Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 39 ENN er frábær veiði í ám á norð- austurhorninu og hafa menn ekki séð jafn sterkar göngur „tveggja ára“ laxa í allnokkur ár. Þar, eins og víðar á norðanverðu landinu, bíða menn þó eftir álitlegum smálaxagöngum, því það eru göng- urnar sem skera úr um hvort fram- hald verður á veiðiveislunni sem staðið hefur. Fregnir herma að á Írlandi séu dæmi um að laxagöngur í ár séu allt að sex vikum á eftir áætlun og spurning hvort kenningar um að gott árferði í hafinu skili göngum inn snemma sumars haldi vatni, hvort að ekki sé allt eins líklegt að slíkt tefji göngur, enda er talsvert af stórlaxinum sem er að veiðast nokkrum vikum á eftir því sem áð- ur var talið eðlilegt, en sá fiskur var álitinn hreinn og klár júnífisk- ur hér á landi um langt árabil, en hefur nú verið að ganga frá seinni hluta júní og fram að júlílokum. Og við það má bæta, að margt af þess- um boltafiski er afar þungur, mikið á bilinu 12 til 16 pund, en beinlínis lítið af 9 til 11 punda sem oft hefur einkennt göngur tveggja ára lax- ins. Dæmi um fína veiði Sem dæmi um fína veiði á norð- austurhorninu má nefna, að síðasta vika í Selá í Vopnafirði skilaði 190 löxum á átta stangir. Í Hafralónsá í Þistilfirði gaf síðasta vika 42 laxa á sex stangir sem þykir prýðilegt í þeirri á, en Þistilfjarðarárnar eru ekki eins laxamargar og nágranna- árnar í Vopnafirði. Góðar vísbendingar í Eyjafjarðará Einar Guðmann, sérfræðingur í Eyjafjarðará, sagði vísbendingar vera fyrir hendi um að veiði væri að glæðast í ánni. Hann sagði í samtali að dagarnir þegar menn væru að fá 40 til 60 bleikjur yfir daginn væru ekki komnir, en skot á skot ofan með vaxandi tölum að undanförnu gæfu góð fyrirheit. „Samkvæmt reynslu okkar af Eyjafjarðará þá er óhætt að halda bjartsýninni fram að verslunar- mannahelgi, en ef stórgöngurnar eru ekki farnar að skila sér þá, mega menn örvænta alveg eins og þeir vilja,“ bætti Einar Guðmann við. Fram að þessu hefur meðal- vigt aflans verið afar góð og slatti af 5–6 punda bleikjum veiðst. Ein- ar segist gera sér vonir um að áin nái a.m.k. meðalveiði í sumar, 2.500 bleikjum, en í fyrra veiddust aðeins 1.950 fiskar, sem þykir þunnur þrettándi í þessari stór- veiðiá. 16 á eina stöng Þverá í Fljótshlíð hefur ekki ver- ið mikið í umræðunni að undan- förnu, enda í skugga Rangánna. Áin er þó greinilega komin á fætur, því að þær fregnir bárust frá SVFR, sem hefur með ána að gera, að veiðimaður einn sem var þar í tvo daga fyrr í vikunni hafi fengið 16 laxa og séð mikið af fiski víða. Þetta voru mest 5 til 7 punda fisk- ar, en einnig 10, 12 og 15 punda fiskar. Frekar lítið hefur verið veitt í ánni til þessa, en væntanlega harðnar sóknin við þessi tíðindi. Fjör í Langá Í byrjun vikunnar voru veiðitöl- ur gerðar upp í Langá og voru þá komnir 550 laxar á land og 700 í gegnum teljarann í Sveðjufossi. Gangan upp á Fjall er með ólík- indum og heildarveiðin afar góð, sérstaklega þegar að er gáð að skv. elstu mönnum á Langárbökkum hefur áin ekki verið jafn vatnslítil síðan 1939. Boltafiskar í Skógá Nokkrir laxar hafa veiðst í Skógá að undanförnu, m.a. rúm- lega 15 punda hrygna sem mun vera stærsta hrygna sem veiðst hefur í ánni, að sögn Ásgeirs Ás- mundssonar leigutaka. Morgunblaðið/Einar Falur Kvöldstemmning við Eyvindarlæk í Reykjadal. Norðausturhorn- ið enn í fluggír ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Skógarganga í Þrastaskógi. Laugardaginn 2. ágúst kl. 14–16 efnir Alviðra, fræðslusetur Land- verndar, til göngu um Þrastaskóg sem nú skartar sínu fegursta. Dagbjört Óskarsdóttir leið- sögumaður mun leiða gönguna. Lagt verður upp frá hliðinu fyrir ofan veitingaskálann Þrastarlund. Gangan er létt og á flestra færi. Boðið verður upp á kakó og klein- ur í göngunni. Þátttökugjald er kr. 800 fyrir fullorðna, ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára, veitingar innifaldar. Allir eru velkomnir. Fjölskyldudagskrá í Þjóðgarð- inum í Skaftafelli um versl- unarmannahelgina. Farið