Morgunblaðið - 31.07.2003, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 31.07.2003, Qupperneq 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ástráður JónSigursteindórs- son fæddist í Reykjavík 10. júní árið 1915. Hann lést 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Sigursteindór Eiríksson verkamað- ur, f. 5. júlí 1886, d. 12. ágúst 1958, og Sigríður Jónsdóttir, f. 20. júní 1878, d. 14. júlí 1969, bæði ættuð úr Rangár- þingi. Ástráður átti einn bróður, Bjarna, f. 11. okt. 1917, d. 30. apr. 2002. Ástráður kvæntist 12. júní árið 1943 Ingibjörgu Halldóru Jóels- dóttur. Hún er dóttir Jóels Fr. Ingvarssonar, skósmíðameistara í Hafnarfirði, f. 3. nóv. 1889, d. 9. jún. 1975, og k.h. Valgerðar Erlendsdóttur, f. 17. sept. 1894, d. 8. apríl 1986. Börn Ástráðs og Ingibjargar eru: 1) Valgeir sóknarprestur, f. 6. júlí 1944. Hann var kvæntur Aðalheiði Hjartardóttur, f. 19. ágúst 1947, d. 10. jan. 1997. Kona hans er Emilía B. Möller, f. 20. apríl 1950. 2) Sigurður rekstrarstjóri, f. 11. des.1945. Kona hans er Guðný Bjarnadótt- ir, f. 12. maí 1950. 3) Herdís hjúkrunarfræðingur, f. 10. júl. 1953. Hún er gift Þorvaldi Sig- urðssyni. Barnabörn Ástráðs og Ingibjargar eru átta og barna- barnabörnin níu. Ástráður varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík ár- ið 1935 og guðfræðingur frá Há- skóla Íslands árið 1939. Hann sótti víða nám síðar, bæði hér heima og erlendis. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri KFUM og hóf snemma kennslustörf. Hann var skóla- stjóri Gagnfræða- skólans við Vonar- stræti 1955–1963 og skólastjóri Réttar- holtsskólans 1963– 1981. Hann var starfsmaður Hins ís- lenska biblíufélags frá 1981–1996. Hann sat í stjórn Skólastjórafélags Reykjavíkur og var lengi prófdómari við Kennaraháskóla Íslands. Ástráður var ritstjóri barna- blaðsins Ljósberinn og einnig um skeið meðritstjóri Bjarma. Ástráður var virkur í fé- lagsmálum og beitti sér mjög að málefnum kristni og kirkju. Hann var formaður Skógar- manna KFUM. Hann var for- stöðumaður sunnudagaskóla KFUM um áratugaskeið, einn af stofnendum Kristilegs stúdenta- félags og stjórnarmaður þar um árabil. Hann var lengi í stjórn KFUM í Reykjavík og var fyrsti formaður Landssambands KFUM og KFUK, einn af stofn- endum og stjórnendum Bóka- gerðarinnar Lilju. Hann var í sóknarnefnd Laugarneskirkju um áratugaskeið og var lengi í stjórn Hins íslenska biblíufélags. Ástráður átti sæti á Kirkjuþingi. Eftir hann liggja ritstörf og greinar. Hann var kunnur fyrir- lesari, bæði hér heima og er- lendis. Hann var sæmdur heið- ursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að kristin- dómsmálum og æskulýðs- störfum. Útför Ástráðs verður gerð frá Seljakirkju í dag og hefst hún klukkan 13.30. Höfðingi er genginn. Ástráður Sigursteindórsson tengdafaðir minn var einn af þeim mönnum sem hafa markað djúp spor meðal samferða- manna sinna. Ekki vissi ég að Ástráður yrði slíkur áhrifavaldur í lífi mínu þegar við kynntumst fyrst. Ég var nem- andi í Réttarholtsskóla þar sem Ástráður var skólastjóri. Smá- prakkarastrik leiddu til þess að ég var kallaður á „teppið“, en þar var mér mætt með ákveðni en mýkt. Langt er liðið síðan og margt sem ég