Morgunblaðið - 31.07.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 31.07.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 205. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hin síbreyti- legu svipbrigði Sýning á ljósmyndum Roni Horn opnuð í dag Listir 24 Brostnar vonir í boltanum Hlutafélagavæðing fótbolta- félaganna Viðskipti 4 Victoria Abril hjá múm Óvænt uppákoma í Elliðaár- dalnum Fólk 50 FYRIRTÆKIÐ Norðurskel í Hrísey uppsker í sumar um 10 tonn af kræklingi úr ræktun sinni í Eyjafirði. Stefnt er að því að á næsta ári verði upp- skeran allt að 150 tonnum og nái þúsund tonnum árið 2007. Kræklingaræktunin hófst árið 2000 og nú hafa um 60 kílómetrar af söfnunarþráðum verið settir út, en ræktunin er í sjálfu sér afskaplega einföld. Lögð er út 220 metra löng burðarlína og niður úr henni hanga 5 metra langir söfnunarþræðir með hálfs metra millibili. Lirfur skeljarinnar festa sig svo á þræðina og vaxa þar og dafna þar til mark- aðsstærð er náð eftir um tvö og hálft ár. Ekkert þarf að gefa kræklingnum að éta, hann síar nær- inguna í sig beint úr sjónum. Skelin er nær eingöngu seld lifandi til veitinga- húsa innanlands enn sem komið er en útflutningur og fullvinnsla taka við innan tíðar. „Við sjáum ekki fram á að flytja skelina lifandi út, fragtin er of dýr með fluginu, en við höfum reyndar fengið fyrirspurnir frá dönskum veitinga- húsum, sem vildu flytja skelina út með Grænlands- flugi sem millilendir hér á Akureyri,“ segir Víðir Björnsson, framkvæmdastjóri og annar aðaleig- andi Norðurskeljar. „Við gerum ráð fyrir því að flytja skelina út forsoðna í sósu í lofttæmdum um- búðum. Skotar hafa náð mjög góðum árangri í sölu á þannig afurð og ræktendur þar hafa meðal ann- ars boðið okkur samvinnu af ýmsu tagi.“ Stefnt er síðan að fullvinnslu í Hrísey og þá er gert ráð fyrir að störfum muni fjölga mikið. Vonast eftir 1.000 tonnum af krækling Norðurskel í Hrísey  Kolféll/2C GREIÐSLUR atvinnuleysisbóta námu rétt rúm- um tveimur milljörðum króna á fyrstu sex mán- uðum ársins í ár, en voru orðnar um 1,2 milljarðar á sama tíma í fyrra. Í ljósi þess að atvinnuleysi eykst jafnan á haustin gerir Vinnumálastofnun ráð fyrir að heildargreiðslur atvinnuleysisbóta á árinu verði á bilinu 3,7 til 3,9 milljarðar króna, eða langt um- fram þá upphæð sem gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins 2003, en hún var rúmir 2,4 milljarðar króna. Að sögn Ingunnar S. Þorsteinsdóttur, hagfræð- ings hjá ASÍ, er líklegt að vegna aukinna umsvifa verktaka, til dæmis vegna vegaframkvæmda, muni atvinna aukast á næstu misserum. Umsóknum um atvinnuleysisbætur hefur einnig fækkað undan- farna mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Eflingu og Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Virðist því sem botninum hafi verið náð í fjölda atvinnulausra. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru 5.035 manns skráðir atvinnulausir á landinu í gær, 2.875 konur og 2.160 karlar. Það er 5,2% minna at- vinnuleysi en í lok júnímánaðar. Mun meira greitt í atvinnuleysis- bætur en gert var ráð fyrir  Óveruleg breyting/6 GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti varði í gær af krafti ákvörðun sína um að grípa til hernaðar- íhlutunar í Írak og kall- aði eftir full- tingi annarra landa við að bægja frá hættunni sem stafaði af kjarnorku- vopnaáætlun- um Norður-Kóreumanna og Ír- ana. Þrátt fyrir að enn – þremur mánuðum eftir að eiginlegum stríðsaðgerðum lauk í Írak – hafi ekki komið fram sannanir fyrir meintu gereyðingarvopnabúri Íraka sagðist Bush þess fullviss að „sannleikurinn“ myndi koma í ljós, eftir að farið hefur verið í gegnum það gríðarmikla magn skjala og annarra gagna úr fór- um fyrrverandi valdaherra í Írak sem nú eru í höndum Banda- ríkjahers. Þetta kom fram í máli Bush á fyrsta blaðamannafundinum frá því í marz þar sem hann stendur einn fyrir svörum. Forsetinn ávarpaði blaðamenn í rósagarð- inum við Hvíta húsið í Wash- ington áður en hann hélt til mán- aðarlangrar dvalar á býli sínu í Texas. Bush viðurkenndi að hann gæti ekkert sagt um það hvenær bandaríska herliðinu í Írak tæk- ist að hafa hendur í hári Sadd- ams Husseins, fyrrverandi Íraksforseta, en fór fram á að sér yrði talið til tekna að hafa „lyft fargi ótta“ af írösku þjóðinni. Axlar „persónulega ábyrgð“ á ræðufullyrðingum Sagði forsetinn að ríkisstjórn- in væri viss um að hún væri í stakk búin til að afstýra nýrri hríð hryðjuverka al-Qaeda-sam- takanna. Jafnframt sagðist hann taka „persónulega ábyrgð“ á öllu því sem