Morgunblaðið - 31.07.2003, Síða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Á ÁRBÆJARSAFNI má sjá ýmislegt forvitnilegt úr
sögu Íslands og þar er tilvalið að fara með fjölskylduna
til að kynnast sögu og menningu þjóðar og borgar.
Einnig eru þar gjarnan spennandi uppákomur.
Þótt þessir ungu samreiðarmenn séu fullnútímalegir
til að vera sýningargripir, bera þeir með sér einbeittan
fóstbræðrasvip beint aftur úr fornsögunum, þar sem
þeir sitja vagnhestinn.
Ungir riddarar á Árbæjarsafni
Morgunblaðið/Jim Smart
Reykjavík
Í KJÖLFAR athugana Orkuveitu
Reykjavíkur og Borgarbyggðar á
uppbyggingu á nýrri vatnsveitu í
Borgarbyggð og hagkvæmni slíkrar
framkvæmdar, sérstaklega í ljósi
mikillar uppbyggingar á svæðinu frá
Bifröst til Borgarness, hafa aðilar
komist að samkomulagi um að Orku-
veita Reykjavíkur muni framvegis
eiga og reka vatnsveitu Borgar-
byggðar.
Með þessu verður tryggð full-
nægjandi vatnsöflun fyrir Borgar-
nes og nærsveitir auk þess sem
gæða- og öryggismál vatnsveitunnar
munu verða færð til sama horfs og
hjá Orkuveitu Reykjavíkur á næstu
tveimur til þremur árum. Orkuveita
Reykjavíkur mun byggja upp vatns-
veitu frá Grábrókarhrauni og leggja
aðveituæð til Borgarness en Borg-
arbyggð mun leggja til vatnsveitu
Borgarness sem framlag sitt til þess-
arar uppbyggingar.
Vatnsveita Borgarbyggðar verður
frá og með 1. janúar 2004 eign Orku-
veitu Reykjavíkur og mun starfsemi
vatnsveitu Borgarness verða hluti af
starfsemi Orkuveitunnar.
Heildarverðmæti samningsins er
um 200 milljónir króna.
Jafnframt hafa aðilar undirritað
viljayfirlýsingu um að kannað verði
hvort Orkuveita Reykjavíkur geti
einnig komið að rekstri rafveitna í
sveitarfélaginu.
Orkuveita Reykja-
víkur kaupir vatns-
veitu Borgarness
Reykjavík
HAFNARFJARÐARBÆR hefur
lokað gæsluvellinum við Grænukinn
vegna geitungaplágu. Geitungar yfir-
tóku aðstöðuskúrinn á gæsluvellinum
og var gæsluvöllurinn undirlagður af
geitungum. Þeir bjuggu um sig og
komu upp búi undir þaki aðstöðu-
skúrsins og ekki var hægt að komast
að þeim þar. Þurfa nú starfsmenn
Hafnarfjarðarbæjar að taka þakið af
skúrnum til þess að nálgast búið.
Til stóð að loka vellinum í haust í
kjölfar endurskoðunar á skipulagi á
málefnum gæsluvalla í Hafnarfirði,
en geitungaplágan olli því að honum
var lokað fyrr en ella.
Litlar líkur eru því á því að völl-
urinn verði starfræktur áfram sem
gæsluvöllur. Þó verður hann áfram
aðgengilegur sem leiksvæði, enda er
hann vinsæll sem slíkur.
Börnum sem heimsóttu Grænu-
kinn er nú beint yfir á Gæsluvelli í
Setbergi og á Háholti.
Gæsluvelli lokað
vegna geitungaplágu
Hafnarfjörður
UNDANFARNA daga hafa Hafn-
firðingar orðið varir við óvenju ljós-
ríkar götur, enda lýsa allir ljósa-
staurar jafnt dag sem nótt. Þessa
undarlegu lýsingu má rekja til þess
að verið er að færa háspennulínu við
Hamranes frá íbúðarsvæðinu á Völl-
um. Að sögn Steinunnar Þorsteins-
dóttur, upplýsingafulltrúa Hafnar-
fjarðar, þurfti þess vegna að taka úr
sambandi línu og á meðan er keyrt á
varasambandi. „Á varasambandinu
er ekki hægt að stýra álaginu svo við
verðum að velja hvort við höfum
kveikt eða slökkt á öllu kerfinu.
Vegna þess að nú er farið að rökkva
tókum við þá ákvörðun að láta loga á
öllum ljósastaurum í bænum fram
undir 8. til 10. ágúst.“
Steinunn segir ljósadýrðina koma
á skemmtilegum tíma þar sem Björt-
um dögum er nýlokið.
Logandi ljós í Hafnarfirði
Hafnarfjörður
HAFNARFJARÐARBÆR er nú í
viðræðum við Samband íslenskra
myndlistarmanna (SÍM) um að SÍM
taki yfir rekstur lista- og menningar-
miðstöðvarinnar í Straumi. Í Straumi
hefur undanfarin ár verið rekin lista-
og menningarmiðstöð, þar eru fjórar
vinnustofur fyrir listamenn, sýning-
arsalur og gistiaðstaða með eldhúsi
og stofum. Undanfarið hefur verið
ötullega unnið að endurbætum á
húsakosti og innviðum Straums og er
húsið í afar góðu ástandi.
Listamenn hafa hingað til haft að-
gang að Straumi í gegn um menning-
armálanefnd Hafnarfjarðar, en
gangi viðræðurnar í gegn, mun SÍM
sjá um úthlutun aðstöðu og allan
rekstur Straums.
Að sögn Lúðvíks Geirssonar,
bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar,
eru allar leiðir opnar, en engar áætl-
anir séu uppi um að breyta sjálfri
starfsemi Straums, heldur sé ein-
göngu verið að skoða hvernig haldi
verði utan um rekstrarþáttinn. „Það
hefur verið rekin mjög blómleg og
góð aðstaða í Straumi, bæði fyrir inn-
lenda og erlenda listamenn og við
viljum halda því góða starfi áfram.
Við erum búin að vera að skoða ýms-
ar leiðir í þessum hlutum og við úti-
lokum enga möguleika. Bærinn þarf
ekki endilega að sjá um þetta alfarið
sjálfur.
SÍM hafa verið í samstarfi við
Reykjavíkurborg um reksturinn
uppi á Korpúlfsstöðum og hafa sýnt
áhuga á því að koma í samstarf við
okkur um starfsemina í Straumi. Ég
á von á því að það komi niðurstaða í
þetta mál í haust þegar nefndir og
starfsmenn koma úr sumarfríum.
Það er þó ekki búið að ákveða neitt í
þessu máli og það er enn á umræðu-
stigi.“
Ljósmynd/Gísli Sigurðsson
Húsið í Straumi hýsir Lista- og menningarmiðstöð Hafnarfjarðar.
Viðræður við SÍM um að
taka við rekstri Straums
Hafnarfjörður