hef fyrir að þakka. Einnig hafði ég hlustað á hann á fundum í KFUM og í Vatnaskógi. Af mörgum minningum er að taka á þeim langa tíma frá því við kynntumst. Ég er þakklátur fyrir hvað mér var vel tekið þegar ég fór að koma í Sigtúnið að heimsækja heimasætuna. Fljótt fann ég mig sem einn af fjölskyldunni og skynj- aði þá hlýju og umhyggju sem í því fólst. Þegar við Herdís dóttir hans stofnuðum heimili áttum við alltaf stuðning og hjálp þegar á þurfti að halda og rík eru börnin okkar að hafa fengið að alast upp undir áhrifum hans. Tengdafaðir minn var lærisveinn Krists bæði í orði og verki. Hann var líka mikill verkmaður og gerði bókstaflega allt sem hugs- ast gat. Hann átti fallegan garð sem hann lagði mikla rækt við og hlúði vel að húsi sínu og heimili. Við nutum oft góðs af verkum hans. Þegar við fluttum í húsið okk- ar og fórum í smáfrí, höfðu hann og Ingibjörg gert sér lítið fyrir og málað það sem eftir var að mála í húsinu. Og oft þegar við komum heim var búið að taka garðinn í gegn. Það sem tengdi okkur einnig sterkum böndum var starfið í KFUM. Á árum áður var hann stjórnarmeðlimur þar og ég síðar. Hann tjáði mér oft hversu þakk- látur hann væri að ég vildi starfa í KFUM og fylgdist vel með, spurði og gaf mér ráð. Það var mér afar dýrmætt. Mér hlotnaðist einnig sú reynsla að fá að starfa með honum í barna- starfi. Þá var hann orðinn 80 ára. Aðstæður voru þannig að ekki fékkst mannskapur til að reka áhugasama deild og ekkert til ráða nema leggja hana niður. Hann hvatti mig til forystu og í þrjú ár var hann með og miðlaði af reynslu og flutti drengjunum boðskap Jesú Krists á ógleymanlegan hátt. Líf hans var mótað af lífsskoð- unum hans. Þess nutu allir sam- ferðamenn hans og ekki síst barna- börnin sem hann sýndi mikla umhyggju og hlýju. Það eru ótal myndir í fjölskyldualbúminu þar sem afi situr með barnabarn í fang- inu og les og þá oftast Biblíusögur. Þegar hann gamall maður, þrotinn að kröftum, tók á móti heimsóknum bað hann gjarnan um að lesið yrði fyrir sig úr orði Guðs og gott var að fá að taka þátt í bænum hans. Ég þakka honum samfylgdina og bið Guð að styrkja Ingibjörgu, tengda- móður mína. Þorvaldur Sigurðsson. Fyrstu minningar mínar um afa minn eru þegar ég sat í fanginu á honum í Sigtúninu og hann las fyrir mig Biblíusögur. Oftar en ekki fór ég líka með afa út að vinna í garð- inum. Mér fannst svo skemmtilegt að vera með honum í garðinum, þó að það hafi eflaust lítil sem engin hjálp verið í mér. Garðurinn í Sig- túninu var líka alltaf svo fallegur, afi hafði svo gaman af því að hafa hann fallegan. Svo þegar ég varð eldri fór ég að fara í dönskutíma hjá afa í Hæðar- garðinum einu sinni í viku. Þá hjálpaði hann mér með heimavinn- una mína. Það var líka alltaf hægt að leita til hans með alla heima- vinnu, hann var alltaf meira en tilbúinn að hjálpa manni. Það var alveg sama hvað maður vildi fræð- ast um, aldrei kom maður að tóm- um kofunum hjá afa. Hann gat frætt mann um nánast allt. Það var svo gott að vera nálægt afa. Ég hef aldrei kynnst þolinmóð- ari manni. Það var alveg sama hvað maður gerði, hann æsti sig aldrei. Hann gat verið mjög ákveðinn en alltaf á sinn rólega og yfirvegaða hátt. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að eiga hann fyrir afa. Hann var besti afi sem hægt er að hugsa sér. Mig langar að ljúka orðum mínum á orðum sem afi kenndi mér að treysta: Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. (Jóh. 3.16.) Í því trausti kveð ég afa minn og hlakka til endurfunda við hann. Theódóra Þorvaldsdóttir. Elsku besti afi minn. Þú gafst mér svo mikið og kenndir mér svo margt. Þegar ég var yngri lastu fyrir okkur systkinin allar bækur sem til voru á heimilinu. Þegar ég byrjaði í skóla lastu með mér námsbækurn- ar. Ég gat alltaf treyst á þína hjálp við ritgerðasmíðar eða undirbúning fyrir próf. Þegar ég byrjaði að læra dönsku fór ég einu sinni í viku í dönskutíma í Hæðargarðinn, þar sem við fórum yfir námsefni vik- unnar áður en þú keyrðir mig í skólann. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu, mér leið allt- af svo vel hjá ykkur. Síðastliðið ár er mér sérstaklega minnisstætt. Þá lásum við saman í Biblíunni. Þú útskýrðir fyrir mér og leyfðir mér að spyrja. Mér fannst svo gott að spyrja þig vegna þess að þú hafðir svör við öllu og ég leit svo upp til þín. Þú skildir svo vel allar þessar spurningar mínar og sagðir mér frá því þegar þú varst að byrja í guðfræði og allar þessar sömu spurningar vöfðust fyrir þér. Þú sagðir mér frá því þegar þú öðl- aðist þína trúarfullvissu, hvernig Guð hefði gefið þér frið. Við end- uðum hverja heimsókn á því að biðja saman og þú baðst Guð að gefa mér þessa fullvissu og frið sem hann gaf þér fyrir öllum þessum ár- um. Mig langaði svo að finna æðru- leysið og auðmýktina sem ein- kenndi þig. Þú sagðir mér að ég myndi öðlast það með því að treysta Guði. Ég veit að þú ert kominn á miklu betri stað núna, farinn heim eins og þú orðaðir það. Ég bið Guð að vera með ömmu og hlakka til að hitta þig aftur seinna. Ég er glöð að fá að bera nafnið þitt. Takk fyrir allt, afi, þín Ástríður Elsa. „Ó, vef mig vængjum þínum til verndar, Jesú hér …,“ sungum við saman undir lok kvöldvökunnar í Gamla skálanum í Vatnaskógi. Í Skóginum áttum við saman margar dýrmætar stundir og mun fleiri vörðum við í að ræða málefni Vatnaskógar. Við komust gjarnan að því að þó svo að nær hálf öld skildu á milli þess sem við sátum í stjórn Skógarmanna þá voru við- fangsefnin oft áþekk. Þú og ástkær eftirlifandi eigin- kona þín, Ingibjörg, voruð virkir þátttakendur í starfi KFUM og KFUK en auk þess stofnuðuð þið ásamt móðurforeldrum mínum og fleiri vinum ykkar bæna- og kristni- boðshópinn Vorperluna. Ein af mín- um fyrstu kynnum af þér voru að hlýða á þig á samkomum þar sem ég fékk að upplifa þig í hlutverki ræðumanns og kennara þar sem þú fluttir boðskapinn af þínum ein- staka sannfæringarkrafti. Ég var síðar svo lánsamur, eftir að ég kynntist og giftist henni Ingibjörgu sonardóttur þinni, að kynnast þér frekar og tengjast bæði fjölskyldu- og vinarböndum. Eitt af því sem ÁSTRÁÐUR JÓN SIGURSTEIN- DÓRSSON þann hug og hlýju sem lá að baki þessari gjöf. Halldóri varð ekki barna auðið, en hann sagði mér að öll börnin sem hann annaðist á læknisferli sínum væru börnin sín. Mér þótti mjög vænt um þau orð, því ég var eitt af þessum börnum. Halldór var sjálfur mikið veikur á æskuárum sínum. Hann lá