Morgunblaðið - 31.07.2003, Qupperneq 29
til að draga skýringar borgarstjóra í efa. Steingrímur
að þar leggi menn hins vegar áherslu á mikilvægi þess að
stangist á við þær skýringar.
inn
trúi
eð-
hjá-
em
gar
kki
vík-
ólfi.
u á
ann
hefði ekki verið ábyrgðarmaður
í þessu máli og stundum óafvit-
andi um hvað væri að gerast. Þá
ætti hann sér þær málsbætur að
hafa átt þátt í því að hjálpa Sam-
keppnisstofnun við rannsókn
málsins. Það hefði hann ekki
gert af pólitískri illri nauðsyn,
enda ekki verið borgarstjóri þá.
„Mér finnst það vera mjög miklar málsbætur,“
sagði þessi borgarfulltrúi og bætti við að ef þær
hefðu ekki verið til staðar hefði hann átt miklu erf-
iðara með að gera upp hug sinn í málinu. „Auðvitað
veltir maður því fyrir sér hvort maður sé sjálfur
reiðubúinn að verja hann og það er þá þetta sem
maður horfir til ... Það má líka segja að hann sé
kannski að fegra sinn hlut með þessum skýringum.
Hans þáttur í málinu virðist hins vegar ekki nærri
jafnslæmur og hann leit út fyrir að vera um tíma.“
Óróleiki innan listans
Menn viðurkenna að nokkur „óróleiki“ hafi verið
innan Reykjavíkurlistans vegna málsins upp á síð-
kastið en telja það þó ekki óeðlilegt. Það sé nauð-
synlegt að sá sem gegni embætti borgarstjóra sé
undir smásjánni. Sú kreppa sem nú hafi komið upp
sé jafnframt annars eðlis en sú fyrir síðustu ára-
mót er Reykjavíkurlistasamstarfið virtist vera í
hættu í kjölfar þeirrar ákvörðunar Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur að gefa kost á sér í þing-
framboð fyrir Samfylkinguna.
Nú hafi menn ekki litið svo á að málið gæti ráðið
úrslitum um framtíð listans.
Einn viðmælandi sagði þetta frekar hafa verið
„sálarstríð“ borgarfulltrúa og afstaða manna ekki
ráðist af flokkslínum.
Þá segja menn að erfitt hafi verið að líta svo á að
þetta hafi verið innra vandamál Reykjavíkurlist-
ans. „Það má segja að krísan um áramót hafi verið
sjálfsköpuð. Nú er þetta hins vegar mál sem við
berum enga ábyrgð á og í raun óþolandi að það
verði til að beina kastljósinu að Reykjavíkurlist-
anum og Reykjavíkurborg. Það er mjög óþægilegt.
Á meðan er ekki verið að tala við raunverulega ger-
endur og þá sem bera ábyrgð á málinu,“ sagði
borgarfulltrúi meirihlutans.
LENDUM
TVANGI
með fyrirvara
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 29
M
ÉR brá ónotalega þegar
það fréttist nýlega að til
stæði að jafna Austur-
bæjarbíó við jörðu og
reisa í staðinn íbúða-
blokk „til þess að þétta byggðina“ eins
og það var kallað. Í tilefni frásagna og
viðtala í fjölmiðlum um þessar hug-
myndir tel ég rétt að rifja upp nokkur
atriði úr sögu hússins, ef verða mætti til
að draga úr hættu á flausturslegri af-
greiðslu málsins.
Það var sumarið 1945
sem félag var stofnað um
byggingu Austurbæjar-
bíós. Stofnendur voru Ólaf-
ur Þorgrímsson hæstarétt-
arlögmaður, bróðir hans
Kristján Þorgrímsson,
Ragnar Jónsson í Smára,
og eigendur Nýja bíós,
þeir Bjarni Jónsson og
Guðmundur Jensson. Ólaf-
ur var stjórnarformaður
félagsins frá upphafi og
Kristján fyrsti fram-
kvæmdastjórinn.
Ólafur Þorgrímsson var
ásamt Ragnari í Smára
einn af forystumönnum Tónlistarfélags-
ins í Reykjavík sem stofnað var 1932 og
báðir sátu þar í stjórn meðan þeim entist
aldur. Um miðjan fimmta áratuginn, eft-
ir lok heimsstyrjaldarinnar, hljóp mikill
vöxtur í starfsemi þess félags með um-
fangsmiklu tónleikahaldi sem á þessum
árum fór fram í alveg óboðlegu húsnæði,
svonefndu Tripoli-leikhúsi vestur á Mel-
um, sem var braggabygging frá stríðs-
árunum. Það er enginn vafi á því í mín-
um huga, að það sem rak á eftir þeim
Ólafi og Ragnari að reisa nýtt samkomu-
hús var fyrst og fremst að leysa húsnæð-
isvanda Tónlistarfélagsins fyrir tónleika
sína, þótt hvorugur hafi forsmáð ábata-
vonina af rekstri myndarlegs kvik-
myndahúss í samvinnu við þá tvo menn
sem mesta reynslu höfðu hér af slíkri
starfsemi.
