Morgunblaðið - 31.07.2003, Side 44
ÍÞRÓTTIR
44 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Nóg var um vera og það var líffyrir utan fótboltann – sund-
laugarpartý, diskótek, grillpartý í
fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum, loka-
hóf og stórdansleik-
ur á Broadway, auk
þess keila og bíóferð-
ir voru á sérstöku verði. Ekki var
síst spennandi að sýna sig og sjá
aðra. Nokkuð var lagt upp úr útliti,
sérstaklega hjá þeim eldri, og marg-
ir skörtuðu glæsilegri greiðslu, flétt-
um, ýmsum háralitum eða hverju
sem er. Sem von er voru mikil ærsl
og mikið fjör en þegar göslarar dags-
ins stigu inn til kvöldverðar í veit-
ingahúsið Broadway var engu líkara
en sumir væru komnir í afar virðu-
legt enskt teboð og kunnu sannar-
lega að haga sér.
Hátíðin var haldin í annað sinn og
voru þátttakendur nú um 800, á aldr-
inum 13 til 16 ára, í 63 liðum en voru í
fyrra helmingi færri.
Fimm erlend lið mættu til leiks,
frá Færeyjum, Englandi og Banda-
ríkjunum.
Fjör og
fótbolti
FJÖR og fótbolti voru kjörorðin
á alþjóðlegu VISA REY CUP-
knattspyrnuhátíðinni, sem fram
fór um víðan völl í Laugar-
dalnum um síðustu helgi. Það
hefði hiklaust verið hægt að
bæta við fjölbreytni, frískleiki
og fínasti fótbolti – hátíðin hefði
fyllilega staðið undir því. Þá er
ekki bara verið að spá í úrslit
einstakra leikja heldur allt sem í
boði var og þegar við bættist
frábært veður og skipulagning,
sniðin að þörfum keppenda,
varð úr mikil hátíð.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Hvöt frá Blönduósi vakti athygli fyrir samsett lið pilta og
stúlkna. Það leit út fyrir að ekki tækist að senda flokk svo að
smalað var saman í lið, allt frá piltum í þriðja flokki og á yngra
ári í fjórða. Að sögn piltanna skreytti liðið sig með stúlkum en
þær stóðu fyrir sínu þegar á völlinn var komið.
Stúlkurnar úr Fylki og Keflavík áttust við í hörkuleik þar sem
Árbæingar, í efri röð, höfðu að lokum sigur.
Frændur okkar Færeyingar mættu í fyrsta sinn á Reycup. Frá
Vágar kom strákalið en frá Runavik komu 15 eldhressar stúlk-
ur frá íþróttafélaginu NSI. Íbúar Runavik eru um 2.500 og er
bærinn þriðji stærsti á eyjunum. Þær fengu upplýsingar um
mótið frá markverðinum Jens Martin Knudsen, sem spilaði
nokkur ár með Leiftri, en stjórnar nú unglingastarfi hjá NIS.
Geislarnir eru komnir í bæinn. Í fyrra vakti athygli þegar piltar
úr Austur-Húnavatnssýslu ákváðu á síðustu stundu að vera
með og mættu 14 til leiks en þeir eru 19 núna og til í allt. Þeir
æfa einu sinni í viku og byrjuðu í júní en þjálfarar þeirra segja
þá hafa náð ágætum framförum.
Hressar stúlkur úr 4. flokki Þróttar komu sér vel fyrir á efstu
svölum. Með þeim á myndinni er Jón Þór sem þjónaði til borðs.
Grillhátíð var í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Allir tóku
hraustlega til matar síns – Hjalti, Árni, Júlíus og Sigrún.
Að hætti ungra drengja þurfti að kanna hvað flekinn þolir mikið
áður en fer að flæða yfir hann. Andri Már, Ásmundur, Eyjólfur,
Ingólfur Helgi og Arnar komust að því.
Morgunblaðið/Stefán Stefánsson
Íris Eysteinsdóttir knattspyrnukona tók sig vel út við grillið.
Pétur Örn Pétursson úr 4.
flokki UMSB var nokkuð lú-
inn eftir 1:1 jafntefli við Val.
„Við áttum að vinna.“
Stefán, 5 ára, og Gísli, sem
er árinu eldri.