Morgunblaðið - 31.07.2003, Qupperneq 15
AP
RIESLING-vínberin, sem vaxa á
ökrunum nálægt Heppenheim í
Suðvestur-Þýskalandi, hafa dafnað
vel í sumar. Þrátt fyrir að flestir
bændur í Evrópu hafi kvartað
undan óvenjumiklum hitum og
þráð rigningu segja vínræktendur
víða um álfuna að útlit sé fyrir að
2003-árgangurinn verði afburða
góður.
Góður
árgangur
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 15
FRANSKA lögreglan handtók í
gær þrítugan karlmann grunaðan
um að hafa átt þátt í að valda skóg-
areldunum sem nú loga í suðurhluta
Frakklands.
Að því er BBC greindi frá er
maðurinn talinn hafa kveikt fimm
elda í grennd við bæinn Callas en að
sögn lögreglu hefur hinn grunaði
þegar viðurkennt að hafa kveikt
elda í Var-héraði fyrir tveimur vik-
um. Maðurinn, sem sagður er
óánægður með að hafa ekki fengið
inngöngu í slökkvilið svæðisins, sást
í nágrenni eldanna þá. Fjórir hafa
látist í skógareldunum í Frakklandi
auk þess sem þúsundir sumarleyfis-
gesta hafa verið fluttir á brott frá
svæðinu.
Skógareldar loga einnig í Portú-
gal og lést einn maður í eldinum í
gær. Eldarnir hafa logað í þrjá daga
á fjallasvæði nálægt Silvares og
berjast fleiri en 500 slökkviliðsmenn
og 300 hermenn við eldana. Aðstæð-
ur til slökkvistarfa eru þó erfiðar
enda er talsvert hvasst og hefur hit-
inn jafnframt farið í um 40 stig.
Meintur brennu-
vargur handtekinn
ÍRANSK-kanadíska
blaðakonan Zahra
Kazemi var myrt þeg-
ar hún dó í gæslu-
varðhaldi írönsku lög-
reglunnar, að sögn
Mohammad Ali Abt-
ahi, varaforseta Ír-
ans, í gær. Skýrt var
frá því að fimm
starfsmenn leyniþjón-
ustunnar, sem voru
viðstaddir þegar Kaz-
emi var yfirheyrð,
hefðu verið handtekn-
ir vegna málsins.
Í fyrri yfirlýsing-
um, m.a. frá nefnd
sem forseti landsins skipaði til að
rannsaka málið, var viðurkennt, að
hún hefði líklega dáið vegna höfuð-
höggs en gefið í skyn að það hefði
getað verið vegna slyss. Fyrstu
viðbrögð stjórnvalda voru hins
vegar að segja að hún
hefði fengið heilablóð-
fall en margir töldu að
þar væru harðlínu-
menn að firra sig og
leyniþjónustmenn sína
ábyrgð á verknaðin-
um.
Forseti landsins,
Mohammad Khatami,
skipaði þá fljótlega
nefnd til að rannsaka
atburðinn og krafðist
yfirheyrslna vegna
málsins.
Kazemi sem var 54
ára gömul hafði verið
handtekin fyrir að
taka myndir þremur vikum fyrir
dauða sinn 10. júlí. Eftir að hafa
verið yfirheyrð í samtals 77
klukkustundir var hún flutt í flýti á
spítala þar sem hún lést 14 dögum
síðar.
Afdrif blaðakonu í Íran
Kazemi var myrt
Zahra Kazemi
Teheran. AP, AFP.
ÞRJÁTÍU og einn Íraki féll
fyrir byssukúlum sem skotið
var upp í loftið í Bagdad þegar
fagnað var falli sona Saddams
Husseins, Qusays og Udays, að
því er dagblað í borginni
greindi frá um síðustu helgi.
Sjötíu og sex aðrir slösuðust,
þar af 40 alvarlega, sagði enn-
fremur í frétt blaðsins, er höfð
var eftir heimildarmönnum á
sjúkrahúsum borgarinnar.
Meðal þeirra sem létust voru
tvö börn.
Bandaríkjamenn greindu frá
því á þriðjudaginn að Uday og
Qusay hefðu verið vegnir í
miklum skotbardaga í borginni
Mosul í norðurhluta Íraks.
Féllu í
fagnaðar-
látum
Bagdad. AFP.