Morgunblaðið - 31.07.2003, Page 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 45
HELENA Ólafsdóttir, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur til-
kynnt landsliðið sem mætir Rússum í Evrópuleik í Moskvu hinn 9. ágúst.
Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki, er komin í liðið á nýjan leik, sem og sam-
herji hennar Erna B. Sigurðardóttir. Landsliðshópurinn er annars þannig
skipaður að markverðir eru Þóra Björg Helgadóttir, KR, og María B.
Ágústsdóttir, Stjörnunni. Aðrir leikmenn eru Ásthildur Helgadóttir, KR,
Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki, Olga Færseth, ÍBV, Erla Hendriksdóttir,
FV Kaupmannahöfn, Edda Garðarsdóttir, KR, Íris Sæmundsdóttir, ÍBV,
Laufey Ólafsdóttir, Val, Hrefna H. Jóhannesdóttir, KR, Dóra Stefánsdóttir,
Val, Íris Andrésdóttir, Val, Málfríður Sigurðardóttir, Val, Björg Á. Þórðar-
dóttir, Breiðabliki, Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV og Erna B. Sigurðar-
dóttir, Breiðabliki.
Margrét komin í
landsliðið á ný
EYJÓLFUR Sverrisson, fyrrverandi landsliðs-
fyrirliði í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa ekki
kost á sér í landslið Íslands sem mætir Færey-
ingum og Þjóðverjum í undankeppni Evrópu-
mótsins í knattspyrnu í haust. Hann tilkynnti Ás-
geiri Sigurvinssyni og Loga Ólafssyni, landsliðs-
þjálfurum Íslands, þetta á fundi í gær.
Logi Ólafsson sagði í samtali við Morgunblaðið
að hann og Ásgeir hefðu vonast eftir því að Eyj-
ólfur myndi gefa kost á sér í landsliðið en þeir
virtu ákvörðun hans. „Vissulega héldum við Ás-
geir í vonina um að Eyjólfur myndi gefa kost á sér
í landsleikina gegn Færeyjum og Þýskalandi. Eyj-
ólfur hefur hinsvegar ákeðið að gera það ekki og
við virðum ákvörðun hans og höfum skilning á því
hvers vegna hann tók hana. Ég held að ein af
ástæðunum fyrir því að Eyjólfur gefi ekki kost á
sér er að hann lék ekki mikið á síðasta tímabili og
hann hefur verið að glíma við töluverð meiðsli.
Hann er ekki í þeirri leikæfingu sem hann hefði
viljað vera í og það hefur áhrif á ákvörðun hans.
Eyjólfur hefur skilað frábæru hlutverki fyrir ís-
lenska landsliðið og hann á mikið lof skilið fyrir
frammistöðu sína í gegnum árin.
Það kemur maður í manns stað og þó að Eyjólf-
ur Sverrisson og Guðni Bergsson hafi ákveðið að
gefa ekki kost á sér eru aðrir góðir íslenskir
knattspyrnumenn sem eiga að geta skilað góðu
varnarhlutverki fyrir íslenska landsliðið,“ sagði
Logi Ólafsson í samtali við Morgunblaðið.
Eyjólfur Sverrisson lék 66 A-landsleiki fyrir Ís-
land á árunum 1990–2001 og skoraði í þeim 10
mörk.
Eyjólfur
ekki með
landsliðinu
Morgunblaðið/Steinbjörn Logason
Eyjólfur Sverrisson og Michael Preetz veifa til stuðningsmanna Herthu á Ólympíu-
leikvanginum í Berlín sl. sunnudag, þegar þeir léku kveðjuleik sinn með liðinu gegn
Besiktas. Eyjólfur skoraði eitt af mörkum Herthu – eftir sendingu frá Preetz, 4:1.
JÓN B. Hermannsson, miðjumað-
ur úr knattspyrnuliði Fylkis, hefur
verið lánaður til 1. deildarliðs Víkings
út tímabilið. Jón hefur spilað fimm
leiki með Árbæjarliðinu í úrvalsdeild-
inni í sumar, tvo þeirra í byrjunarliði.
NJARÐVÍKINGAR hafa fengið Jó-
hann Helga Aðalgeirsson lánaðan
frá Grindavík út tímabilið en hann
lék með Sindra í 2. deild framan af
sumrinu.
PÉTUR Marteinsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, lék síðustu 35
mínúturnar með Stoke City sem
gerði jafntefli, 1:1, gegn Notts
County í æfingaleik í fyrrakvöld. Pét-
ur fékk góða dóma fyrir frammistöðu
sína í leiknum eins og raunar aðrir
varamenn liðsins.
FANNEY Björk Tryggvadóttir úr
ÍR hafnaði í 10. sæti í úrslitakeppni
stangarstökks stúlkna á Ólympíuhá-
tíð æskunnar í París í gær. Hún stökk
3,30 metra en í undankeppninni fór
Fanney yfir 3,50 metra.
JÓNAS Hlynur Hallgrímsson, Ís-
landsmeistari í tugþraut, missir af
Norðurlandamóti unglinga í fjöl-
þrautum sem fram fer á Laugardals-
vellinum um helgina, vegna meiðsla.
SEX Íslendingar eru í hópi 34
keppenda á mótinu. Kristín Birna
Ólafsdóttir, Þóra Guðfinnsdóttir og
Þóra Kristín Pálsdóttir úr ÍR, Gauti
Ásbjörnsson úr UMSS, Elfa Berglind
Jónsdóttir úr UFA og Fannar Gísla-
son úr FH.
YOURI Djorkaeff, leikmaður Bolt-
on, meiddist í æfingaleik með liðinu
um síðustu helgi og verður líklega frá
í sex vikur. Djorkaeff mun missa af
fyrstu leikjunum í ensku úrvalsdeild-
inni vegna meiðslanna.
