Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Páll SverrirGuðmundsson fæddist á Læk í Hraungerðishreppi í Flóa 23. nóvember 1917. Hann lést á Landspítalanum, Fossvogi 27. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Snorrason bóndi á Læk, f. 20.7. 1874, d. 16.10. 1938, og Sigríður Bjarna- dóttir húsfreyja, f. 4.9. 1877, d. 22.5. 1943. Sverrir var yngstur sinna systkina, en þau voru Guðrún, f. 16.10. 1905, d. 24.8. 1981; Hólmfríður, f. 31.12. 1906, d. 27.3. 1972; Bjarni, f. 15.10 1908, d. 26.4 2001; Jakob- ína Guðríður (Ebba), f. 19.6. 1910, d. 2.3. 1985; Guðlaug, f. 5.5. 1912, d. 10.4. 1974; Snorri, f. 3.6. 1915, d. 5.8. 1981, og uppeldis- bróðir, Þorgeir Jónsson, f. 4.7. 1919, d. 8.1. 1994. enzsyni, börn þeirra eru Björg- heiður, Elísabet og Haukur, Al- bert á áður tvö börn; Ástrós hjúkrunarfræðingur, f. 3.12. 1965, gift Sigfúsi Bjarnasyni, börn þeirra eru Bjarni Haraldur, Heiða Vigdís og Snorri Alexand- er. Sverrir bjó á Læk í Flóa til 16 ára aldurs. Þá flutti fjölskylda hans og stundaði búskap í Gufu- nesi við Reykjavík. Síðar fluttu þau til Reykjavíkur. Fyrstu árin sín í Reykjavík vann hann við ýmis störf eins og við bygging- arvinnu, uppskipun og akstur. Hann vann við byggingu Síldar- verksmiðju ríkisins á Raufarhöfn hjá Einari Sigurðssyni og bygg- ingu Hraðfrystistöðvar Reykja- víkur. Árið 1942 tók hann meira- próf og hóf störf við leiguakstur, fyrst við Aðalstöðina, síðan hjá Hreyfli. Sverrir stundaði leigu- akstur næstu 50 árin þar til hann lét af störfum vegna umferðar- slyss sem hann lenti í árið 1992. Sverrir og Björgheiður bjuggu öll sín hjúskaparár að Freyju- götu 5, þar til í fyrra er þau fluttu að Skúlagötu 40. Útför Sverris verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Sverrir kvæntist 15.1. 1956 eftirlifandi eiginkonu sinni, Björgheiði Eiríks- dóttur húsmóður, f. 13.3. 1928. Foreldrar hennar voru Eiríkur Pétursson og Sigríð- ur Brynjólfsdóttir, bændur í Egilseli í Fellum. Börn Sverris og Björgheiðar eru Sig- ríður tannlæknir, f. 17.4. 1956, gift Hlöð- veri Erni Rafnssyni, börn þeirra eru Sverrir Örn og Heiðrún Erna; Ei- ríkur Egill, rafvirki og leigubíl- stjóri, f. 20.2. 1958, sambýliskona Sigrún Arnarsdóttir, börn Eiríks eru Ásta Björk og Ásgeir, Sigrún á einnig tvö börn; Erla skrif- stofumaður, f. 31.10. 1959, gift Eggerti T. Helgasyni, börn þeirra eru Kristófer og Dagný Eva; Svanhvít bankastarfsmaður, f. 14.9. 1962, gift Alberti Klem- Elsku pabbi minn. Stundin er runnin upp, sú stund sem ég held að þú hafir verið farinn að bíða eftir. Þú varst orðinn þreyttur og lífsdagbók þín var búin. Þú áttir gott líf í gegn- um tíðina þó svo að auðvitað gengju á skin og skúrir í þínu lífi eins og ann- arra. Erfiðasta þrautin þín held ég að hafi verið umferðarslysið sem þú lentir í 1992 sem þú náðir þér aldrei af að fullu. Þegar horft er til baka sé ég að ég hef verið svo heppin að eiga þig, pabbi, og langar mig til að þakka þá tryggu og góðu samleið sem við feng- um. Pabbi kenndi mér svo margt um lífið, lífsviðhorf og réttlætiskennd og dugnaður var sterkur þáttur í lífi hans. Alltaf var pabbi boðinn og bú- inn að hjálpa og styðja aðra. Hann hlífði sér ekki. Þar sem pabbi var leigubílstjóri var