Morgunblaðið - 31.07.2003, Side 32
MINNINGAR
32 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
E
FTIR að undirrituð
skrifaði pistil í þetta
pláss undir fyrir-
sögninni „Sýnileg
en slarkfær“ fyrir
rúmum tveimur vikum síðan varð
vart við viðbrögð frá femínistum.
Viðbrögðin komu í sjálfu sér ekki
á óvart en það gerðu svörin hins
vegar. Þau voru engin. Við-
brögðin voru flest á þessa leið:
„hún er greinilega eitthvað að
misskilja þetta“.
Það er einmitt málið. Ég skil
hvorki upp né niður í málflutningi
Femínistafélagsins og efast um að
það geri margir. Svo margt er at-
hugavert við málflutninginn að
það er erfiitt að ákveða hvað á að
nefna fyrst.
Baráttan
fyrir jöfnum
rétti kynjanna
er á villigöt-
um, í það
minnsta sá
angi hennar sem er í höndum
Femínistafélagsins. Til að hengja
ekki bakara fyrir smið er rétt að
árétta að femínistar finnast víðar
en í hinu tiltölulega nýstofnaða
Femínistafélagi. Það sem helst er
athugavert er hversu mikil
áhersla er lögð á að fordæma
kvenfyrirlitningu sem sögð er
undirliggjandi í samfélaginu.
Þetta sést ágætlega á því hvernig
félagið talar um launamál.
Það eru engin áhöld um að
launamunur kynjanna er því mið-
ur enn þá til staðar. En þegar
Gunnar Smári Egilsson varpaði
því fram í pistli í Fréttablaðinu á
dögunum að ef til vill þyrftu kon-
ur í mörgum tilfellum að taka sér
tak og bera sjálfar ábyrgð, þá
voru femínistar ósáttir. Á póst-
lista Femínistafélagsins (sem
ekki verður vitnað í hér) voru
skrifuð mótmælabréf við þessum
pistli og Gunnar Smári talinn boð-
beri hefðbundinna viðhorfa og
leiðindaáróðurs gegn femínistum.
Það má nefnilega ekki segja að
konur þurfi að gera þetta og gera
hitt. Það má ekki segja að konur
eigi að krefjast hærri launa, hafa
trú á sjálfum sér og sækjast eftir
stjórnunarstöðum. Samkvæmt
Femínistafélaginu virðist eiga að
gera þetta með tilskipunum og
helst lögregluvaldi. Í hringborðs-
umræðum sem birtar voru í
Morgunblaðinu 28. mars sl.,
stuttu eftir að félagið var stofnað,
koma þessi viðhorf glögglega í
ljós. „Kvenstjórnandi þarf að vera
betri en karlstjórnandi til að vera
álitin jafngóð.“ … „Okkur hefur
nú verið bent á að þetta sé okkur
sjálfum að kenna. Var ekki boð-
skapurinn að spyrja hver væri
mesta hindrunin, líta síðan í speg-
il; þú sjálf.“ ... „Ég púa á þetta. Ég
er svo sannfærð um að ég sé að
gera vel og er bara enga minni-
máttarkennd með. Það er algjört
rugl að við séum sjálfar hindrun-
in.“ Hér er vitnað í tvo femínista,
þær Gerði og Ragnhildi, sem rætt
var við í Morgunblaðinu.
Það er alltaf þægilegt að skella
skuldinni á einhvern annan,
kenna til dæmis samfélaginu um
ófarirnar. Samfélagið er líka svo
óljóst fyrirbæri að það er engin
leið að komast að því hvað er átt
við þegar rætt er um undirliggj-
andi kvenfyrirlitningu innan þess.
