Morgunblaðið - 31.07.2003, Side 19
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 19
SUÐURLANDSBRAUT 54
(BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109
60%
Nú líður að lokum útsölunnar
því hækkum við afsláttinn í ...
Nú fer hver að vera síðastur
að gera góð kaup!!
Opið mán. til fim. kl. 10-22
fös. kl. 10-18 og lau. kl. 12-16
Myndir á www.bilasalan.is
Upplýsingar í síma 533 4000.
Bílasalan.is
Grensásvegi 11 (Skeifumegin)
Vantar allar gerðir bíla á skrá
og á staðinn.
Þeir sem koma með bílinn á staðinn,
fá fría auglýsingu í blaðið. Allir bílar á
staðnum myndaðir og settir á netið.
Ein öflugasta heimasíða bílasölu
á landinu.
Yfir 15.000 heimsóknir á mánuði.
Jeep Grand Limited, 6/2000, ek. 40
þ.km. Einn með öllu. Fluttur inn nýr.
Verð 3.690.000.
M.Benz 190 E, 1992, ek. 125 þ.km.
Lúga, álflegur. Verð 690.000.
M.benz E 230 Elegance,1996, ek. 147
þ.km. Leður, Lúga. Fluttur inn nýr.
Verð 1.990.000.
Jeep Grand Limited, 2001, ek. 45 þ.km.
Einn með öllu. Verð 4.500.000.
Tilboðsverð 3.990.000.
Toyota Avensis Terra, 2/1999, ek.
70 þ.km. Verð 990.000.
BMW 318 IA, 1/1999, ek. 56 þ.km
SSK, álfelgur o.fl. Verð 1.990.000.
Honda CRV RVSI, 2/1999, ek. 140 þ.km.
SSK, álfelgur. Verð 1.290.000.
Toyota Corolla Terra, 1998, ek.113 þ.km.
Verð 590.000.
Jeep Grand Limited, 2002, ek 25 þ.km.
Einn með öllu. Verð 5.200.000.
Tilboðsverð 4.690.000.
Jeep Grand Laredo, 1995, ek. 71 þ.km.
Verð 1.290.000.
ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar
var fluttur á slysadeild FSA
eftir að hann missti bíl sinn
utan vegar við bæinn Gröf í
Eyjafjarðarsveit um miðjan
dag í gær. Að sögn lögreglu
voru meiðsli mannsins ekki
alvarleg en bíllinn er talinn
ónýtur og var dreginn af
vettvangi.
Bíllinn hafnaði í ræsi en
óljóst er um orsök slyssins. Á
meðan unnið var við að ná
ökumanninum út úr bílnum,
var bundinn kaðall frá bíln-
um í vörubíl á veginum svo
hann færi ekki á hliðina í
lækinn.
Fólksbíll
hafnaði ut-
an vegar
Morgunblaðið/Kristján
Sjúkraflutningamenn vinna við að ná ökumanninum út úr bílnum á slysstað.
Á Heitum fimmtudegi í kvöld kl.
21.30, leikur hljómsveitin „Schpilk-
as“ í Deiglunni. Hljómsveitina
skipa: Haukur Gröndal á klarínett,
Nicholas Kingo á harmónikku, Pet-
er Jørgensen á kontrabassa og
Helgi Svavar Helgason á trommur
og slagverk. Á dagskrá verður
„klezmer“-tónlist, sem er þjóðlaga-
tónlist gyðinga frá Austur-Evrópu.
Miðar seldir við innganginn á kr.
800.
Í DAG
Söngvaka verður á morgun, föstu-
daginn 1. ágúst, í Minjasafnskirkj-
unni á Akureyri kl. 20.30. Flytj-
endur eru þau Íris Ólöf
Sigurjónsdóttir og Hjörleifur
Hjartarson og er aðgangseyrir kr.
1.000.
Á MORGUN
LEIKFÉLAG Akureyrar hélt í
gær fyrsta formlega fund nýskip-
aðs leikhúsráðs þar sem farið var
yfir stöðu mála hjá félaginu.
Sigmundur Ernir Rúnarsson,
formaður leikhúsráðs, sagði við
Morgunblaðið að þetta hefði verið
langur og góður fundur og að tekin
hefði verið sú ákvörðun að áfrýja
niðurstöðu héraðsdóms sem féll ný-
lega vegna ráðningar leikhússtjóra.
„Þetta er gert á þeim forsendum að
okkur finnst dómur undirréttar
vera frekar óskýr og tekur ekki af
allan vafa í málinu. Að okkar mati
er mjög brýnt að allt komist á
hreint í þessum efnum. Við munum
síðan í samráði við lögfræðing fé-
lagsins ræða framhaldið. Okkur,
sem erum í nýju leikhúsráði, finnst
ekki að hallað hafi á hlut kvenna
þegar ráðið hefur verið í stöður hjá
félaginu, því í gegnum tíðina hafa
konur verið í meirihluta af stjórn-
endum þess.
Það er verið að skoða starfs-
mannamál og við erum að fara að
ganga til samninga við starfsfólk.
Það er ljóst að við munum hagræða
í rekstri og fækka starfsfólki að
einhverju leyti. Fastráðnum leikur-
um mun fækka um tvo, eða úr sex
og niður í fjóra, og stefnt er að ljúka
því á næstu dögum. Aðalatriðið er
að við erum að taka hressilega á
fjárreiðum félagsins því reikningar
hafa ekki verið færðir með eðlileg-
um hætti áður en núverandi leik-
hússtjóri tók við. Það hafa verið
brotalamir sem við teljum okkur
vera búin að laga. Leikfélagið er
sem stendur skuldlaust og þetta er
sá grunnur sem við ætlum að
byggja á. Að koma rekstrinum í
eðlilegt horf og skapa starfsfrið
innan þessa góða leikhúss,“ sagði
Sigmundur Ernir.
„Það er ljóst að við munum taka
þátt í mjög spennandi samstarfs-
verkefnum við atvinnuleikhópa úr
Reykjavík. Síðan erum við að horfa
í stærri verkefni og þá sérstaklega
með tilliti til þess fjárhagsramma
sem við búum við, en við erum langt
komin með að ganga frá því. Það er
skýrt markmið okkar að reka félag-
ið innan fjárlaga og vinna að end-
urbættri ímynd félagsins eftir þær
hremmingar sem það hefur lent í,“
sagði Sigmundur.
Leikhúsráð Leikfélags Akureyrar fjallaði í gær um ráðningu leikhússtjóra
Niðurstöðu héraðsdóms áfrýjað