Morgunblaðið - 23.07.2003, Síða 40

Morgunblaðið - 23.07.2003, Síða 40
DAGBÓK 40 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss kemur í dag. Selfoss og Meteor fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Selfoss fer í dag Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofan er lokuð í júlí og ágúst. Sími for- manns er 892 0215. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bað. Smíðastofan er lokuð til 11. ágúst. Handavinnustofan er lokuð vegna sum- arleyfa. Keila í Mjódd kl. 13.30. Púttvöllur opinn mánudag til föstudags kl. 9–16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8–12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 10.30 bankinn, kl. 13– 16.30 bridge/vist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun, hár- greiðslustofan opin, kl. 13.30 söngstund, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. kl. 13.30 bankaþjónsuta. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 opin vinnustofa, kl. 9– 12 hárgreiðsla, kl. 9– 16.30 fótaaðgerð. Pútt- völlurinn opinn frá kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofan er lokuð frá og með 30. júní til 6. ágúst. Viðvera í Gjábakka fellur niður á sama tíma. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel verður lokað 10. ágúst. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 13 félagsvist, kl. 17. bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Lokað vegna sum- arleyfa til 5. ágúst. Hárgreiðuslustofan og fótaaðgerðarstofan verða opnar. Hraunbær 105. Kl. 9 opin handavinnustofa, kl. 9 fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 10 pútt, kl. 11 banki, kl. 13 bridge. Hvassaleiti 58–60. Kl. 10.30 ganga. Fótaað- gerðir og hársnyrting. Norðurbrún 1. Vinnu- stofa lokuð vegna sumarfría. kl. 13–13.30 banki, kl. 14 félagsvist. Fótaaðgerðastofan er lokuð frá 21. júlí til 5. ágúst. Hárgreiðslustofan er lokuð frá 15. júlí til 12. ágúst Vesturgata 7. Kl. 8.25–10.30 sund, kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 12.15– 14.30 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 myndbandssýning. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 10 morg- unstund, fótaaðgerð, kl. 12.30 versl- unarferð. Minningarkort Heilavernd. Minning- arkort fást á eft- irtöldum stöðum: í síma 588- 9220 (gíró) Holtsapóteki, Vest- urbæjarapóteki, Hafn- arfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elías- dóttur, Ísafirði. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Íslandi eru afgreidd á skrifstofutíma í síma 552-4440 frá kl 11–15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http://www.park- inson.is/sam_minning- arkort.asp Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtak- anna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562-5605, bréfsími 562- 5715. Minningarkort Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar (K.H.), er hægt að fá í Bóka- búð Böðvars, Reykja- víkurvegi 64, 220 Hafnarfirði s. 565-1630 og á skrifstofu K.H., Suðurgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544- 5959. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540-1990 og á skrif- stofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvu- pósti (minn- ing@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, eru afgreidd í síma 551- 7868 á skrifstofutíma og í öllum helstu apó- tekum. Gíró- og kred- itkortagreiðslur. Í dag er miðvikudagur 23. júlí, 204. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.)     Haukur Þorgeirssonbendir á í pistli á Múrnum að þeir sem vilja halda með frjálshyggju í Vesturheimi ættu að halda sig frá Bush-stjórn Bandaríkjanna. „Hún hefur stóraukið ríkisút- gjöld, skert réttindi borgaranna, beitt hern- um í talsvert öðrum til- gangi en að verja Banda- ríkin, hækkað tolla og varðveitt viðskiptahöft. Reyndar hefur Bush lækkað skatta en það er nánast merkingarlaust þegar ekki er jafnframt dregið úr ríkisútgjöldum. Skattgreiðendur munu á endanum borga brúsann af skuldasöfnuninni.