Morgunblaðið - 23.07.2003, Page 20

Morgunblaðið - 23.07.2003, Page 20
NÆSTA helgi er fjórða helgi Sumartónleika í Skálholtskirkju. Flutt verða verk eftir Johann Sebastian Bach og Joseph Haydn. Dagskráin hefst kl. 14 á laug- ardag með erindi í Skálholtsskóla þar sem hollenski fiðluleikarinn Jaap Schröder ræðir um strengja- verk Joseph Haydns. Jaap Schröder er áheyrendum Sum- artónleika að góðu kunnur, hann kemur nú til landsins í þrettánda sinn til starfa með íslenskum tón- listarmönnum. Hann hefur kann- að ítarlega fiðlubókmenntir 17.- 19. aldar og rannsakað þá tækni sem tíðkaðist við leik á barokk- skeiðinu og því klassíska, til- einkað sér hana og miðlað öðrum. Kl. 15 verður fluttur strengja- kvartettinn „Sjö orð Krists á krossinum“ eftir Joseph Haydn. Flytjendur eru Jaap Schröder barokkfiðla, Rut Ingólfsdóttir barokkfiðla, Svava Bernharðs- dóttir barokkvíóla og Sigurður Halldórsson barokkfiðla. Sr. Egill Hallgrímsson staðarprestur les úr Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar á milli þátta. Á seinni tónleikum dagsins kl. 17 flytur Guðrún Óskarsdóttir semballeikari þrjár franskar svít- ur eftir Johann Sebastian Bach. Tónleikarnir verða endurfluttir kl. 15 á sunnudag. Tónlistarstund fyrir messu hefst kl. 16.40 á sunnduag. Þar verða fluttir kaflar úr strengja- kvartettinum „Sjö orð Krists á krossinum“ eftir Joseph Haydn. Messa með þátttöku tónlistar- mannanna hefst kl. 17. Tónleikar standa yfir í u.þ.b. klukkustund og er boðið upp á barnagæslu í Skálholtsskóla fyrir þá sem þurfa. Aðgangur að öllum tónleikum og fyrirlestrum er ókeypis. Kynnisferðir bjóða uppá dags- ferðir frá Reykjavík í Skálholt á laugardag. Haldið er frá Hótel Loftleiðum kl. 13.30 og komið til baka um kl. 19. Semballeikur á fjórðu tónleikahelgi Guðrún Óskarsdóttir leikur svítur eftir Bach á sembal. LISTIR 20 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÖÐRU hvoru, og reyndar oftar í seinnitíð, spyr íslenskur listheimur sighvað þurfi til að brjóta þá einangrunsem læsir sig um landið og fjarlægir það æ meir frá sambærilegum listheimi ann- arra þjóða. Nú skal það tekið fram að það er ekkert ófrávíkjanlegt lögmál að listalíf í einu landi hegði sér eftir klukku annarra landa. Það er ekkert sem neyðir menn til að trekkja úrin á sama tíma. Það er heldur ekkert sem knýr list- heim í einu landi til að taka upp eitt kerfi og hafna nauðsynlega öðru. Sinn er siður í landi hverju þótt fljótt á litið virðist sem listheim- urinn stefni alls staðar hraðbyri í átt til al- þjóðavæðingar. Reyndar koma í ljós þegar grannt er skoðað æ fleiri frávik frá einu landinu til annars. Þannig þekkist listsambandskerfið sem er svo áberandi í hinum germanska heimi – Kunst- forening á dönsku og Kunstverein á þýsku – varla í Bandaríkjunum. Þegar Bretar tala um gallerí eiga þeir gjarnan við risastóra sýning- arsali, sambærilega listhöllum hins germanska heims sem bæjar- eða sveitarfélög reka með ýmsum hætti. Þá má finna út um allt Frakk- land listamiðstöðvar sem heita þeim sér- kennilegu skammstöfunum FRAC og CRAC – stofnanir eða miðstöðvar fyrir samtímalist – og tengjast um leið allþróuðu vinnustofukerfi í tengslum við sýningahaldið. En í jafnstuttu máli og þessu er ógerlegt að fara í saumana á öllum þeim tilbrigðum við safnið og listaskál- ann sem fyrirfinnast á Vesturlöndum. Það