Morgunblaðið - 31.07.2003, Side 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
31. júlí 2003
Kræklingarækt í Hrísey heimsótt,
þúsundasta skipið í Skipalyftu Vest-
mannaeyja og staðan í kvótanum.
Landiðogmiðin
Sérblað um sjávarútveg
úrverinu
GAMLA Hríseyjarferjan, Sævar, hefur nú fengið
nýtt hlutverk. Hún er notuð af félögunum í Norðurskel
við kræklingarækt við Hrísey og Dagverðareyri og til
hvalaskoðunarferða, sjóstangaveiði og kræklingaskoð-
unar. Mikið líf hefur verið í firðinum að undanförnu og
hvalir tíðir gestir þar.
Hvalaskoðun á Eyjafirði
UMTALSVERÐ aukning varð í útflutningi
á ferskum fiski með flugi fyrstu sex mánuði
ársins. Helstu kostir þess að flytja fiskinn út í
flugi eru tíðnin og þ.a.l. ferskleiki vörunnar.
Verðmæti útflutningsins er þó minna en
vænta mætti vegna sterkrar stöðu krónunn-
ar.
Fyrstu sex mánuði ársins varð 16% aukn-
ing á magni miðað við síðasta ár í útflutningi
á ferskum fiski hjá Flugleiðum frakt, segir
Steingrímur Sigurðsson, sölustjóri útflutnings
hjá félaginu. Flutningar til Norðurlandanna
jukust um 11,4%, til meginlands Evrópu um
7,4%, flutningar til Bretlands jukust um
22,1% og til N-Ameríku um 16,7%.
Styrkleikinn felst í tíðninni
Flugleiðir frakt er stærsti farmflytjandi í
flugi frá Íslandi. Félagið flýgur til margra
áfangastaða bæði austan hafs og vestan. Fé-
lagið hefur yfir að ráða einni Boeing 757-
200F fraktflutningavél en auk þess er frakt
flutt með öllum farþegaflugvélum Flugleiða.
„Okkar styrkur felst í tíðninni,“ segir
Steingrímur og nefnir sem dæmi að til Bret-
lands séu tuttugu og tvö flug á viku en aðeins
sé um að ræða eitt skip þangað á viku. Frakt-
flugvél Icelandair Cargo ber fjörutíu tonn af
frakt.
Að sögn Steingríms skiptist ferskfisk-
markaðurinn í tvo hluta, annars vegar eru
það framleiðendur, kvótaeigendur sem eru í
ferskfiskvinnslu, eins og Samherji, ÚA
o.s.frv. og þeir skila vörunni á pöllum og hins
vegar eru það fiskkaupmenn, sem Steingrím-
ur kallar „tradera“, sem láta vinna fyrir sig
fisk úti um allt land. Þeirra fiskur kemur til
Keflavíkurflugvallar þar sem starfsmenn Ice-
landair Cargo útbúa fiskinn til útflutnings.
Þannig að hamagangurinn getur verið mikill
þegar vélarnar eru um það bil að fara í loftið.
„Það getur verið mikil umstöflun og talning,“
segir Steingrímur.
Hann segir að fraktflug með fisk geti verið
afar köflótt. Ef það komi bræla á miðunum
berist minni af fiski á land og þar af leiðandi
minna af ferskum fiski í flugi. Það vanti meiri
stöðugleika en menn bindi vonir við að ef vel
gangi með fiskeldið berist fiskurinn jafnar og
flutningarnir verði jafnari.
Sveigjanleikinn er einn kostur flugflutn-
inga og segir Steingrímur til marks um hann
að aðalferskfisksmarkaðurinn í Bretlandi sé á
Humber-svæðinu og þá sé fiskinum flogið á
Humberside-flugvöll í næsta nágrenni við
markaðinn. Fiskurinn sé þá oft ekki nema um
dagsgamall þegar hann berist til kaupenda en
Norðmenn t.d. flytji sinn fisk með flutninga-
bílum og þ.a.l. sé um þriggja til fjögurra daga
gamlan fisk að ræða. Ferskleikinn sé því
styrkur íslenskra fiskútflytjenda.