Meðal allra fyrstu viðburða sem efnt
var til í þessu nýja húsi, jafnvel þá ekki
alveg fullgerðu, var tónlistarhátíð, hin
fyrsta á Íslandi, Beethovenhátíð tengd
120. ártíð tónskáldsins, haldin í júní
1947. Þangað kom hópur víðfrægra er-
lendra listamanna með Adolf Busch og
strengjakvartett hans í broddi fylkingar.
Meðal margra annarra viðfangsefna
voru þarna fluttir allir strengjakvartett-
ar Beethovens. Vitanlega var þetta stór-
viðburður í íslensku menningarlífi. Hitt
var þó ekki minna um vert að í fram-
haldi af þessu varð Reykjavík viðkomu-
staður fjölmargra víðfrægra snillinga
sem hér komu fram á vegum Tónlistar-
félagsins. Að því leyti varð tónlistarlíf í
Reykjavík á næstu áraugum með al-
þjóðlegri stórborgarbrag en nokkru
sinni fyrr eða síðar.
Af því hvernig tókst að laða hingað
svo margt afburðafólk er skemmtileg
saga sem ekki er tóm til að rekja hér.
Tónleikar Tónlistarfélagsins urðu einn
gildasti þátturinn í menningarlífi höf-
uðborgarinnar næstu áratugina. Þeir
voru haldnir í Austurbæjarbíói allan
þann tíma sem þeir stóðu með mestum
blóma, lengi 10 árlega og allir tvíteknir
vegna fjölda áskrifenda. Það svarar til
þess að áheyrendur hafi að jafnaði verið
a.m.k. um 1.500 manns – ekki slök tón-
leikasókn í bæ með 50–60 þús. íbúa um
miðja öldina. Þar var og haldinn fjöldi
annarra tónleika. Í salnum munu hafa
verið 787 sæti. Hljómburður var með því
besta sem hér hefur þekkst, og það var
eftirsjá í því þegar lokað var fyrir tón-
leikahald í Austurbæjarbíói eftir eig-
endaskipti 1987.
Það yrði langur listi ef taldir yrðu allir
þeir ágætu erlendu listamenn sem um
stund breyttu Austurbæjarbíói í sann-
nefnt musteri tónlistar á Íslandi. Þó get
ég ekki stillt mig um að nefna örfá nöfn
af handahófi: Söngvarana Dietrich
Fischer-Dieskau og Gérard Souzay,
söngkonurnar Blanche Thebom og Betty
Allen, fiðluleikarana Isaac Stern,
Christian Ferrari og Ruggiero Ricci,
píanóleikarana Rudolf Serkin, Shura
Cherkassky og Edwin Fischer, gítar-
leikarann Andrés Segovia, Prag
strengjakvartettinn, Juilliard-kvart-
ettinn, Philadelphia-blásarakvintettinn
og loks Robert Shaw-kórinn frá New
York. Allt voru þetta heimskunn nöfn á
sínum tíma og eru mörg enn. Að
ógleymdum Erling Blöndal-Bengtsson,
en með þroskaferli hans fylgdumst við í
þessu húsi frá því að hann kom hingað
fyrst efnilegur unglingur og þar til hann
var orðinn heimsfrægur
snillingur. Af innlendum
mönnum nefni ég aðeins
Árna Kristjánsson píanó-
leikara sem átti átti ríkan
þátt í þessu tónleikahaldi,
ekki síst í samleik með er-
lendum stórstjörnum sem
undruðust hvernig slíkur
listamaður gat leynst hér í
fásinninu.
Eru þá fáir einir taldir,
og ótaldir þeir mörgu inn-
lendu listamenn sem stigu
fyrstu skref sín á listar-
brautinni eða náðu öðrum
merkum áföngum á svið-
inu í Austurbæjarbíói. Hér
gafst þeim færi á að bera sig saman við
margt hið besta sem í boði var í heim-
inum, og ég hygg það sanni nær að ein-
mitt hér hafi verið lagður grunnur að
þeim gæðastaðli sem einkennt hefur
íslenskt tónlistarlíf á síðustu áratugum
og hefur vakið athygli utan lands sem
innan.