hann sagði í stefnuræðu sinni í janúar, en mjög hefur ver- ið gagnrýnt að umdeild fullyrð- ing um að Írakar hefðu reynt að kaupa kjarnorkuvopnavinnan- legt úran í Afríku skyldi hafa verið nefnd í ræðunni. Á blaðamannafundinum, sem þótti sem slíkur tíðindum sæta fyrir þær sakir hve sjaldan Bush mætir blaðamönnum einn síns liðs, notaði hann þetta tækifæri einnig til að undirstrika áherzlu- atriði stefnu ríkisstjórnar sinnar í málefnum Mið-Austurlanda. Enn „raunhæft“ að stofna Palestínuríki árið 2005 Sagðist forsetinn, sem á síð- ustu dögum hefur átt viðræður við forsætisráðherra bæði Ísr- aela og Palestínumanna, trúa því staðfastlega að það væri enn raunhæft markmið að hinn svo- nefndi Vegvísir til friðar verði kominn nógu langt í framkvæmd til að hægt verði árið 2005 að lýsa formlega yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Bush segir „sannleikann“ um vopn Íraka munu koma í ljós Washington, Bagdad. AFP, AP. George W. Bush NOKKURRA manna könnunar- lið skipað yfirmönnum úr Níger- íuher og fulltrúum annarra Vest- ur-Afríkuríkja kom til Monróvíu, höfuðborgar Líberíu, í gær til að undirbúa komu fjölþjóðlegrar friðargæzlusveitar þangað, en borgarastríðshrjáðir íbúar lands- ins hafa beðið þess lengi. Ástandið er verst í höfuðborg- inni, sem er yfirfull af flóttafólki, en uppreisnarmenn hafa frá því í byrjun júní sótt þar að liðsmönn- um stjórnarhers Charles Taylors forseta. Harðir bardagar geisuðu enn í borginni í gær, þrátt fyrir endurtekna vopnahlésyfirlýsingu uppreisnarmanna. James Folokula, talsmaður líb- erískrar flóttamannahjálpar, sagði, að um 52.000 manns hefðu leitað skjóls á íþróttaleikvangi fyrir sprengjuregninu og mann- drápunum og væri hann svo yf- irfullur, að fleira fólki væri ekki hleypt inn. „Fólkið sveltur,“ sagði hann en Alþjóða Rauði krossinn hefur ekki getað flutt nein matvæli til Monróvíu síðan 18. júlí. Nígeríumenn reiðubúnir? Efnahagssamtök Vestur-Afr- íkuríkja, ECOWAS, hafa sam- þykkt að senda vopnað gæzlulið til Líberíu og að fyrsti hluti þess verði 1.500 manna lið úr Níger- íuher. En óvissa um það hver skuli bera kostnaðinn af verkefn- inu hefur valdið því að lítið hefur orðið úr efndum til þessa. Vænta Afríkuleiðtogarnir stuðnings Sameinuðu þjóðanna og Banda- ríkjanna við það. George W. Bush Bandaríkja- forseti sagði í gær, að bandarísk- ir hermenn yrðu ekki sendir til Líberíu fyrr en þar væri komið á vopnahlé og Taylor forseti farinn frá. Bandaríkjastjórn lagði hins vegar í gær fram í öryggisráði SÞ tillögu um, að það heimili strax fjölþjóðlega friðargæzlu í land- inu, sem yrði undir vestur-afr- ískri forystu unz alþjóðlegt lið tæki við eigi síðar en 1. október. Gæzluliðs enn beðið í Líberíu Tugþúsundir flóttamanna sagðir svelta á leikvangi í Monróvíu Monróvíu. AP, AFP. HÆGT hefur á eyðingu ózon- lagsins, sem verndar lofthjúp jarðar fyrir skaðlegri geislun frá sólinni. Segja vísindamenn þetta endurspegla árangurinn af því að dregið hefur úr notk- un ózoneyðandi efna í heim- inum. Á grundvelli gervihnatta- mælinga bandarísku geimvís- indastofnunarinnar NASA hafa vísindamenn ályktað að það hve mikið hefur dregið úr eyðingu ózonlagsins samsvari því hve notkun klórflúorkol- efna (CFC) hefur minnkað mikið í kælitækjum eins og ís- skápum og loftkælingum. Í Montreal-bókuninni svo- nefndu frá árinu 1987, sem 170 aðildarríki Sameinuðu þjóð- anna hafa fullgilt, er kveðið á um að hætt verði að nota ózon- eyðandi CFC-efni við fram- leiðslu og notkun kælitækja í þróunarlöndum fyrir árið 2010. Iðnvæddar þjóðir hættu notk- un þeirra árið 1996. Dregur úr eyðingu ózonlagsins Washington. AP. MEXÍKÓSKUR Mariachi-söngvari leggur barðahatt sinn yfir allra síðustu Volkswagen- bjölluna við hátíðlega athöfn í verksmiðju Volkswagen í Puebla í Mexíkó í gær. Bíllinn, sem var sá 21.529.464 sem smíðaður var frá því framleiðsla til almennra nota hófst fyrir 55 árum, verður sendur á safn í höfuð- stöðvum Volkswagen-verksmiðjanna í Wolfs- burg í Þýzkalandi. Fyrsta útgáfa bílsins var þróuð árið 1934 en Adolf Hitler vildi láta smíða þýzkan bíl fyrir al- menning. Fjöldaframleiðsla á bílnum hófst þó ekki fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld. Með ár- unum jukust vinsældir bílsins í Þýzkalandi og víða um heim en þegar kom fram á áttunda ára- tuginn fóru margir að taka bíla frá Japan fram yfir Bjölluna. Framleiðslu VW-bjöllunnar var hætt í Þýzka- landi árið 1978 en hún hélt áfram í Mexíkó fram á þennan dag. Reuters Allra síðasta Bjallan ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.