Morgunblaðið - 31.07.2003, Page 33

Morgunblaðið - 31.07.2003, Page 33
Elskulegur móðurbróðir minn, Guðmundur Kristjánsson, hefur kvatt þennan heim eftir erfið veik- indi. Kristrún dóttir hans tilkynnti mér andlát hans. Á kveðjustundum hrannast upp í hugann ótal minn- ingar sem tengjast elskulegum frænda frá bernsku- og fullorðins- árum mínum. Heimsóknir suður í Njarðvíkur til Munda, Erlu og Rúnu voru eftirminnilegar enda gestrisni og hlýja í hávegum höfð og ekki spillti hann frændi minn því. Hann var sá mesti húmoristi sem ég hef þekkt. Sögur frá æskuárum þeirra systkina sem mamma hefur sagt mér frá eru margar og skemmtileg- ar og uppátæki Munda frænda æði mörg og stundum var honum kennt um það sem miður fór þótt alsaklaus væri. Hérna er ein slík. Kona sem deildi eldhúsi með ömmu hafði sett hillu fyrir ofan eldavélina og geymdi þar ýmislegt dót, m.a. varalitinn sinn. Eitt sinn var hún að sjóða fisk í hádeginu. Þegar maður hennar kom síðan heim í mat og hún ætlaði að taka fiskinn upp úr pottinum blasti við henni eldrauður fiskur. Varaliturinn hafði dottið ofan af hillunni og hann hafði soðið með fiskinum. Sagt var að Mundi stæði á bak við þetta en hann var blásaklaus með öllu. Marg- ar fleiri sögur kann ég af frænda. Ennþá óma í höfði mér hlátrasköllin í eldhúsinu hjá afa og ömmu eða þar sem við hittumst. Þetta voru skemmtileg ár. Við hittumst á Ísafirði 1964 en þá hafði ég ásamt vinkonu minni ferðast þangað. Við vinkonurnar gistum í tjaldi sem fauk ofan af okk- ur og vorum því sendar upp í Skíða- skála. Þar hitti ég fyrir frænda og Erlu sem buðu okkur í herbergi sitt og ekki leið löng stund uns Erla var búin að töfra fram herlega veislu okkur stöllum til heiðurs. Mikið fjarska urðum við þakklátar. Mundi frændi gerði óspart góðlátlegar at- hugasemdir meðan á borðhaldi stóð, m.a. að það hefði komið frétt í út- varpinu þess efnis að tjald hefði fok- ið ofan af tveimur stelpum úr Reykjavík vegna þess að þær hefðu ekki kunnað að tjalda. Fleira í þess- um dúr fengum við að heyra. Þetta var Mundi, alla tíð léttur í skapi, hjartahlýr og tryggur sínum. Mundi og Erla voru mjög sam- rýnd hjón. Þau unnu saman í öllu, hvort sem var að fegra í kringum sig eða í áhugamálum sínum. Frændi minn missti mikið þegar Erla lést 1990 eftir veikindi. Kristrún og fjöl- skylda hennar studdi þá vel við bak- ið á honum á þessum erfiðu tímum. Mundi frændi skrapp oft í bæinn og heimsótti systkini sín, oft á leiðinni í bingó sem honum þótti gaman að spila. Síðustu æviárin reyndust frænda mínum erfið á marga lund, eða þeg- ar fór að halla undan fæti hjá hon- um. Hann var kominn með alzheimersjúkdóm sem smám sam- an slökkti á öllum lífsþrótti hans. Að leiðarlokum þakka ég elskulegum móðurbróður mínum fyrir sam- fylgdina. Ég og fjölskylda mín vott- um ykkur dýpstu samúð, elsku Kristrún, Jón, Erla og Guðmundur og fjölskyldur, Magnús, Maddý og fjölskyldur. Og þér, Helga mín Sig- urðardóttir, vil ég þakka allan kær- leikann sem þú sýndir frænda mín- um. Megi góður Guð styrkja ykkur öll. Lokaorð mín og hinstu kveðju til frænda míns, Guðmundar Kristj- ánssonar, fel ég Valdemar Lárus- syni í einum uppáhaldssálmi mínum: Þó dökkni og dimmi yfir og dagsins lokið önn, sú vissa að látinn lifir er ljúf og sterk og sönn. Hún er það ljós, sem lifir og lýsir myrkan veg. Hún ljómar öllu yfir svo örugg, dásamleg. Við samferð þína þökkum, já, þökkum allt þitt starf. Hrærðum huga