Ágætiseftirspurn á mörkuðum
Níels Rafn Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Tross ehf. í Sandgerði, sem er í eigu SÍF-
samstæðunnar, segir að ágætiseftirspurn sé á
mörkuðum frá því í vor. Upphaf ársins hafi
verið daufara vegna meira framboðs á fiski
frá Noregi og Danmörku en það sé töluverð
spurn eftir fiski frá Íslandi. Það sé þó mis-
munandi eftir tegundum. Töluverð spurn hafi
verið eftir þorski, minni eftir karfa vegna
meira framboðs á honum sem hafi leitt til
verðlækkunar, ýsan hafi verið þyngri í sölu
vegna meira framboðs, eftirspurn hafi verið
alveg þokkaleg en verð hafi lækkað í kjölfar
aukins framboðs. „Almennt myndi ég segja
að eftirspurn hafi verið þokkaleg á árinu og
að útflutningur hafi verið í svipuðu fari og í
fyrra a.m.k. hvað okkur áhrærir,“ segir Níels.
Tros selur mest á fjóra markaði, Ameríku,
Bretland, Þýskaland og Frakkland. Allur
fiskur sem Tros flytur út fer með flugi.
Að sögn Níelsar er magn útflutnings fyrir-
tækisins svipað og í fyrra en verðmætið er
minna vegna sterkrar stöðu krónunnar.
Tíðnin og ferskleikinn styrkurinn
Útflutningur fersk-
fisks með flugi eykst
Flugleiðir Frakt eða Icelandair Cargo eru umsvifamestir í flutningi fersks fisks til útlanda.
YFIR 8.000 tonnum af sjófrystri
síld hefur verið landað í frysti-
geymslu SVN í sumar.
Huginn VE landaði á þriðjudag
um 430 tonnum af sjófrystum síld-
arflökum í Neskaup-
stað. Aflinn
fékkst á veiði-
svæðinu norð-
ur af Sval-
barða, en um
þriggja sólarhringa sigling er á
miðin. Huginn landaði síðast í Nes-
kaupstað fyrir rúmum hálfum mán-
uði eða 14. júlí. Guðmundur Ólafur
ÓF kom síðan inn í gær með sjó-
frysta síld og Hákon EA er vænt-
anlegur í dag.
Í sumar hefur fjöldi vinnsluskipa
nýtt sér þá aðstöðu sem Síldar-
vinnslan býður upp á varðandi los-
un og geymslu á frystum afurðum í
frystigeymslu fyrirtækisins í Nes-
kaupstað. Þar er búið að taka á
móti um 8.300 tonnum af sjó-
frystum síldarflökum
það sem af er sumri.
Frá Neskaupstað
eru afurðirnar
fluttar beint á markað
með flutningaskipum.
Og það er líflegt við höfnina, en
Barði NK er væntanlegur til Nes-
kaupstaðar fyrir helgina og Bjartur
NK sömuleiðis. Svo verður tunnu-
skip einnig á svæðinu fyrir helgi,
þannig að það er mikið um að vera
hjá Síldarvinnslunni.
Mikið af sjófrystri síld
í frystigeymslur SVN
BRETAR kaupa stöðugt minna af
sjávarafurðum frá Noregi. Á nokkr-
um árum, eða frá 1998 hefur magnið
fallið úr um 18.000 tonnum í 8.000 og
verðmætið úr 26 milljörðum ís-
lenzkra króna í um það bil 19. Á fyrri
helmingi þessa árs hefur þessi þróun
enn haldið áfram.