er þó öllu forvitnilegra að skoða und- irlagið, sjálft galleríkerfið, sem kalla mætti bindiefnið í hinum alþjóðlega listheimi. Þar fer fram gildismat, hin raunverulega úrvinnsla sem mest áhrif hefur á framgang listamanna og ákvarðar oftast nær velgengni þeirra á er- lendum vettvangi. Þar sem slíkt kerfi er sterkt njóta listamenn forskots á þá kollega sína sem búa við lélegt eða lítt þróað galleríumhverfi. Það þýðir þó ekki að listamenn geti ekki kom- ist af án gallerís. Þeir þurfa bara að hafa mun meira fyrir hlutunum, einkum þegar kemur að því að brjóta sér braut utan landsteinanna. „Láttu svo galleristann hans senda mér mynd- efni,“ er viðkvæðið þegar gagnrýnandi er að skrifa um listamann í alþjóðlegt listtímarit. „En hann er ekki hjá neinum gallerista,“ segir íslenskur gagnrýnandi og býr sig áhyggjufullur undir hikið sem óhjákvæmilega kemur á ritstjórnarfulltrúann hinum megin á línunni. Þetta hljómar eins og það að segja að rithöfundur sem reynt er að koma á framfæri úti í hinum stóra heimi hafi ekkert forlag bak við sig heima fyrir. Þótt gagnrýnandinn geti kraflað sig skammlaust gegnum vandræða- ganginn og allt gangi að óskum í eitt skipti er þeim mun erfiðara að endurtaka leikinn og þurfa að endurtaka: „En hann er ekki hjá nein- um gallerista.“ Án efa er gallerífæðin hér heima ein helsta ástæðan fyrir ósýnileika íslenskra myndlist- armanna á erlendum vettvangi. Þeir eru eins og óperusöngvarar án umboðsmanns, eða eins og fyrr var getið, rithöfundar án forleggjara. Nú er það engan veginn óþekkt að höfundar gefi út verk sín á eigin kostnað. Ég minnist eins vinar míns, þjóðkunns rithöfundar, sem bæjarslúðrið sagði að hefði grætt einhver lif- andis ósköp á bók sem hann gaf út um árið. Skömmu síðar var hann þó kominn á forlag með nýja bók og þar hefur hann verið síðan. Forlögin eru þó snöggtum kröfuharðari við umbjóðendur sína en galleristar eru við lista- menn sem þeir hafa á sinni könnu. Meðan gall- eristinn gerir sér að góðu 30 til 50 prósent af andvirði selds listaverks – allt eftir þjónust- unni sem hann veitir listamanninum – munu ríflega 80 prósent andvirðis seldrar bókar lenda í vasa forleggjarans, og þykir þó bara ágætur samningur fyrir rithöfundinn. Ekkert neyðir þó listamenn til að ganga til fylgilags við gallerista, síst af öllu hér á landi þar sem slíka umboðsmenn má telja á fingrum annarrar handar. Ætlum við Íslendingar hins vegar að komast upp að hlið frænda okkar á hinum Norðurlöndunum í þeirri miklu útrás sem þar hefur staðið síðastliðinn áratug þurf- um við að treysta til muna galleríkerfi okkar. Það er mun brýnna en stofnun útflutnings- skrifstofu á borð við JASPIS í Svíþjóð, DCA í Danmörku, FRAME í Finnlandi eða OCA í Noregi, því slíkar skrifstofur og dvalarsetur – svo sem PS1 í New York – vinna í nánum tengslum við gallerí í viðkomandi löndum. Norskir listamenn á borð við Vibeke Tand- berg, Torbjørn Rødland og Knut Åsdam voru löngu orðin þekktir beggja vegna hafs þegar OCA var loksins stofnað. Hinu er ekki að neita að með þýska sýningastjórann Ute Meta Bauer – meðsýningarstjóra á Documenta XI, í Kassel, 2002 – í forstjórastólnum mun OCA sjálfsagt láta að sér kveða. Til þess að treysta íslenskt galleríkerfi þarf mörgu að breyta. Íslenskir listunnendur þurfa til dæmis að styðja við bakið á lifandi lista- mönnum með