vinnutími hans að- allegar næturnar enda var hann mik- ill næturmaður. Ég minnist þess einu sinni að hann málaði herbergi mitt eina nóttina, ég steinsvaf, hann færði rúmið frá veggnum, málaði og ég vaknaði í nýmáluðu herbergi, ótrú- legt, en þarna er pabba best lýst. Hann vann í hljóði og gerði hlutina sjálfur. Einnig minnist ég þess þegar hægri umferð var komið á, þá kom pabbi heim úr vinnunni undir morg- un og tók okkur öll í bíltúr eld- snemma, það var skemmtileg upplif- un að keyra „öfugum“ megin þennan morgun. Pabbi fékk ósk sína uppfyllta að geta verið heima alla sína tíð og þurfa ekki að fara inn á stofnun, en það gat hann ekki hugsað sér, ef frá er tekinn sá tími sem hann lá inni á spítala síð- ustu vikurnar. Þessi ósk hans hefði ekki orðið að veruleika ef mömmu hefði ekki notið við. Hún hugsaði svo vel um hann og sá til þess að hann gat verið heima og verður henni það seint þakkað. Elsku mamma, takk fyrir alla þá aðhlynningu og tryggð sem þú veittir pabba. Ég gæti endalaust haldið áfram því minningarnar eru margar en læt hér staðar numið, allar hinar geymi ég í hjarta mínu. Ég á eftir að sakna þín. Jólin verða skrítin hjá okkur á Huldubrautinni þar sem þú verður ekki við jólaborðið en ég veit að þú verður með okkur eins og þú hefur alltaf verið. Vertu sæll, elsku besti pabbi, hvíl þú í friði. Við Albert, Björgheiður El- ísabet og Haukur þökkum ykkur mömmu allt sem þið gerðuð fyrir og með okkur. Elsku mamma, megi al- góður Guð styrkja okkur öll í sorg- inni og varðveita minningu pabba. Minning hans er yndisleg. Þín einlæga dóttir, Svanhvít. Mig langar til að minnast í nokkr- um orðum tengdaföður míns, Sverris Guðmundssonar, sem lést á Land- spítalanum í Fossvogi að morgni sunnudagsins 27. júlí sl., í faðmi eig- inkonu sinnar og barna. Ég kveð Sverri með sárum trega og harmi í hjarta eftir áralöng kynni. Eitt er víst að líf sem kviknar mun síðar deyja. Kynni okkar Sverris hófust árið 1980, þegar ég og Sigríður, elsta dóttir hans, byrjuðum saman. Sverr- ir og Björgheiður eiginkona hans tóku mér strax opnum örmum, enda hefur samband fjölskyldu minnar við þau verið mjög gott. Sverrir stundaði leigubifreiðaakst- ur í Reykjavík í meira en hálfa öld, lengst af með númerið R-1985 á bif- reiðum sínum. Númerið er reyndar enn á götum borgarinnar á bifreið Eiríks, sonar Sverris. Það kom mér mjög á óvart hvað hann stundaði aksturinn af miklum krafti. Hann var lánsamur bifreiðarstjóri. Árið 1992 lenti Sverrir í mjög alvarlegu bílslysi og var um tíma vart hugað líf. Hann ók yfir gatnamót á grænu ljósi, þegar ungur maður ók í sama mund þvert fyrir hann á rauðu ljósi. Þegar Sverr- ir fór í þessa örlagaríku ferð vildi svo einkennilega til, að Eiríkur sonur hans var fyrsti bíll í röð leigubifreiða í miðbæ Reykjavíkur. Þá koma ungir piltar til að taka leigubíl. Þeir ganga framhjá fremstu fjórum bílunum, með ungum bílstjórum á fínum bíl- um, en taka þann fimmta í röðinni sem var tengdapabbi á venjulegri Nissanbifreið. Sverrir var nýbúinn að skila piltunum heim þegar hann lenti í slysinu. Hvers vegna piltarnir völdu Sverri en ekki Eirík eða ein- hvern hinna sem á undan voru er mér hulin ráðgáta. Yfirleitt keyrði Sverr- ir á næturnar og fram á