Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRYNHILDUR Davíðsdótt-ir er dóttir hjónanna Dav-íðs Aðalsteinssonar á Arn-bjargarlæk í Borgarfirðiog Guðrúnar Jónsdóttur. Hún lauk BS-prófi í líffræði frá Há- skóla Íslands auk undirbúningsnáms fyrir meistaranám í hagfræði við HÍ. Að því búnu hélt hún til Boston þar sem hún lauk tvöföldu meistaranámi, annars vegar í alþjóðasamskiptum og hins vegar umhverfis- og auðlinda- stjórnun. Að því búnu hóf Brynhildur þverfaglegt doktorsnám sem mætti kallast visthagfræði (ecological economics) þar sem hún lagði áherslu á að sameina hagfræði, líffræði og eðlis/efnafræði umhverfis og auð- linda. Slík sameining gerir stjórnendum kleyft að ná fram skilvirkari umhverf- is- og auðlindastjórn og einnig að skil- greina t.d umhverfisvænni hagstjórn. Brynhildur lauk doktorsnámi sínu við Boston University árið 2001. Hún starfar nú við kennslu og rannsóknir við umhverfisdeild Boston University en auk þess rekur hún sitt eigið ráð- gjafarfyrirtæki og er bókaritstjóri tímaritsins Ecological Economics. Brynhildur býr í Cambridge í Massachusetts ásamt manni sínum Einari Erni Sigurdórssyni og 4 ára dóttur, Urði. Sátt við náttúruna Hvernig stóð á því að þú tókst ákvörðun um það, eftir að hafa lokið námi í líffræði, að snúa þér að hag- fræðitengdara námi? „Eftir að hafa verið í líffræðinámi, sem ég hafði mjög gaman af og veitti mér góða grunnþekkingu, fór ég smám saman að skilja að líffræðin leggur litla áherslu á að skoða sam- band manns og náttúru. Ég vildi öðl- ast skilning á því hvernig við getum lifað í sátt við náttúruna og notað auð- lindir okkar skynsamlega. Það gerði að verkum að ég ákvað að fara í und- irbúningsnám fyrir meistaranám í hagfræði. Þar tóku hins vegar við öfg- ar í hina áttina, þar sem lítið var fjallað um þau náttúrulögmál sem gilda um þær auðlindir sem við not- um. Oft gleymist að þær auðlindir sem við notum, hvort sem um er að ræða fiskistofna, grunnvatn eða orku, eru allar hluti af stærra samhengi, sem verður að taka tillit til. Allt teng- ist þetta einhvern veginn saman í náttúrunni og ekki er hægt að valda röskun á einum stað án þess að það hafi afleiðingar annars staðar. Þetta þurfum við að reyna að sjá fyrir og koma þannig í veg fyrir slæma ákvarðanatöku. Í stuttu máli vildi ég skilja hvernig við getum nýtt alla þá miklu þekkingu sem við höfum úr líffræðinni til að taka skynsamlegri ákvarðanir um nýtingu auðlinda og umhverfis – auð- vitað á hagkvæman hátt og að skilja betur stærð okkar þjóðarauðs sem er mikið til samsettur af náttúruauðlind- um. Þar sem hagfræðin svaraði ekki þeim spurningum sem ég var að leita svara við ákvað ég að fara til Banda- ríkjanna í þverfaglegt nám. Fyrst var ég reyndar að velta fyrir mér doktorsnámi í sjávarlíffræði. Í því skyni lærði ég að kafa til að geta skoðað sjávarpöddur. Einnig fór ég á sjó til að safna gögnum fyrir Bioice- verkefnið. En eftir að hafa verið tvær vikur á færeyskum togara við að safna vísindagögnum komst ég að því að þetta ætti ekki við mig. Ég varð ægilega sjóveik og ekki bætti listileg matseld kokksins úr skák. Ég hef þó enn gaman af því að kafa.