Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 7 BJÖRGUNARSVEITIN á Dalvík hefur sent frá sér tilkynningu vegna ákæru á hendur einum félagsmanni fyrir brot gagnvart unglingum í um- sjón hans sem varða 99. grein barna- verndarlaga. Hefur sveitin ákveðið að víkja manninum úr starfi tímabundið meðan dómsmeðferð stendur yfir. Maðurinn er ákærður fyrir ýmiss konar ósæmilega hegðun og rudda- skap gagnvart unglingunum. Meðal annars fyrir að hafa ýtt fimmtán ára gamalli stúlku inn í hundabúr og læst hana þar inni, kippt niður sundbuxum annarrar stúlku og seinna ýtt henni niður í aftursæti á bíl, lagst ofan á hana og viðhaft samfarahreyfingar. Þá hafi hann klipið í geirvörtur ung- lingsdrengja og snúið fast upp á þær. Fékk að koma aftur til starfa Í tilkynningunni kemur fram að þegar málið hafi komið upp á sínum tíma hafi viðkomandi verið vikið taf- arlaust úr starfi meðan málið var rannsakað í samráði við félagsmála- yfirvöld á Dalvík. „Um ári seinna hafði Björgunarsveitin á Dalvík sam- band við félagsmálafulltrúa til að at- huga með framgang þess en á meðan hafði maðurinn ekki starfað með sveitinni. Þau svör fengust að yfirvöld gætu ekki tjáð sig um einstök mál og þess vegna gæti björgunarsveitin ekki fengið upplýsingar um hver staða þess væri, hvort ákæra yrði birt eða málið látið falla niður. Jafnframt lýsti félagsmálafulltrúi Dalvíkur- byggðar því yfir að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að viðkomandi mað- ur kæmi aftur til starfa á afmörkuðu sviði innan sveitarinnar,“ segir í til- kynningunni. Þar segir einnig að björgunarsveitin hafi af þessum sök- um ekki talið sig geta haldið mann- inum fyrir utan starf sveitarinnar, en hann hafi ekki starfað að unglinga- málum síðan. Fréttir af ákærunni hafi komið björgunarsveitinni á óvart. Vikið tímabundið úr starfi Yfir Atlants- hafið á heimasmíðaðri flugvél TVEIR breskir eldri borgarar fljúga á heimasmíðaðri flugvél frá Ohio í Bandaríkjunum til Skotlands, með viðkomu á Íslandi, til að minnast fyrsta flugs Wright-bræðranna fyrir 100 árum. Dennis Wood, sem er fyrrum flug- stjóri hjá British Airways, og vinur hans Jack Berkin, báðir 68 ára, voru um fjögur ár að smíða flugvélina, sem ber nafnið Velocity og er fjög- urra sæta. Þeir lögðu af stað frá Ohio í Bandaríkjunum áleiðis til Kanada á föstudag. Þaðan liggur svo leiðin til Narsarssuaq á Grænlandi, þaðan sem flogið verður til Íslands. Flug- mennirnir áætla að lenda á Skotlandi á miðvikudag. Þetta kom fram í net- útgáfu The Scotsman. ♦ ♦ ♦ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur fellt úr gildi úrskurð kæru- nefndar útboðsmála frá 17. desem- ber 2001 í kærumáli Nýherja hf. gegn Ríkiskaupum og var íslenska ríkið sýknað af öllum kröfum Ný- herja. Nýherji krafðist þess að viður- kenndur yrði bótaréttur Nýherja úr hendi íslenska ríkisins vegna missis hagnaðar Nýherja af völdum ákvörðunar íslenska ríkisins 17. júlí 2001 að hafna tilboði Nýherja í út- boði Ríkiskaupa varðandi ný fjár- hagskerfi fyrir ríkissjóð og stofnanir hans og velja í staðinn Skýrr hf. sem samningsaðila. Til vara var krafist staðfestingar á úrskurði kærunefnd- ar útboðsmála frá 17. desember 2001 þess efnis að íslenska ríkið hafi bakað sér skaðabótaskyldu gagn- vart Nýherja með framkvæmd á út- boðinu. Auk þess var krafist stað- festingar á þeirri niðurstöðu nefndarinnar að lagt yrði fyrir ís- lenska ríkið að bjóða úr gerð þjón- ustusamnings um hugbúnaðarkerfi þess sem vísað var til í 14. gr. samn- ings þess og Skýrr dagsettum 17. júlí 2001. Þess var krafist að nið- urstaða kærunefndar útboðsmála frá 17. desember 2001 um að ís- lenska ríkið greiddi Nýherja 600.000 kr. í kærumálskostnað, auk drátt- arvaxta frá 17. janúar 2002 til greiðsludags, yrði staðfest. Enn- fremur krafðist Nýherji þess að hann yrði sýknaður af dómkröfum íslenska ríkisins í gagnsök auk þess sem fyrirtækið krafðist málskostn- aðar úr hendi íslenska ríkisins. Ís- lenska ríkið krafðist þess að það yrði sýknað af öllum kröfum Nýherja, að úrskurður kærunefndar útboðsmála frá 17. desember 2001 yrði felldur úr gildi með dómi og að Nýherja verði gert að greiða því málskostnað. Réttargæslustefndi, Skýrr, tók und- ir kröfu ríkisins um að úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nefndarinnar yrði felldur úr gildi. Tómas Jónsson hrl. flutti málið af hálfu Nýherja, Guðrún Margrét Árnadóttir hrl. af hálfu íslenska rík- isins og Ragnar H. Hall hrl. af hálfu Skýrr. Íslenska ríkið sýknað í héraðs- dómi af kröfum Nýherja ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- LIF, sótti slasaðan sjómann af rúss- neska togaranum Marshal Krylov skömmu eftir miðnætti í gær. Sjó- maðurinn hafði hlotið opið lærbrot og taldi læknir í áhöfn þyrlunnar að ekki kæmi til greina að bíða með að- hlynningu en skipið var í um sólar- hrings siglingarfæri frá næstu höfn. Áhöfn TF-LIF var kölluð út skömmu fyrir kl. 22 og fór í loftið um klukkutíma síðar. Rétt fyrir kl. 1 var sigmaður sendur niður í skipið eftir sjómanninum og lenti þyrlan á Landspítala – háskólasjúkrahúsi kl. 3 með hinn slasaða sjómann og hlaut hann aðhlynningu þar. Þyrla Landhelgis- gæslunnar Sótti rússnesk- an sjómann ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.