Kaup Breta á fiski frá Noregi hafa
stöðugt dregizt saman og á fyrstu
sex mánuðum þessa árs er samdrátt-
urinn nær 4 milljarðar króna miðað
við sama tímabil í fyrra. Samdrátt-
urinn er meðal annars í sölu á ýsu og
þorski og telja Norðmennirnir að-
alskýringuna vera ódýr flök frá
Kína, en mikið framboð af þeim hafi
leitt til verðlækkunar. Þessi sam-
keppni hefur reynzt norskum fram-
leiðendum afar þung í skauti og segir
Gustav Eidsune, sölustjóri Nordic
Group, að verð á flakabitum úr ýsu
hafi lækkað um ríflega 200 krónur á
kíló frá síðasta ári. Hann telur að
skýr- ingin á
því að Kínverjar séu orðnir svona
öflugir á markaðnum sé hin mikla
samþjöppun stórmarkaða, en það sé
nauðsynlegt fyrir framleiðendur að
koma afurðum sínum inn í þá. „Til að
fá hillupláss verður maður að bjóða
ódýrasta fiskinn.“
Hinar fimm stóru stórmarkaða-
keðjur í Bretlandi ráða þremur
fjórðu hlutum markaðsins fyrir
dagvöru, en þetta eru Tesco, Sains-
bury, Asda, Safeway og Morrisons.
Norðmenn telja möguleika sína á
brezka markaðnum einkum felast í
íhaldssemi Breta, sem kjósi helzt að
borða þorsk og ýsu, þrátt fyrir að
miklum fjárhæðum sé varið til mark-
aðssetningar á lýsingi og hokinhala.
Annar möguleiki er sá að hlutar
markaðsins vilja ekki tvífrystan fisk,
og þá hluta láta Kínverjarnir í friði.
Það eru helzt veitingahúsin sem taka
einfrystan fisk fram yfir tvífrystan.
Loks hefur gengið verið Norð-
mönnum hagstæðara að undaförnu.
Frá því í janúar 2002 lækkaði gengi
punds gagnvart norsku krónunni
nær stöðugt, en í sumar er þessi þró-
un farin að ganga til baka.
Bretar kaupa minna frá Noregi
RÆKJUFRAMLEIÐENDUR á
Grænlandi hafa gert tillögu um
að tekin verði upp stjórn á sölu
rækju á markaðina. Um yrði að
ræða svipað fyrirkomulag og
OPEC notar við stjórn olíusölu
aðildarlanda þess.
Útgerðarmenn grænlenskra
rækjutogara hafa lýst yfir að þeir
muni styðja slíkar aðgerðir.
Nefndar ráðstafanir myndu þó
naumast duga til þess að hækka
rækjuverðið þó að samdráttur
yrði í offramboði kaldsjávarrækju
en ættu þó að geta haft einhver
áhrif.
Jensine Berthelsen, sem er í
forsvari fyrir fiskveiðinefnd
grænlensku landstjórnarinnar,
segir að þörf sé alþjóðlegra að-
gerða til þess að stemma stigu
við ofveiði á rækju.
Áður hafa verið gerðar til-
raunir um samráð framleiðenda á
kaldsjávarrækju til að stjórna
framboði, en þær hafa ekki skilað
árangri. Helzta skýringin á miklu
framboði nú, er gífurleg aukning
veiðanna við
Kanada. Rækja þaðan
streymir inn á mark-
aðinn og hefur of-
framboðið lækkað
verðið. Bretland er
stærsti markaðurinn
fyrir kaldsjávarrækju og þar er
rækjukokteill vinsælasti tilbúni
fiskrétturinn.
Grænlendingar
hvetja til aðgerða
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B
NÝIR eigendur Hans Petersen hf., eigendur
Sjafnar hf. á Akureyri, hafa boðað til róttækra
breytinga á starfsemi félagsins. Baldur Guðna-
son, stjórnarformaður Hans Petersen, segir að-
spurður að 15 starfsmönnum verði sagt upp, í
öllum deildum fyrirtækisins. „Í yfirstjórn,
verslunum, á lager og á skrifstofu,“ segir hann.
Baldur segir að aðgerðirnar lækki rekstrar-
kostnað um í kringum 100 milljónir króna á ári.
