Morgunblaðið - 23.07.2003, Síða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Verð á mann frá 19.500 kr.
Óendanlegir möguleikar!
Alltaf ód‡rast á netinu
björninn en viðureigninni var ekki lokið því
þeir þurftu að bíða átekta þar til hann fór
upp á ísinn á nýjan leik svo hann sykki ekki í
hafið. „Svo náðum við honum þegar hann fór
upp á vetraríshellu, við þurftum að hlaupa á
eftir honum eina sexhundruð metra þar sem
hann að lokum féll,“ segir Kristján, sem
giskar á að hann og ísbjörninn hafi verið
álíka hræddir þegar þeir hittu fyrir hvor
annan.
Lokuðust inni í ísnum
Þegar ísbjörninn hafði verið felldur var
tilgangi ferðarinnar náð. Þá höfðu þeir fé-
lagar ferðast á sex tonna plastbáti norður
með Austur-Grænlandsströnd frá Kulusuk
með Sigurði „ísmanni“ einar 30 mílur úti fyr-
ir landi samfleytt í þrjá daga. Þaðan brutu
þeir sér leið inn í ísinn og segir Kristján það
hafa verið „rosalegar hamfarir innan um
borgarísjaka, fleka og allar tegundir af
klaka.“
„Þegar við vorum komnir inn í ísinn fórum
við ekkert út úr honum aftur. Við vorum
bara inni á ísnum alla þessa daga og á eyjum
sem eru þarna í kring að leita að sporum.“
Stundum kom það fyrir að þeir lokuðust inni
í ís og þá var ekki annað að gera en að bíða
eftir straumum og föllum sem mynduðu gluf-
ur í ísinn nægilega stórar til að sigla þar um.
Ísbjörninn sem þeir skutu var karldýr, 2,35
KRISTJÁN Vídalín Óskarsson og Jóhann
Halldórsson, áhugamenn um veiðiskap, fóru
við þriðja mann, Sigurð „ísmann“ Pétursson
skipstjóra sem búsettur hefur verið á Græn-
landi um nokkurra ára skeið á ísbjarnaveið-
ar á dögunum og felldu ísbjörn skammt frá
Kangertittivatsiaq-firði á austurströnd
Grænlands. Ferðin tók ellefu daga en bangsa
hittu þeir fyrir á 8. degi.
„Þegar við sáum bangsann voru tveir
menn sofandi og einn á vakt, við vorum bæði
að vakta bátinn og ísbjörninn. Ég var akk-
úrat á vaktinni og var að fylgjast með sel úti
á vetrarísnum af því að ég þóttist vita það að
ef bangsi kæmi þá myndi selurinn láta sig
hverfa.“
Eins og dýfingamaður ofan í sjó
„Við vorum búnir að hafa tvenn vakta-
skipti og ég var á þriðju vaktinni og er að
glápa á selinn og lít svo út um gluggann til
hliðar og þá er bangsi bara við hliðina á mér,
við horfumst í augu og bara rúðan svo að
segja á milli okkar. [...]Ég garga „ísbjörn“
stekk út og gríp riffilinn og stökk hann þá í
sjóinn. Það var svolítið gaman að sjá að hann
fór svona eins og dýfingamaður, stökk upp í
loftið og beint ofan í sjóinn án þess að skilja
eftir sig gusu,“ segir Kristján Vídalín.
Þegar ísbjörninn var kominn á sund kom-
ust þeir félagar í ágætt færi og hæfðu ís-
metrar á lengd, mældur frá nefi að rófu og
ekki undir 500 kílóum að þyngd, giskar
Kristján á. „Við reyndum að draga hann af
vetrarísnum, fyrst reyndum við að gera það í
spili sem notað er til að draga upp grálúðu
úr sjónum. Það dugði ekki. Þá drógum við
hann á bátnum en slitum línuna þannig að
við urðum að gera að honum úti á ísnum.“
Þeir nýttu alla skepnuna og Kristján og
Jóhann tóku eitthvað af kjötinu með sér til
Íslands. Feldurinn varð eftir á Grænlandi
þar sem hann verður þurrkaður og hreins-
aður og síðan sendur Íslands.
Horfðist í augu við ísbjörn út um bátsglugga fjarri mannabyggðum á ísbjarnaveiðum
„Garga ísbjörn, stekk
út og gríp riffilinn“
Ljósmynd/Kristján Vídalín
Sigurður „ísmaður“ og ísbjörninn sem Krist-
ján sá út um bátsgluggann.
Ný spor eftir ísbjörn í snjónum. Bátur
þremenninganna sést í baksýn.
BJÖRN Bjarnason
dómsmálaráðherra
segir hugmynd
sína um stofnun ís-
lenskrar varnar-
sveitar, sem AP-
fréttastofan sagði
frá í fyrradag, fyrir
löngu fram komna.
Hann segir
blaðamann frétta-
stofunnar hafa haft tölvusamband
við sig og spurt um afstöðu sína til
þess, að Íslendingar tækju aukinn
þátt í eigin vörnum. Björn benti
honum á erindi sem hann flutti í
ágúst árið 1995 og væri að finna á
ensku á vefsíðu sinni. Þar kæmu
skoðanir hans um þetta tiltekna mál
fram og hann hefði engu við það að
bæta.
Í frétt AP-fréttastofunnar er sagt
frá hugmynd Björns að stofna 500–
1.000 manna varnarsveit sem mundi
síðan sjá um að þjálfa 21 þúsund-
manna varalið. Ekki megi gera ráð
fyrir og treysta á að vinaþjóðir á
borð við Bandaríkin tryggi öryggi
landsins til frambúðar.
