Morgunblaðið - 23.07.2003, Síða 39

Morgunblaðið - 23.07.2003, Síða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 39 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Tannlæknastofa Starfskraft vantar á tannlæknastofu fyrir hádegi. Þarf að geta byrjað strax. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf skilist til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is, merktar: „T — 13924." Verkamenn/ vélamenn Vegna aukinna verkefna vantar véla- og verkamenn til starfa strax. Mikil vinna framundan. Uppl. í síma 693 1622. Kennarar Vegna forfalla vantar kennara að Ljósafossskóla næsta vetur Kennslugreinar m.a. danska og sérkennsla. Umsóknarfrestur til 1. ágúst. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 895 8401. Skólastjóri. Ertu barngóð/ur? Fjölskylda í Vesturbænum óskar eftir barngóðri og hressri manneskju til aðstoðar við umönnun 7 mánaða þríbura og að hjálpa til við létt heim- ilisstörf. Ráðningartími frá 20. ágúst. Áætlaður vinnutími frá kl. 8—16 virka daga. Áhugasamir sendi umsóknir til auglýsinga- deildar Mbl., merktar: „Þríburar — 13926". R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur HK verður haldinn í Hákoni digra, íþróttahúsinu Digranesi, miðvikudaginn 30. júlí kl. 20.30. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf. Aðalstjórn HK. TILKYNNINGAR Kveðjusamsæti fyrir kanadíska og bandaríska þátttakendur í nemendaskiptum Snorraverkefnisins verður haldið í Hafnarborg, Hafnarfirði, föstudaginn 25. júlí nk. kl. 17.00—19.00. Félagsmönnum ÞFÍ og öðru áhugafólki er boðið að koma til að kveðja hina ungu Vestur- Íslendinga áður en þeir halda af landi brott. Stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Auglýsing um breytingar á deiliskipulagi og deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyt- ingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að breytingum á deiliskipulagsáætlun- um og deiliskipulagi í Reykjavík: Vesturberg 195. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Vesturbergs 195. Tillagan gera ráð fyrir að leyft verði að byggja allt að þremur íbúðum á tveimur hæðum með útbyggingum og svölum og útitröppur innan byggingar, þ.e. 3 íbúða raðhús. Við- og út- byggingar verða leyfðar jafnháar og núverandi hús. Þakgluggar og kúplar sem standa upp úr þaki að hámarki 100 cm. eru leyfðir. Að öðru leyti heldur hæð þaks og halli eins og þau eru nú. Sýna skal 2 bílastæði fyrir hverja íbúð og skulu þau vera lögð grassteinum sem eru gisnir og sýna grasvöxt á milli. Nánar um tillögurnar vísast til kynningargagna. Hólmsheiði Fjárborg. Tillaga lýtur að deiliskipulagi Hólmsheiðar, sameiginlegu hestaíþrótta- og útivistarsvæði. Tillagan gerir m.a., ráð fyrir að í lægðinni mið- svæðis verði 300m gæðingavöllur. Í tengslum við gæðingavöllinn er gert ráð fyrir félags- aðstöðu og reiðskemmu. Á Fjárborgarsvæðinu eru nokkrar lóðir óbyggðar og er gert ráð fyrir að núverandi fyrirkomulag verði óbreytt í grundvallaratriðum. Skilmálar gilda fyrir Fjár- borgarsvæðið allt þannig að breytingar eða endurbygging núverandi húsa á svæðinu skulu einnig fylgja þessum skilmálum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Grafarholt, athafnasvæði, svæði 3. Tillaga lýtur að breytingu á deiliskipulagi fyrir Grafarholt athafnasvæði, sem afmarkast af Reynisvatnsvegi til norðurs, Þúsöld til austurs, Vínlandsleið til suðurs og Vesturlandsvegi til vesturs. Tillagan gerir ráð fyrir, m.a. að heimilt verði að reisa allt að 3ja hæða byggingu á lóðinni auk kjallara. Mesta leyfilega hæð byggingar má vera 12m frá gólfplötu jarðhæðar. Meðfram lóðarmörkum mót vestri er heimilt að reisa opinn timburlager og er mesta leyfilega hæð hans 6m fyrir ofan jörðu. Gert er ráð fyrir einu bílastæði á hverja 100m2 (bílakjallari er undanskilinn). Reynist ekki unnt að leysa kröfu um fjölda bílastæða á lóð skal fullnægja kröfunni innan byggingar eða í bílastæða- kjallara. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 – 16.15, frá 23. júlí 2003 - til 3. sepember 2003. Einnig má sjá tillögur á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 3. september 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 23. júlí 2003. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir, Katrín Sveinbjörns- dóttir, Matthildur Sveins- dóttir, tarrot-lesari og Garðar Björgvinsson, michael-miðill, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starf- semi þess, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga árs- ins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja ef- tir skilaboð á símsvara félagsins. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58—60 Samkoma í Kristniboðs- salnum í kvöld kl. 20:00. „Vitnisburður um Guð“ (Sálmur 9). Ræðumaður: Friðrik Z. Hilm- arsson. Heitt á könnunni eftir samkomuna. Allir hjartanlega velkomnir. ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is mbl.is FRÉTTIR SÍÐUSTU daga hefur verk- takafyrirtæki Árna Helga- sonar á Ólafsfirði unnið að því að koma vinnutækjum að Tjörnesi við Öxarfjörð. Helgi Árnason, sem vinnur meðal annars við það verk, segir nýjan veg verða lagðan á tæplega 12 km kafla. Hann taki við rúmlega 10 km veg- arkafla sem Ístak sé að klára að leggja. Hann segir nýja veginn vera nýbyggingu og ekki sé lagt ofan á gamla veginn. Að því leytinu til séu þetta þægi- legar aðstæður. Áætlað er að Vegagerðin eyði um 270 milljónum kr. í þessa framkvæmd á þessu ári og 100 milljónum kr. á því næsta. Eins og sést á korti Vega- gerðarinnar eru ýmsar fram- kvæmdir í gangi á Norður- landi eystra. Verið er að ljúka við endurbyggingu á 13 km kafla hringvegarins við Mývatn. Þá er einnig verið að byggja upp 13 km kafla á Norðausturvegi, um Brunná að Sveltingi í Núpasveit. Helgi segir viðhald vega í Eyjafirði mikið í ár. Nú sé verið að fræsa slitlagið víða og leggja nýtt. Verkefnum hafi fjölgað undanfarið og ný verkefni bíði á Austurlandi. Vegir bættir víða á Norðausturlandi "#$% &'()&*+ (+, %-*+, #"+$". (.  /,%#$%"-*+ '%0+                                  ! "      !"#$$$  $ "% $ &  $ $ '% $    $ ($ RÖGNVALDUR Jónsson, framkvæmdastjóri tækni- sviðs Vegagerðarinnar, telur heppilegra að Vegagerðin, ásamt öðrum stofnunum sem vinni að samgöngumálum, leggi fram faglega sam- gönguáætlun sem birt sé al- menningi áður en stjórn- málamenn taki málið til meðferðar hjá sér. Jafnframt segir hann að íslenska vega- áætlunin leggi mesta áherslu á nýjar framkvæmdir en t.d. í hinni norsku sé mesta áherslan lögð á að viðhalda verðmæti veganna og auka umferðaröryggi. Jón segir að hann hafi heimsótt norsku vegagerðina í maí á þessu ári og kynnst vinnu við vegaáætlun þar. Vinnutilhögunin sé þannig að vegagerðin leggi fram áætlun fyrir hönd stofnana á sviði samgangna og birti almenn- ingi um leið. Áætlunin fái síð- an pólitíska afgreiðslu hjá samgönguráðherra sem leggi tillögu sína fyrir þingið til samþykktar eða breytinga. Þá sé samgönguáætlun til tíu ára staðfest. Eftir það geri vegagerðin nákvæmar áætl- anir fyrir hvert ár og birti þær einnig almenningi um leið og ráðherra fái þær af- hentar. Samgönguráðherra leggi svo framkvæmdaráætl- anirnar óbreyttar eða breytt- ar fyrir þingið til samþykkt- ar. Almenningi sé ljóst hver fagleg stefna er Jón segir að þetta þyki nauðsynlegur þáttur í ferlinu svo almenningur fái að vita hver stefna vegagerðarinnar sé, óháð afskiptum stjórn- málamanna. „Ég er alveg sama sinnis,“ segir hann. Hér á landi er samgöngu- áætlun unnin af sérstöku ráði skipuðu forstjórum þriggja stofnana samgönguráðuneyt- isins og formanni, sem skip- aður er af samgönguráð- herra. Jón segir almenning ekki vita hvort faglegt eða pólitískt mat ráði gerð henn- ar. Í grein sem Jón skrifar í nýjasta blað Vegagerðarinn- ar segir hann Norðmenn leggja mesta áherslu á að viðhalda verðmæti vega- mannvirkja og auka umferð- aröryggi. Það er gert með auknum fjárveitingum til beinna aðgerða. Hins vegar virðist mesta áhersla lög á nýjar framkvæmdir á Ís- landi. Hann segir þetta í fyrsta skipti sem þetta vinnuferli er reynt í Noregi og kannski eigi stjórnmálamenn eftir að breyta vægi þátta í framkom- inni samgönguáætlun. Fróð- legt verði að fylgjast með hvaða breytingar verði gerð- ar hjá norska ráðherranum og þinginu við endanlega af- greiðslu. Vill skilja að faglegt og pólitískt mat Framkvæmdastjóri hjá Vega- gerðinni kynnti sér gerð norsku samgönguáætlunarinnar ♦ ♦ ♦ Rangt nafn Rangt var farið með nafn á fyrrverandi stærðfræðikenn- ara Eyvinds Ara Pálssonar, sem hlaut á dögunum brons- verðlaun á Ólympíuleikunum í stærðfræði, í Mbl. í gær, þriðjudag. Hann heitir Áskell Harðarson. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.