Hann segir að samkvæmt áætlunum stefni í 50
milljóna króna hagnað fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði á þessu ári, að öllu óbreyttu, en tap-
rekstur eftir skatta, vegna fjármagnsgjalda. Ef
aðgerðirnar skili tilætluðum árangri verði hins
vegar hagnaður af rekstrinum á árinu.
Spurður segir Baldur að engar ákvarðanir
hafi verið teknar um að loka verslunum. „Sam-
hliða þessu nýja skipulagi munum við endur-
skoða alla þætti rekstrarins. Hvort við fækkum
eða fjölgum verslunum verður að koma í ljós.“
Sameining skrifstofu og lagers
Hann segir að verið sé að skoða að sameina
skrifstofur og lager fyrirtækisins í nýjum höf-
uðstöðvum, en skrifstofurnar eru nú á Suður-
landsbraut og lagerinn í Skerjafirði. „Við erum
að leita að framtíðarstaðsetningu fyrir þær,“
segir hann. Baldur segir að Akureyri komi þar
ekki til greina, „en við ætlum aftur á móti að
færa bakvinnsluna; bókhald og fjármál, norður
yfir heiðar,“ segir hann.
Baldur segir að félagið sé fjárhagslega
sterkt, með yfir 60% eigið fé. „Það hefur hallað
undan fæti í rekstrinum og við erum að bregð-
ast við því. Við keyptum Hans Petersen 30. júní
og þá gerðum við okkur grein fyrir því að félag-
ið væri fjárhagslega sterkt, en aðgerða væri
þörf í rekstrinum. Við sáum líka að mjög mik-
ilvægt væri fyrir okkur að hrinda aðgerðunum í
framkvæmd sem fyrst, til að eyða óvissu starfs-
manna og annarra.“
Í fréttatilkynningu frá Hans Petersen segir:
„Í kjölfar kaupa Sjafnar hf. á Akureyri á Hans
Petersen hf. í síðastliðnum mánuði hafa verið
mótaðar grundvallarbreytingar á skipulagi
Hans Petersen hf. sem miða að því að styrkja
reksturinn og ná um leið fram hagræðingu.
Markmið breytinganna er að skilgreina nýtt
skipulag sem eflir fyrirtækið til sóknar sem
þjónustu- og markaðsdrifið fyrirtæki í þremur
nýjum einkahlutafélögum í smásölu og heild-
sölu í lausnum á ljósmyndavörum og tengdri
þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofn-
anir. Þessar breytingar voru kynntar starfs-
mönnum Hans Petersen hf. í dag en þær taka
gildi frá 1. ágúst næstkomandi. Unnið verður
markvisst að þessum breytingum á næstu vik-
um en afleiðing þeirra er fækkun starfsmanna
og lækkun rekstrarkostnaðar.“
Sjöfn hf. á nánast 100% eignarhlut í félaginu í
Hans Petersen hf. og er stjórn félagsins skipuð
Baldri Guðnasyni stjórnarformanni og með-
stjórnendunum Eiríki S. Jóhannssyni og Stein-
grími H. Péturssyni.
Þrjú svið
Hans Petersen hf. verður eignarhaldsfélag sem
á 100% eignarhlut í fyrirtækjum þremur: Hans
Petersen – Verslanir ehf. Rekstrarstjóri verður
Jón Ragnarsson. Hans Petersen – Neytenda-
vörur ehf. Rekstrarstjóri verður Karl Þór Sig-
urðsson. Hans Petersen – Rekstrarvara ehf.
Rekstrarstjóri verður Ragnhildur Ásmunds-
dóttir. Framkvæmdastjóri Hans Petersen hf.
er Karl Þór Sigurðsson.
Í stjórnum nýju einkahlutafélaganna þriggja
verða Baldur Guðnason stjórnarformaður, og
meðstjórnendur þeir Steingrímur H. Péturs-
son og Karl Þ. Sigurðsson. Stjórnir einkahluta-
félaganna munu mynda framkvæmdastjórn
með viðkomandi rekstrarstjóra.
