Morgunblaðið - 31.07.2003, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 31.07.2003, Qupperneq 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 37 listarlífið í landinu og upprennandi kynslóðir menntafólks eiga eftir að njóta góðs af. Mín fyrstu kynni af Halldóri tengdust rannsóknum mínum á tón- list Jóns Leifs. Sem unglingur kom Halldór á ferðum sínum til Vínar- borgar á heimili Jóns og Anníar í Þýskalandi. Hann þekkti þau bæði hjónin af því einstaka innsæi sem eingöngu næmum unglingi er gefið. Sérstaklega heillaðist Halldór af Annie og var hann henni og Snót dóttur hennar mikil hjálparhella eft- ir að þær mæðgur fluttust síðar til Íslands. Frásagnir Halldórs, hvort sem var af íslensku tónlistarfólki í útlöndum eða af stórstjörnum leik- húsanna í Evrópu og vestanhafs, leiftruðu af kímni og gleði og lýstu skarpleika hans á það smágerða í fasi manna og öllum tilburðum. Með þessu sagði hann oft stærri sögu en ef hann hefði aðeins haldið sig við stærstu drætti. Fyrst og fremst andaði þó Halldór í frásagnir sínar einhverri þeirri góðvild sem fékk mann burtséð frá efninu til að sjá þetta fólk og allar kringumstæður í nýju ljósi. Síðar kynntumst við Halldór nán- ar þegar Árni Tómas leiddi okkur saman til að ræða hugmyndir um hvernig ætti að koma fyrir hinu stórkostlega plötusafni Halldórs eft- ir hans dag. Hann sagði mér þá frá æskuárum sínum og uppvexti, fóstru sinni sem hann unni umfram alla aðra, ýmsu samferðarfólki, sýning- um og hljómleikum og stórbrotnu listafólki. Umfram allt talaði hann þó um tónlistina: hvað hún er, hvað hún skapar, og hvað hún gefur. Tón- listin opnar dularheima hins innri manns og í henni fær hann útrás fyr- ir þær margbreytilegu kenndir sem í honum búa. Hver sá sem hlustaði á Halldór tala um tónlistina fór með hlýju í brjósti af þeim fundi. Kæri Halldór. Ég þakka þér þá vináttu sem þú hefur sýnt mér og fyrir hönd Listaháskólans þakka ég þér það traust sem þú sýnir skólanum og æsku landsins med þinni höfðing- legu gjöf. Blessuð veri þín góða minning. Hjálmar H. Ragnarsson. Halli frændi er allur og eflaust hvíldinni feginn. Margs er að minn- ast. Ungum pilti fannst Laufásvegur 24 afar spennandi og alltaf var mikið tilhlökkunarefni að heimsækja Halla frænda. Þar voru ýmis skringileg tól og tæki, sum hver augljóslega ætluð til lækninga en önnur voru mér al- gjörlega framandi. Þar var aldrað pálmatré í potti og postulínsköttur í hillu. Þar voru einnig staflar af plöt- um og rykfallnar bækur í röðum. Bækur þessar voru þegar enginn sá til teknar fram og í þeim blaðað. Flestar voru þéttskrifaðar á fram- andi tungumálum sem vart staut- færum snáðanum var ómögulegt að lesa. Inni á milli voru þó myndir, af kaunum slegnum sjúklingum og hin- um ýmsu líffærum. Það var sannar- lega enginn staður í veröldinni meira heillandi en Laufásvegurinn og þolinmæði Halla gagnvart pott- orminum var algerlega óþrjótandi. Síðan liðu mörg ár og ekki sá ég hann Halla að neinu ráði. Að loknu stúdentsprófi þegar tími var kominn til að hleypa heimdrag- anum fékk ég inni í norðurenda óð- alsins á Laufásveginum um nokkurt skeið. Eftir að inn var flutt leið þar mánuður og annar en engir bárust mér reikningarnir nema fyrir síman- um. Knúði ég loks dyra hjá Halla og spurði hvort ekki væru þar ógreidd- ir reikningar mér ætlaðir. Svarið var skýrt. „Þetta er stórt hús sem hvort eð er þarf að kynda og lýsa upp. Borga þú bara símreikninginn þinn og ég sé um hitt.“ Afar dæmigert fyrir Halla. Svo leið tíminn og ég flutti burt. Þegar komið var að loka- prófum í háskólanum fékk ég á ný inni hjá Halla en nú til próflestrar. Hvað varðar lestrarafköst þá var þetta sennilega miður góð ákvörðun þegar litið er til baka. Í stað þess að sitja yfir bókunum stakk ég mér til sunds í þeim hafsjó geisladiska sem þar var að finna. Langar samræður átti ég einnig við frænda um allt milli himins og jarðar, minnst þó um læknisfræði. Yfir kaffi í eldhúsinu á Laufásveginum flugu klukkustund- irnar hjá. Einhvern veginn blessað- ist þetta allt saman og náði ég próf- um, margfróðari og að ég held betri maður. Fleiri ár liðu og smám sam- an dró af Halla frænda. Ekki dró þó úr frásagnargleðinni eða hárbeittum húmornum. Merkilegast þótti mér að allan þann tíma sem við spjöll- uðum um heima og geima skyldi hann aldrei hallmæla einum né nein- um. Mættu aðrir taka sér það til fyrirmyndar. Síðustu þrjú árin sá ég hann ekki nema þá sjaldan að ég var í fríi heima á Íslandi og andlátsfregnin barst mér svo til Bandaríkjanna um daginn. Ekki á ég þess kost að fylgja honum síðustu skrefin heldur læt ég mér nægja að setjast niður, setja plötu á fóninn og láta hugann reika um síðastliðin