Þess má geta að Sinfóníuhljómsveitin
hélt fyrstu tónleika sína í Austurbæjar-
bíói þótt síðan flyttist tónleikahald henn-
ar að mestu í Þjóðleikhúsið og síðar Há-
skólabíó. Þeir tónleikar hennar sem
mestra vinsælda nutu voru þó haldnir í
Austurbæjarbíói. Það voru óperur flutt-
ar í heilu lagi en án sviðsmyndar og bún-
inga. Þannig var „Il trovatore“ eftir
Verdi flutt 7 sinnum haustið 1956, og
1958 var „Carmen“ eftir Bizet flutt ekki
sjaldnar en 11 sinnum. Það aðsóknarmet
hljómsveitarinnar stendur enn óhaggað.
Þá voru hér enn haldnar afarvinsælar
samkomur sem voru nýlunda á þessum
tíma en myndu nú kallast „popp-
tónleikar“ og voru sumar endurteknar
hvað eftir annað.
Ár eftir ár héldu félagar úr Leikfélagi
Reykjavíkur miðnætursýningar á ýmsu
skemmtiefni í Austurbæjarbíói til ágóða
fyrir húsbyggingarsjóð félagsins. Einnig
þessar sýningar voru afarvinsælar þótt
ekki gæti sýningatíminn talist hentugur,
hvorki fyrir áhorfendur né leikendur
sem unnu verk sitt í sjálfboðavinnu,
margir í öðrum störfum utan leikhúss-
ins.
Hér hefur verið rakinn stuttlega
merkur þáttur Austurbæjarbíós í ís-
lenskri menningarsögu um og eftir mið-
bik 20. aldar. Sá þáttur má ekki gleym-
ast þegar ákvörðun er tekin um skipulag
svæðisins, og sé hann rétt metinn hlýtur
niðurstaðan að verða sú að Austurbæjar-
bíó fái að standa. Hér má ekki endur-
taka það menningarsögulega slys sem
varð þegar Fjalakötturinn var rifinn um
árið, gegn seint fram komnum mótmæl-
um margra.
Þó er hér ólíku saman að jafna. Fjala-
kötturinn var gamalt hrörlegt timbur-
hús, komið að falli, en Austurbæjarbíó er
rammger og stæðileg bygging úr stein-
steypu, myndarlegt hús og virðulegt (að
slepptri málningunni sem klínt hefur
verið á það á síðari árum), og fer vel á
sínum stað.
Spurt er að sjálfsögðu: Til hvers á að
nota húsið? Svar við því er ekki á reiðum
höndum á þessari stundu. Þar kemur
margt til greina, og nú þegar eru á
sveimi athyglisverðar hugmyndir sem
bæði hafa hagnýtt gildi og falla vel að
þeim minningum sem við húsið eru
tengdar.
En það sem nú ríður á er að koma í
veg fyrir að af gáleysi og ef til vill vegna
ónógrar þekkingar á sögu hússins verði
heimilað að brjóta það niður og jafna við
jörðu. Það má ekki verða.
Austurbæjarbíó
„En það sem nú ríður á er að koma í veg fyrir
að af gáleysi og ef til vill vegna ónógrar
þekkingar á sögu hússins verði
heimilað að brjóta það niður og jafna við jörðu.“
Höfundur er tónskáld.
Eftir Jón Þórarinsson
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í
borgarstjórn Reykjavíkur, segir að sér finnist skýringar
Þórólfs Árnasonar borgarstjóra í viðtali í Morgunblaðinu í
gær ekki trúverðugar.
„Ef eitthvað er þá finnst mér viðtalið
sýna að Þórólfur var virkur þátttakandi í
meintu samráði olíufélaganna. Hann seg-
ist hafa haft áhyggjur af samráðinu og
jafnvel velt því fyrir sér að skýra frá því.
Einnig segist hann aldrei hafa komið ná-
lægt neinum tölum og það þrátt fyrir að
hann hafi undirritað tilboð til Reykjavík-
urborgar þar sem tölur voru ítarlega út-
færðar.“ Vilhjálmur vísar þarna til orða
Þórólfs í viðtalinu um að hann hafi fengið tölur um verð frá
Geir Magnússyni, þáverandi forstjóra Olíufélagsins, vegna
útboðs Reykjavíkurborgar.
Vilhjálmur segir ljóst að R-listinn hafi ákveðið að „sætta
sig við þessar skýringar a.m.k. í bili“, eins og hann orðar
það. Hann bendir á að R-listinn beri ábyrgð á ráðningu Þór-
ólfs og að það verði fróðlegt að fylgjast með framvindu
málsins.