Rekstur Hans Peter-
sen endurskipulagður
15 starfsmönnum sagt upp. Rekstri skipt í þrennt. Aðgerðir sem spara hundrað milljónir á ári
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
VÆNTINGAVÍSITALA Gallup lækkaði
um 5 stig í júlí frá fyrri mánuði. Eftir sam-
fellda hækkun vísitölunnar síðustu mánuði
lækkar hún nú annan mánuðinn í röð og
mælist nú 112,6 stig.
Í Markaðsyfirliti Landsbanka Íslands
kemur fram að hugsanlega megi skýra
lækkunina að einhverju leyti með árstíð-
arsveiflu, en vísitalan hefur lækkað í júlí
þau tvö ár sem hún hefur verið mæld.
Það að Væntingavísitalan sé yfir 100 stig-
um merkir að jákvæðir svarendur séu fleiri
en neikvæðir.
Vísitala væntinga til ástandsins eftir 6
mánuði lækkar um 12 stig á milli mánaða
og mælist nú 125,2 stig. Þessi lækkun á
stærstan þátt í lækkun heildarvísitölunnar.
Mat á núverandi ástandi hækkar á hinn
bóginn um 5,3 stig á milli mánaða og stend-
ur nú í 93,6 stigum. Mat almennings á at-
vinnuástandinu dróst saman um 8 stig á
milli mánaða og er nú 85,3 stig en mat á
efnahagslífinu hækkaði um rúm 4 stig og er
nú 141,6 stig.
Frá upphafi ársins hefur Væntinga-
vísitalan hækkað um 9,5 stig. Á tímabilinu
hefur mat á efnahagsástandinu batnað um
rúm 28 stig og mat á núverandi ástandi um
tæp 23 stig á meðan væntingar til næstu 6
mánaða hafa nokkurn veginn staðið í stað,
að því er segir í Morgunfréttum Lands-
bankans.
Þrátt fyrir að væntingar til næstu sex
mánaða hafi minnkað er ólíklegt að alla
breytinguna megi skýra með árstíðasveiflu,
að því er segir í Morgunkorni Íslands-
banka. „Mögulega eru heimilin nú að átta
sig á því að lengra er í hið mikla hagvaxt-
artímabil sem vænst hefur verið að skapist
samhliða stóriðjuframkvæmdum. Ekki
nema lítill huti framkvæmdanna fellur til á
þessu ári og hápunktur þeirra verður á ár-
unum 2005 og 2006. Þannig kann hækkun
væntingavísitölunnar á fyrstu mánuðum
ársins að hafa verið byggð á aðeins of mik-
illi bjartsýni. Einnig kann umræða um
varnarmál að hafa haft áhrif en samdráttur
V Í S I T A L A
Væntinga-
vísitala lækk-
ar um 5 stig
S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I
Fyrirsögn hér kemur texti
Texti hér kemur texti. Hér kemur texti
Fyrirsögn hér kemur texti
Texti hér kemur texti. Hér kemur texti
BROSTNAR VONIR Í BOLTANUM
Annar mánuðurinn í röð
sem vísitalan lækkar
Yf ir l i t
Með blaðinu í dag fylgir blaðið „Horf-
um fram á veginn“. Blaðinu verður
dreift um allt land.
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 32
Erlent 14/17 Minningar 32/39
Höfuðborgin 18 Skák 45
Akureyri 19 Bréf 40
Suðurnes 20 Kirkjustarf 39
Landið 22 Dagbók 42/43
Neytendur 22/23 Fólk 48/53
Listir 24/25 Bíó 51/53
Umræðan 26/27 Ljósvakamiðlar 54
Forystugrein 28 Veður 55
* * *
BANDARÍSKI varnarliðsmaðurinn, sem sætir
ákæru ríkissaksóknara fyrir manndrápstilraun í
Hafnarstræti í júníbyrjun, neitaði sök, samkvæmt
ákæru við þingfestingu málsins í gær í Héraðs-
dómi Reykjavíkur. Ákærði bar hins vegar við
sjálfsvörn þegar hann viðurkenndi að hafa stungið
Íslending um fimm sinnum með hnífi í átökum í
Hafnarstræti.