Það er einmitt þetta með fyrirlitn-
inguna sem helst veldur þessum
„misskilningi“ mínum. Í mínum
huga er sannleikurinn sá að kon-
ur, eins og allir, hafa val. Við höf-
um val um að líta á okkur sem
fórnarlömb eða sem fullgilda þátt-
takendur í samfélaginu. Ég vel
síðari kostinn því mig langar ekki
til að vera fórnarlamb. Ég ætla
ekki að láta eitthvert félag sem
varð til af því að nokkrar konur
voru orðnar rangeygar af ofnotk-
un hinna alræmdu kynjagler-
augna segja mér að ég sé fyrir-
litin og eigi ekki jöfn tækifæri og
karlmenn. Ég er ekki frá því að
þessi málflutningur sé beinlínis
hættulegur. Femínistafélagið sér
vandamál víða, en býður því mið-
ur fram fáar lausnir. Konur mega
ekki horfa í spegilinn og hugsa
með sér að kannski sé nú eitthvað
sem þær geti gert sjálfar. Þær
eiga að bíða eftir að löggjafinn
grípi í taumana eða að einhver
jafnréttisfulltrúinn segi þeim fyr-
ir verkum. Það getur ekki verið
góður málstaður að berjast fyrir.
Femínistafélagið virðist telja
fjölmiðla bera töluverða ábyrgð á
hinu óæskilega viðhorfi til kvenna
og kvenfyrirlitningu. Fjölmiðlar
eru frekar sýnilegur hluti sam-
félagsins og henta því vel sem
blóraböggull. Ellefu femínistar
ákváðu að rita Morgunblaðinu
bréf hinn 15. maí síðastliðinn. Þar
kölluðu fulltrúar Femínistafélags-
ins þá staðreynd að hafa ekki
fengið birta mynd af bleik-
klæddum göngukonum (og körl-
um) á 1. maí „þöggun“. Með því að
taka ekki sérstaklega eftir bleik-
um lit bolanna væru fjölmiðlar
landsins að þagga niður í konum/
femínistum og ýta undir fyrirlitn-
inguna sem virðist eitt helsta
meinið í þessu þjóðfélagi, að mati
félagsins.
Þetta er svo fráleitt sem hugs-
ast getur. Ef sérstök mynd hefði
verið birt af liðsmönnum Fem-
ínistafélagsins í 1. maí-göngunni
hefði mun frekar mátt flokka það
undir virðingarleysi fjölmiðla við
verkalýðsfélög. Menntakonur
marsera niður Laugaveginn hefði
verið prýðileg fyrirsögn undir
myndina af bleikbolungum Fem-
ínistafélagsins. Hópur sem á ekk-
ert skylt við verkalýðsfélag (en
eins og flestir vita er 1. maí dagur
verkalýðsins) á ekkert erindi í
umfjöllun um 1. maí. Femínista-
félagið á rætur sínar að rekja til
kynjafræðiskorar við Háskóla Ís-
lands. Ég veit ekki til þess að fé-
lagið hafi gerst sérstakur tals-
maður hinna vinnandi kvenna,
hvað þá karla, og get ekki séð að
akademískur bakgrunnurinn
hefði átt að fleyta þeim á forsíður
blaðanna eftir dag verkalýðsins.
Í raun er þetta kennslubókar-
dæmi í því hvernig ekki á að haga
baráttuaðferðum. Að vaða fyrst
uppi með látum á þeim forsendum
að vera fórnarlömb, kvarta svo yf-
ir því að enginn taki eftir látunum
og að lokum túlka allt á versta
veg, sem fyrirlitningu og þöggun.
Ég vona sannarlega að þetta sé
allt saman hreinn og klár mis-
skilningur.
Menntakon-
ur marsera
í bleiku
Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna er á
villigötum og aðferðir Femínistafélags-
ins til að berjast gegn launamismun
kynjanna eru út í hött.
VIÐHORF
Eftir Eyrúnu
Magnúsdóttur
eyrun@mbl.is
✝ GuðmundurSveins Kristjáns-
son múrari fæddist á
Ísafirði 14. apríl
1925. Hann andaðist
á Garðvangi í Garði
24. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ingibjörg Sveinsdótt-
ir frá Gillastöðum í
Reykhólasveit, f.
