Morgunblaðið - 10.07.2003, Síða 36

Morgunblaðið - 10.07.2003, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG HEF oft velt því fyrir mér hversu mikla fórn Íslendingar færa með neyslu áfengis og tóbaks. Hvað gæti þjóðin afrekað og framkvæmt fyrir þá peninga sem með þessu fara út í bláinn? Hversu margir glata ham- ingju sinni og heilsu á altari þessara eiturefna? Áfengisneysla er án und- antekninga undanfari þess að hópur af ungu fólki snertir á og síðar ánetj- ast eiturlyfjum. Ófögnuðurinn er skýr og afleiðingarnar skelfilegar en fáir þora að grípa í taumana. Besta forvörnin er að snerta aldrei á þessum eiturnautnum hvorki áfengi né tóbaki. „Hættu áður en þú byrjar“ er sett fram á einfaldan og skýran hátt í „Maríta-fræðslu“ Samhjálpar og lögreglunnar þegar fulltrúar þess- ara aðila fræða nemendur 9. bekkjar um myrkur og vítiskvalir þær sem fíkniefnaneytendur ganga í gegn um og fáir sleppa frá óskaddaðir. Á sama tíma fjölgar þeim röddum sem krefjast rýmkunar á reglum þeim og höftum sem taka til áfengis- auglýsinga og sölu á áfengi. Mark- miðið virðist að koma áfenginu í hverja matvöruverslun. Aðrar þjóðir sem hafa gengið á undan með þessu fordæmi skynja allsherjar vanda og vilja snúa til baka og koma á reglum um meðferð og neyslu áfengis og tób- aks. Ég man svo vel mín æskuár austur á landi. Þeir sem misnotuðu áfengið og neyttu í óhófi voru taldir aumingj- ar. Aldrei var rætt um af hverju þessi aumingjaskapur stafaði. Ég fékk sem ungur maður skömm á þessum lifnaði og hét því að koma aldrei nálægt þessum ófögnuði og hefi staðið við það síðan. Á sínum tíma var talað um að bannlögin væru brotin og því voru þau aflögð. En hvaða áfengislög eru ekki brotin þráfaldlega með skelfileg- um afleiðingum? Engum dettur í hug að afnema núverandi lög þótt brotin séu. Hver tilraunin er gerð á Alþingi til að rýmka reglur og höft á sölu eiturnautna. Skynseminni förlast og minnisleysi er borið við þegar sví- virðilegustu glæpir réttarkerfisins eru framdir í vímu áfengis og eitur- lyfja. Það er kominn tími til að þjóðin átti sig á hvar hún er stödd í þessum efn- um og taki við sér, losi um fátækt og skelfileg afbrot sem rakin eru beint til þessara efna. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Hvað kostar þetta allt? Frá Árna Helgasyni: NÚ ER Ingibjörg Sólrún gengin til liðs við Samfylkinguna en var áður í Kvennalistanum áður en hún tók að sér að vera í forsvari Reykjavíkur- listans. Þetta eitt útaf fyrir sig eru stórkostlegar breytingar á pólitísku landslagi á landsvísu og er ekki nema von að það komi á skjálfta í öllum hinum flokkunum. Hún tók að sér baráttusætið á R- listanum og það hafðist hjá henni, hún sýndi þar pólitískt þor og kjark. Hún sýnir enn þennan kjark að ganga til liðs við Samfylkinguna og taka þar enn á ný að sér baráttusæti á landsvísu sem er örugglega ekki léttara en að leiða R-listann. Er nema von að það sé titringur og vangaveltur í pólitíkinni. Hún lætur að sér kveða svo eftir er tekið og þótt menn láti sem hún sé léttvæg þá er hún með sínum kjarki og þori að breyta öllu pólitísku lands- lagi á landsvísu. Hún er ung og á nóg eftir og menn í pólitíkinni þekkja ekki þessa stærð. Það var náttúrlega eðlilegt að láta hana í það að vera forsætisráð- herraefni Samfylkingarinnar þegar hún tók af skarið og gekk til liðs við Samfylkinguna og ætti það að sýna að þar fór engin meðalmanneskja inn í landsmálin. Hún átti glæsilegan feril sem borgarstjóri. Formaður eða ekki þá mun hún setja sterkan lit á pólitíkina á næstu árum. Hún á eftir að koma jafnréttismál- um og launamálum á skrið á lands- vísu og hún hefur tekið af skarið af því að ræða við Evrópubandalagið og mun það verða uppi á borðinu meira en áður. Hún mun einfalda valda- kerfið og gera það skilvirkara og valdhafar munu bera ábyrgð á verk- um sínum og orðum. Með sínum kjarki og þor mun hún koma á viðræðum við Evrópubanda- lagið, og af fullri alvöru og víðsýni mun hún semja við það um aðild að því ég tel, því hún hefur sagt það að Evrópubandalagið sé annað og meira en sjóræningar. Nei, það munu gerast margir og miklir atburðir á næstunni á hinu pólitíska landslagi og fyrir hennar tilstilli munu hinir flokkarnir fylgjast grannt með því sem hún mun taka sér fyrir hendur svo hún mun ekki verða alveg valdalaus í öðrum flokk- um, svo segir mér hugur. Það mun verða fylgst með því sem hún gerir í mótun á framtíðarsýn Samfylkingar- innar, sem er náttúrlega eitt af því sem sýnir hve mikilli ábyrgð henni er trúað fyrir af flokknum. Það verður tekið eftir hennar framtíðarsýn og mun þar ábyggilega koma við sögu inngangan að Evrópu- bandalaginu, fiskveiðistefna verður tekin af festu og rökréttri lendingu náð, tel ég alveg víst. Þetta er flokk- ur með yfir rúmlega 31% fylgi sem er ekki hægt að útskýra nema með hennar mikla persónufylgi og góðu fólki, þetta er mikið fylgi á landsvísu og eftir þeirra framtíðarsýn verður tekið. Samfylkingin hefur komið inn sem hægrisinnaður jafnaðarflokkur með jafnréttismálin sem sterka stefnu. Nú eru hinir flokkarnir, sem eru steinrunnir finnst mér, að skoða inn- viði sína og athuga hvað þurfi að laga til að tapa þó ekki meira en þessu í næstu kosningum. Það er ábyggilega mikil ólga í gömlu flokkunum og ekk- ert hægt að vita upp á hverju þeir taka nú eftir kosningar. BJARNI ÞÓR ÞORVALDSSON, listamaðurinn B.Thor og öryrki, Asparfelli 12, Reykjavík. Ingibjörg Sólrún og pólitíska landslagið Frá Bjarna Þór Þorvaldssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.