Morgunblaðið - 31.07.2003, Side 40

Morgunblaðið - 31.07.2003, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FRÉTTASTOFA Sjónvarpsins sem yfirleitt er mjög vönd að virðingu sinni og betri en flestar fréttastofur landsins féll í slæma gildru mistaka sl. þriðjudagskvöld þegar fjallað var um okkur félaga, Lalla Johns og mig, þar sem ekkert var við hann að sak- ast né ástæða – og í raun bannað samkvæmt lögum – að fjalla um eins og gert var. Fréttin fjallaði um erindi mitt til opinberra aðila samkvæmt ósk Þjóðhátíðarnefndar Vestmanna- eyja og varðar auðvitað engan um það í sjálfu sér á meðan engar niður- stöður liggja fyrir, því enn á að vera til í okkar landi nokkuð sem heitir persónuvernd. Það sitja hins vegar ekki allir við sama borð í þeim efnum hjá sumum fljótfærum fréttamönn- um. Það voru engin rök fyrir því að draga Lalla Johns, Björn Svavars- son, inn í þetta mál og mjög ódrengi- legt að draga hans nafn inn í þessa frétt. Lalli Johns á löngu skilið að fá frið fyrir naggi og nuði, fá frið fyrir þvaðrinu og blaðrinu, bullinu og ruglinu, sem tíðkast allt of mikið í ís- lenskum fjölmiðlum í dag með stans- lausu áreiti, slúðri og tortryggni. Það er svo margt gott um Lalla Johns að segja, en hann hefur verið ógæfumaður og lent í öngstrætum alla ævina, öngstrætum sem eru hvorki skipulögð né spennandi á neinn hátt og hafa engu skilað öðru en því að Lalli hefur búið við langt lífsóhapp. Lalli Johns býr yfir mjög fallegri hugsun og kærleiksríkri, hann er hlýr og hjartagóður og persónuleiki sem stendur upp úr. Þannig minnir hann á vegprestana, leiðavörðurnar, sem fara þó aldrei þann veg sem þær vísa. Lalli Johns hefur alla tíð verið kappsmaður, duglegur verkmaður þegar hann hefur komist frá öng- strætunum. Hans aðalsmerki er í rauninni að ganga til hvers verks eins og um keppni sé að ræða, glað- lyndi hans er ótrúlega lífseigt og gamansemi töm á vörum þótt allt umhverfið og aðstæður sé eins hryssingslegt og hægt er að hugsa sér. Lalli Johns ber sig ugglaust vel að venju, en hver þekkir hjartað sem bak við býr og heitast slær? Það er óhamingja að tapa áttum, skaða og skemma,verst að meiða, en mest meiða menn þó sjálfan sig í slíkum óförum, því lengst verður hver og einn að ganga með sjálfum sér og þola. Allir gera mistök og allir eiga skilið sanngirni, það er að segja ef við ætlum að vera menn. Í bréfi Lalla til vinar hans skrifar hann vísu: Utanveltu einn og sér alkinn vínið teigar. Flöskubrot á borði er búnar allar veigar. Þetta hefur ekki verið gefandi veisla, en Lalli sér alltaf birtuna þótt öskusvart sé. Fyrrgreint bréf Lalla byrjar svona: „Sæll kæri vinur. Alltaf er þér hugsað til mín. Ha. Ég ætla þá að byrja þetta bréf hér og nú, því ég hafði ekkert né nokkuð af þér frétt lengi, en ég bið góðan Guð að vera með ykkur öllum.“ Hver myndi afneita slíku brjóstviti og hjartalagi, ekkert venjulegt fólk. Ég óska Lalla Johns alls hins besta og vona að það marga, góða í honum fái að njóta sín í seinni hálf- leiknum. Ég vil í fyllstu vinsemd óska eftir því við fréttastofu Sjón- varpsins að hún biðji Lalla Johns af- sökunar á því að hafa blandað honum inn í „frétt“ um mig. ÁRNI JOHNSEN. Hvers á Lalli Johns að gjalda ? HVAÐ er refsing? Hvaða rétt hefur fangi sem afplánar dóm í fangelsi í dag? Skiptir máli hvaða nafn maður ber þegar við gerum þau hræðilegu mistök í lífinu að brjóta af okkur og lenda í fangelsi? Það hefur verið í fréttum blaðanna að sá ágæti „fangi“, Árni Johnsen, muni stýra brekkusöng á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Það hefur reynd- ar ekki komið fram opinberlega frá Fangelsismálastofnun að áðurnefnd- ur maður fái leyfi til þess að skemmta drukknu fólki í Vest- mannaeyjum, enda er ekkert í lögum um fanga og fangelsisvist sem mundi styðja þá ákvörðun að þetta yrði leyft. Sem fangi í Kópavogsfangelsinu þá sótti ég um leyfi til að vera með börnum mínum í örfáa daga vegna hræðilegs umferðarslyss sem varð í föðurfjölskyldu þeirra og þegar þetta er ritað þá eru um 6 dagar síðan ég sótti um þetta leyfi og hef ekki fengið svar og virðist það vera erfitt fyrir þá ágætu menn að segja „nei“ sem ég sé fyrir mér að komi. Fyrir örfáum vikum þá missti fangi á Litla-Hrauni unnustu sína í umferðarslysi. Sá ágæti fangi mundi að öllum líkindum taka því fegins hendi að vera með fjölskyldu sinni um verslunarmannahelgina. Að vera í fangelsi snýst ekki bara um að við fangar eigum náðuga daga heldur gleymist að hugsa til aðstand- enda fanganna. Það hleypir illu blóði í fólk að lesa í fjölmiðlum að ein fylleríshelgi fari í vaskinn ef áðurnefndur fangi taki ekki lagið á hátíðinni. Fólk sem brýtur af sér á að sjálf- sögðu að bera ábyrgð á gjörðum sín- um og það gerir það með því að fara í fangelsi en það hljóta að þurfa að vera einhver mannúðarsjónamið í gangi þegar slys ber að höndum. Fangar eru fólk, það eru í fangelsum landsins mæður, feður, eiginmenn og eiginkonur og svo framvegis. Kannski að það vanti meira af fyrrverandi alþingismönnum-blaða- mönnum og söngvurum. Ef það væru fleiri af þessari gráðu fólks í fangelsum þá myndu reglur verða mun rýmri og auðsjánlega meiri þægindi. Það er eitthvað bogið við siðferði okkar og greinilega er það ekki fólk- ið í fangelsunum sem er með verstu siðferðiskenndina þó að maður hafi haldið annað. ANNA MARÍA VILHJÁLMSDÓTTIR. Hvað er refsing?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.