þrjátíu ár. Væri ég hér í þessum sporum hefði Halla frænda ekki notið við? Þorvarður Ragnar Hálfdanarson. Þegar vinir kveðja hinsta sinni staldrar maður við og lítur yfir far- inn veg. Leiðir okkar Halldórs lágu á stundum saman á þessum vegi. Mín fyrsta bernskuminning um Halldór er þegar hann bjargaði lífi mínu, en ég var hætt komin og mátti ekki tæpara standa. Halldór fann meinið og með hans hjálp og almættisins gekk ég áfram þennan veg og naut samfylgdar og kynna af honum. Hann var af þeirri kynslóð sem ég óneitanlega leit upp til og virti, vinur foreldra minna og venslaður inn í fjölskyldu okkar. Í hann var auðvelt að sækja mannauð og visku. Hann var djúpt hugsandi maður með gullið hjarta- lag, rólegur í fasi og yfirvegaður. Viðmótið var hlýtt. Tónlistin skipaði stóran sess í lífi hans. Hann kom oft á æskuheimili mitt, leit til með okkur systkinunum eða til að njóta tónlistarinnar, en hann eins og foreldrar mínir átti mikið og merkilegt hljómplötusafn. Þá var rætt um alla þætti tónlistar- innar. Við andlát föður míns, Gunn- ars H. Blöndal, kom Halldór til að samhryggjast móður minni, Ingunni Guðmundsdóttur, og hafði meðferðis geisladisk sem hann færði henni í stað blóma. Tónlistina hafði hann valið sérstaklega með tónlistar- smekk föður míns í huga. Móður minni þótti sérstaklega vænt um Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Við þökkum sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, lang- afa, bróður og mágs, HARÐAR ÓLAFSSONAR, Kveldúlfsgötu 6, Borgarnesi. Einnig þökkum við starfsfólki A-deildar Sjúkra- húss Akraness og Heilsugæslunnar í Borgar- nesi fyrir umönnun hans. Guð blessi ykkur öll. Guðrún María Harðardóttir, Sigmundur Halldórsson, Hilmar Harðarson, Kristín Pétursdóttir, afabörn og langafabörn, Helgi Jónas Ólafsson, Eyrún Kristjánsdóttir. Hjartans þakkir til hinna fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug og heiðruðu minningu ástkærrar móður okkar, tengda- móður og ömmu, KARLOTTU EINARSDÓTTUR, Hrafnistu, áður Lækjargötu 10, Hafnarfirði. Guð veri með ykkur öllum. Guðbjörg Guðjónsdóttir, Helga Guðjónsdóttir, Birgir Jónsson, Halldór Guðjónsson, Sigríður G. Baldursdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, GUNNAR HELGI BENÓNÝSSON, lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi þriðju- daginn 29. júlí. Bergljót Óskarsdóttir og börn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KRISTJÁN PÉTUR INGIMUNDARSON blikksmíðameistari, Suðurtúni 29, Bessastaðahreppi, sem lést laugardaginn 26. júlí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju mið- vikudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Jóhanna Margrét Axelsdóttir, Sævar Kristjánsson, Sigurbjörg Vilmundardóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Úlfar Albertsson, Pétur Kristjánsson, Inga Rós Skúladóttir, Guðmunda Kristjánsdóttir, Sigurður Már Andrésson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐLAUG STEFÁNSDÓTTIR frá Siglufirði, verður jarðsungin frá Útskálakirkju, Garði, föstudaginn 1. ágúst kl. 14.00. Jón Kr. Jónsson, Herdís Ellertsdóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Guðmundur Frímannsson, Hjalti Guðmundsson, Erla María Andrésdóttir, Kolbrún Guðmundsdóttir, Gunnar Hersir, Kristín Erla Guðmundsdóttir, Sigurður Ingvarsson, Svandís Guðmundsdóttir, Helgi Gamalíelsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Móðir mín, RAGNA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Gilsstöðum, Mýrarbraut 23, Blönduósi, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn 2. ágúst kl. 14.00. Hjörleifur Júlíusson. Konan mín og móðir, GUÐRÚN ERLENDSDÓTTIR, Borgarhrauni 4, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnuda- ginn 27. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Hjalti Jónsson og Kristín Hjaltadóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GEIRS JÓELSSONAR kaupmanns, Fjarðargötu 19, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu Hafnarfirði fyrir hlýju og góða umönnun. Lóa Bjarnadóttir, Margrét Geirsdóttir, Sigurður Bjarnason, Bjarni Geirsson, Guðrún Sverrisdóttir, Ingvar Geirsson, Gyða Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Okkar ástkæra, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Huldubraut 23, Kópavogi, lést þriðjudaginn 29. júlí. Verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðju- daginn 5. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð (s. 560 4100). Snorri Karlsson, Agla Snorradóttir, Friðrik Sigurjónsson, Sigrún Snorradóttir, Gunnar Ásgeirsson, Snorri Freyr Ásgeirsson, Freydís Halla Friðriksdóttir, Freyja Hrönn Friðriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.