morgun. Var það kannski tilviljun að hann sofnaði svefninum langa á sunnudagsmorgni rúmlega níu, rétt eins og eftir venju- lega vinnuhelgi? Núna var ekki stutt- um túr lokið, heldur löngum sem náði yfir tæp 86 ár. Eftir slysið átti Sverrir undir högg að sækja með heilsufar sitt. Hann gat ekki gert sömu hluti og áður. Ég er þess fullviss að ef hann hefði ekki verið eins þrjóskur og raun ber vitni, þá hefði hann ekki fengið ellefu ára framlengingu á lífi sínu. Þrátt fyrir erfið veikindi heyrði ég hann aldrei kvarta. Tengdafaðir minn var hamingju- samur, mikill fjölskyldumaður og já- kvætt hugsandi. Hann gerði sér fulla grein fyrir í hvað stefndi. Fjölskylda hans var alltaf í fyrsta sæti. Hann hugsaði vel um börnin sín og studdi þau vel til mennta. Lengst af bjó Sverrir á Freyju- götu 5 Reykjavík. Á heimili þeirra hjóna var mjög gestkvæmt. Skyld- mennum utan af landi þótti gott að gista hjá þeim. Vinir og ættingjar litu oft inn í kaffi, enda staðsetningin góð. Vel var tekið á móti fólki og einnig var Sverrir alltaf boðinn og búinn til að skutla fólki um borgina og nær- sveitir. Margar fjölskyldur hafa byrj- að sín fyrstu búskaparár á neðri hæð Freyjugötunnar. Áhugamál Sverris voru ekki mörg utan vinnunnar og fjölskyldunnar. Hann hafði mikla unun af dansi, sem hann stundaði í áratugi á sunnudags- kvöldum. Yfirleitt var hann fyrsti maðurinn á dansgólfið og dansaði manna mest, ólíkt tengdasyni sínum. Sverrir tók sín síðustu dansspor fyrir tveimur vikum, við starfsstúlku á Landspítalanum í Fossvogi. Henni kom á óvart að hann hélt takti og að sporin voru rétt. Þegar leiðir skilja um sinn, og tengdafaðir minn er kominn yfir landamærin til horfinna ástvina, vil ég þakka honum innilega fyrir alla hans umhyggju og ástúð sem hann hefur sýnt eiginkonu minni, mér, börnum mínum og öðrum ástvinum. Mér þótti vænt um að ferðast með þeim hjónum til Amsterdam og Mall- orca á sínum tíma. Í meira en áratug hafa fjölskyldur okkar komið saman um verslunarmannahelgar í sum- arbústaðnum. Um næstu helgi kom- um við saman án þín í fyrsta sinn, en þú munt eflaust fylgjast með úr fjarska. Ég vil sérstaklega þakka starfs- fólki á deild A-7 á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi fyrir frá- bæra umönnum og hlýju í garð Sverris undanfarnar vikur. Þar er greinilega hæft og gott starfsfólk. Kæra Björgheiður, börn og fjöl- skyldur. Guð gefi ykkur styrk í sorg- inni. Blessuð sé minning Sverris. Hlöðver Örn Rafnsson. Ég kynntist Sverri fyrir meira en tuttugu árum þegar ég hóf að aka leigubíl á Hreyfli. Sverrir var mjög iðinn leigubílstjóri svo ekki sé meira sagt. Hann ók leigubíl á næturnar eins og við ungu mennirnir og sló flestum við í dugnaði. Hann var líka ósérhlífinn, neitaði aldrei ferðum. Sumir farþegar voru erfiðari en aðrir í næturakstrinum eins og gengur en aldrei heyrði ég af því að Sverrir lenti í vandræðum með farþega. Það sýnir betur en flest annað hversu mikill fagmaður Sverrir var sem leigubíl- stjóri. Hann var líka einstaklega vel liðinn af samstarfsfélögum og það vakti líka athygli hversu mikils trún- aðar hann gætti bæði gagnvart far- þegum sínum og samstarfsfélögum. Það var ekki aðeins dugnaðurinn sem einkenndi Sverri heldur einnig