SEBASTIEN Kehl, leikmaður
Borussia Dortmund og þýska lands-
liðsins í knattspyrnu, hefur verið
dæmdur í keppnisbann af þýska
knattspyrnusambandinu þar til 8.
september. Kehl fékk að líta rauða
spjaldið á móti Hamburg í úrslitaleik
þýsku deildabikarkeppninnar fyrir
að hrinda dómara leiksins.
ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Dietmar
Hamann mun ekki geta leikið með
Liverpool næstu þrjá mánuðina
vegna meiðsla. Hann er meiddur á
fæti en þetta eru sömu meiðsli og
hann var að kljást við á síðasta tíma-
bili.
KEVIN Phillips leikmaður
Sunderland verður líklega seldur til
Middlesbrough í vikunni. Talið er að
Middlesbrough þurfi að greiða
Sunderland um 250 milljónir ís-
lenskra króna fyrir Phillips sem er
sóknarmaður.
ASTON Villa hefur samþykkt að
greiða Sunderland um 280 milljónir
íslenskra króna fyrir Thomas Sören-
sen, danska landsliðsmarkvörðinn í
knattspyrnu. Með þessum tveimur
sölum ætti fjárhagsstaða Sunderland
að lagast aðeins, en félagið er í mikl-
um vandræðum eins og önnur sem
mátt hafa þola fall úr ensku úrvals-
deildinni á undanförnum árum.
KEVIN Keegan, knattspyrnustjóri
Manchester City, er vonsvikinn yfir
því að miðjumaðurinn Eyal Berkovic
hafi farið fram á að vera seldur frá fé-
laginu. „Ég er vonsvikinn yfir að
Berkovic hafi beðið um að vera seld-
ur. Ég skil ekki hvað hann er að
hugsa með þessari framkomu en ég
lofa honum að hann fær ekki að vera
seldur ódýrt frá félaginu,“ sagði
Keegan.
AIK frá Svíþjóð, sem mætir Fylki í
UEFA-bikarnum í knattspyrnu, hef-
ur fengið sóknarmanninn Kwame
Quansah að láni frá Ajax í Hollandi.
Quansah, sem er 21 árs, var í láni hjá
Germinal Beerschot í Belgíu síðasta
vetur og skoraði þar 10 mörk í efstu
deild.
FERILL rússnesku tenniskonunn-
ar Önnu Kornikovu gæti verið í
hættu vegna bakmeisla. Fyrir
skömmu þurfti Martina Hingis að
leggja spaðann á hilluna vegna
meiðsla.
FÓLK
Það dylst engum að ef KR-stúlk-urnar sigra, þá fara þær lang-
leiðina með að verja Íslandsmeistara-
titil sinn. Takist Blikum að fagna
sigri, eru þeir komnar í góða stöðu í
baráttunni um titilinn. Ég efast ekki
um að viðureignin í kvöld verði
hörkuspennandi og ég vona að fólk
fjölmenni á völlinn. Í KR-liðinu er
mikil hefð og það eru svona leikir sem
lykilmenn innan þeirra liðs þrífast á,
en samt er ekki hægt að bóka sigur
þeirra því Breiðablik getur alveg
unnið. Blikar hafa yfir meiri breidd
að ráða, en þeim skortir stöðugleika.“
Sem landsliðsþjálfari og þjálfari
liðs sem er í baráttunni við KR, hlýt-
urðu að vonast eftir að þær tapi í
kvöld?
„Auðvitað vonast enginn eftir að
mótið svo gott sem klárist í lok júlí.
Með það í huga vonast ég að sjálf-
sögðu eftir að KR tapi stigum og
deildin opnist upp á gátt. Ég vil að
sjálfsögðu spennu áfram. Aftur á
móti er ekki hægt annað en að dást að
árangri KR-stúlknanna í ár. Margir
leikmenn þeirra hafa meiðst og ekki
getað leikið og þegar að því er gáð er
góð staða þeirra í deildinni með ólík-
indum,“ sagði Helena.
Meistarabarátta í Frostaskjóli
Ná Blikar að
stöðva KR?
KR-stúlkurnar geta svo gott sem tryggt sér Íslandsmeistaratitlinn í
knattspyrnu í kvöld þegar þær taka á móti Breiðabliki í Frostaskjóli.
KR er með 26 stig, en Breiðablik er í öðru sæti með 21 stig og á leik
til góða. Morgunblaðið fékk Helenu Ólafsdóttur, þjálfara Vals og ís-
lenska landsliðsins, til að spá í spilin fyrir viðureign kvöldsins.
Lærimeyjar Helenu í Val eru í þriðja sæti í deildinni með 20 stig.
KR 10 8 2 0 46:8 26
Breiðablik 9 7 0 2 30:17 21
Valur 9 6 2 1 31:12 20
ÍBV 9 6 1 2 34:10 19
Stjarnan 9 2 1 6 11:19 7
Þór/KA/KS 9 2 0 7 6:26 6
FH 10 2 0 8 8:37 6
Þróttur/Haukar 9 1 0 8 7:44 3
STAÐAN
Golfklúbbur Selfoss stendur fyrir opna Heklu-mótinu
laugardaginn 2.ágúst.
Mótið er leikið sem höggleikur með og án forgjafar.
Hæsta gefin grunnforgjöf 24,0 sem gerir 28 í vallarforgjöf.
Glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum,
auk tveggja mælingaverðlauna.
Aðalstyrktaraðilar mótsins eru Hekla hf. og Bílasala Selfoss.
Uppl. og skráning í síma 482 3335 á skrifstofutíma
og á www.golf.is
OPNA HEKLU-MÓTIÐ