Morgunblaðið - 31.07.2003, Page 41
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 41
FRÉTTIR
EIN stærsta gleðistund í lífi hvers
foreldris er fæðing barns. Á því
augnabliki virðist okkur oft sem við
eigum fyrir höndum langan tíma og
óteljandi tækifæri til að sýna barninu
okkar ómælda umhyggju, veita því
handleiðslu og miðla þeim gildum
sem við viljum leggja áherslu á í upp-
eldinu.
Því miður vöknum við stundum
upp við að tíminn hefur hlaupið frá
okkur í iðu hversdagsleikans. Í nú-
tímaþjóðfélagi með tilheyrandi
hraða, breytingum, möguleikum og
ómældu áreiti er hætta á að við miss-
um sjónar á því hvað er mikilvægt og
hvað ekki. Óteljandi aðilar keppast
við að segja okkur hvað okkur á að
finnast, hvernig við eigum að líta út,
hvað við eigum að gera, hvernig við
eigum að lifa.
SAMAN-hópurinn er samstarfs-
hópur um forvarnir sem stuðla að
velferð barna. Í hópnum er fólk sem
vinnur með og fyrir börn og ung-
linga, jafnt frjáls félagasamtök sem
og opinberir aðilar. Tengist sú vinna
einkum forvörnum, uppeldi, mennt-
un og meðferðar- og ráðgjafarúrræð-
um. Meginmarkmiðið með starfi
hópsins er að vinna saman að því að
styðja og styrkja foreldra í uppeldis-
hlutverkinu. Í sumar hefur hópurinn
lagt áherslu á gildi samverustunda
fjölskyldunnar. Rannsóknir hafa
sýnt að samvera barna og foreldra
dregur verulega úr líkum á því að
börn leiðist út í neyslu vímuefna.
Þetta er staðreynd sem við foreldrar
ættum að hafa í huga þegar við tök-
um ákvarðanir um hvernig við verj-
um tíma okkar.
Sumarið er vissulega tími tækifær-
anna. Tækifæri til að njóta íslenskrar
náttúru og menningar og alls þess
sem hún hefur upp á að bjóða. Tæki-
færi til að fara gönguferð í fjörunni,
með nestiskörfu á Þingvöll, tína ber í
Heiðmörk, fara í fjallgöngu, búa til
mat saman. Tækifæri til að verja
dýrmætum tíma með þeim sem eru
okkur dýrmætust af öllu, börnunum
okkar.
Við berum ábyrgð á börnunum
okkar í a.m.k. 18 ár. Það er sá tími
sem við höfum til þess að undirbúa
þau til að axla ábyrgð á eigin lífi,
hamingju og velferð. Tími okkar er
takmörkuð auðlind, verum okkur
meðvitandi um hvernig við nýtum
hann.
BERGÞÓRA VALSDÓTTIR,
framkvæmdastjóri SAMFOK og
meðlimur SAMAN-hópsins,
GUÐRÚN ARNA GYLFADÓTTIR,
verkefnastjóri ÍTR og meðlimur
SAMAN-hópsins.
Börnin, tíminn
og tækifærin
Frá Bergþóru Valsdóttur og
Guðrúnu Örnu Gylfadóttur:
Morgunblaðið/Jim Smart
SAMAN-hópurinn telur að þeim
tíma, sem foreldrar eyða með
börnum sínum, sé vel varið.
LENGI hefur verið lenska að hafa
horn í síðu Flugleiða og vissulega má
gagnrýna félagið fyrir eitt og annað
gegnum tíðina. Einnig hafa allir þörf
fyrir aðhald en hófs þarf þó að gæta í
hverjum leik.
Raunar er það ótrúlegt ævintýri
hvernig tekist hefur að halda uppi
flugi héðan vítt um veröld í meira en
hálfa öld. Slíkt er ekki sjálfgefið hjá
örfámennri þjóð. Nú mun flogið
reglulega til 15 borga vestanhafs og
austan frá Keflavíkurflugvelli að
sumarlagi, en til 12 borga að vetrar-
lagi. Þegar héðan eru fimm flugferð-
ir til Ameríku daglega er aðeins ein
flugferð vestur frá Osló, Stokkhólmi
og Helsinki eða þrjár samtals. Einn-
ig munu mörg þéttbýl héruð og jafn-
vel milljónaborgir í Evrópu og Am-
eríku vera án beinna flugsamgangna
yfir hafið.