kaupum á verkum þeirra en láta vera að sækjast eftir látnum „snillingum“ eftir óþekkta falsara. Jafnframt þurfa íslensk gall- erí að treysta samband sitt við önnur lönd og víkka þannig út markaðinn fyrir umbjóðendur sína. Það táknar að þau þurfa helst að hafa blöndu af íslenskum og erlendum listamönnum á sínum vegum því allt er kaup kaups í list- heiminum líkt og annars staðar. Náttúrulegt markland fyrir útrás íslenskra gallerista, í fyrsta kasti, eru eflaust Norðurlöndin. Þau eru opnari gagnvart íslenskri list en önnur lönd, ekki síst Svíþjóð, sem hefur tamið sér víðsýnna viðhorf gagnvart frændum sínum en aðrir Norðurlandabúar. Holland og Belgía gætu komið í næsta kasti, sem og Bretlandseyjar, en þó eru marklönd utan Norðurlandanna næsta ókunn stærð og fer það allt eftir persónulegum kynnum hvert best er að sækja. En styrking innlends galleríkerfis er óhjákvæmileg vilji ís- lenskir listamenn verða sýnilegri utan land- steinanna. Hvað þarf? Morgunblaðið/Halldór Björn Runólfsson Gallerí i8, nú við Klapparstíg, reið á vaðið árið 1996 með faglegan rekstur eins og gerist úti í hinum stóra heimi. Síðan hafa nokkrir aðrir framsýnir aðilar fylgt í kjölfarið, staðráðnir í því að reka af okkur það slyðruorð að hér fái raunveruleg gallerí ekki þrifist. Eftir Halldór Björn Runólfsson Dönsk orgel- verk í Bláu kirkjunni LARS Frederiksen, organisti við Frúarkirkjuna í Óðinsvéum í Dan- mörku, leikur á tónleikum í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði kl. 20.30 í kvöld. Lars hefur haldið tónleika víða í Evrópu og í Danmörku en þetta er í fyrsta sinn sem hann er í tón- leikaferð hér á landi. Hann hélt tónleika í Akureyrarkirkju sl. sunnudag og leikur á Klais-orgel Hallgrímskirkju á laugardag og sunnudag. Á tónleikunum í kvöld leikur Lars verk eftir Diderich Buxte- hude, Rued Langgaard og Niels Gade, öll frá Danmörku. Einnig verk eftir Johann Sebastian Bach. New Jersey Laufey Vilhjálmsdóttir opnar sýningu Aðalheiðar S. Ey- steinsdóttur. Hún er liður í verkinu „40 sýningar á 40 dögum“. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Í ÞJÓÐARBÓKHLÖÐU standa yfir fjórar sýningar: Samspil texta og myndskreyt- inga í barnabókum frá árunum 1910–2002. Sýningin nefnist Eins og í sögu og er titillinn sóttur í samnefnda sögu Sig- rúnar Eldjárn sem kom út árið 1981. Lárus Sigurbjörnsson, Safn- afaðir Reykvíkinga. 1903–2003. Snorri Sturluson – Snorra- Edda og Heimskringla. Í bók- sal Landsbókasafns í Þjóð- menningarhúsinu stendur yfir sýningin Íslendingasögur á er- lendum málum. Þessum sýningum lýkur 31. ágúst. Einnig er í Þjóðmenn- ingarhúsinu kortasýningin Ís- landsmynd í mótun. Ein bókanna á sýningunni Samspil texta og myndskreyt- inga í barnabókum. Sýningar í Þjóðar- bókhlöðu ♦ ♦ ♦ Rímur – a collection from Steindór Andersen nefnist nýr geisladiskur frá Naxos World útgáfunni. Hann hefur að geyma 18 rímnalög. Steindór hefur sagt m.a. um rím- ur: „Rímur eru sagnakveðskapur í ströngu og afmörkuðu formi, frá- sagnir um persónur úr fornsögum, riddarasögum og ævintýrum og síð- ar kveðskapur skálda sem ortu vísnaflokka af ýmsu tagi. Rímurnar má kalla séríslenskt fyrirbæri, sér- staklega í blóma frá 17. til 19. öld, lífseigar á Norðvesturlandi ekki síst og smám saman ortar undir dýrari háttum.“ Rímur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.