Morgunblaðið - 31.07.2003, Page 20
SUÐURNES
20 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÁKVEÐIÐ hefur verið að Fornleifavernd rík-
isins og Grindavíkurbær setji á stofn vinnuhóp
til að gera tillögur um bætt aðgengi og vernd
fornminja og umhverfis þeirra í Húshólma í Ög-
mundarhrauni vestan Krísuvíkur. Þar eru ein-
stakar fornminjar, meðal annars torfgarður
sem gæti verið með elstu mannvirkjum sem
fundist hafa á landinu, minjar sem lítið hafa ver-
ið rannsakaðar en hætta er talin á að spillist ef
þær verða aðgengilegri fyrir ferðafólk með
lagningu nýs.
Í Ögmundarhrauni eru tveir óbrennishólmar,
það er að segja tveir litlir blettir sem hraunið
hefur runnið í kringum, Húshólmi og Óbrennis-
hólmi. Í þeim eru leifar að minnsta kosti eins
bæjar, kirkju og annarra bygginga og fornir
garðar sem liggja undir hraunið á nokkrum
stöðum. Þá eru á Selatöngum, vestast í hraun-
inu, minjar um sjósókn fyrri alda. Landslag í
hrauninu stórbrotið, þar er meðal annars mikið
af hrauntjörnum og hellum.Umhverfisstofnun
hefur lagt til í drögum að náttúruverndaráætl-
un sem nú er til umfjöllunar hjá stjórnvöldum
að svæðið verði verndað sem náttúruvætti.
Kenningar um Gömlu-Krísuvík
Í Húshólma má sjá rústir húsa og forna
garða sem hraunið hefur runnið yfir að hluta á
tólftu öld. Brynjólfur Jónsson, fræðimaður á
Minna-Núpi, gerði þar athuganir 1902 og lýsti
þeim í skýrslu í Árbók Fornleifafélagsins 1903.
Þar eins og víðar er gengið út frá því að Krísu-
vík hafi til forna staðið niðurundir sjó fyrir vest-
an Krísuvíkurberg, það er að segja þar sem nú
er nefnt Húshólmi eða Gamla-Krísuvík. Víkur-
heitið í bæjarnafninu bendi til þess, enda hefði
engum dottið í hug að kenna bæinn við vík ef
hann hefði fyrst verið settur þar sem hann hef-
ur staðið síðustu aldirnar. Hraunflóðið hafi
eyðilegt hinn forna bæ en nafnið haldist eftir að
hann var fluttur.
Enginn veit hversu mörg hús eða býli lentu
undir hrauninu. Fornir garðar sjást fara undir
hraunið og leifar nokkurra bygginga. Merkustu
rústirnar eru í svonefndum Kirkjulágum sem
eru smáhólmar skammt vestan við Húshólma.
Þar eru rústir bæjarhúsa. Í efri láginni hefur
hraunið runnið upp að byggingunum og að
hluta til yfir þær. Í einu tilfelli eru leifar bygg-
ingar nær horfnar en hraunið sem runnið hefur
umhverfis hana stendur eftir og mótar útlínur
hennar. Í neðri láginni er meðal annars ein tóft
sem hraunið hefur ekki náð að renna yfir og eru
kenningar uppi um að þar hafi verið kirkja, eins
og örnefnin Kirkjulágar og Kirkjuflöt benda til.
Brynjólfur Jónsson taldi að þetta benti til að
hér hafi kirkjustaðurinn Krísuvík verið.
Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur hjá
Fornleifafræðistofunni, segir í skýrslu um forn-
leifar og umhverfi Krísuvíkur að kenningar um
Krísuvík hina fornu í Ögmundarhrauni séu
munnmæli en ekki staðreyndir, telur að þær
geti verið seinni tíma útskýringar til að varpa
einhverju ljósi á rústir sem voru mönnum ann-
ars með öllu óþekktar og óskiljanlegar. Forn-
leifarannsókn gæti skorið úr um þessi mál en
þangað til verði ekki hægt að segja hvað sé rétt
og hvað ekki.
Garðar frá því fyrir landnám
Skiptar skoðanir hafa verið um aldur Ög-
mundarhrauns. Niðurstöður rannsókna sem
jarðfræðingarnir Haukur Jóhannesson og Sig-
mundur Einarsson gerðu þar og sögðu frá í
Jökli 1988 benda til þess að hraunið hafi runnið
úr Trölladyngju árið 1151. Samkvæmt því hefur
þessi bær, eða væntanlega bæir, farið í eyði fyr-
ir 850 árum. Hins vegar eru til einhverjar heim-
ildir um að kirkjan hafi verið notuð lengur, eða
til 1563. Nafnið Hólmastaður er talið benda til
að þarna hafi verið kirkja eftir að Húshólminn
fékk nafn og þá síðar en hraunið rann. Haukur
og Sigmundur nefna í þessu sambandi að eftir
að gamla Krísuvík fylltist af hrauni, en sjá má
hluta af gamla sjávarkambinum framan við
Húshólma, hafi ábúendur í Krísuvík neyðst til
að gera út frá Selatöngum og þá hafi kirkjan í
Húshólma einmitt verið miðsvæðis í landi jarð-
arinnar.
Bjarni F. Einarsson varpar hins vegar fram
þeirri tilgátu að nafnið Hólmastaður sé þannig
tilkomið að jörðin í Ögmundarhrauni hafi í
fyrstunni heitið Hólmur og síðan Hólmastaður
þegar kirkja var reist á staðnum.