og klökkum þú hlaust þá gæfu í arf að eiga huga heiðan og hreina sanna lund, sem gerði veg þinn greiðan á granna og vinafund. Nú ertu héðan hafinn á hærra og betra svið. Þar ást og alúð vafinn en eftir stöndum við. Þig drottinn Guð svo geymi og gleðji þína sál. Í öðrum æðra heimi þér ómi guðamál. Blessuð veri minning Guðmundar Kristjánssonar. Guðrún Kristjánsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 33 þegar þú hélst upp á 55 ára afmælið. Aldrei gleymast öll matarboðin sem við Bent og fjölskyldur áttum saman á undanförnum misserum. Þú varst svo glöð þegar ég og fjölskylda mín fluttum í næsta stigagang við þig í apríl síðastliðnum. Við ætluðum að eyða tímanum vel saman. En svona er þetta. Við, sem vorum kvöldið fyr- ir andlát þitt að skipuleggja næstu ferð með krakkana eitthvað út í heim. En þér var ætlað að fara í aðra ferð án okkar. Ég get bara ekki skilið að þetta sé raunverulegt, að þú sért far- in frá okkur. Mig langar að þakka þér fyrir hvað þú gafst honum Andra Marinó mikið. Þú opnaðir faðm þinn og gafst honum það sem enginn ann- ar getur gefið honum. Þið voruð svo samrýnd og missir hans er mikill. Elsku mamma, ég veit að þú og pabbi vakið yfir okkur öllum. Blessuð sé minning þín. Þín elskandi dóttir, Líney. Einn stærsti minnisvarðinn sem sérhver maður reisir eru þær minn- ingar sem eftir lifa í huga þeirra sem hann hefur kynnst á lífsleiðinni. Það er ljóst, mamma mín, að þú hefur snert marga á þinni lífsleið. Undrun manna var meiri en orð fá lýst yfir brotthvarfi þínu, ég trúi því varla enn að þú sért farin. Undanfarið ár er búið að vera mjög viðburðaríkt hjá þér og okkur sem fjölskyldu, Baldur frændi okkar í Vestmannaeyjum lánaði okkur íbúðina sína og við fórum öll saman á Þjóðhátíð í Eyjum, þitt fyrsta skipti í yfir þrjátíu ár, þú eignaðist tvær ynd- islegar ömmustelpur, Sigrúnu Ósk og Önnu Marín. Einnig er mjög minnisstæð ferð okkar til Edinborg- ar í vetur. Ég mun varðveita þær stundir þegar ég sagði þér að við ætt- um von á barni, þú varst svo glöð og stolt. Þótt litla stelpan okkar sé bara fimm mánaða núna þá hafið þið átt margar góðar og yndislegar stundir saman, það var svo gaman að sjá hvað þið náðuð vel saman og hvað þú varst stolt amma. Þú sagðir mér oft hversu ánægð og hamingjusöm þú værir fyrir mína hönd með litlu fjöl- skylduna mína hér í Eskihlíðinni. Í ófá skipti komstu færandi hendi hingað heim, t.d. með föt eða dót fyrir litlu Önnu Marín, veislumat fyrir okkur eða kisuna! Ég þekki ekki margar ömmur sem hafa tímt að gefa ketti humar. Meðan pabbi var á lífi hafði hann oft á orði hversu góður hlustandi þú varst, það voru orð að sönnu. Það hef- ur verið svo gott að deila með þér hugsunum mínum, gleði og sorg. Ég hafði svo gaman af því að segja þér frá sérhverjum nýjum hlutum sem Anna Marín tók upp á, þú tókst svo virkan þátt í gleðinni minni. Nú hefur söknuður þinn breyst í sameiningu, þú þarft ekki lengur að sakna pabba því hann er hjá þér og í sameiningu munuð þið styrkja okk- ur. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Þótt þú sért komin yfir móðuna miklu veit ég að þú ert hjá okkur og meðtekur hugsanir okkar til þín. Þinn Bent. Það er liðið rúmt ár en virðist sem það hafi verið í gær að ég hitti þig fyrst yfir hádegisverði á Furugrund- inni, fyrsta matarboðið okkar Bents hjá þér. Ég var með fiðring í mag- anum yfir að hitta þig, mína tilvon- andi tengdamóður, í fyrsta sinn. Sá fiðringur var óþarfur því þú tókst svo sannarlega vel á móti mér. Síðan eru matarboðin orðin æði mörg og nota- legar kvöldstundir með þér varðveit- ast í minningunni. Mér varð strax ljóst hversu dýr- mæt litla fjölskyldan þín var þér, þú nýttir hvert tækifæri til að koma fjöl- skyldunni saman, ýmist til að borða eitthvað gott eða gera annað skemmtilegt. Þú varst alltaf til staðar ef við þurftum á þér að halda og það var svo gott að eiga þig að. Þér var mjög umhugað að okkur Mána liði vel í þinni dýrmætu litlu fjölskyldu og þú nefndir oft hversu glöð þú varst með hversu vel Máni og Andri Marinó náðu saman. Kynni okkar voru rétt að byrja og það er okkur öllum óskiljanlegt af hverju þú varst kölluð frá okkur svo fljótt. Þú nýbúin að eignast tvær litl- ar ömmuprinsessur sem biðu eftir að láta dekra meira við sig að Sigrúnar ömmu sið. En við vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna, við hlið Mar- inós, og að þið gætið þeirra og okkar vel. Ég mun varðveita minninguna um þig fyrir ömmubarnið þitt, hana Önnu Marín. Að lokum vil ég þakka þér fyrir að geyma gullmolann þinn, hann Bent, handa mér – hann er svo sannarlega minn betri helmingur. Þín verður sárt saknað, megi Guð og allir englar himnaríkis varðveita þig, hvíl í friði. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd geymdu’ hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól Guð mun vitja um þitt ból. (Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi.) Þín Sif. Elsku amma mín. Mig langar að þakka þér fyrir allar þær samverustundir sem við áttum saman. Ég sakna þín svo mikið að engin orð fá því lýst. Þú varst svo góð við mig og þú varst besta amma í öllum heiminum. Það var svo gott að koma til þín og vera hjá þér. Þú gafst mér fullt af dóti og nammi og ég fékk allt- af ís hjá þér. Stundum sátum við og spjölluðum og drukkum te saman. Nú ertu farin í langt ferðalag, hundr- að ár í burtu, án okkar en við hitt- umst síðar. Elsku amma, ég hugsa til þín alla ævi. Ástarkveðja, prinsinn þinn, Andri Marinó. Elsku mágkona. Seinast sá ég þig og kvaddi þegar þú varst á heimleið að lokinni útför móður minnar, tengdamóður þinnar. Á kistu hennar var blómaskreyting sem þú hafðir gert og minnningargrein eftir þig í blaðinu. Hvorutveggja fallegt og unnið af vandvirkni þinni. Nú, rúmri viku seinna, kveð ég þig aftur og veit að Marinó bróðir tekur á móti þér handan við lífið okkar hér. Þú varst alls ekki á förum í burtu frá okkur öllum þegar við kvöddumst um daginn. Þvert á móti var nýbúið að ráðgera að þú og litlu fjölskyldur Líneyjar og Bents kæmu í heimsókn til mín í Önundarfjörðinn núna á næstu vikum. Andri Marinó, mikill ömmudrengur með annan fótinn hjá þér að vild. Líney og fjölskylda hennar nýflutt í sama fjölbýlishús og þú, svo auðvelt væri fyrir börn og fullorðna að skjót- ast yfir til þín. Þú varst meira en tilbúin að umvefja litlu nýskírðu dæt- ur Bents og Líneyjar og Mána litla alúð þinni og umhyggju og gefa þeim allan þinn tíma. Hagur barna þinna og barnabarna var samofinn þínu lífi og þið voruð öll góðir vinir. Sigrún mín. Ég kveð þig aftur og þakka þér fyrir samfylgdina í gegn um lífið. Þakka þér fyrir umhyggju þína og allar góðar stundir sem við höfum átt saman. Börn þín, Líney og Bent, og ömmudrengurinn Andri Marinó eiga samúð mína alla. Ásta Ólafsdóttir. „Þetta hefur verið sérkennileg vika,“ sagði Sigrún Edda þegar við hittumst fyrir tveimur vikum í skírn- arveislu í fjölskyldunni. „Lífið er óút- reiknanlegt,“ sagði hún, „og í dag hafa þær systur, gleði og sorg, hald- ist í hendur.