Ákærði sagðist ekki hafa vitað betur en að hann
hefði verið einn að verki og spurður af dómara
hvort stungurnar hefðu verið fimm, játaði hann
því samkvæmt sinni bestu vitund.
Spurður af dómara hvort hann hefði verið með
fleiri en einn hníf, svaraði varnarliðsmaðurinn að
hann hefði einungis borið einn hníf.
Fram hefur komið að réttarlæknar telja að
áverkar sem Íslendingurinn hlaut séu eftir að
minnsta kosti tvo hnífa.
Ákærði hafnaði þá bótakröfu Íslendingsins sem
varð fyrir hnífstungunum.
Ákæruvaldið krafðist þess að aðalmeðferð máls-
ins verði flýtt og yrði hafin innan tveggja vikna í
stað 1. september eins og dómari ákvað. Ákæru-
valdið studdi kröfuna þeim rökum að ákærði sæti í
gæsluvarðhaldi ódæmdur, en dómari hafnaði kröf-
unni á þeirri forsendu að ekki yrði hallað á ákærða
þótt aðalmeðferð hæfist 1. september. Málið hafi
verið stutt fyrir dómi og fordæmi væru fyrir því að
menn sætu í gæsluvarðhaldi þetta lengi meðan
mál þeirra væri fyrir dómi.
Bandaríski varnarliðsmaðurinn var færður fyrir héraðsdóm í gær
Játar að hafa stungið mann-
inn fimm sinnum í sjálfsvörn
MJÖG vinsælt er hjá krökkunum í Vík í Mýrdal að
hafa kerru aftan í hjólunum og eru þær yfirleitt
smíðaðar úr fiskikössum sem hafa rekið á fjöruna.
Þessar kerrur eru til margra hluta nytsamlegar og
hægt að flytja í þeim ýmsan varning. Eygló Guð-
mundsdóttir lét sér þó ekki nægja að hafa eina kerru
aftan í sínu hjóli heldur var hún búin að festa aðra
aftan við.
Myndin er tekin á gámavöllunum í Vík þar sem
þau voru að fara með rusl í gámana.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Eygló Guðmundsdóttir með hjólið og kerrurnar ásamt Erlingi Snæ og Ásrúnu Höllu Loftsbörnum.
Hjól með tveimur kerrum
Fagradal. Morgunblaðið.
ÚTLIT er fyrir að ferðalangar fái
hlýviðri en muni blotna eitthvað um
verslunarmannahelgina samkvæmt
spá Veðurstofunnar í gær. Hlýjast
verður sunnanlands um helgina en
austanlands mun rigna. Á föstudag-
inn er spáð norðaustan 5–10 m/
sek., bjartviðri suðvestanlands en
dálítilli rigningu, einkum austan-
lands. Hiti suðvestanlands verður
15–19 stig en 10–15 norðan- og
austantil. Á laugardaginn verður
norðaustan- og norðanátt og sami
vindhraði og á föstudag. Dálítil
rigning verður norðan- og austan-
lands, en skýjað með köflum og
þurrt að kalla annars staðar á land-
inu og hiti breytist lítið. Á sunnu-
dag og mánudag verður lítils háttar
væta norðaustan- og austanlands
en annars skýjað með köflum og
léttskýjað og hlýtt í veðri.
Gestir farnir að tínast á
stærstu hátíðirnar
Miðasala á Þjóðhátíð í Eyjum
hefur gengið mjög vel undanfarna
daga að sögn Páls Scheving, fram-
kvæmdastjóra ÍBV, en forsölu miða
lauk á mánudaginn. Páll segir að
fyrstu gestirnir hafi verið komnir í
dalinn á mánudag og þriðjudag en
flestir koma á fimmtudag og föstu-
dag. Heimamenn setja svo upp
hvítu tjöldin á fimmtudagskvöldið.
