Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 27 GJARNAN er sagt að sókn sé besta vörnin og má það oft til sanns vegar færa. Þannig held ég að hátti nú þegar Banda- ríkjamenn hafa ákveðið að flytja herþotur og þyrlur frá Íslandi. For- sætisráðherra hefur réttilega sagt að þá geti ekki talist vera hér trúverðugar loftvarnir og best sé að herinn fari með manni og mús. Það er ábyrgðarlaust og ástæðu- laust að skapa ótta vegna breyt- ingar sem leitt geta til góðs fyrir ís- lenskt samfélag. Áfram verða Íslendingar í NATO sem tryggir vernd allra okkar nágrannaþjóða fari svo ólíklega í framtíðinni að á okkur verði ráðist. Hugmyndir um heimavarnarlið eru að mínu mati óskynsamlegar. Óttinn blindar Óttinn um brotthvarf hersins hef- ur læst sig um samfélagið og menn sjá ekki til sólar fyrir þessu skýja- þykkni sem safnast hefur upp á Suðvesturhorninu. Um 1,5% af þjóð- artekjum Íslendinga koma með hernum þannig að það er óumdeilt að snöggar breytingar hafa veruleg áhrif í viðbót við eitt mesta atvinnu- leysi á Suðvesturlandi í langan tíma. Það þýðir ekki að óttast þetta, við þessu þarf að bregðast. Nú er lag að Íslendingar taki einu sinni frum- kvæðið í samskiptum við Banda- ríkjamenn, þakki þeim fyrir komuna og kveðji þá með virktum. Full ástæða er til að þakka þeim sér- staklega frækileg björgunarstörf á landi og sjó. Ný sókn Samhliða verði settar af stað víð- tækar áætlanir um atvinnuuppbygg- ingu á Suðurnesjum. Ég legg til að eftirfarandi kostir verði skoðaðir með opnum huga. Í lok sumars verði öllum meiriháttar vegafram- kvæmdum á landsbyggðinni frestað um tvö til þrjú ár á meðan góð, bein og greið hraðbraut verði lögð frá Reykjanesbæ og að Hafnarfirði eða helst að Mjóddinni. Samhliða verði fjárveitingar auknar um nokkra milljarða til Landhelgisgæslunnar til kaupa á fullkominni björgunar- og eftirlitsþyrlu og varðskipið sem aldrei varð annað en teikning, nú sett í smíði. Þá verði kannaður sá möguleiki að Landhelgisgæslan flytji alla helstu starfsemi sína til Reykjanesbæjar. Víkingasveit lög- reglunnar verði efld frá því sem nú er og aðstaða fyrir Víkingasveit og Landhelgisgæslu sköpuð á Mið- nesheiði. Þarna verði engan veginn látið staðar numið því að með hrað- brautinni til Reykjanesbæjar og Leifsstöðvar opnast nýr möguleiki á flutningi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur. Þannig væri strax geng- ið í að teikna og hefja gerð nýrrar flugstöðvar við hlið Leifsstöðvar sem sinnti innanlandsfluginu. Um- svif innanlandshluta Keflavík- urflugvallar mundi hafa í för með sér umtalsverða atvinnusköpun í Reykjanesbæ. Á sama tíma væri nýtt deili- og aðalskipulag gert fyrir Reykjavík þar sem byggðar væru íbúðir fyrir þúsundir manna í Vatns- mýrinni og alvöru þekkingarþorpi þar komið upp um leið og miðbær höfuðborgarinnar fengi þá vítamíns- sprautu sem hann nauðsynlega þarf. Að þessu mikla verkefni þyrftu helst að koma öll sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu, á Reykjanesi ásamt með ríkinu. Meginatriðið yrði það að með þessari breytingu yrði svæðið allt frá Reykjanestá að Mosfellsbæ eitt atvinnusvæði. Spennandi tækifæri Ímyndarlega væri Ísland betur sett en nokkru sinni fyrr. Kjörorðin Iceland Naturally, ættu aldrei betur við í herlausu, friðsömu ríki sem verði þjóðartekjum sínum í upp- byggingu menntunar, velferðar og áhugaverðs mannlífs. Í landi þar sem náttúran og gott mannlíf væru í fyrirrúmi. Þessu til viðbótar þyrfti að gera frekara átak í atvinnu- málum á Suðurnesjum og mögulega styðja með opinberu fé margar góð- ar fyrirætlanir um atvinnuuppbygg- ingu verði það til að flýta fram- kvæmdum. Stöndum upprétt andspænis Bandaríkjamönnum í þessu máli og hættum að láta óttann ráða för. Áfram verðum við í nánu samstarfi við Bandaríkjamenn eins og aðrar þjóðir en horfumst í augu við að kalda stríðinu er lokið, hryðjuverkahætta er hér lítil sem engin en hér getur verið upphafið að nýjum og spennandi tímum og tæki- færum fyrir Íslendinga. Úr vörn í sókn Eftir Sigurstein Másson Höfundur er framkvæmdastjóri. UNDIRRITUÐ hefur