16.12. 1896, d. 15.2.
1973, og Kristján
Pálsson, múrara-
meistari frá Akur-
eyri, f. 31.7. 1899, d.
21.5. 1978. Börn
þeirra eru: Páll, f. 1922, lést á
barnsaldri, Salvar, f. 7.12. 1923,
d. 27.9. 2001, kvæntur Aðalheiði
Kristinsdóttur sem lifir mann
sinn, þau eiga þrjú börn, níu
barnabörn, eitt barnabarnabarn
og eitt ófætt, Guðmundur sem
hér er minnst, Páll, f. 1927, lést
þriggja ára, Sveinsína Valgerður,
þeirra er Kristrún, f. í Reykjavík
1.3. 1947, búsett í Njarðvík, gift
Jóni Rúnari Bjarnasyni rafvirkja,
f. 11.1. 1947, börn þeirra eru: a)
Erla, f. 20.11. 1970, í sambúð með
Valtý Gylfasyni, f. 1.4. 1970, synir
þeirra eru Elvar Örn, f. 24.6.
1998, og Unnar Ernir, f. 24.8.
2000; og b) Guðmundur Rúnar, f.
6.1. 1975, í sambúð með Sæunni
Guðrúnu Guðjónsdóttur, f. 15.3.
1976.
Guðmundur var áður trúlofað-
ur Huldu M. Jónasdóttur, f. í
Hnífsdal 19.8. 1927, d. 13.6. 1996.
Þeirra sonur er Magnús Bjarni, f.
29.11. 1944. Magnús er þríkvænt-
ur og á tíu börn, tvö fósturbörn
og 35 barnabörn. Magnús býr
með þriðju eiginkonu sinni, Mar-
gréti Þorsteinsdóttur, í Höfnum í
Reykjanesbæ.
Guðmundur lærði múrverk og
var Kristján faðir hans annar
meistari hans. Guðmundur vann
við múrverkið alla tíð, m.a. hjá
Aðalverktökum á Keflavíkurflug-
velli, þar til hann lét af störfum
67 ára að aldri. Hann var félagi í
Múrarafélagi Suðurnesja frá
stofnun þess og jafnframt fyrsti
formaður félagsins.
Útför Guðmundar fer fram frá
Njarðvíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
f. 28.5. 1928, fráskil-
in, hún á þrjú börn,
fimm barnabörn og
eitt barnabarnabarn,
og Zóphonías, f. 27.7.
1931, fráskilinn,
hann á fjögur börn,
eitt látið, sjö barna-
börn og barnabarna-
barn.
Foreldrar Guð-
mundar fluttu frá
Ísafirði árið 1946 til
Reykjavíkur.
Guðmundur
kvæntist 19. október
1946 Gíslínu Erlu Ei-
ríksdóttur, f. í Ytri-Njarðvík
12.10. 1928, d. í Keflavík 25.9.
1990. Foreldrar hennar voru Ei-
ríkur Þorsteinsson, vélstjóri í
Njarðvík, f. í Kirkjuvogi í Höfnum
23.11. 1898, d. í Keflavík 7.12.
1896, og Árný Ólafsdóttir, f. í
Stapakoti í Njarðvík 14.8. 1900, d.
í Reykjavík 3.11. 1984. Dóttir
Elsku afi Mundi.
Nú ert þú farinn frá okkur og
minningarnar hrannast upp. Ég
held að það sé ekki til mynd af mér
einni frá því innan við fjögurra ára.
Alltaf ert þú eða amma Erla með á
mynd þó að það sé ekki nema bara
höndin eða fóturinn á ykkur sem
gægist inn á. Veiðiferðirnar voru
margar og eftirminnilegust er
veiðiferðin þar sem ég þvoði orm-
ana svo þeir yrðu girnilegri fyrir
fiskana, ömmu fannst það ekki gott
enda veiðimaður góður. Þar söng ég
fyrir fuglana og pabbi veiddi öndina
á veiðistöngina. Ekki má gleyma
hjólhýsa- og sumarbústaðaferðun-
um þar sem ömmu og þér leið vel.