Ókeypis aðgangur er á hátíðina
Ein með öllu á Akureyri um
helgina og segist Bragi Bergmann,
einn af skipuleggjendum hátíðar-
innar, eiga von á um átta til tíu
þúsund gestum yfir helgina en í
vikunni var þegar talsvert af gest-
um komið í bæinn og mikið um að
vera. Bæði er boðið upp á barna-
og unglingadagskrá um helgina en
að sögn Braga er algengt að for-
eldrar komi með börnum sínum á
hátíðina enda þyki þeim gott að
vita af börnum sínum í nágrenninu.
Á tjaldsvæðum á Akureyri er átján
ára aldurstakmark og eftirlit er
með því að yngri krakkar tjaldi
ekki án forráðamanns. Enginn að-
gangseyrir er á hátíðina og öll dag-
skrá er ókeypis fyrir utan böll og
tónleika. Hátíðin er fjármögnuð
með styrkjum, m.a. frá bæjarfélag-
inu og ýmsum fyrirtækjum í bæn-
um og segir Bragi að kostnaður við
hátíðarhöldin sé á bilinu 8–9 millj-
ónir.
Reiknað með að 3.000 manns
komi til Siglufjarðar
Theodór Júlíusson, einn skipu-
leggjenda Síldarævintýrisins á
Siglufirði, segir allan undirbúning
hátíðarinnar ganga vel og að móts-
haldarar væru bjartsýnir um að vel
tækist til en Siglfirðingar eiga von
á allt að þrjú þúsund gestum um
helgina og í boði verður dagskrá í
bænum frá morgni til kvölds fyrir
gesti auk þess sem staðið verður
fyrir böllum og dansleikjum.
Miðasala á fjölskylduhátíðina í
Galtalækjarskógi gengur vonum
framar og mun betur en í fyrra, að
sögn Aðalsteins Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra IOGT, sem sér
um hátíðina. Aðalsteinn segir hátíð-
ina einkum hugsaða fyrir fjöl-
skyldufólk og að reynt hafi verið að
haga dagskránni þannig að eitthvað
sé í boði fyrir alla í fjölskyldunni en
búist er við að um sex þúsund gest-
ir sæki hátíðina í ár.
Miðasala fyrir verslunarmannahelgina gengur vel
Útlit er fyrir hlýviðri
en einhverja vætu
HAFIN er undirskriftarsöfnun þar
sem félagar í Mjólkurfélagi Reykja-
víkur skora á stjórn félagsins að hún
láti kanna „hvort ekki sé full þörf“ á
lögreglurannsókn vegna vinnu-
bragða fyrrverandi stjórnenda fé-
lagsins. Meðal þess sem þurfi að
kanna sé óeðlileg lánafyrirgreiðsla
til fyrirtækja fyrrv. stjórnarfor-
manns félagsins. Hörður Harðarson,
núverandi stjórnarformaður MR,
hafði pata af söfnuninni í gærmorg-
un og sagðist lítið geta tjáð sig um
efni hennar. Hörður sagði að margir
væru mjög ósáttir við ýmsar aðgerð-
ir félagsins og hafi haft um það stór
orð. Þess hafi þó ekki verið krafist
fyrr að stjórnin kannaði möguleika á
lögreglurannsókn.
Þeir sem standa að undirskriftar-
söfnuninni skora einnig á stjórnina
að skoða skuldbindingar félagsins án
löglegrar heimildar stjórnar og eft-
irlitsskyldu fyrrverandi stjórnar og
endurskoðenda félagsins. Hörður
vildi ekki ræða um hugsanlegar
óleyfilegar skuldbindingar og sagði
erfitt að fullyrða hvenær eftirlits-
skylda væri innt af hendi með full-
nægjandi hætti. Í stóru fyrirtæki
væri erfitt að fylgjast með öllum
þáttum rekstrarins. „Hins vegar er
ekkert óeðlilegt að menn velti því
fyrir sér hvort stjórnin hefði átt að
haga eftirliti sínu með öðrum hætti
en gert var,“ sagði hann.