lífsgleðin. Hann lét sig aldrei vanta á skemmtanir hjá Hreyfli öll þau 50 ár sem hann ók á stöðinni, þar var hann alltaf mættur ásamt konu sinni. Frami, félag leigubílstjóra, bauð fé- lagsmönnum sínum, 70 ára og eldri, í ferðalag einn sunnudag fyrir 14 ár- um. Sverrir var þar mættur kl. 8 um morguninn eins og hann gerði alltaf þegar slíkt stóð til. Það sem var merkilegt var að hann var búinn að aka leigubíl alla nóttina og var eld- hress í ferðalaginu fram á kvöld. Hann var líka mikill fjöskyldumað- ur, því kynntist ég síðar, þegar ég varð svo heppinn að verða tengda- sonur hans þegar ég kynntist yngstu dóttur hans. Eitt sinn fyrir mörgum árum, þegar vel viðraði, fór Sverrir með fjölskyldu sína upp í Heiðmörk, hjálpaði þeim að tjalda og fór síðan PÁLL SVERRIR GUÐMUNDSSON ✝ Anna Ólafía Jak-obsdóttir fæddist 27. maí 1910 á Bjarnastöðum á Álftanesi. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði laugardaginn 19. júlí síðastliðinn. Foreldrar Önnu voru Jakob Sig- björnsson og Ingi- björg Einarsdóttir. Anna var elst sex systra, síðan kom Rósa Jakobsdóttir, Lillý Ágústsdóttir, Hulda Ágústsdóttir, Hjördís Ágústsdóttir og Unnur Ágústsdóttir. Maður Önnu var Engiljón Sig- urjónsson loft- skeytamaður, d. 1972. Dóttir þeirra er Kristín Engil- jónsdóttir, f. 21. október 1943. Anna og Engiljón voru fyrstu búskap- arár sín á Vestur- braut 20 í Hafnar- firði og byggðu síðan Norðurbraut 25 í Hafnarfirði þar sem þau bjuggu þar til Anna fluttist á Hrafnistu í Hafnar- firði árið 1999. Útför Önnu fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það er föstudagur og glampandi sól og við sitjum úti með ömmu Lóu eins og við gerðum oft á Norður- brautinni. Hún var svo glöð og ánægð að hafa okkur hjá sér. Laug- ardagur rennur upp og við komum aftur til hennar til að athuga hvernig henni líður í nýja herberginu sínu og hvort hana vantar eitthvað. Hún er sátt og ánægð og þiggur kók. Við erum hjá henni þar til há- degismaturinn kemur og kveðjum hana með bros á vör. Seinna um dag- inn kveður hún okkur öll. Amma Lóa var svo rík, hún var auðugusta kona sem hægt var að hugsa sér. Auðlind hennar var góðmennska. Aldrei gat hún unað því ef einhver átti erfitt, það varð að rétta hjálpar- hönd og það strax, ekki á morgun. Það skipti ekki máli hvort um skyld- menni eða aðra var að ræða. Alltaf kom hún færandi hendi þar sem veikindi eða annað bjátaði á og sýndi væntumþykju og bauð aðstoð. Það lifir í minningunni, þegar Bosníu-stríðið stóð sem hæst og sak- laust flóttafólk var sýnt í sjónvarp- inu fótgangandi á leið yfir fjöllin. Þar voru börn berfætt vaðandi í aur og snjó. Þetta gat amma Lóa ekki horft upp á og var maður sendur út í búð að kaupa tvenn stígvél, ein fyrir stelpu og ein fyrir strák. Hún pakk- aði þeim inn og sendi mig með þau á næsta söfnunarstað vegna stríðsins. Þannig var hún amma. Að hafa haft þau hlunnindi að fá að umgangast og eiga hana ömmu Lóu, þann viskubrunn og kærleik sem hún bar, aðeins í 37 ár af hennar 93 árum hefur gert okkur svo rík að auðmenn nær og fjær falla í skugga yfir þeim fjársjóðum sem hún gaf okkur því að það fæst ekki fyrir pen- inga. Ég þekki gildi vináttunnar. Hver vildi lifa án hennar? Hún er ágæt í