lengi rúmfastur, en að eigin sögn mótuðu þessi veikindi hann mjög og hafa án efa gefið honum sérstakan skilning á heimi þeirra barna er hann annaðist seinna á ævinni. Hann sagði mér frá því nýlega að móðuramma mín, Áslaug Þórðar- dóttir, forstöðukona Baðhúss Reykjavíkur, hefði þá komið reglu- lega til sín og lesið fyrir sig og þar með stytt sér stundirnar. Þessi hlýja minning snart mig djúpt. Allir þeir eiginleikar sem prýddu hann og gerðu hann að þeim manni, sem hann var, hverfa að vísu með honum, en hljóma volduga í sálum þeirra sem þekktu hann og munu án efa berast frá kynslóð til kynslóðar. Við stöndum eftir fátækari en fyrr að Halldóri gengnum. Söknuður og eftirsjá fyllir hjarta okkar. Ég þakka vináttu og samfylgd við látinn vin, þakka honum allt sem hann var mér og bið Guð að blessa minningu hans og verkin hans. Við Björg vottum ástvinum inni- lega samúð. Áslaug Blöndal. Sumt finnst manni alltaf hafa ver- ið þarna; grasið, Keilir, lóurnar, Esj- an, og svo Halli niðri á Laufásvegi. Við þurftum ekki að sjást á hverjum degi, en við vissum þó undir niðri vel hvort af öðru bardúsandi við hitt eða þetta í lífsbaráttuni. Stundum skemmtilegt, stundum miður skemmtilegt eins og mannlífið yf- irleitt er. Ég vissi það af langri reynslu, að betri og traustari vin var ekki hægt að hugsa sér en Halla. Hann var klettur og alltaf til taks hvort heldur var að degi eða nóttu. Um allt var hægt að spyrja Halla, þótt hann hafi reyndar helst af öllu viljað svara manni um aðal hugðar- efni sitt, ljóðatónlistina. Eitt sinn hittumst við, ekki svo alls fyrir löngu, fyrir utan eins hversdagsleg- an stað og matarbúð og spurði ég hann rétt si svona út úr miðjum manninum, hvort hann myndi eftir hverjir hefðu sungið inn á plötu ljóð Mariönnu von Willemer „Til austan- vindsins“ og „Til vestanvindsins“ sem lengi vel voru eignuð Goethe. Jú, jú, Halli gat svarað því á auga- bragði og ekki nóg með það, heldur stóð hann hálftíma seinna heima í stofu hjá mér og spilaði fyrir mig snældu sem hann hafði tekið upp með lögum Mendelssohns og Schuberts. Þar söng vinkona hans Elly Ameling með aðstoð Rudolf Jansen annars vegar og Dalton Baldwins hins vegar. Það var nú eitt. Ekki voru það nú neinir smálaxar sem Halli umgekkst og þekkti. Það var alveg kapituli út af fyrir sig; Francis Poulanc, Gérard Souszay, Dalton Baldwin og Elly Ameling og margir fleiri. Lán er það að til skuli vera samtal við Halldór Hansen uppi í útvarpi þar sem hann segir frá þessum kunningjum sínum á svo látlausan hátt að það er alveg unun á að hlýða. Aldrei fjasaði hann sjálfur að fyrra bragði um þessi kynni. Mér er minnisstætt hversu ljúft Halli umgekkst konurnar í lífi sínu. Hina fínlegu móður sína, Stínu fóstru sína og systur sínar Ebbu og Rúnu. Hann hlúði að Ebbu eins og við- kvæmu blómi á meðan hún lifði og hjúkraði Stínu sinni fram á háan aldur af svo mikilli nærfærni að það situr sem meitluð mynd í sálinni. Á þessum tímamótum er margs að minnast og nokkuð handahófs- kennt hvað fyrst kemur upp í hug- ann. Jón, maðurinn minn, og Halli höfðu þekkst frá því þeir voru smá- pollar. Þeir gengu tveir einir saman í gegnum sinn einka barnaskóla og höfðu báðir sína listrænu drauma. Jón vildi