Í viðtalinu í Morgunblaðinu í gær segir Þórólfur að sér
finnist sem Vilhjálmur hafi verið fljótur að fella dóma yfir
sér í fjölmiðlum. Vilhjálmur segist hins vegar ekki hafa ver-
ið að fella dóma. Það sé annarra að gera það. „Ég var ein-
faldlega að segja að ég telji að borgarstjóri hafi ekki sagt
satt og rétt frá sinni aðkomu að þessu máli. Mér finnst mjög
mikilvægt að stjórnmálamenn og aðrir, sem tjá sig um hin
og þessi mál, segi rétt frá.“
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Ekki
trúverðugur
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri
og fulltrúi óháðra á Reykjavíkurlistanum, segir að Þór-
ólfur Árnason borgarstjóri hafi af einlægni gert grein
fyrir aðkomu sinni að málefnum olíufélaganna og í því
ljósi treysti hún honum fyllilega. Í við-
tali við Morgunblaðið í gær kvaðst
Þórólfur aldrei hafa borið ábyrgð á
verðákvörðunum eða samráði í starfi
sínu hjá Olíufélaginu.
„Við fórum yfir þessi mál með Þór-
ólfi í gær áður en viðtalið birtist þar
sem hann fór yfir þessar skýringar,“
segir hún og vísar til fundar Þórólfs og
borgarfulltrúa R-listans í fyrrakvöld.
Hún segir að Þórólfur hafi einnig gefið
mjög afdráttarlaus svör í þessum efnum í borgarráði
fyrr um daginn. „Eins liggur fyrir yfirlýsing Geirs
Magnússonar [fyrrverandi forstjóra Olíufélagsins] um að
Þórólfur hafi ekki ráðið verðlagningu Olíufélagsins og
ekki borið ábyrgð á verði til stórnotenda. Í ljósi allra
þessara upplýsinga finnst mér full ástæða til að standa
við bakið á Þórólfi á meðan hann er að fara í gegnum
þessa orrahríð.“
Þegar Ingibjörg Sólrún er spurð að því hvort hún
treysti Þórólfi áfram segir hún: „Ástæðan fyrir því að
við fengum Þórólf til starfa var að við treystum honum.
Við þekkjum hann af góðu einu. Hann hefur gert heið-
arlega og af einlægni grein fyrir aðkomu sinni að þess-
um málum og í ljósi þess treysti ég honum.“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Stendur við
bakið á Þórólfi
ekki aðili
tta mál er
n það sem
Árnasyni.“
maður
gir eins og
verið farið
du máli á
istans og
. Spurður
hann telji
gar Þór-
lnægjandi
Stefán að
nægi sér.
í heild er
að þannig
að frum-
skýrslu
ppnis-
nar hafa
öfum ekki
um því að
ð yfir öll
ar hliðar á
ann hefur
við höfum
taka þær
að. Ég vil
gja okkur
ð mál Þór-
nerti ekki
m standi að
Þetta mál
a Þórólfs
r hann og
drei talað
m að stýra
einurð.
að „hvað
nar líði þá
hagsmuna
nt samráð
ir þó á að
„kunni að
annsókn á
anna verði
nni virðist
olíufélögin
“ útskýrir
vert verði
að fylgjast með því hvað lögreglan
muni gera í málinu. „Við höfum
reyndar verið að fylgjast með því
undanfarna daga að eina grunlausa
fólkið í landinu er ríkislögreglu-
stjóraembættið.“ Hann segist að
síðustu vera afar reiður yfir því
hvernig olíufélögin hafi komið fram
við borgina og önnur fyrirtæki í
landinu.
Aðför að borgarstjóra
Alfreð Þorsteinsson var erlendis
þegar Morgunblaðið ræddi við hann
í gær. Hann var því ekki á fundi
borgarfulltrúanna í fyrrakvöld, eins
og fyrr sagði. Honum er þó kunnugt
um efni greinargerðar borgarstjóra
og segir að í henni hafi Þórólfur
greint frá að-
komu sinni að
úboði olíufélag-
anna vegna
Reykjavíkur-
borgar. Þar hafi
komið fram að
Þórólfur hafi
ekki komið ná-
lægt ákvörðun
um samráð og
verð olíufélaganna. Þá skýringu hafi
Geir Magnússon, fyrrverandi for-
stjóri Olíufélagsins hf., staðfest í yf-
irlýsingu í Morgunblaðinu í gær.
„Þessar skýringar eru fullnægjandi
í mínum huga.“
Alfreð telur að hér sé fyrst og
fremst um að ræða pólitíska aðför
að borgarstjóra, af hálfu minnihlut-
ans í borgarstjórn, í þeim tilgangi að
klekkja á meirihlutanum. „Ég held
að almenningur verði að líta á málið
í því ljósi. Þórólfur var einungis
millistjórnandi hjá Olíufélaginu á
sínum tíma. Í því ljósi er athyglis-
vert að fylgjast með því hve aðrar
persónur hjá olíufélögunum hafa
verið lítið spurðar um ábyrgð þeirra
í þessu máli þrátt fyrir að hún sé
mun meiri en Þórólfs.“ Alfreð legg-
ur að lokum áherslu á að Reykjavík-
urlistinn sem slíkur komi ekki að
„þessu olíumáli“.
rgarstjórans í Reykjavík
ngar
nlegar