Þú varst alltaf mjög stríðinn. Þegar
vinir okkar systkina komu í heim-
sókn faldir þú skóna þeirra og þeir
trúðu þessu aldrei upp á þig.
Ein eftirminnilegasta ferð okkar
tveggja var haustið 1995 þegar við
fórum í berjaferð vestur í Bjarkar-
lund. Einnig heimsóttum við Óla
heitinn og Lilju í Reykhólasveit. Ég
sá dúkkur sem konurnar í sveitinni
höfðu saumað en sölubásinn var
lokaður. En þú hringdir í Lilju og
hún sendi þér eina sem þú gafst
mér í jólagjöf það árið. Hún fékk
auðvitað nafnið Ólafía Lilja í höf-
uðið á þeim sómahjónum. Þegar við
Valli hófum búskap komst þú reglu-
lega í kaffi til okkar og þú varst allt-
af að fylgjast með þegar við vorum
að byggja í Vatnsholtinu. Og þegar
Elvar Örn fæddist varst þú enn
duglegri að koma í heimsókn. Þegar
Unnar Ernir fæddist komst þú einn
á meðan heilsan leyfði og svo með
mömmu. Strákarnir okkar eiga eft-
ir að sakna þín, Valli og ég líka.
Elsku afi, nú ertu kominn til
ömmu sem þú hefur saknað svo
mikið. Loksins eruð þið sameinuð
eftir langan aðskilnað.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðarströnd,
leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Þín afastelpa,
Erla.
Elsku afi Mundi.
Hann gekk hér um að góðra drengja sið,
gladdi mædda, veitti þreyttum lið.
Þeir fundu best sem voru á vegi hans
vinarþel hins drenglundaða manns.
Þó ævikjörin yrðu máski tvenn,
hann átti sættir jafnt við Guð og menn.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Við munum sakna þín.
Þínur langafastrákar,
Elvar Örn og
Unnar Ernir.
GUÐMUNDUR
SVEINS
KRISTJÁNSSON
✝ Sigrún EddaGestsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 15.
desember 1947. Hún
lést á heimili sínu 24.
júlí síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Líney Bents-
dóttir húsfreyja, f. á
Bíldudal 5. desember
1909, og Gestur
Gíslason, trésmiður
og leikari hjá LR, f. í
Syðri-Nýjabæ, Rang.
26. júlí 1906, d. 4.
ágúst 1994. Albróðir
Sigrúnar er Gísli,
ljósmyndari og framkvæmdastjóri í
Reykjavík, f. 1941. Hálfsystkin,
samfeðra, eru Guðni Óskar, f. 1929,
og Sólrún, f. 1930.
Sigrún Edda giftist 16. október
f. 26. ágúst 1972, sambýliskona Sif
Ásthildur Guðbjartsdóttir. Börn
þeirra eru Andreas Máni Helgason,
f. 1997, og Anna Marín Bentsdóttir,
f. 2003.
Sigrún Edda bjó fyrstu ár sín
ásamt foreldrum sínum í Miðstræti
12 í Reykjavík og síðan á Digranes-
vegi í Kópavogi. Þar hófu Sigrún
og Marinó búskap sinn í sambýli við
foreldra Sigrúnar og þar fæddust
börn þeirra. Sigrún Edda og Mar-
inó áttu síðan heimili sitt lengst af á
Grenigrund í Kópavogi og þar lést
Marinó 1996 eftir erfið veikindi.