“ Hvert er megininntak visthag- fræðinnar? „Visthagfræðin tekur tillit til þess að maðurinn og hagkerfi hans er hluti af vistkerfi heimsins. Til að viðhalda og tryggja langlífi okkar hagkerfis verður að viðhalda vistkerfinu. Ofnýt- ing og eyðilegging vistkerfis getur leitt til skyndigróða en slík þróun er augljóslega sjaldnast sjálfbær þar sem eyðilegging vistkerfa er yfirleitt ekki afturkræf. Þjónusta náttúrunnar Oft eru þær lausnir sem taka tillit til umhverfisþátta dýrari þegar til skamms tíma er litið. En þær lausnir sem ekki taka tillit til áhrifa á um- hverfið og hafa umtalsverð umhverf- isáhrif geta orðið þjóðarbúinu mun dýrari þegar fram í sækir. Við treystum á náttúruna til að veita okkur „þjónustu“ sem felst í til dæmis viðhaldi tegunda sem við nýt- um, í viðhaldi jarðvegs og í að veita okkur nauðsynlega framleiðsluþætti svo sem efni og orku. Án þessarrar þjónustu væri ansi dýrt og í raun erfitt að halda uppi hagkerfi heimsins. Þrátt fyrir hversu mikilvæg þjónusta náttúrunnar er, þá er hún ekki verðlögð sem skyldi og í raun litið svo á að við getum gengið að henni sem vísri. Einnig eru þau áhrif sem okkar hegðan hefur á þjónustu náttúrunnar sjaldnast tekin til greina í stefnumótun til framtíðar. Til að leggja drög að sjálfbærri framtíð verður að haga málum þannig að með einhverjum hætti muni mannleg hegðun stjórnast að einhverju leyti af áhrifunum á vistkerfið. Því markmiði væri hægt að ná með því að áhrifin endurspeglist í kostnaði neyslunnar eða þá í gjaldtöku vegna notkunar þeirrar þjónustu sem náttúran veitir okkur. Verðmætahugtakið liggur því til grundvallar visthagfræðinni sem og skilningur á samspili vist- og hagkerf- is. Það sem ég hef lagt áherslu á bæði í kennslu og rannsóknum eru í raun fjórir grunnþættir visthagfræðinnar. Þeir eru í fyrsta lagi skilningur á því hvernig hagkerfi og vistkerfi eru inn- byrðis háð hvort öðru. Þetta fer fram með gerð hermilíkana. Í öðru lagi er þróun vísitalna sem endurspegla ástand hagkerfa og vist- kerfa viðvíkjandi sjálfbærni og túlkun þeirra. Í þriðja lagi er þróun á aðferðum til að verðleggja náttúruna og þjónustu hennar. Síðan í fjórða lagi er að móta stjórntæki sem nýtast okkur við að ná markmiðinu um sjálfbæra þróun. Hér er lögð áhersla á að öðlast skilning á því hvernig hægt er að hafa áhrif á mannlega hegðun og taka tillit til náttúrulögmála. Í Evrópu, til dæmis Hollandi og Svíþjóð sem og í Bandaríkjunum, hef- ur þetta nýja fræðasvið rutt sér til rúms innan þeirra geira, sem hafa með umhverfismál og auðlindastjórn- un að gera. Við ákvarðanatöku reynum við að láta umhverfið njóta vafans (precaut- ionary principle) enda getur oft verið erfitt að snúa til baka ef illa fer ef um umhverfis- eða auðlindastjórnun er að ræða.“ Grænir þjóðhagsreikningar Að hverju hafa rannsóknir þínar fyrst og fremst beinst? „Þótt ég kenni til dæmis verðlagn- ingu náttúrauðlinda, græna þjóð- hagsreikninga og annað í þeim dúr hef ég aðallega verið að búa til gagn- virk líkön er meta áhrif lífs- og hag- kerfa hvert á annað og við að hanna nýjar vísitölur sem styðjast má við á leið til sjálfbærrar þróunar, svo sem við þróun orkunotkunar. Í líkanagerðinni hef ég t.d. verið að skoða hvernig orkufrekur iðnaður í Bandaríkjunum hegðar sér hvað varðar orkunotkun og notkun á þeim efnum sem innihalda kolefni. Við er- um að velta fyrir okkur hvaða leið er best að fara til að draga úr útblæstri í iðnaði án þess að það valdi auknum útblæstri annars staðar í framleiðslu- ferlinu (multi-media policy analysis). Þessi hegðunarlíkön eru