Morgunblaðið - 31.07.2003, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 43
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
LJÓN
Afmælisbörn dagsins:
Þú átt auðvelt með að koma
auga á smáatriði og ert
heimspekilega þenkjandi.
Þú hefur mikla þörf til þess
að tjá þig og hefur yndi af
lærdómi.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Óvæntar uppákomur á vinnu-
stað koma þér úr jafnvægi.
Sýndu þolinmæði og ekki ör-
vænta þó að þetta raski fyr-
irætlunum þínum í dag.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Óvænt daður kemur þér
skemmtilega á óvart í dag.
Þér finnst þú vera yngri fyrir
vikið! Það er sem loftið í
kringum þig sé hlaðið orku í
dag.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú skalt forðast það eftir
fremsta megni að sýna for-
eldrum þínum eða yfirmönn-
um hortugheit. Í dag mun
slíkt athæfi auðveldlega fara
úr böndunum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Erfið verkefni, sem krefjast
nákvæmni, verða að bíða
betri tíma. Þú átt í vandræð-
um með að einbeita þér í dag
sökum sífelldra truflana.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Farðu varlega með peninga í
dag. Ekki kaupa neitt án þess
að hugsa þig tvisvar um. Þú
veist sem er, að þú átt það til
að eyða um efni fram.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú gætir auðveldlega
hneykslað fólk í dag. Forð-
astu það eftir fremsta megni.
Einhver gæti þó, öllum að
óvörum, hneykslað þig!
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Reyndu að nálgast verkefni
þín í vinnunni með skipulögð-
um hætti. Varastu villur því
það er mjög líklegt að þær
eigi sér stað í dag.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Óvenjulegar persónur gætu
komið róti á hug þinn í dag og
vinir þínir munu sýna á sér
nýja hlið. Ekki láta þetta
koma þér á óvart.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú átt erfitt með að einbeita
þér í dag. Þú verður að taka
þér eitthvað fyrir hendur sem
þú átt auðvelt með að hafa
stjórn á.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þér býðst óvænt tækifæri til
þess að ferðast eða öðlast
æðri menntun í dag. Það væri
hyggilegast að hugsa sig vel
um áður en ákvörðun er
tekin.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Fylgstu vel með eigum þín-
um í dag. Það er mjög líklegt
að þú gleymir einhverju á
glámbekk. Vertu á verði.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Sýndu nánum vinum þínum
mikla tillitssemi í dag. Það
eru allir viðkvæmir. Þú líka.
Mundu samt að þú átt auð-
velt með að sýna umhyggju.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Vorsól
Svanir fljúga hratt til heiða,
huga minn til fjalla seiða.
Vill mér nokkur götu greiða?
– Glóir sól um höf og lönd.
Viltu ekki, löngun, leiða
litla barnið þér við hönd?
- - -
Nú finn ég vorsins heiði í hjarta.
Horfin, dáin nóttin svarta.
Ótal drauma blíða, bjarta
barstu, vorsól, inn til mín.
Það er engin þörf að kvarta,
þegar blessuð sólin skín.
Í vetur gat ég sagt með sanni:
Svart er yfir þessu ranni.
Sérhvert gleðibros í banni,
blasir næturauðnin við.
– Drottinn, þá er döprum manni
dýrsta gjöfin sólskinið.
- - -
Stefán Sigurðsson
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman í Akureyrarkirkju
12. júní sl., af sr. Svavari
Jónssyni, María Sigurð-
ardóttir og Kristján Valur
Gunnarsson. Heimili þeirra
er á Akureyri.
Í SPINGOLD-keppn-
inni í fyrra varð Banda-
ríkjamaðurinn Alan Grav-
es sagnhafi í afleitri
grandslemmu í suður:
Norður
♠ Á10532
♥ ÁKD109
♦ Á
♣85
Vestur Austur
♠ K4 ♠ G976
♥ G52 ♥ 763
♦ D10432 ♦ K9
♣732 ♣G1064
Suður
♠ D8
♥ 84
♦ G8765
♣ÁKD9
Um sagnir er það eitt
að segja að þær fóru úr
böndunum. Norður ham-
aðist á hálitnum þar sem
Graves átti engan stuðn-
ing og hann ákvað að
þagga niður í makker með
stökki í sex grönd. Í and-
stöðunni voru Ítalirnir
Lorenzo Lauria og Alfr-
edo Versace, og Lauria
hitti á hvasst útspil, eða
lítinn tígul. Hvernig líst
lesandanum á horfur
sagnhafa eftir þá byrjun?
