur og kom aftur austur suðurleiðina, og fór þá út í Papey. Þar sagði ég við leiðsögumanninn að ég hefði alveg gleymt að koma við á Hól- um í Hjaltadal, en væri að hugsa um að skreppa þangað. Og ég renndi svo bara norð- ur. Þegar ég var kominn upp í kirkjuturninn á Hólum hringdi ég í stjúpdóttur mína, en hún trúði því ekki að ég væri þar. En svo varð hún að trúa því vegna þess að þarna voru Seyðfirðingar þarna með sem sögðu henni frá því.“ Stutt er síðan þetta var, en hann segist ekki hafa verið í neinum vandræðum með að labba upp allar tröppurnar í kirkjuturninum. „Mig minnir að það hafi verið 10 tröppur í hverjum stalli og stallarnir verið 10. Ég er helst á því; annars leiðréttir mig einhver ef ég fer ekki rétt með.“ Níræður Seyðfirðingur einn á hringferð um landið í bíl sínum sjöunda árið í röð Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Ég keyri yfirleitt frekar rólega, á svona 80 til 85 kílómetra hraða vanalega þegar ég fer hringinn.“ Ellin ekki farin að hafa nein áhrif á mig GUNNAR Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, segir að viðbrögð ís- lenskra stjórnvalda við formlegri beiðni bandarískra yfirvalda um lögsögu í refsimáli gegn varnar- liðsmanni hafi verið íslenskum stjórnvöldum til álitshnekkis og lít- ils sóma og geti haft skaðvænlegar afleiðingar fyrir varnarsamskipti Íslands og Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem Gunnar Snorri Gunnarsson sendi Ólafi Davíðssyni, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, í gær, en af- rit af því var sent til ráðuneyt- isstjórans í dóms- og kirkjumála- ráðuneyti, ríkissaksóknara, lögreglustjórans í Reykjavík og sýslumannsins á Keflavíkurflug- velli. Brot á íslenskum lögum Í bréfinu rekur Gunnar Snorri Gunnarsson málsatvik, en maður í liði Bandaríkjanna á Keflavíkur- flugvelli er í haldi íslenskra yf- irvalda grunaður um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur 1. júní síðast- liðinn. 4. júní óskaði varnarliðið á Keflavíkurflugvelli eftir því að lög- saga í málinu yrði framseld til bandarískra stjórnvalda með vísan til varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá 1951. Utanrík- isráðuneytið féllst á beiðnina og sendi dómsmálaráðuneytinu beiðni um framsal mannsins, en það áframsendi hana til ríkissaksókn- ara til meðferðar. Hann lýsti því yfir í bréfi dagsettu 30. júní að hann teldi ekki efni til að verða við beiðni varnarliðsins. Í bréfi sínu segir Gunnar Snorri Gunnarsson að meðferð málsins hjá dóms- og kirkjumálaráðuneyti og ríkissaksóknara hafi valdið ut- anríkisráðuneytinu áhyggjum, „í ljósi þess að ótvíræðar lagaheim- ildir fela öll mál sem tengjast framkvæmd varnarsamnings Ís- lands og Bandaríkjanna í hendur utanríkisráðherra.“ Hann bendir á galla á málsmeðferð hjá íslenskum stjórnvöldum og segir um brot á íslenskum lögum að ræða. „Hafa ber í huga að þetta mál er einungis eitt af fjölmörgum málum í varn- arsamstarfi íslenskra og banda- rískra yfirvalda. Áhrifa þessarar málsmeðferðar er þegar tekið að gæta í öðrum málum sem unnin eru í samvinnu við varnarliðið. Þetta á sérstaklega við um lög- reglumál þar sem varnarliðið hefur í ljósi meðferðar þessa máls annað hvort hafnað eða verið mjög tregt til samvinnu. Varnarliðið hefur þannig m.a. lýst því óformlega yfir að engir varnarliðsmenn verði framar afhentir íslenskum yfir- völdum í tengslum við rannsókn hugsanlegra brota þeirra gegn ís- lenskum ríkisborgurum,“ segir hann og minnir á að málið komi upp þegar erfiðar viðræður standi yfir við bandarísk yfirvöld um varnarsamninginn og viðbúnað á Íslandi. Á hálum ís Gunnar Snorri segir í bréfinu að utanríkisráðuneytið hafi í rúman mánuð skýrt sjónarmið sín og lagalega stöðu málsins fyrir ís- lenskum stjórnvaldsaðilum sem að málinu hafa komið án árangurs. Bandarísk stjórnvöld hafi mótmælt málsmeðferðinni og sett utanrík- isráðuneytið í erfiða stöðu, en nú stefni í það að bandarísk stjórn- völd reyni að krefjast þess fyrir dómi að grunaði maðurinn verði látinn laus þar sem röng stjórnvöld óski gæsluvarðhaldsins. „Ef réttar- farsreglur heimila það að dómstóll taki afstöðu til slíks yrði það mjög ankannaleg staða sem við utanrík- isráðuneytinu og íslenskum stjórn- völdum blasti, þ.e.a.s. að bandarísk stjórnvöld fengju íslenska dóm- stóla til að úrskurða um það hver færi með heimildir varnarsamn- ingsins. Slíkt gæti haft skaðvæn- legar afleiðingar fyrir varnarsam- skipti Íslands og Bandaríkjanna, því þá væru ákvarðanir varðandi framkvæmd varnarsamstarfsins og skuldbindingar því tengdar ekki lengur pólitískt mál heldur féllu undir dómsvaldið.“ Tímabært að standa við skuldbindingar Í bréfinu áréttar ráðuneytis- stjórinn afstöðu utanríkisráðuneyt- isins. Hnífsstunga í Reykjavík sé ekki mál sem hafi sérstaka þýð- ingu fyrir Ísland og að framselja beri lögsögu í málinu til banda- rískra stjórnvalda. „Það er óhjá- kvæmilegt og löngu tímabært að allar nauðsynlegar ráðstafanir verði gerðar af hálfu allra ís- lenskra stjórnvaldsaðila til að stað- ið verði við lagalegar og þjóðrétt- arlegar skuldbindingar gagnvart Bandaríkjunum,“ segir Gunnar Snorri Gunnarsson í bréfinu. Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis telur ríkissaksóknara brjóta lög í máli varnarliðsmanns Getur haft skað- vænleg áhrif á varnarsamstarfið HRÚTURINN Kjarni var í slæmri klípu þegar gengið var fram á hann fyrir tilviljun í urðinni undir Fagra- dalshömrum. Hann hafði troðið sér inn á milli tveggja stórra steina og komst hvorki afturábak né áfram. Þarna var hann búinn að vera ein- hvern tíma en hann sást ekki frá þjóðveginum. Þegar búið var að losa frá honum grjót sem var fyrir aftan hann var hægt að toga hann út og varð hann að vonum frelsinu feginn. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Kjarna bjargað Fagradal. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.