Áskorun til stjórnar MR
Láti kanna
þörf á
lögreglu-
rannsókn
TJALDHÆLL skaust í andlit
fransks ferðamanns í Land-
mannalaugum í gærkvöldi.
Lenti hællinn rétt við auga
mannsins og hlaust sár af.
Sjúkrabíll var kallaður út frá
Hvolsvelli og fór hann til móts
við lögreglu, sem var á svæð-
inu, og keyrði manninn í átt til
byggða. Að sögn starfsmanna í
Landmannalaugum var talið
nauðsynlegt að sauma sárið og
afráðið að kalla til sjúkrabíl.
Tjaldhæll
lenti nærri
auga
BÍLVELTA varð á Fljótsheiði í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu um miðjan dag í
gær. Að sögn lögreglu á Húsavík var
þrennt í bílnum, íslensk hjón með
eitt barn. Engin slys urðu á fólki og
voru allir í bílnum í bílbeltum. Fóru
þau til skoðunar á sjúkrahús en voru
síðan útskrifuð.
Bílvelta á
Fljótsheiði
R-LISTI TRÚIR ÞÓRÓLFI
Oddvitar flokka Reykjavíkurlist-
ans segjast taka skýringar Þórólfs
Árnasonar borgarstjóra trúanlegar
hvað varðar tengsl hans við samráð
olíufélaganna. Þórólfur segist ekki
hafa komið nálægt ákvörðunum um
samráð eða verð á olíu en hann
fundaði með borgarfulltrúum R-
listans í fyrrakvöld.
Botninum náð
Mun meira hefur verið greitt í at-
vinnuleysisbætur á fyrstu sex mán-
uðum þessa árs en á sama tíma í
fyrra. Vinnumálastofnun gerir ráð
fyrir að heildargreiðslur atvinnu-
leysisbóta verði á bilinu 3,7–3,9
milljarðar króna á árinu en fjárlög
gerðu ráð fyrir 2,4 milljörðum.
Vatnsskortur á Vesturlandi
Ár hafa verið mjög vatnslitlar í
Borgarfirði með þeim afleiðingum
að víða er lítið um vatn. Vegna þessa
hefur þurft að flytja vatn daglega
með ferjunni Baldri út í Flatey á
Breiðafirði. Að sögn Hafsteins Guð-
mundssonar, bónda í Flatey, er ein-
ungis jarðvegsvatn í eynni sem
þornar upp í langvarandi þurrkum.
Friðargæzla undirbúin
Nokkurra manna könnunarliði
skipað foringjum úr Nígeríuher og
fulltrúum annarra Vestur-
Afríkuríkja var flogið frá Ghana til
Monróvíu, höfuðborgar Líberíu, í
gær til að undirbúa komu fjölþjóð-
legrar friðargæzlusveitar þangað, en
borgarastríðshrjáðir íbúar landsins
hafa beðið þess lengi. Skæruliðar
uppreisnarmanna og liðsmenn
stjórnarhers Charles Taylors börð-
ust í gær áfram á götum Monróvíu.
Bush ver Íraksstefnu
George W. Bush Bandaríkja-
forseti varði í gær af krafti ákvörðun
sína um að grípa til hernaðaríhlut-
unar í Írak. Sagðist Bush þess full-
viss að „sannleikurinn“ um meinta
gereyðingarvopnaeign hinnar föllnu
Íraksstjórnar myndi koma í ljós eftir
að farið hefði verið í gegnum það
gríðarmikla magn skjala úr fórum
fyrrverandi valdhafa í Írak sem nú
væru í höndum Bandaríkjahers.