“     Í máli sínu nefnir hannRon Paul á nafn, bandarískan þingmann frá 14. kjördæmi Texas- fylkis. „Hann hefur bar- ist gegn viðskiptabann- inu á Kúbu árum saman – og reyndar einnig gegn viðskiptabanninu á Írak meðan það var og hét. Hann var á móti íhlutun Bandaríkjanna í Kosovo og loftárásum Clintons á Súdan og Írak. Hann er á móti hernáminu í Afgan- istan og barðist hat- rammlega gegn herför- inni til Íraks. Hann hefur mótmælt einhliða stuðn- ingi Bandaríkjanna við annan aðilann í deilunni í Palestínu. Hann þreytist ekki á að gagnrýna bandarísku ríkisstjórnina fyrir fjárlagahallann sem nú er orðinn gífurlegur. Hann telur fjármála- stjórnina óábyrga og framkalla verðbólgu sem bitni mest á efnalitlu fólki. Hann telur að stjórnvöld hygli stórfyr- irtækjum á óviðeigandi hátt og að Enron- hneykslið sé afleiðing af slíku poti. Einnig hefur hann þungar áhyggjur af því hvernig Bush-stjórnin hefur skert borgaraleg réttindi með lögum um „öryggi heimalandsins“.     Haukur segir það komamönnum e.t.v. nokk- uð á óvart að Ron Paul er ekki einhver grænn sósíalisti heldur þing- maður Repúblikana- flokksins. „Þeir sem hafa aðeins haft kynni af frjálshyggju af þeim sem hér á landi kenna sig við þá stefnu gæti fyrirgefist þótt þeir fengju þá hug- mynd að hún gengi út á að styðja hernaðar- ævintýri Bandaríkjanna í hvívetna, efla vald ís- lensku lögreglunnar, skrifa lofgreinar um Bush forseta og tuða undan Samfylkingunni. Hugmyndafræði frjáls- hyggjunnar er hins veg- ar sú að heppilegt sé að ríkisvaldið hafi sem minnst hlutverk og helst ekki annað en að tryggja öryggi borgaranna,“ seg- ir Haukur og hefð sé fyr- ir þeirri stefnu í Banda- ríkjunum og menn á borð við Ron Paul hafi lengi talað fyrir því að snúið verði aftur til laustengds sambandsríkis með lítilli miðstýringu eins og Bandaríkin voru í upp- hafi. STAKSTEINAR Frjálshyggjumenn ættu að halda sig frá stjórn Bush Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur lengihneykslast á bílaeign landsmanna. Honum virðist hún verða sífellt meiri og rándýrum eðalvögnum fari ört fjölgandi. Þannig finnst Víkverja sem það sé orðið einhverskonar stöðutákn að eiga bíl sem helst kostar á við ágæta íbúð. Það virðist mörgum vera metnaðarmál að aka um á bíl sem kostar fúlgur fjár jafnvel þótt við- komandi hafi í raun og veru alls ekki efni á slíku. Bílalán eru vinsæll kost- ur til að fjármagna bílakaup og hefur Víkverja borist til eyrna að menn sem hafi freistast til að fjármagna bílakaup með slíkum lánum skuldi stundum meira í bíln- um sem þeir fjárfestu í þegar þeir selja hann aftur en við kaupin. x x x SJÁLFUR ekur Víkverji um á til-tölulega gömlum bíl sem hefur reynst honum afskaplega vel, eyðir litlu og kemur honum án nokkurra vandkvæða milli staða (þrátt fyrir að vera stöku sinnum erfiður í gang á köldum vetrarmorgnum). Víkverji á væntanlega bágt með að skilja þörf samferðamanna sinna fyrir að eiga nýja og fína bíla vegna þess að sjálf- ur hefur hann aldrei átt slíkan eðal- vagn. x x x VESTURLANDABÚAR hafa van-ist því að eiga helst eina bifreið á hvern ökufæran einstakling og eru Íslendingar þar engin undantekning enda eru um 180 þúsund ökutæki til í landinu. Þar af eru um 155 þúsund í notkun. Nýverið var sýnt fram á að efna- hagsáform kínverskra stjórnvalda, sem þykja töluvert metnaðarfull, eru með öllu óframkvæmanleg. Ástæðan er einfaldlega sú að náttúruauðlindir skortir til að 1,3 milljarðar Kínverja geti tekið upp vestræna neysluhætti. Þannig þyrfti að framleiða um 650 millj- ónir bíla til að Kínverjar gætu átt um það bil einn á hvern ökufæran mann eins og Vesturlandabúar en talið er að hvorki málm- né olíu- birgðir heimsins myndu nægja til slíkrar fram- leiðslu. Spurningin er hvort ekki sé kominn tími til að við förum að breyta lífs- venjum okkar þannig að fá- tækir