verður í tveggja tíma gönguferðir með landverði alla dagana klukkan 10 og 15. Að venju verða barnastund- ir klukkan 10 á laugardag og sunnudag. Á laugardagskvöld verður haldin brenna og brekku- söngur. Á sunnudagskvöld verður fyrirlestur um nýtingu plantna fyrr og síðar. Meðan á fyrirlestr- inum stendur verður barnastund þar sem lesnar verða valdar þjóð- sögur fyrir börn úr bók Bjarkar Bjarnadóttur, Furðudýr í íslensk- um þjóðsögum. Á MORGUN Sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík í Þórsmörk. Laug- ardaginn 9. ágúst verður farið í ár- lega sumarferð Framsóknarfélag- anna í Reykjavík. Að þessu sinni er ferðinni heitið inn í Þórsmörk. Lagt verður af stað kl. 8.30 frá Umferð- armiðstöðinni (BSÍ) en gert er ráð fyrir að koma aftur til Reykjavíkur um kl. 20. Í Húsadal verður slegið upp grillveislu, farið í leiki og sprell- að undir forystu Jónínu Bjartmarz. Með í för verða þingmenn og borg- arfulltrúar Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þátttökugjald fyrir full- orðna er 4.000 kr, fyrir börn á aldr- inum 8 til 16 ára kostar ferðin 2.000 kr en frítt er fyrir börn yngri en 8 ára. Í þátttökugjaldi er innifalin rúta og kvöldmatur. Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina fyrir 6. ágúst en nánari upplýsingar og skráning fer fram á skrifstofu Framsókn- arflokksins Hverfisgötu 33. Einnig er hægt að lesa sér til um ferða- tilhögun á www.hrifla.is. Inngangur að skjalastjórnun. Námskeið Skipulags og skjala ehf. „Inngangur að skjalastjórnun“ verð- ur haldið mánudaginn 8. og þriðju- daginn 9. sept. nk. frá kl. 13–16.30 báða dagana. Námskeiðið er öllum opið. Á námskeiðinu er farið í grunn- hugtök skjalastjórnunar; lífshlaup skjals, virk skjöl, óvirk skjöl, skjala- áætlun og skjalalykil. Greint er frá því hvernig leysa má skjalavanda ís- lenskra vinnustaða með því að taka upp skjalastjórnun. Fjallað er um ís- lensk lög er varða skjalastjórnun en opinberum vinnustöðum er í raun skylt að taka upp skjalastjórnun eft- ir setningu stjórnsýslulaga, upplýs- ingalaga og laga um persónuvernd. Sýnt verður bandarískt stjórn- unarmyndband sem fjallar um skjalavanda á vinnustað. Kennt er í úrvalshúsnæði með tölvu- skjávarpa. Kaffi ásamt meðlæti báða dagana er innfalið í námskeiðsgjaldi. Kennari er Sigmar Þormar MA. Námskeiðsgjald er kr. 25.000. Sjá nánar: www.skjalastjornun.is. Á NÆSTUNNI HEIMSFERÐIR hyggjast bjóða í fyrsta sinn upp á beint flug til Jam- aíku. Að sögn Tómasar J. Gestsson- ar, aðstoðarframkvæmdastjóra Heimsferða, er um vikuferð að ræða sem farin verður 22. febrúar næst- komandi. Ferðin er skipulögð með farar- stjórn og öllu tilheyrandi en á Jam- aíku er nóg að gera fyrir unga sem aldna. Boðið verður upp á ýmiss kon- ar kynnisferðir og afþreyingu. Beint flug til Jamaíku ♦ ♦ ♦ REIÐTYGI og hnakkar, Íslandsferðir, lambakjöt og appelsín er meðal þess sem íslensk fyrirtæki kynna á Heimsmeistara- móti íslenska hestsins sem nú fer fram í Herning í Danmörku. Gestir á mótinu hafa tekið hinum íslenska varningi fagnandi og stöðug umferð hefur verið á sameiginlegu ís- lensku sýningarsvæði sem skipulagt hefur verið af Útflutningsráði, en svæðið gengur undir nafninu „Ís- landshúsið“. Eigendur íslenskra hesta eru yfirleitt miklir áhugamenn um allt sem ís- lenskt er, en Danir eru næstfjölmennasta þjóðin innan F.E.I.F. sem eru al- þjóðasamtök Íslandshesta- eigenda og því er heims- meistaramótið afar góður vettvangur til að koma ís- lenskri vöru á framfæri. Svæðið sem er rétt við mótsvöll- inn er rúmlega 300 fermetrar á stærð. Fyrirtækin sem kynna þar vörur sínar og þjónustu eru: Hestar og menn með vörur fyrir hesta- menn, Icesaddles sem kynnir hnakkinn Hrímni, Íshestar sem bjóða upp á hestaferðir og Iceland- air sem auglýsa Íslandsferð- ir, Eiðfaxi sem kynnir útgáfu sína og vefsvæði, Gullfoss umboðsaðili Sláturfélags Suðurlands gefur gestum að smakka á íslensku lamba- kjöti, Bændasamtökin halda á lofti íslenskri hrossarækt og sýna íslenska hugbúnað- inn FENG og loks er Lands- mótið