Minjarnar í Húshólma hafa lítið verið rann-
sakaðar af fornleifafræðingum. Haukur og Sig-
mundur grófu eitt snið í gegnum einn torfgarð-
inn í Húshólma og reyndust niðurstöður
athugunar þeirra forvitnilegar. Þær benda til
þess að öskulagið sem kennt er við landnám og
er talið frá því um eða fyrir 900 hafi fallið eftir
að garðurinn var hlaðinn. Samkvæmt því er
torfgarðurinn frá því fyrir norrænt landnám og
eitt af elstu mannvirkjum sem fundist hafa á Ís-
landi.
Greinilegt er að hraunflóðið hefur runnið yfir
garðana því þeir liggja undir hraun á nokkrum
stöðum. Ómar Smári Ármannsson, sem gengið
hefur mikið um þetta svæði eins og allan
Reykjanesskagann með gönguhópi, og teiknað
það upp segir greinilegt að garðar í Óbrennis-
hólma, sem er nokkru ofar í hrauninu og vestar,
séu greinilega hluti af sama garðakerfi. Sam-
kvæmt því hafa garðarnir náð yfir stórt svæði
sem hraunið hefur hulið að mestu fyrir meira en
átta öldum. Ómar og ferðafélagar hans hafa
fundið og skráð tóftir á þessu svæði sem ekki
var vitað um áður.
Mikilvægt að rannsaka og vernda
Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík,
segir ýmislegt benda til að í Húshólma séu ein-
hverjar mikilvægustu fornleifar sem til eru á
Íslandi. Nauðsynlegt sé að rannsaka svæðið
nánar og aldursgreina minjarnar, sérstaklega
að athuga hvort garðarnir séu virkilega frá því
fyrir landnám norrænna manna.
Vegagerðin leggur til að Suðurstrandarveg-
ur verði lagður yfir Ögmundarhraun, nokkru
neðan við núverandi veg. Við það færist um-
ferðin nær Húshólma og þótt vegurinn skerði
hann ekki óttast sumir að aukinn ágangur
ferðafólks í kjölfar betra aðgengis kunni að
spilla fornleifum og viðkvæmu umhverfi þeirra.
Ólafur Örn segir nauðsynlegt að huga að vernd
svæðisins og ganga þannig frá að það verði ekki
fyrir skemmdum.
Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður
Fornleifaverndar ríkisins, tekur í sama streng.
Hún segir að rústirnar í Húshólma og hrauninu
séu einstakar. Við rannsóknir verði séð til þess
að rústirnar haldist. Hún segir að Fornleifa-
vernd hafi mikinn áhuga á að vernda þetta
svæði, það sé á forgangslista hjá stofnuninni.
Nú sé fyrirhugað að setja á stofn starfshóp með
fulltrúum Fornleifaverndar og Grindavíkur-
bæjar til að gera tillögur um bætt aðgengi og
vernd svæðisins.
Ólafur Örn segir hugsanlegt að gera betri
göngustíga að svæðinu, afmarka það og setja
upp útsýnispalla með skiltum með þeim upplýs-
ingum sem nú þegar liggja fyrir. Vonandi verði
síðar hægt að bæta við þær með frekari rann-
sóknum.
Vilja vernda
Húshólma
Umræður eru hafnar um vernd einstæðra fornleifa í Húshólma í
Ögmundarhrauni. Vísbendingar hafa fundist um að þar séu torf-
garðar frá því fyrir norrænt landnám á Íslandi. Helgi Bjarnason
skoðaði svæðið og kynnti sér athuganir og skrif vísindamanna.
Ögmundarhraun
Húshólmi og leifar mannvirkja þar, eins og Ómar Smári Ármannsson hefur teiknað þau upp.
Kirkjulág og kirkjutóftir sjást til vinstri á myndinni og rústir bæjar í hrauninu þar fyrir ofan.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Hraunflóðið hefur runnið að og að hluta til yfir mannvirki í Húshólma og afmarkar útlínur húsa.
BRÖSUGLEGA hefur gengið að sökkva
hrefnutarfinum sem á dögunum rak á fjöru
á Fitjum við Sandgerði. Nú hefur hræið ver-
ið sprengt í sundur og dregið lengra á haf
út og er vonast til að það hverfi sjónum
manna.
Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði
var fengin til að draga hvalshræið af fjör-
unni á Fitjum þrjár mílur á haf út. Á mánu-
dag rak það hins vegar að landi aftur og
sást þá á Garðskagaflöt og dróst síðan með
flóðinu inn á Garðskaga þar sem fjaraði
undan því daginn eftir. Mikill óþefur gaus
upp og gerði gestum og gangandi lífið leitt
enda hræið búið að velkjast lengi á sjó og í
fjöru og vísindamenn búnir að skera mikið í
það vegna rannsókna sinna.
Björgunarsveitarmenn úr Sandgerði
komu á björgunarskipunum Hannesi Þ. Haf-
stein og Sigga Guðjóns og drógu hvalinn
aftur á haf út og sprengdu hann í sundur.
Átti það að leiða til þess að hræið sykki
samstundis en svo varð ekki, það flaut bara
betur en áður.
Ákveðið var að draga hræið enn lengra út
en þá fór spottinn í skrúfuna á björgunar-
bátnum Sigga Guðjóns. Svölum björgunar-
mönnum tókst að lagfæra það og drógu
björgunarskipin hræið lengra út á hafið.
Það var skilið eftir nokkrar mílur út af
Garðskaga og vonast menn til að það sökkvi
fljótlega og valdi ekki frekara ónæði.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Sprengistrókurinn stóð hátt í loft þegar reynt var að sökkva hrefnunni utan við Garðskaga.
Reynt að sökkva
hvalshræinu aftur
Sandgerði