verið fram- kvæmdastjóri dagvistar- og end- urhæfingarmiðstöðvar MS- sjúklinga (d&e MS) frá upphafi eða síðan 1986 og formaður MS-félags Íslands í fjórtán ár (1984– 1998). Fyrir tæpum tveimur árum greindist ég með krabbamein á alvarlegu stigi og neyddist því til að fara í veik- indaleyfi um ófyrirséðan tíma. Ég tel nauðsynlegt að upplýsa og útskýra fyrir þeim er láta sig mál- efni MS varða um brotthvarf mitt og sjónarmið mín á rekstri d&e MS síðan ég fór í leyfi, og þeirri óheppi- legu atburðarás sem hefur fylgt í kjölfarið. Ég hef þó reynt að halda mig frá allri opinberri umræðu um málefni d&e MS þennan tíma vegna þess að ég taldi það ekki þjóna hagsmunum þess. Það get ég ekki lengur gert vegna þess hvernig nú- verandi stjórn hefur, markvisst að því er virðist, vegið að æru minni og starfsheiðri, með vísvitandi rang- færslum. Einnig tel ég mér skylt að vekja athygli á því rótleysi sem nú ríkir hjá d&e MS og veldur því að starfsmenn til margra ára segja upp (eða er gert ókleift annað) og sjúk- lingar fara á mis við þá þjónustu og umönnun sem þeir þarfnast og fyll- ast öryggisleysi gagnvart ástandinu. Á þeim árum sem undirrituð hef- ur verið framkvæmdastjóri og for- maður MS-félags Íslands hefur samstarf við opinbera aðila gengið afar vel. Allt frá upphafi hefur gagn- kvæmt traust ríkt milli félagsins og hins opinbera, sem hefur aftur leitt til aukins velvilja, virðingar og skilnings á þeim rekstri sem við höf- um staðið fyrir og innt af hendi. Ýmis líknarfélög hafa einnig lagt okkur lið. Eftir að mér varð ljós alvara veik- inda minna, sem báru mjög brátt að, var algjör óvissa um hvenær ég hæfi störf á nýjan leik. Ég hafði samt ekki ástæðu til annars en að ætla að ég kæmi aftur til vinnu. Í ljósi þess taldi ég eðlilegast að nánasti sam- starfsmaður minn, forstöðumaður dagvistarinnar, leysti mig af á með- an, enda taldi ég engan hæfari til þess en hana. Við gerðum skriflegt samkomulag, 2. janúar 2002, um að forstöðumaður fengi greitt álag fyr- ir að bæta við sig störfum fram- kvæmdastjóra á meðan veik- indaleyfi stæði. Samkomulagið bar ég ekki undir stjórn d&e MS frekar en flestar aðrar ákvarðanir sem ég hef tekið, enda bar þáverandi stjórn fullt traust til minna starfa og hlut- aðist aldrei í mínar ákvarðanir. Stjórn MS-félags Íslands fór að huga að breyttu rekstrarfyrir- komulagi d&e MS. Nú þótti betur henta að félagið stýrði dagvistinni, eins og verið hafði fram til ársins 2000 þegar dagvistin var gerð að sjálfseignarstofnun. Í lögum d&e MS er einungis hægt að snúa til baka í fyrra horf hafi meiriháttar fjármálaóreiða átt sér stað. Því lögðust tveir byggingarnefnd- armenn MS-félags Íslands yfir bók- haldsgögn og reyndu eftir fremsta megni að koma höggi á mín fyrri störf. Í kjölfarið krafðist MS-félag Íslands uppsagnar stjórnarfor- manns því henni fannst hann ekki vinna með hag MS-félags Íslands að leiðarljósi. Stjórnarformaður d&e MS lét af störfum í lok janúar 2003, en áður var gert samkomulag á stjórn- arfundi 28. janúar 2003 um að for- stöðumaður gegndi áfram þeim störfum sem hún hafði gegnt að þangað til. Á stjórnarfundi 3. febr- úar 2003 er nýr stjórnarformaður kynntur og yfirlýsing gefin út um að það sé einróma vilji beggja stjórna, þ.e.a.s. MS-félags Íslands og d&e MS, að ráða formann MS-félags Ís- lands sem framkvæmdastjóra d&e MS án þess að færa það í tal við mig áður, eða kynna sér mína stöðu. Þetta gat forstöðumaður sem leysti Hefur MS-félagið gengið til góðs? Eftir Gyðu J. Ólafsdóttur Höfundur er fv. formaður MS-félags Íslands og framkvæmdastjóri d&e MS (í veikindaleyfi). mig af ekki við unað út frá faglegum forsendum og sagði starfi sínu lausu 7. febrúar 2003. Hin nýja stjórn fór þá að velta sér upp úr samkomulagi okkar og taldi að ekki hefði verið staðið rétt að málum. Á fundi með dagvistarfólki og starfsmönnum 14. febrúar upp- lýsti stjórn d&e MS að hjá dagvist- inni ríkti óreiða í bókhaldi og fjár- dráttur hefði átt sér stað. Á stjórnarfundi sama dag er bókað að leita skuli álits fagaðila varðandi álagsgreiðslur til