Morgunblaðið - 31.07.2003, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 ára.
YFIR 19.000 GESTIR!
Tortímandinn er kominn aftur.
Fyrsta flokks spennumynd.
Kvikmyndir.com
SV. MBL
HK. DV
FRUMSÝNING
Framhaldið af hinni
frábæru Legally
Blond sem sló í
gegn! Resee
Witherspoon er
mætt aftur
sem enn
meiri
ljóska í
enn
meira
fjöri.
FM 957 FORSÝNING KL. 6.
FORSÝNING
HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Miðasala opnar kl. 15.30
Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 500 kr.Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
YFIR 29.000 GESTIR!
kl. 6, 8.30 og 11.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
B.i. 14 ára.
YFIR 19.000 GESTIR!
Stríðið er hafið!
Tortímandinn er kominn aftur.
Fyrsta flokks spennumynd.
Kvikmyndir.com
HK. DV SV. MBL
FRUMSÝNING
Framhaldið af hinni
frábæru Legally
Blond sem sló í
gegn! Resee
Witherspoon er
mætt aftur sem
enn meiri
ljóska í enn
meira
fjöri.
Frá Leikstjóra Training Day kemur mögnuð
mynd með harðjaxlinum Bruce Willis
og hinni glæsilegu Monicu Bellucci.
Missið ekki af þessari!
FRUMSÝNING
HLJÓMSVEITIN múm hefur getið
sér gott orð fyrir seiðandi tónlist
sína bæði hér á landi sem erlendis
og ber hæst plöturnar Yesterday
was dramatic – Today is ok og
Loksins erum við engin.
Hljómsveitin hefur verið að und-
anförnu að semja á Galtarvita og
við æfingar að undirbúa sig fyrir
tónleikaferðalag um heiminn.
Kristín Anna Valtýsdóttir, Örvar
Þóreyjarson Smárason og Gunnar
Örn Tynes hafa notið aðstoðar
trompetleikarans Eiríks Orra
Ólafssonar, Ólafar Helgu Arnalds,
sem spilar á víólu, gítar og syngur,
og finnska trommuleikarans
Samuli Kosminen að undanförnu og
verður svo á tónleikaferðalaginu.
Spænska leikkonan Victoria
Abril er greinilega á meðal aðdá-
enda sveitarinnar því hún leit á æf-
ingu með múm í Elliðaárdalnum í
gær. Abril, sem er Íslendingum að
góðu kunn fyrir leik sinn í 101
Reykjavík, er stödd hér á landi við
þáttagerð með frönsku tökuliði,
sem er að gera sjónvarpsþátt um
Reykjavík. Þáttaröðin er með því
sniði að frægir leikarar velja sínar
uppáhaldsborgir og ferðast þangað
til að kynna borgina fyrir sjón-
varpsáhorfendum.
„Hún kíkti „óvart“ í heimsókn til
okkar,“ segir Eiríkur trompetleik-
ari, sem verður fyrir svörum.
Abril spjallaði við hljómsveitar-
meðlimi og múm tók lagið ofan í
tómri sundlaug, „hálf-órafmagnað“
segir Eiríkur og las Abril upp texta
um Ísland á meðan. „Þetta var bara
fyndið og gaman,“ segir hann og
bætir við að hún hafi verið
„ógnarhress“.
Með gúmmíbát í kaupstað
Hljómsveitin er búin að dvelja í
Galtarvita í á milli fimm og sex vik-
ur fyrr í sumar að semja nýja tón-
list. Eiríkur, sem er í tónlistarnámi
í Amsterdam, var þar sjálfur í eina
viku og segir það sérstaka upp-
lifun.
„Þetta er mikil einangrun. Maður
komst ekkert burt nema það væri
gott veður í sjóinn, sem var reyndar
yfirleitt,“ segir Eiríkur en
nauðsynlegt er að fara með
gúmmíbát til að skreppa í kaupstað
og eru nauðsynjavörur keyptar á
Suðureyri. „Það var líka klukku-
tíma gangur fyrir fjall til að komast
í gemsasamband, og þá aðra leið-
ina,“ segir hann þannig að það er
ekki margt sem truflar á svona
stað.
Algjört tímaleysi
„Þetta er rosalega fínt. Sér-
staklega eins og fyrr í sumar, þegar
það var bjart allan sólarhringinn,
þá er tímaleysið algjört. Það var
enginn með klukku og maður þurfti
að kveikja á gemsanum sínum til að
athuga hvað klukkan væri. Þetta er
mjög sérstakt,“ segir hann og segir
sexmenningana vera skemmtilegan
hóp.
Eiríkur hefur áður spilað með
múm á tónleikum og inn á báðar
breiðskífur þeirra. „Ég kynntist
þeim í Náttúruóperunni í MH,“ seg-
ir hann en það er leikrit, sem sett
var upp í skólanum eftir Andra
Snæ Magnason við tónlist múm árið
1999.
Bandaríkin, Ástralía,
Japan
múm er á leið í heimsreisu í byrj-
un ágúst, sem stendur til loka sept-
ember eða byrjun október og leiðir
sveitina til Portúgals, Spánar,
Bandaríkjanna (þar af tvennir tón-
leikar í Bowery Ballroom í New
York-borg), Ástralíu og Japans.
Ferðalagið hefst þó á Íslandi með
tónleikum í bíósalnum í Herðubreið
á Seyðisfirði kl. 23 á morgun, föstu-
dagskvöld.
„Við byrjum á Seyðisfirði,“ segir
Eiríkur en múm-liðar eru ánægðir
með upphafið.
Þvínæst verður haldið út í heim á
miðvikudaginn næsta en fyrstu tón-
leikarnir þar verða á tónlistarhátíð
í Zambujeira í Portúgal 7. ágúst.
Hljómsveitin múm á leið í heimsreisu sem hefst á Seyðisfirði
Abril kíkti í heimsókn
Morgunblaðið/Jim Smart
Hljómsveitin múm: Ólöf Helga, Örvar, Gunnar Örn, Eiríkur, Kristín og Samuli á sundlaugarbakkanum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Leikkonan Victoria Abril fylgdist
með en hún er hrifin af Íslandi.
Múm spilar í Herðubreið á
Seyðisfirði kl. 23 á morgun,
föstudagskvöld.
www.noisedfisk.com/mumweb/
ingarun@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Franska tökuliðið að störfum á æfingu hjá múm í Elliðaárdal.