eða Icelandair Horse Festival með kynningu á Landsmóti sem fram fer á Hellu 29. júní til 4. júlí 2004. Auk framangreindra aðila sem eru með sýningarbása er starfrækt kaffihús þar sem hægt er að fá íslenskar mat- vöru m.a. flatkökur með hangikjöti og kleinur frá Ömmubakstri, malt og app- elsín frá Ölgerð Egils Skalla- grímssonar ehf., lopapeysur og minjagripi. Einnig hefur verður settur upp lítill fyr- irlestrarsalur þar sem er að- staða til að halda kynningar og vera með myndasýningar. Þar mun Ágúst Sigurðsson hrossa- ræktarráðunautur halda erindi á degi hverjum kl. 16 um þróun rækt- unar íslenska hestsins. Íslenskt kynningarsvæði á HM í Danmörku Frá Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Danmörku. BORIST hefur ályktun fram- kvæmdastjórnar Ungra jafnað- armanna um málefni olíufélag- anna. Þar segir meðal annars: „Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna lýsir yfir undrun sinni á sinnuleysi ríkislögreglu- stjóra við að rannsaka meint brot forstjóra olíufélaganna þrátt fyrir lögbundna skyldu um að gera svo. Ungir jafnaðar- menn fordæma það fjársvelti sem Samkeppnisstofnun býr við af hálfu ríkisstjórnarinnar og telja að ríkisstjórnin beri því pólitíska ábyrgð á hugsanlegri fyrningu brota vegna meints samráðs olíufyrirtækjanna. Ungir jafnaðarmenn telja að styrkja beri fjárhagslega stöðu Samkeppnisstofnunar svo hægt sé að ljúka bæði olíusamráðs- málinu og máli tryggingarfélag- anna. Um mikla almannahags- muni er að ræða og mikilvægt að tryggja hag neytenda með sterkari eftirlitsstofnun.“ Forviða á ummælum ráðherra „UJ er jafnframt forviða á þeim ummælum forsætisráð- herra að háar sektir muni ein- ungis koma niður á neytendum. Með röksemdum forsætisráð- herrans væri ekki hægt að rétt- læta neinar sektir á fyrirtæki og eru þær einnig með ólíkindum þegar tekið er tillit til yfirvof- andi samkeppni tveggja nýrra fyrirtækja á bensínmarkaðin- um. Vegna ummæla Davíðs Oddssonar um að menn hafi lengi grunað samráð olíufélag- anna hlýtur einnig að koma til skoðunar hvers vegna enginn þeirra sem setið hafa í stjórnum olíufyrirtækjanna hefur spurst fyrir um hvort eðlilega væri staðið að þessum málum. Laga- leg ábyrgð á meintum brotum fyrirtækjanna liggur ekki að- eins hjá forstjórunum heldur einnig stjórnarmönnum þeirra á meðan samráðið fór fram.“ Vilja styrkja Samkeppn- isstofnun AFHJÚPAÐUR verður minnis- varði um Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli laug- ardaginn 9. ágúst heima að Kirkjubóli í Bjarnardal í Ön- undarfirði og hefst athöfnin kl. 14. Það er stúkan Einingin í Reykjavík sem þannig vill heiðra minningu eins síns bezta félaga, en Halldór var um áratugi félagi í Einingunni og þjóðin þekkti Halldór sem ein- hvern ötulasta talsmann bindindis og hollra lífshátta. Formaður undirbúningsnefndar Sigrún Sturludóttir setur samkom- una og stjórnar henni. Sigrún Gissurardóttir og Ásgerður Ingi- marsdóttir lesa ljóð og frásögn eft- ir Halldór. Helgi Seljan og Gunnar Þorláksson flytja ávörp og Karla- kórinn Ernir syngur. Bróðurdóttir Halldórs, Ásthildur Ólafsdóttir, mun svo tala fyrir hönd ættingja Halldórs og sungin verða ljóð Halldórs. Stúkan Einingin býður alla velkomna til þessarar athafn- ar. Minnisvarði um Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli Halldór Kristjánsson STÓR hluti landsmanna ætlar að vera heima við um verslunarmanna- helgina ef tekið er mið af könnun sem vefsíðan Plúsinn sendi frá sér í fyrra- dag. Tæplega 10.000 manns hafa svarað könnuninni en af þeim ætla 39,4% að vera heima yfir helgina. Samkvæmt könnuninni fær hátíðin Ein með öllu á Akureyri flesta gesti en 8,5% ætla að leggja leið sína þang- að. Þjóðhátíð í Eyjum fær tæp 6% en unglingalandsmótið á Ísafirði og bindindismótið í Galtalæk fylgjast að með um 3% gesta hvort. Rúmlega 30% svarenda ætla að fara eitthvert annað en á skipulagðar hátíðir svo að það má gera ráð fyrir að umferðin verði mikil að vanda. Um 40% verða heima um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.