jarðarbúar geti líka notið góðs af takmörkuðum náttúruauðlindum. x x x VÍKVERJI þurfti því miður aðsækja bráðamóttöku Landspít- ala – háskólasjúkrahúss heim í liðinni viku. Þrátt fyrir að starfsfólk hafi tekið afskaplega vel á móti honum og hinum sjúka þá var þessi heimsókn versta reynsla Víkverja af heilbrigð- iskerfinu fram að þessu. Álagið á starfsfólk bráðamóttökunnar er slíkt að frá því að sjúklingurinn kom inn (eftir langa bið í móttökunni) og þar til hann fékk loks að útskýra það sem þjáði hann fyrir lækni liðu þrjár klukkustundir. Eftir það tók við jafn- löng bið eftir röntgenmyndatöku og sjúkdómsgreiningu. Morgunblaðið/Golli Rándýrum eðalvögnum virðist fjölga í umferðinni. Kannast þú við þessar bifreiðir? ÞESSAR myndir eiga að birtast í ljósmyndabókinni Bílaöldin, sem fyrirhugað er að komi út í október. Höfund bókarinnar vantar upplýsingar um þessar bif- reiðir. Þeir sem kunna að hafa þær upplýsingar und- ir höndum eru vinsamleg- ast beðnir að hafa sam- band við Ingiberg í síma 564 2522. Skotthúfan oft ömurleg ÉG VIL þakka Elínu skrif hennar um skotthúfuna í Velvakanda 14. júlí sl. Ég hef kynnst notkun þjóð- búninga í Noregi og þar er það alger undantekning að húfur séu notaðar. Sjálf á ég upphlut sem ég nota örsjaldan, en myndi nota miklu oftar ef ég þyrfti ekki að nota skotthúfuna. En má þetta ekki bara vera frjálst val? Þær sem vilja nota skotthúfuna gera það og hinar sleppa henni bara! Ég er mjög ósammála Bergþóru í Vel- vakanda 18. júlí sl., sem telur skotthúfuna höfuð- prýði hverrar konu, sem klæðist íslenskum búningi. Því miður er það oft öm- urleg sjón að sjá. Tökum kynsystur okkar í Fær- eyjum og Noregi til fyrirmyndar og sleppum höfuðfatinu ef okkur sýn- ist svo. Þjóðbúningurinn hættir ekki að vera þjóð- búningur fyrir því, en yrði kannski meira notaður en nú er. Áslaug. Frábær frammistaða MIG langar að koma á framfæri þakklæti fyrir góða skemmtun á hinni stórgóðu sýningu Grease. Sýning sem er alveg pen- inganna virði. Frábær frammistaða allra sem komu fram á sviðinu, mik- ið hæfileikafólk. Ég hvet alla til að sjá þetta því ég væri til í að fara aftur. Kærar þakkir fyrir ánægjulega kvöldstund. Aðalheiður. Salerni í lamasessi SÍMON hafði samband við Velvakanda og vildi koma þeirri skoðun sinni á fram- færi að salernisaðstaða hjá Gullfossi væri ekki boðleg. Þótti honum undarlegt að á einum mesta ferða- mannastað landsins væri ekki vatn á klósettum. Pappír kemur að engu haldi einn og sér, vatnið verður að vera til staðar. Tapað/fundið Gullhringur fannst GULLHRINGUR fannst fyrir utan veitingahúsið Prikið á Laugavegi aðfara- nótt sunnudagsins 20. júlí sl. Upplýsingar í síma 694 9260. Dýrahald Gefins kettlingur GRÁR kettlingur, tíu vikna gamall, fæst gefins. Hann er kassavanur. Upp- lýsingar í síma 5546573. Páfagaukur tapaðist BLÁR páfagaukur tapað- ist frá Túngötu þann 20. júlí sl. Ef einhver hefur orðið var við bláan páfa- gauk á sveimi væri ráð að hafa samband í síma 562 1927 eða 554 2038. Blár gári flaug á brott BLÁR gári týndist við Kennaraháskólann þann 21. júlí sl. Þeir sem hafa orðið hans varir vinsam- legast hafi samband í síma 849 7224. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 klunni, 8 fimi, 9 hljóð- færi, 10 sjávardýr, 11 ráka, 13 þurrkað út, 15 skel, 18 tvíund, 21 tré, 22 þjór, 23 jakkahlutinn, 24 giftan. LÓÐRÉTT 2 ábreiða, 3 byggja, 4 svamla, 5 heysætum, 6 fórnfæring, 7 bylur, 12 þegar, 14 hest, 15 pest, 16 vera hissa á, 17 synji, 18 barti, 19 stækja, 20 eldur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 spaug, 4 snart, 7 rifja, 8 rúmba, 9 fát, 11 korg, 13 anna, 14 árann, 15 fant, 17 norn, 20 vit, 22 listi, 23 úlfúð, 24 arinn, 25 auður. Lóðrétt: 1 strik, 2 aðför, 3 graf, 4 sort, 5 amman, 6 tjara, 10 ávani, 12 gát, 13 ann, 15 falda, 16 nesti, 18 orfið, 19 niður, 20 vinn, 21 túla. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.