“ En Sigrún hafði þennan sama dag verið við kistulagningu tengdamóður sinnar. Fjórum dögum síðar kom hún fær- andi hendi til okkar Gísla. Henni höfðu áskotnast nýtínd jarðarber og vildi að við fengjum að bragða á góð- gætinu. Þegar hún hafði sagt mér frá ætt og uppruna berjanna, bætti hún því við að þau væru nýþvegin og sykruð og því ekki eftir neinu að bíða með að gæða sér á þeim. Ég þakkaði henni kærlega fyrir gjöfina og fylgdi henni til dyra, en áður en við kvödd- umst gaf hún mér merki um að koma að bíl sínum og líta á stóra og fallega blómaskreytingu sem hún hafði útbúið fyrr um daginn og var hennar hinsta kveðja til tengdamóðurinnar sem jarðsetja átti næsta dag. Aðeins tveimur sólarhringum síðar var Sig- rún öll. Já, lífið er óútreiknanlegt. Ég kveð nöfnu mína með trega og þakka henni þann hlýhug og vinaþel sem hún sýndi mér eftir að við Gísli, bróðir hennar, kynntumst. Hugur hennar og hjarta var alla tíð hjá fjöl- skyldunni. Á meðan Gestur, faðir þeirra, lifði var hún stoð og stytta foreldra sinna og eftir að Gestur lést, bar hún Líneyju, móður sína, á hönd- um sér og það var fátt sem hún ekki gerði fyrir hana. Óvænt fráfall Sig- rúnar er því mikið áfall fyrir aldraða móður, börnin Líneyju og Bent, tengdabörn og barnabörn. Þau hafa misst mikið og votta ég þeim samúð mína og vona að minningar um ást- ríka móður verði þeim huggun í sorg- inni. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Edda Þórarinsdóttir. Ég varð harmi sleginn þegar Anna systir mín tjáði mér að Sigrún væri dáin. Í fyrstu neitaði ég að trúa því. Að- eins viku fyrr heimsóttum við Þóra og ég Sigrúnu. Hún var þá nýkomin frá sjúkra- þjálfara til að ná bata eftir slæmt lærbrot. Hún var föl á vangann en fljótt kom roði í kinnar er hún sagði nýjustu fréttir af börnum sínum og barnabörnum sem hún hafði mikla ást á og sýndi einstaka umhyggju. Missir þeirra er mikill. Ég hef verið það lánsamur að eiga tvær systur, hin var Sigrún frænka. Við ólumst fyrst upp í sama húsi, síðan húsum sem lágu hlið við hlið. Umhyggja hennar í minn garð í æsku og fram á síðustu daga hennar get ég seint að fullu þakkað. Sumum þótti nú nóg um en hún átti ekki yngra systkini og fékk ég örugglega þann sess. Fyrst koma upp í hugann ferðirnar til Þykkva- bæjar á æskuslóðir föður hennar. Þá var ýmist gist á prestsetrinu eða Suð- ur-Nýjabæ. Kartöflur, uppskera, dýrin og ferðirnar niður á sanda á dráttarvélum voru borgarbarninu, sem hafði bara farið út í Kópavog og að Elliðaám, þvílíkt ævintýri. Sölu- tjöldin hans Gísla bróður Sigrúnar 17. júní voru heimur út af fyrir sig og Leikfélag Kópavogs sem sýndi Línu Langsokk ótal sinnum og sá ég all- flestar sýningarnar undir hand- leiðslu Sigrúnar. Á mínum unglingsárum hitti frænka mín manninn í lífi sínu, Mar- inó, þá hélt ég nú að mínum þætti væri lokið, en sú var nú ekki raunin. Haustkvöld eitt er útivistartími var kl. 20 komu þau nýtrúlofuð og buðu mér í bíltúr. Leyfi var veitt og brunað um borg og bí á átta gata Fordara Gests Gíslasonar stórleikara. Klukk- an nálgaðist miðnætti þegar rennt var fram hjá Digranesvegi og var nú farið að fara um frænku að halda tán- ingnum svo lengi, en þá sagði Marinó við tökum hann bara með í partý. Ég hafði eignast nýjan vin og minning um hann vermir hjarta- rætur eins