forstöðumanns. Ekki var haft samband við stétt- arfélag viðkomandi heldur fékk for- stöðumaður bréf frá lögfræðingi stjórnar d&e MS dagsett 18. febr- úar þar sem hún er sökuð um fjár- drátt og í framhaldi af því hótað lög- reglurannsókn ef hún ekki skili álagsgreiðslum til baka innan viku- tíma. Fyrrverandi forstöðumaður ósk- aði eftir sáttum og afsökun frá stjórn d&e MS en hefur ekki heyrt orð frá þeim þótt liðnir séu tæpir 6 mánuðir. Þess skal getið að heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu var kunnugt um gang mála áður en þetta leiðindamál komst í fjöl- miðla. Í framhaldi af þessum uppá- komum fór heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið fram á að Rík- isendurskoðun yfirfari bókhald og stjórnsýslu d&e MS. Ríkisendur- skoðun hefur gefið út yfirlýsingu um að ekkert hafi verið athugavert við bókhaldið, enda verið haldið ut- an um það af virtum endurskoðanda og allir ársreikningar verið sam- þykktir öll þau ár sem ég var við stjórnvölinn. Ennfremur komast þeir að þeirri niðurstöðu varðandi samkomulag mitt við fyrrum for- stöðumann orðrétt: „ …þá er það mat Ríkisendurskoðunar að ekki sé hægt að líta svo á að um sjálftöku sé að ræða sem varði við hegningarlög. Eins og áður kom fram hafði hún gert samning við framkvæmda- stjóra d&e MS um þessar álags- greiðslur. Forstöðumaður mátti ætla að framkvæmdastjóri d&e MS hefði fullt umboð til að gera slíkan samning. Enn fremur var samning- urinn eðlilegur miðað við þær auknu skyldur sem forstöðumaður tók sér á herðar vegna veikinda fram- kvæmdastjóra.“ Nú finnst mér tímabært að stjórn MS-félags Íslands skorist ekki leng- ur undan því að halda fund með fé- lagsmönnum sem ítrekað hafa farið fram á það, en stjórn neitað á þeim forsendum að bíða verði eftir nið- urstöðum Ríkisendurskoðunar. Ekki er nóg fyrir stjórn d&e MS að skýra frá úrskurði Ríkisend- urskoðunar heldur ber henni að biðja fyrrverandi forstöðumann op- inberlega afsökunar vegna þeirra þungu ásakana sem bornar voru á hann. Fyrir þá sem áhuga hafa vil ég benda á heimasíðu MS-félgs Ís- lands þar sem greinargerð Ríkisendurskoðunar er birt í heild sinni, slóðin er msfelag.is. Ég harma að svona skuli komið fyrir því fjöreggi sem dagvistin hef- ur verið félagsmönnum okkar og létt mörgum róðurinn, bæði MS- einstaklingum og aðstandendum þeirra. Það er einlæg ósk mín að fé- lagsmönnum beri gæfa til að mynda samstillta stjórn svo hægt verði að endurreisa þann góða stað sem d&e MS hefur verið gegnum árin með heiðarleika og mannvirðingu að leið- arljósi. Ég mun að sjálfsögðu leggja krafta mína fram í þágu MS- sjúklinga og félagsins okkar hér eft- ir sem hingað til. ÝMSIR frístundalögfræð- ingar efast nú um hæfi ríkislög- reglustjóra vegna þess að hann hefur ekki hafið eigin rannsókn af sjálfsdáðum áður en Sam- keppnisstofnun hefur kært mál- ið til hans eða vísað því þangað með öðrum hætti. Það er eins gott að mönnum hefur ekki dottið þetta verklag í hug áður í skattsvikamálum þar sem ákveðin verkaskipting hefur ríkt um áratugaskeið lögum samkvæmt – og enginn fundið að jafnvel þótt upp hafi komið stór mál. Alþingi ætti sem fyrst að íhuga hvort ekki sé rétt að huga að svipaðri verkaskiptingu og þar tíðkast áður en þeir sem aðhyllast ringulreiðina ná að setja mark sitt á framkvæmd samkeppnislaga. – Væri ekki ráð að kenna lítt sigldum þing- mönnum sitthvað úr fræðum Björns heitins á Löngumýri um framgang vitleysunnar eða jafn- vel að hugsa stundum áður en þeir tala? Lögreglurannsókn á olíumálinu Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Einar S. Hálfdánarson flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 08 . 2 00 3 Reiðhjól 10-40% afsláttur -21 gíra fjallahjól frá kr. 14.900 Golfvörur 10-70% afsláttur - Járnasett frá kr. 9.900 Sportfatnaður og íþróttaskór 20-70% afsláttur Hlaupahjól aðeins kr. 6.900, áður 11.900 Regnfatnaður 20% afsláttur Sundfatnaður frá kr. 500 Rólur og rennibrautir 20% afsláttur Fótboltaskór barna frá kr. 990 ® Dúndur! afsláttu r af öllu m vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.