síðan tengd við líkön sem lýsa umhverfisáhrifum. Þannig var, svo dæmi sé nefnt, líkan fyrir bandaríska pappírsiðnaðinn tengt við líkan af skógrækt og fram- leiðslu metangass. Í tengslum við þetta verkefni var áhugavert að við notuðum aðferð sem mjög er að ryðja sér til rúms við mót- un reglugerða og í samningaviðræð- um. Í henni felst að fulltrúar viðkom- andi iðngreina tóku sjálfir þátt í mótun líkananna og gáfu okkur að- gang að ýmsum mikilvægum upplýs- ingum. Þar af leiðandi urðu líkönin að vera mjög gegnsæ og auðskiljanleg öllum. Þegar samningaviðræður hóf- ust þekktu allir líkönin og voru sam- mála um að þau hermdu nokkuð vel eftir raunveruleikanum. Að því búnu, er líkönin voru full- mótuð, var öllum þeim sem áttu hags- muna að gæta (stakeholders) smalað saman inn í fyrirlestrasal á hlutlæg- um stað þar sem þeir léku sér með líkönin og skoðuðu væntanleg áhrif og viðbrögð við nýjum reglugerðum. Við sem hönnum þessi líkön viður- kennum fúslega að þau veita okkur ekki neinn endanlegan sannleika enda vitum við ekki með vissu hvað mun gerast í framtíðinni. Líkönin lýsa einungis niðurstöðu sem breytist ef forsendurnar breyt- ast. Við verðum því að taka marga óvissuþætti til greina sem samninga- aðilar geta leikið sér með – auðvitað innan ákveðinna skekkjumarka. Æfingarnar með líkönin falla beint inn í nýjan ramma sem notaður er við myndun reglugerða. Samkvæmt hon- um eigum við sem hönnum stefnu- mótandi líkön að búa til gegnsæ, gagnvirk hermilíkön og hagsmunaað- ilar mega koma að líkanagerðinni. Við leyfum þeim að koma sínum skoðun- um og áhyggjum á framfæri sem í raun ætti að vera ein af grundvall- arreglum lýðræðisþjóðfélags. Hins vegar verður sá er smíðar líkanið að varast að falla í þá gryfju að líkönin verði hliðholl hagsmunaaðilum.“ Unnið fyrir EPA Þú hefur einnig unnið að því að þróa nýjar vísitölur sem geta verið leiðbeinandi fyrir Bandaríkjastjórn varðandi sjálfbæra þróun. Hvað felst í þeim vísitölum? „Sjálfbær þróun er mjög fyrirferð- armikil í umræðunni þessa stundina. Mikil áhersla er lögð á umhverfis- vernd en lífsblóð allrar þróunar er orkunotkun. Við getum ekki hreyft okkur án þess að eyða orku. Það sem ég er að gera meðal annars er að þróa fjölvíddarvísitölu (multidimensional index) fyrir Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sem segir til um hvort fylki Bandaríkjanna eru á leið í átt til sjálfbærrar orkuþróunar eða ekki. Þessi fjölvíddar vísitala tek- ur til allra þátta sjálfbærrar þróunar, þ.e. hagfræðilegra, félagslegra og Gætum orðið brautryðjendur við nýtingu hreinnar orku Morgunblaðið/Arnaldur Brynhildur Davíðsdóttir segir okkur treysta á náttúruna til að veita okkur „þjónustu“ sem felist t.d. í að veita okkur nauðsynlega framleiðsluþætti s.s. efni og orku. Brynhildur Davíðsdóttir, doktor í visthagfræði, segir Íslendinga eiga góða mögu- leika á að verða brautryðj- endur í heiminum við nýt- ingu hreinnar orku. Hún segir í samtali við Steingrím Sigurgeirsson að með skyn- samlegri umhverfisstjórnun gæti hið hreina, óspillta Ís- land orðið einhver mikil- vægasta útflutningsafurð Íslendinga. ’ Íslendingar gætu orðið leiðandi á sviðiumhverfisstjórnunar og orku- og auðlinda- stjórnunar. ‘ ’ Til að viðhalda og tryggja langlífi okkarhagkerfis verður að viðhalda vistkerfinu. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.