Sigrún Edda lærði hárgreiðsluiðn
og starfaði framan af við hana
ásamt húsmóðurstarfinu á heimili
sínu og síðan einnig hjá Ríkis-
sjónvarpinu. Seinna fékkst hún við
ýmis störf. Fyrir tveimur árum
fluttist Sigrún að Furugrund og bjó
sér þar fallegt heimili. Þar áttu
barnabörn hennar sér athvarf og
voru ljós hennar og yndi.
Útför Sigrúnar verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
1965 Marinó Ólafssyni,
rafeindavirkja og
hljóðmeistara hjá Rík-
issjónvarpinu og Stöð
2, f. í Reykjavík 15. maí
1945, d. 17. febrúar
1996. Hann er sonur
hjónanna Guðjónu F.
Eyjólfsdóttur hús-
freyju, f. í Hafnarfirði
21. maí 1914, d. 12. júlí
2003, og Ólafs Þórðar-
sonar húsgagnabólstr-
ara, f. í Reykjavík 3.
janúar 1913.
Börn Sigrúnar Eddu
og Marinós eru: 1) Lín-
ey Ólafía ferðamálafræðingur, f.
28. des. 1965, sambýlismaður Karl
Magnússon. Börn þeirra eru Andri
Marinó, f. 1996, og Sigrún Ósk, f.
2002. 2) Bent garðyrkjufræðingur,
Elsku mamma mín.
Ég sit hér alveg dofin og trúi ekki
að þú sért farin frá okkur svona
snögglega. Enginn var hjá þér og við
náðum ekki að kveðja þig eins og var
þegar pabbi lést fyrir rúmum sex ár-
um. Hver hefði trúað því, þegar við
sátum saman fyrir nokkrum dögum
og hjálpuðumst að með minningar-
grein um ömmu Guggu, að næst
myndi ég skrifa minningargrein um
þig? Við vorum svo ótrúlega sam-
rýndar mæðgur og heyrðumst oft á
dag í síma ef við vorum ekki nálægt
hvor annarri. Ég er mjög þakklát
fyrir þá stund er við áttum saman
rétt eftir að amma Gugga lést en þá
töluðum við saman um dauðann. Þá
fékk ég tækifæri til að segja þér að
ég gæti aldrei fyllilega þakkað þér
eða borgað til baka allt það sem þú
gerðir fyrir mig, Kalla og þinn elsku-
lega Andra Marinó og Sigrúnu Ósk,
nöfnu þína. Þú varst ekki bara besta
mamma í öllum heiminum heldur
varstu líka minn besti vinur. Þú vissir
allt um mig og ég gat alltaf leitað til
þín með allt. Það verður erfitt að geta
ekki hringt í þig og spurt þig ráða,
fengið hjá þér mömmunudd, beðið
þig að lita augnhárin á okkur stelp-
unum, nú eða beðið þig að kíkja eftir
krökkunum meðan ég skrepp eitt-
hvað út. Þú eldaðir besta mat sem
hægt var að fá en ekki náðist að læra
þessar stórkostlegu uppskriftir því
nægur átti tíminn að vera.
Elsku mamma, það verður svo erf-
itt fyrir okkur Bent og fjölskyldur
okkar að takast á við þennan mikla
missi. En lífið heldur áfram og von-
andi lærum við að lifa með sorginni.
Við eigum bæði góða vini og ættingja
sem hjálpa okkur að takast á við
þetta erfiða verkefni og litlu ljós-
geislarnir, börnin okkar, veita okkur
mikinn styrk. Ég veit að þú hefur
fengið góðar og höfðinglegar mót-
tökur frá pabba, afa Gesti og Ömmu
Guggu sem er nýlátin. Ég er svo
þakklát þeim tíma sem við áttum
saman síðastliðin ár. Margar ferðirn-
ar fórum við saman og stendur upp
úr New York ferðin þegar þú varðst
50 ára. Henni gleymi ég aldrei. Við
fórum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
í fyrra og nú síðast til Edinborgar
SIGRÚN EDDA
GESTSDÓTTIR