Flug er viðkvæm og sveiflukennd
atvinnugrein og íslensk þjóð, langt
frá öðrum löndum, væri í miklum
vanda án Flugleiða. Þeir sem aðeins
hugsa sér að fleyta rjómann ofan af
ferðamennskunni gætu aldrei fyllt
þeirra skarð. Með þessu er ekki ver-
ið að spá að illa hljóti að fara, en allt
getur þó gerst úr því að t.d. Pan
American, Trans World Airlines og
Swiss Air gáfust upp.
Einnig hefur verið erfitt að spara
til mögru áranna þar sem flugliðar af
báðum kynjum hafa gætt þess vand-
lega að hagnaður fyrirtækisins færi
ekki úr böndunum þegar vel hefur
árað.
Hvernig sem á málið er litið er
nauðsynlegt að hafa í huga hugsan-
legar afleiðingar harðvítugs verð-
stríðs. Þeir sem hafa atvinnu af þjóð-
höfðingjaheimsóknum innan lands
og utan eða þeir sem telja sig þurfa
að auglýsa lítillæti sitt ættu að fara
varlega í að gera eitthvað sem veikti
stöðu Flugleiða. Þeirra yrði missir-
inn mestur.
VALDIMAR KRISTINSSON,
Kirkjusandi 1, Reykjavík.
Að Flugleiðum
gengnum
Frá Valdimar Kristinssyni:
UNGUR maður mætti í fylgd móður
sinnar með bleiku, sérmerktu tapp-
ana sína, fjörutíu að tölu, í húsakynni
Ölgerðarinnar Egils Skallagrímsson-
ar ehf. að morgni 29. júlí og vænti
þess að fá bolta að launum í skiptum
fyrir tappana í samræmi við tilboð
fyrirtækisins frá því í vor. Þótt sitt
sýndist hverjum um málið höfðu afi
og ömmur lagst á eitt við að hjálpa
unga manninum við söfnunina og með
samstilltu átaki urðu tapparnir að
lokum fjörutíu. Eftirvæntingin var
því töluverð þegar stóra stundin rann
upp. En þá kom babb í bátinn. Litlu
skiptir þótt fólkið væri sent í annað
hús vegna málsins. Það sem mestu
máli skiptir er að boltarnir voru búnir
og þeir ekki væntanlegir aftur fyrr en
eftir tvo mánuði.
Um þetta er Ölgerðinni Agli
Skallagrímssyni ehf. fullkunnugt. Það
leiddi símtal við markaðsstjóra henn-
ar í ljós. Skylt er þó að taka fram að
hann bauð m.a. ropvatn í sárabætur.
Lítil börn eru hrekklaus og auð-
ginnt. Það veit þetta fyrirtæki af fyrri
reynslu. Enda eru bleiku tapparnir
enn (síðdegis 29. júlí) til sölu og þá
eins loforðin sem þeim fylgja.
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Hjarðarhaga 48,
107 Reykjavík.
Happatappar og pepsíplat
Frá Margréti Jónsdóttur:
UM verslunarmannahelgina held-
ur Flugmálafélag Íslands, hina ár-
legu flughátíð að Múlakoti í Fljóts-
hlíð. Þetta er 21. árið í röð sem
Múlakostflughátíðin er haldin og
hafa vinsældir hennar farið jafnt
og þétt vaxandi, ekki síst á undan-
förnum árum með aukinni sam-
heldni þeirra sem hafa flugið að
áhugamáli og atvinnu, segir í
fréttatilkynningu.
„Þetta er útihátíð grasrótarinn-
ar í flugmálum Íslands og fram-
kvæmd hennar er að öllu leyti
unnin af sjálfboðaliðum frá aðild-
arfélögum Flugmálafélagsins. Hún
er opin öllu áhugafólki um flug
enda leikur flugið aðalhlutverkið
en sérstök áhersla er lögð á góðan
félagsanda og fjölskyldubönd flug-
áhugamanna.
Í Múlakoti er afar góð aðstaða
fyrir viðburð af þessu tagi, góð
tjald- og tjaldvagnasvæði, fallegt
umhverfi með miklu og fögru út-
sýni. Auk þess er tilvalið að nota
Múlakot sem bækistöð fyrir stutt-
ar skemmti- skoðunarferðir um
sögustaði og nátturuperlur á Suð-
urlandsundirlendinu.
Flughátíðin stendur yfir frá 1.
ágúst - 4. ágúst, eða frá föstudags-
eftirmiðdegi til mánudags, og
verður boðið upp á flug og
skemmtiatriði alla fjóra dagana.