meðbyr, ómetanleg í mótbyr. (Jos. Von Görres.) Amma Kristín, við erum hjá þér. Hörður og fjölskylda. Kæra Lóa frænka. Meðan þú bjóst í húsinu þínu á Norðurbraut 25 í Hafnarfirði fannst mér þú alltaf vera drottning í hárri höll. Þið systurnar, þú og Rósa voruð framúrskarandi gestrisnar og sótti skylduliðið mikið til ykkar, bæði úr Hafnarfirði og Reykjavík. Kræsing- ar voru alltaf á borðum hjá ykkur, á hvaða tíma sem maður birtist. Lóa mín, ég vil láta þakklæti mitt í ljós við þig fyrir allt hið góða, mér og mínum til handa. Þú heklaðir fallega kjóla og smekki á dætur mínar og prjónaðir sokkaplögg á synina. Þetta kom sér vel. Þú slepptir aldrei verki úr hendi og lifðir fyrir að gleðja aðra. Eitt vil ég sérstaklega minnast á, sem aldrei verður fullþakkað, nema þá með því að hugsa fallega til ykkar. Það voru veikindi hjá Bínu systur í Bandaríkjunum. Hún bað mig að koma til sín, ef ég gæti, og vera hjá sér dálítinn tíma. Ég taldi það óhugsandi. Þið systurnar fréttuð þetta og sögðuð strax. ,,Þú ferð til Bínu. Við systurnar skiptumst á að hafa Sólveigu.“ Ég fór út og Sólveig var í besta yfirlæti hjá ykkur og hin börnin voru í sveit. Sjá, hve færist yfir húmsins hönd svo að hljóðna fer um sæ og lönd, meðan sól til viðar sígur hljótt. Sofðu rótt, sofðu rótt. Standi allar góðar vættir vörð færi veikum styrk og frið á jörð. Megi Guð á hæðum gefa drótt góða nótt, góða nótt. (Jóhannes Benjamínsson.) Að lokum votta ég fjölskyldu þinni samúð mína. Borghildur. Ég sakna þess að geta ekki heim- sótt Lóu frænku framar. Alltaf var jafnskemmtilegt að hitta hana, hvort sem var í „gamla daga“ hjá fjölskyld- unni á Vesturbraut 20 eða síðar á heimili hennar og manns hennar, Engiljóns heitins, og indællar dóttur þeirra, Kristínar. Fyrstu ferðir mínar í Hafnarfjörð voru í fylgd móður minnar eða ömmu og var ferðast í bílum frá Steindóri. Amma mín, Steinunn Jakobína, var einnig amma þeirra systra Lóu og Rósu og reyndar allra systranna á Vesturbrautinni. Oft dvöldum við amma í nokkra daga í góðu yfirlæti hjá þeim hjónum Ingibjörgu og Ágústi og „stelpun- um“. Það voru skemmtilegir tímar. Síðar byggðu Lóa og Engiljón fal- legt hús á Norðurbraut 25. Lóa ræktaði fallegan garð við húsið. Enn fremur minnist ég þess, að mikill gestagangur var hjá þeim hjónum. Margir dvöldu lengi undir þeirra þaki, má segja undir þeirra verndarvæng. Þar var ekki í kot vís- að. Gunnari manni mínum varð að orði: „Ég sakna Lóu frænku þinnar,“ og það gerum við öll. Lóa var skemmtileg og góð allt fram á síð- asta dag. Við samhryggjumst Kristínu, manni hennar og börnum. Þau voru líf og yndi Lóu. Enn fremur sam- hryggjumst við kærum systrum hennar, Guðlaugu og Unni, og fjöl- skyldum þeirra. Guðmunda Petersen. Nú hefur Lóa frænka mín, eins og hún var alltaf kölluð, hlotið hvíldina. Ég er þakklát fyrir að hafa getað heimsótt hana á 93 ára afmælisdag- inn í maí sl. en það urðu okkar síð- ustu fundir. Hún eltist með reisn. Lóa var mér afar hjartkær frá dögum bernsku minnar og minning- arnar streyma fram. Það hefur verið sumarið sem ég varð sex ára, að ég var fyrst „send“ ein í Hafnarfjarðar- rútuna. Ferðinni var heitið til helg- ANNA ÓLAFÍA JAKOBSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.