Graves var ekki bjart-
sýnn, en spilaði upp á
einu leguna. Í öðrum slag
spilaði hann laufi og djúp-
svínaði níunni! Þegar sá
áfangi var í höfn var næst
að prófa hjartað. Gosinn
kom þriðji, svo nú átti
Graves ellefu slagi og
möguleika á þeim tólfta í
spaða. Hann tók öll hjört-
un og svo þrjá efstu í
laufi.
Norður
♠ Á1053
♥ –
♦ –
♣–
Vestur Austur
♠ K4 ♠ G97
♥ – ♥ –
♦ D10 ♦ K
♣– ♣–
Suður
♠ D8
♥ –
♦ G
♣D
Vörnin á ekkert svar
við laufdrottningunni í
þessari stöðu. Í reynd
henti Lauria tíguldrottn-
ingu og Versace spaðaníu.
Það dugði ekki til að
blekkja Graves. Hann
spilaði tígli og hitti svo í
spaðann. Sem var sjálf-
gert, því AV gátu stýrt
því hvor fengi tígulslag-
inn. Spaðinn varð einfald-
lega að vera „læstur“, það
er að segja, kóngurinn í
vestur og gosinn í austur.
Eftir á að hyggja var
Lauria óheppinn með út-
spilið. Með hlutlausu
hjartaútspili er best fyrir
sagnhafa að spila upp á
spaðann, fyrstu litlu á
drottninguna og svína svo
tíunni. Þá hefði slemman
farið beint niður.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman í Oddakirkju á
Rangárvöllum þann 21.júní
2003 Sólrún Rúnarsdóttir
og Daníel Reynisson. Prest-
ur var sr. Sigurður Jónsson.
Heimili þeirra er að Háa-
gerði 43, Reykjavík.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6 5. 0–0 Be7 6. He1
b5 7. Bb3 d6 8. c3 0–0 9. h3
Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2
Bf8 12. a4 h6 13. Bc2
exd4 14. cxd4 Rb4
15. Bb1 c5 16. d5
Rd7 17. Ha3 f5 18.
exf5 Bxd5 19. Re4
Rf6 20. Rxf6+ Dxf6
21. axb5 axb5 22.
Hxe8 Hxe8 23. g4
Be4 24. He3 Bc6 25.
Hxe8 Bxe8 26. h4
Bc6 27. g5 Df7 28.
Rd2 De8 29. gxh6
De5
Staðan kom upp í
A-flokki skákhátíð-
arinnar í Pardubice í
Tékklandi.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Jan Sprenger (2.492)
hafði hvítt gegn Leszek
Ostrowski (2.334). 30. Dh5!
De1+ 31. Rf1 Dxc1 32. h7+
Kh8 33. Df7 Kxh7 34. f6+
og svartur gafst upp enda
verður hann mát eftir 34.
...Dxb1 35. Dh5+ Kg8 36.
f7#. vinnupallar
Sala - leiga
Sími 577 2050 · Fax 577 2055 · GSM 824 2050 · www.formaco.is
ÞESSAR stúlkur héldu flóamarkað og söfnuðu 12.554 kr.
til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Melkorka,
Sólrún, Stella Karen, Eva Katrín og Jórunn Margrét.
Morgunblaðið/Ragnhildur
HLUTAVELTA
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl.
14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur
undir stjórn Kára Þormar organista. Kaffi
og með því eftir sönginn. Allir velkomnir.
Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12.
Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel.
Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20.
Landspítali – háskólasjúkrahús: Arnar-
holt: Guðsþjónusta kl. 15. Sr. Kjartan Örn
Sigurbjörnsson.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 22. Sr. Bára Friðriks. tekur við
fyrirbænaefnum í síma 891-9628. Gott er
að ljúka deginum og undirbúa nóttina í
kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur
sínar og gleði. Bænarefni eru skráð í
bænabók kirkjunnar af prestum og
djákna. Boðið er upp á molasopa og djús
að lokinni stundinni í kirkjunni.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn-
aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið
hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu
Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl.
20.
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel-
komnir.
Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrir-
bænastund kl. 12. Léttur hádegisverður á
vægu verði í safnaðarheimili eftir stund-
ina.
Safnaðarstarf
KIRKJUSTARF
Stefáns Sigurjónssonar. Prestur er
sr. Þorvaldur Víðisson. Megi
Þjóðhátíðin fara vel fram og ánægj-
an skína úr hverju andliti.
Prestur Landakirkju.
GUÐSÞJÓNUSTA verður haldin
við setningu Þjóðhátíðar við klett-
inn í Herjólfsdal. Félagar úr Lúðra-
sveit Vestmannaeyja spila og Kór
Landakirkju syngur undir stjórn
Ljósmynd/Gísli Sigurðsson
Landakirkja í Vestmannaeyjum.
Guðsþjónusta
við setningu Þjóðhátíðar