M.a. verður haldin síðari hluti Ís-
landsmótsins í listflugi og almenn
lendingakeppni. Sýnt verður fall-
hlífastökk, flugdrekaflug og flug á
fjarstýrðum módelum. Meðal
heimatilbúinna skemmtiatriða
verða lendingakeppni, kvöldvaka,
grillveisla og varðeldur auk þess
sem leikjadagskrá og hoppukastali
verður í boði fyrir yngstu kynslóð-
ina,“ segir í fréttatilkynningunni.
Múlakot er í Fljótshlíð í Rang-
árvallasýslu og þangað er er ekið
veg nr. 261 frá Hvolsvelli.
Fjölskylduhátíð
Flugmála-
félagsins
í Múlakoti
Ganga á skáldaslóðir Öll fimmtu-
dagskvöld í júlímánuði hefur verið
gengið um skáldaslóðir í Mosfellsdal
undir leiðsögn Bjarka Bjarnasonar.
Gangan hefur notiðmikilla vinsælda
en hér er um að ræða þriggja
klukkustunda létta göngu um slóðir
Egils Skallagrímssonar og Halldórs
Laxness í dalnum. Næstkomandi
fimmtudagskvöld, 31. ágúst, verður
síðasta gangan á þessu sumri. Safn-
ast verður saman við Gljúfrastein
kl.19.30, þátttökugjald er
500 krónur en frítt fyrir börn.
Ýsubeinaútskurður Í dag verður
sýndur listútskurður úr ýsubeinum
á Minjasafni Austurlands, Egils-
stöðum, milli kl. 13.00-17.00. Gestir
geta reynt sig við útskurðinn, þátt-
tökugjald 500 kr., efni innifalið.
Fimmtudagskvöldganga á Þing-
völlum Í kvöld verður síðasta
fimmtudagskvöldganga þjóðgarðs-
ins á Þingvöllum í sumar. Róbert H.
Haraldsson dósent í heimspeki mun
fjalla um tengsl gönguferða og heim-
speki. Mörgum reynist erfitt að
koma auga á þau tengsl, en í göngu-
ferðinni mun Róbert huga að lýsingu
áhugasamra göngugarpa á göngu-
ferðum og athuga hvort þær komi að
einhverju leyti heim og saman við
lýsingar heimspekinga á iðkun
heimspeki. Í öðrum hluta fyrirlestr-
arins verður skoðað hvað nokkrir
merkir heimspekingar sögunnar
hafa að segja um mikilvægi göngu-
ferða. Í þriðja hluta verður síðan
gerð tilraun til að lýsa nánum
tengslum heimspeki og gönguferða.
Í þeim hluta verður einkum sótt í
smiðju til Henrys David Thoreau og
Friedrichs Nietzsche. Gönguferðin
hefst við Flosagjá klukkan 20.00 og
verður gengið í Skógarkot.
Í DAG
Ganga um Þrastarskóg Laugar-
daginn 2. ágúst kl. 14-16 efnir Alviða
fræðslusetur Landverndar, til
göngu um Þrastaskóg sem nú skart-
ar sínu fegursta. Dagbjört Óskars-
dóttir leiðsögumaður mun leiða
gönguna.
Lagt verður upp frá hliðinu fyrir of-
an veitingaskálann Þrastalund.
Þrastaskógur er talinn til fegurstu
skóga landsins og býr yfir mikilli
fjölbreytni í gróðurfari og fuglalífi.
Gangan er létt og á flestra færi. Boð-
ið verður upp á kakó og kleinur í
göngunni.
Þátttökugjald er kr. 800 fyrir full-
orðna, ókeypis fyir börn yngri en 12
ára, veitingar innifaldar. Allir vel-
komnir.
Skáknámskeið Hróksins Skák-
námskeið Hróksins í Húsdýragarð-
inum er á laugardögum kl: 14:00 og
stendur yfir til 15:30 - Kennsla, mót,
skákþrautir og fjöltefli. Allir þátt-
takendur fá 5 miða í leiktækin. Í lok
dagsins er dregið úr réttum þraut-
um og þau heppnu verðlaunuð.
Á NÆSTUNNI
GRÍMSEYINGAR gerðu sér glaðan
dag síðasta sunnudag, þegar nýr
vegvísir var afhjúpaður á heim-
skautsbaugnum í Grímsey.
Það var Flugfélag Íslands sem
stóð fyrir endurnýjun vegvísisins,
ásamt Grímseyingum sem tóku þátt
í uppsetningu hans.
