Morgunblaðið - 23.07.2003, Síða 19
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 19
MIKILL fjöldi farþega og bíla fer
með Breiðafjarðarferjunni Baldri yf-
ir Breiðafjörð í sumar. Fimmtudag-
inn 17. júlí var slegið met en þá flutti
Baldur 396 farþega þann daginn og
hafði aldrei fyrr slíkur fjöldi ferðast
með skipinu á einum degi. Metið stóð
ekki lengi því annað met kom daginn
eftir, en þá fóru með Baldri 406 far-
þegar.
Mun fleiri vilja ferðast með Baldri,
en takmarkað bílapláss kemur í veg
fyrir það. Baldur getur flutt 20 fólks-
bíla í hverri ferð og að undanförnu
hefur verið fullbókað í margar ferðir
og myndast biðlisti. Til að koma til
móts við farþega hafa bílar verið
hífðir upp á dekk og komið þar fyrir.
Nú er algengt að bílnum fylgi hjól-
hýsi eða tjaldvagn sem tekur í flutn-
ingi bílpláss. Það leiðir til þess að
enn færri bílar komast með í hverri
ferð.
Að sögn forráðamanna Baldurs er
bílarýmið um borð í Baldri alltof lítið
og myndar flöskuháls. Á svona dög-
um annar Baldur ekki þörfinni og
þar sem vinsældir Vestfjarða sem
ferðamannasvæðis er alltaf að vaxa
þarf að huga að bættum farkosti.
Það hefur sýnt sig að ferðamenn
vilja greinilega nota Baldur sem val-
kost.
Farþega-
met í sögu
Baldurs
Stykkishólmur
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ var haldin í
Holti sl. sunnudag í tilefni af Evr-
ópuári fatlaðra. Svæðisskrifstofa
málefna fatlaðra á Vesturlandi
hafði veg og vanda af hátíðinni sem
var hugsuð sem liður í að kynna þá
þjónustu sem þar er boðið upp á.
Í Holti er rekin skammtímavistun
um helgar fyrir fötluð börn og ung-
menni. Starfsemin þar hófst árið
1986 í formi sumardvalar, en
Benjamín Ólafsson gaf Holt til
Þroskahjálpar á Vesturlandi. For-
eldrar í Þroskahjálp byggðu síðar
við húsið.
Innandyra mátti sjá skemmti-
legar myndir og plaköt sem lýstu
starfseminni. Utanhúss var dag-
skráin fjölbreytt m.a. flutti Brúðu-
bíllinn leikþætti og Ellen Kristjáns-
dóttir söng fyrir gestina. Hægt var
að fara í hoppkastala, leiktæki, fá
andlitsmálun og fara á hestbak.
Boðið var upp á grillaðar pylsur,
sælgæti, gos og kaffi. Var ekki ann-
að að sjá en allir skemmtu sér hið
besta og sagðist Magnús Þor-
grímsson forstöðumaður Svæðis-
skrifstofunnar vera ánægður með
daginn og þátttökuna sem ætla
mætti að hefði talið nokkur hundr-
uð manns.Morgunblaðið/Guðrún Vala
Fjölbreytt dagskrá á
fjölskylduhátíð í Holti
Borgarbyggð
ÞRÁTT fyrir að Brynjar Pálsson,
formaður Samgöngunefndar Skaga-
fjarðar, og aðalhvatamaður að hafn-
ardegi á Sauðárkróki, hefði ábyrgst
áframhaldandi blíðviðri, brá nú svo
við eftir allmarga góða daga, að
heldur skyggði veðrið á hátíð-
arhöldin á hafnarsvæðinu og í bæn-
um síðastliðinn laugardag.
Lágskýjað var og norðankæla, en
samt var götumarkaðurinn með líf-
legasta móti í Aðalgötunni og þar
mátti kaupa flest það sem nöfnum
tjáir að nefna og auk heimamanna
sem bjóða til sölu handverk og mat-
vöru ýmiss konar, eru nú æ fleiri
sem koma um nokkurn veg til þess
að höndla undir berum himni á hafn-
ardaginn.
Veitingahúsin við götuna buðu
gestum sínum veitingar á gangstétt-
inni og á Kaffi Krók var opnuð sýn-
ing á gömlum ljósmyndum úr bæj-
arlífinu, en auk þess voru þar sagðar
sannar og hreyfðar sögur af lifandi
og látnum Skagfirðingum.
Við höfnina var mikið um að vera
fyrir börnin, þar var dorgveiði-
keppni, kapphlaup og tívolí var á
svæðinu. Þá var boðið uppá grillaðar
pylsur og að endingu var bryggju-
ball og léku tvær hljómsveitir fyrir
dansi og á miðnætti var flugeldasýn-
ing.
Hafnardagurinn á Sauðárkróki
Sauðárkrókur
Morgunblaðið/Björn Björnsson
AÐKOMUBÁTAR sem stunda út-
hafsrækjuveiðar úti fyrir Norð-
austurlandi hafa verið tíðir gestir
í Húsavíkurhöfn að undanförnu.
Eru þeir ýmist að landa afla sín-
um sem er unninn hjá rækjuverk-
smiðju Fiskiðjusamlags Húsavík-
ur eða keyrður burtu til vinnslu
annars staðar, eða þá að þeir eru
að sækja þjónustu varðandi veið-
arfæri sín eða annan útbúnað.
Snæbjörg ÍS 43 er einn þessara
báta og meðal skipverja þar um
borð er skipshundurinn Moli.
Að sögn skipverja á Snæbjörgu
hefur hann verið þar í skipsrúmi
í um eitt ár, og unir hag sínum
vel. Moli vakti óskipta athygli
þeirra sem leið áttu um bryggj-
una meðan Snæbjörgin var í
höfninni, sér í lagi erlendra
ferðamanna sem mynduðu hann í
bak og fyrir líkt og fréttaritari
Morgunblaðsins.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Moli virðir fyrir sér forvitna ljós-
myndara á bryggjunni á Húsavík
þar sem hann stendur í stafni Snæ-
bjargar.
Moli hef-
ur verið
til sjós í
eitt ár
Húsavík