og minnar kæru frænku. Líney, Bent, Gísli, börn, makar og Líney eldri. Við Þóra vottum ykkur innilega samúð og okkar hugur eru svo sannarlega með ykkur. Jakob Bjarnason. Æskuminningarnar eru allar tengdar Sigrúnu frænku minni. Við vorum eins og systur frekar en syst- kinabörn, ólumst upp í sama húsi fyrstu æviárin og hlið við hlið í Kópa- voginum – fyrst í sumarbústöðum – síðar í heilsárshúsum. Allt í kringum sumarbústaðina voru blóm, berjalyng og annar villtur gróður og tíndum við langa stilka af baldursbrá, hvönn og njóla fyrir mæður okkar. Ætli blómaáhugi Sig- rúnar hafi ekki sprottið þarna í bernskunni? Hún var ætíð mikill fag- urkeri og elskaði blóm. Blómaskreyt- ingar hennar voru vinsælar og fyrir hver áramót færði hún mér glæsilega blómaskreytingu. Við vorum ekki líkar sem börn, hún með hvítt liðað hár og ljósa húð, ég með gult slétt hár og freknur og með ólík áhugamál. En alla tíð kom okkur sérstaklega vel saman og við deildum í gegnum árin allri gleði okk- ar, áhyggjum og sorgum. Sigrún var umhyggjusamasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún umvafði alla með elsku sinni og ekki brást að ef um veikindi eða sjúkra- húsdvöl var að ræða þá bárust sím- skeyti, kort og blóm með góðum kveðjum frá henni. Alla tíð hugsaði hún sérstaklega vel um foreldra sína, betri dóttur var ekki hægt að hugsa sér. Móðir hennar, sem lifir hana í hárri elli, var oft slæm til heilsunnar og sá þá Sigrún alveg um heimilið. Hún og Marinó hófu búskap á efri hæðinni hjá foreldrum hennar, en eftir að þau fluttu í sitt eigið húsnæði hélt Sigrún áfram að fara daglega til foreldra sinna og aðstoða þau. Sigrún var aðeins 17 ára þegar hún kynntist Marinó. Þau áttu rúmlega 30 ár saman og sýndu hvort öðru mikla ástúð, skilning og umhyggju. Marinó kynnti sér sérstaklega kín- verska læknisfræði sem verkjameð- ferð fyrir Sigrúnu. Fann hann upp og hannaði sérstakt nálastungutæki, sem hefur hjálpað mörgum. Þegar Marinó veiktist sýndi Sigrún mikinn styrk og æðruleysi og annaðist hann heima þar til yfir lauk. Sigrún ræktaði fjölskyldutengslin vel og verður hennar saknað í fjöl- skyldugrjónagrautnum í vetur. Ýms- ar fastar hefðir höfðum við, svo sem smágjafir og heimsóknir til hvor ann- arrar á afmælisdögunum. Hún með íbúðina skreytta og hlaðið borð af kræsingum 15. desember, sem kom öllum í jólaskap. Á afmælisdegi mín- um, við oftar en ekki tvær, að rabba saman yfir einni kökusneið og kók. Við vorum alltaf til staðar hvor fyrir aðra. Samband Sigrúnar og barna henn- ar var einstaklega náið og fallegt og fannst henni, réttilega, hún vera mjög gæfusöm með börn sín og barnabörn. Dóttursonur hennar, Andri Marinó, var oft hjá henni og henni til mikillar gleði var Líney og fjölskylda hennar nýflutt í næsta stigagang við hana. Það voru ham- ingjudagar í lífi hennar þegar Líney og Kalli eignuðust svo Sigrúnu Ósk og þegar Bent og Sif eignuðust Önnu Marín nokkrum mánuðum seinna. Þegar Anna Marín var skírð sagði Sigrún við mig að nú væru aftur komnar frænkurnar Sigrún og Anna. Það er sárt að hún fékk ekki að njóta fjölskyldu sinnar lengur og þau hennar. Söknuður minn og sorg er mikil, en mest er þó sorg barna hennar, barnabarna og tengdabarna. Elsku Líney, Bent, Kalli, Sif og aðrir ást- vinir Sigrúnar, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Anna.  Fleiri minningargreinar um Sigrúnu Eddu Gestsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.