„Þetta er heimskautsbaugurinn
okkar,“ segir Óttar Jóhannsson,
oddviti Grímseyinga, um nýja veg-
vísinn sem var hannaður af Hall-
grími Stefáni Ingólfssyni, innan-
hússarkitekt á Akureyri. „Þú
gengur yfir bauginn og það fer
ekkert á milli mála núna hvar þú
ert staddur.“
Það voru þeir Óttar Jóhannsson,
og Halldór Blöndal, forseti Alþing-
is, sem klipptu á borðann og afhjúp-
uðu nýjan vegvísi.
Nýr vegvísir
afhjúpaður
í Grímsey
Ljósmynd/Magnús Þór Bjarnason
KATTAVINAFÉLAG Íslands/
Kattholt hefur opnað heimasíðu
www.kattholt.is.
Kattavinafélag Íslands er félag
sem hefur að markmiði að stuðla á
allan hátt að velferð katta. Katta-
vinafélagið rekur Kattholt sem er
líknarstöð fyrir ketti á Íslandi.
Hlutverk heimasíðunnar er að
aðstoða alla þá sem týnt hafa kett-
inum sínum og aðstoða þá sem
hafa hug á að taka að sér kött.
Á heimasíðunni eru myndir af
öllum köttum í Kattholti. Bæði
köttum sem eru í óskilum og kött-
um sem vantar heimili. Einnig er
hægt að tilkynna um týnda ketti á
síðunni og hafa margir notað sér
það.
Í Kattholt koma um það bil 600
kettir árlega. Margir af köttunum
sem koma í athvarfið eru slasaðir
og veikir. Kattavinafélagið leggur
mikla vinnu í að finna heimili fyrir
þessi dýr og líkna þeim.
Markmiðið með heimasíðu Katt-
holts er einnig að veita katta-
eigendurm almenna fræðslu um
kattahald.
Heimasíðan hefur verið mikið
heimsótt frá því hún var opnuð
þann 16. júlí. Margir hafa fundið
týndan heimiliskött með því að
skoða myndir af köttum á síðunni.
Kattholt opnar
heimasíðu
ÞANN 9. ágúst standa Bjartsýnis-
félagið Verðandi og sunddeild
Völsungs fyrir þríþrautarkeppni til
styrktar nýrri sundlaug. Í tilkynn-
ingu frá Verðandi segir að félagið
hafi nú verið starfandi í eitt og
hálft ár. Félagið er trúlega þekkt-
ast fyrir mánaðarlegar „Garpa-
viðurkenningar,“ en auk þess hef-
ur það staðið fyrir ýmiss konar
íþrótta- og menningarviðburðum.
„Stofnendur félagsins eru hópur
fólks sem finnst nóg komið af nei-
kvæðri umræðu og umfjöllun um
landsbyggðina,“ segir í tilkynning-
unni.
Þríþrautin var haldin í fyrsta
sinn á Húsavík í fyrrasumar. Aðal-
styrktaraðili þá og nú er Norður-
mjólk að auki gáfu fjölmörg fyrir-
tæki myndarleg verðlaun. Í fyrra
fóru 32 af 37 þátttakendum þraut-
arinnar heim með verðlaun.
Keppendur geta skráð sig til
leiks í heila þraut eða hálfa, eða í
einstakar greinar. Heil þríþraut er
1.000 m sund, 40 km hjólreiðar og
10 km hlaup. Hálf þríþraut er 500
m sund, 20 km hjólreiðar og 5 km
hlaup. Einstakar greinar þrautar-
innar eru þá 1.000 eða 500 m sund,
40 eða 20 km hjólreiðar og 10 eða
5 km hlaup/ganga.
Skráning keppenda fer fram í
Húsavíkurstofu en einnig er hægt
að skrá sig í síma 464-4300 og info-
@husavik.is. Þar má nálgast kort
af keppnisleiðum og fá nánari upp-
lýsingar. Þátttökugjald er 1.500
krónur fyrir einstaklinga, 2.000
krónur fyrir fjölskyldur og 4.500
krónur fyrir lið.
„Veitt verða vegleg verðlaun
fyrir bestu brautartímana í karla-
og kvennaflokki í heilli og hálfri
þríþraut. Auk þess er fjöldi út-
dráttarverðlauna í boði, en nöfn
þátttakenda fara í pott sem dregið
verður úr við verðlaunaafhend-
inguna sem fram fer á hafnarstétt-
inni klukkan 17.00. Rétt er að geta
þess að Mærudagar, mikil fjöl-
skylduhátíð, eru á Húsavík þessa
helgi og því nóg um að vera í bæn-
um,“ segir í tilkynningu frá Verð-
andi.
Verðandi og
Völsungur halda
Norðurmjólkur-
þríþraut