út í tónlistina og Halli í leikmyndagerð. Annar fór sína beinu leið, hinn tók aðra stefnu og fór út í læknisfræði og sálgreiningu. Hans hlutverk varð að hlú að börn- um bæði í líkamlegum og sálarleg- um skilningi. En tónlistin var alla ævi hans kjölfesta. Vinátta Jóns og Halla var næstum sem samband bræðra. Hún var svo djúpstæð að ekkert þurfti um hana að tala, hún bara var þarna. „Ætlar þú ekki að kyssa mig líka,“ sagði Halli blíðlega við dóttur okkar á síðasta konsertinum sem hann komst á nú í vor. Þetta eru síðustu orðin sem ég heyrði hann segja í þessu lífi. Nú kveð ég hann og við öll fjölskyldan af innilegri væntum- þykju og óskum óbrigðulum vini vel- farnaðar á ókunnum slóðum. Solveig Jónsdóttir. Alltaf kom ég ríkari af fundi Hall- dórs Hansen á Laufásveginum. Það var eins og hann og stóri pálminn fyrir ofan hann yrðu að viskutré sem öllu var hægt að trúa fyrir, tré sem hafði séð veður bæði válynd og blíð og ekkert gat haggað stóískri ró þess. Undir slíkum verndarvæng var létt að láta gamminn geisa um það sem manni lá á hjarta. Svör Halldórs voru ávallt hafin yfir dægurþras, full af víðsýni, fordóma- leysi og hlýju. Að loknu spjalli hófst tónlistar- stundin. Halldór vissi best af öllum hvenær listin snertir titrandi streng í brjósti og innsýn opnast í öldugang sálarlífsins. Þannig opnaði hann margar undragáttir fyrir mér. Ég gleymi aldrei þegar hann spilaði fyrst fyrir mig kveðjutónleika Lotte Lehmann. Síðasta aukalagið var „Til tónlistarinnar“ eftir Schubert. Í lok lagsins, þar sem segir: Þú göfga list, ég þakka þér! örmagnaðist þessi yndislega söngkona í miðri setningu og tárin streymdu þögul fram. Um leið skynjaði maður hvernig salur- inn stóð á öndinni. Heil mannsævi hafði verið sögð í einu andartaki. Svipað líður mér nú við fráfall míns elskulega vinar. Oft fylgdu sögur milli tónlistar- atriða, Halldór hafði séð marga merka listamenn á sviði eða þekkti þá persónulega. Aldrei hvarflaði þó að honum að hreykja sér af kynnum sínum við þá, þeir voru frekar upp með sér af kynnum sínum við hann. Hann leyfði mér, strákpjakknum, að skottast með til að sækja fólk eins og Gérard Souzay og Elly Ameling á flugvöllinn. Þannig kom hann alltaf fram af sömu virðingu við alla, háa sem lága, en krafðist einskis í stað- inn. Þegar ég kveð minn góða vin er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst þessum djúpvitra, hóg- væra og góða manni. Eins og sonur minn sagði, þegar hann heyrði frá- fall hans: Hann lifir áfram í okkur öllum! Hafðu innilega þökk, elsku Hall- dór. Bergþór Pálsson. HALLDÓR HANSEN Viska er ekki aðeins vitrænir hæfileikar eins og sannaðist í Halldóri Hansen. Enginn efast um hans miklu vitrænu og list- rænu gáfur en umfram allt hafði hann djúpan mannlegan skilning sem enginn fór varhluta af sem honum kynntist. Við kveðjum hann með mikilli virðingu og sökn- uði, það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast slíkum manni. Salvör Nordal, Eggert Pálsson. Vertu sæll að sinni, Halldór, kæri vinur. Þakka þér ástúð þína og stuðn- ing, visku þína og andríki, hlýju þína og örlæti, stundirnar mörgu og dýrmætu í návist þinni. Gerrit Schuil. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.