Björn minnir á að hann hafi aldrei
verið þeirrar skoðunar, að varnar-
viðbúnaður af hálfu Íslendinga komi
í stað varnarsamningsins við Banda-
ríkin eða loftvarna af þeirra hálfu.
Það eigi hins vegar ekki að útiloka
umræður um aukinn hlut Íslendinga
sjálfra við að tryggja eigið öryggi.
Björn segir að treysti stjórnmála-
menn sér til að stofna til umræðu
um mikilvæg en umdeild málefni þá
séu sumar hugmyndir sígildar, alltaf
megi tengja þær umræðum líðandi
stundar. „Svo er hitt annað mál
hvort þessar hugmyndir verða að
veruleika eða hvenær þær koma til
framkvæmda.“
Dómsmálaráðherra segir hugmyndir
um varnarmál sígildar
Frétt AP byggist
á erindi frá 1995
Björn Bjarnason
EFTIRLITSSTOFNUN EFTA
(ESA) hefur sent íslenskum stjórn-
völdum lokaáminningu um að verða
við kröfum stofnunarinnar um að
veita upplýsingar um framkvæmd
tveggja tilskipana um vinnumál. Til-
skipanirnar tvær snúast annars vegar
um réttindi launafólks sem ráðið er
tímabundið og hins vegar um réttindi
fólks í hlutastarfi. Tor Arne Solberg-
Johansen, upplýsingafulltrúi hjá
ESA, segir að Íslendingar hafi enn
ekki gefið skýrslu um hvort íslenskri
lagasetningu hafi verið breytt til sam-
ræmis við tilskipanirnar tvær, sem
eru frá árunum 1997 og 1999.
Í fréttatilkynningu frá Eftirlits-
stofnun EFTA segir að álit stofnun-
arinnar um seinagang íslenskra
stjórnvalda í þessu geti verið undan-
fari þess að farið verði með málið fyrir
EFTA dómstólinn. Í tilkynningunni
segir að íslensk stjórnvöld hafi þrjá
mánuði til þess að grípa til aðgerða
vegna álitsins en tvo mánuði til þess
að bregðast við áliti vegna tilskipunar
frá 1997, en það álit var sent íslensk-
um stjórnvöldum í byrjun febrúar.
Forgangsmál hjá ráðuneytinu
að koma málinu í höfn
„Tilskipanirnar sem um ræðir snú-
ast um að samkomulag um tiltekna
þætti á milli samtaka vinnuveitenda
og launþega verði gert að landslög-
um. Við höfum ekki fengið nægar
upplýsingar hjá íslenskum stjórn-
völdum um hvernig málið er á vegi
statt,“ segir Tor Arne.
Hermann Sæmundsson, ráðuneyt-
isstjóri í félagsmálaráðuneytinu, seg-
ir að unnið hafi verið að lausn þessa
máls í allnokkurn tíma hjá ráðuneyt-
inu en ekki hafi náðst fullkomin sátt
enn. Hann segir það vera forgangs-
mál hjá ráðuneytinu að koma málinu í
höfn. Hann gerir ráð fyrir að nauð-
synleg lagafrumvörp, til þess að ís-
lenskt lagaumhverfi uppfylli téðar til-
skipanir EFTA, verði að líkindum
lögð fyrir Alþingi strax í haust.
Eftirlitsstofnun EFTA um tilskipanir um réttindi launafólks
Íslenskum stjórnvöld-
um send lokaáminning
BOÐIÐ er upp á ljósmyndir
eftir ljósmyndara Morgun-
blaðsins á mbl.is, sem nota má
sem skjámynd á tölvu. Þessum
skjámyndum hefur nú verið
raðað upp í flokka er tengjast
árstíðunum og einnig er hægt
að velja flokkinn Almennar
myndir. Flokkurinn Allar
myndir inniheldur svo allar
myndir sem til eru. Hver skjá-
mynd er til í þrem mismunandi
stærðum er miðast við skjáupp-
lausn viðkomandi skjás. Allar
upplýsingar um hvernig finna
eigi rétta skjáupplausn og gera
viðkomandi mynd að skjámynd
er að finna á upphafssíðu þar
sem myndirnar eru valdar.
Hægt er að sækja skjámynd-
ir á upphafssíðu mbl.is með því
að smella á tengilinn Skjá-
myndir sem er að finna í vinstra
dálki undir hausnum Efni.
Breyting-
ar á skjá-
myndum
á mbl.is
STJÓRN Sambands íslenskra
myndlistarmanna hefur skorað á
ákæruvaldið að áfrýja til Hæstarétt-
ar nýföllnum dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur í málverkafölsunarmál-
inu svonefnda. Telur stjórn SÍM
málið afar umfangsmikið og for-
dæmisgildi þess mikið. Það sé afar
mikilvægt að úrskurðað sé hvort um
falsanir hafi verið að ræða, ekki sé
ætlunin að heimta blóð ákærðu,
heldur að setja skýlaus fordæmi fyr-
ir því að hægt sé að dæma verk föls-
uð og verja sæmd látinna lista-
manna, sem ekki geta sjálfir staðið
vörð um heiður sinn. Í ályktun, sem
stjórn SÍM sendi frá sér segir m.a.
„Sæmdarréttur myndlistarmanna
verður að vera skýr. Það er algjör-
lega óásættanlegt að hægt verði að
túlka skilaboð frá dómstólum á þann
veg að fölsun á höfundarverki mynd-
listarmanna sé léttvægari glæpur en
t.d. fölsun undirskriftar á skulda-
bréfi eða fölsun á peningaseðlum.“
Ríkissaksóknari hefur ekki tekið
afstöðu til þess hvort málinu verður
áfrýjað til Hæstaréttar.
Myndlistarmenn
krefjast áfrýjunar