Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 39
ENN er frábær veiði í ám á norð-
austurhorninu og hafa menn ekki
séð jafn sterkar göngur „tveggja
ára“ laxa í allnokkur ár. Þar, eins
og víðar á norðanverðu landinu,
bíða menn þó eftir álitlegum
smálaxagöngum, því það eru göng-
urnar sem skera úr um hvort fram-
hald verður á veiðiveislunni sem
staðið hefur.
Fregnir herma að á Írlandi séu
dæmi um að laxagöngur í ár séu
allt að sex vikum á eftir áætlun og
spurning hvort kenningar um að
gott árferði í hafinu skili göngum
inn snemma sumars haldi vatni,
hvort að ekki sé allt eins líklegt að
slíkt tefji göngur, enda er talsvert
af stórlaxinum sem er að veiðast
nokkrum vikum á eftir því sem áð-
ur var talið eðlilegt, en sá fiskur
var álitinn hreinn og klár júnífisk-
ur hér á landi um langt árabil, en
hefur nú verið að ganga frá seinni
hluta júní og fram að júlílokum. Og
við það má bæta, að margt af þess-
um boltafiski er afar þungur, mikið
á bilinu 12 til 16 pund, en beinlínis
lítið af 9 til 11 punda sem oft hefur
einkennt göngur tveggja ára lax-
ins.
Dæmi um fína veiði
Sem dæmi um fína veiði á norð-
austurhorninu má nefna, að síðasta
vika í Selá í Vopnafirði skilaði 190
löxum á átta stangir. Í Hafralónsá
í Þistilfirði gaf síðasta vika 42 laxa
á sex stangir sem þykir prýðilegt í
þeirri á, en Þistilfjarðarárnar eru
ekki eins laxamargar og nágranna-
árnar í Vopnafirði.
Góðar vísbendingar
í Eyjafjarðará
Einar Guðmann, sérfræðingur í
Eyjafjarðará, sagði vísbendingar
vera fyrir hendi um að veiði væri
að glæðast í ánni. Hann sagði í
samtali að dagarnir þegar menn
væru að fá 40 til 60 bleikjur yfir
daginn væru ekki komnir, en skot
á skot ofan með vaxandi tölum að
undanförnu gæfu góð fyrirheit.
„Samkvæmt reynslu okkar af
Eyjafjarðará þá er óhætt að halda
bjartsýninni fram að verslunar-
mannahelgi, en ef stórgöngurnar
eru ekki farnar að skila sér þá,
mega menn örvænta alveg eins og
þeir vilja,“ bætti Einar Guðmann
við. Fram að þessu hefur meðal-
vigt aflans verið afar góð og slatti
af 5–6 punda bleikjum veiðst. Ein-
ar segist gera sér vonir um að áin
nái a.m.k. meðalveiði í sumar,
2.500 bleikjum, en í fyrra veiddust
aðeins 1.950 fiskar, sem þykir
þunnur þrettándi í þessari stór-
veiðiá.
16 á eina stöng
Þverá í Fljótshlíð hefur ekki ver-
ið mikið í umræðunni að undan-
förnu, enda í skugga Rangánna.
Áin er þó greinilega komin á fætur,
því að þær fregnir bárust frá
SVFR, sem hefur með ána að gera,
að veiðimaður einn sem var þar í
tvo daga fyrr í vikunni hafi fengið
16 laxa og séð mikið af fiski víða.
Þetta voru mest 5 til 7 punda fisk-
ar, en einnig 10, 12 og 15 punda
fiskar. Frekar lítið hefur verið
veitt í ánni til þessa, en væntanlega
harðnar sóknin við þessi tíðindi.
Fjör í Langá
Í byrjun vikunnar voru veiðitöl-
ur gerðar upp í Langá og voru þá
komnir 550 laxar á land og 700 í
gegnum teljarann í Sveðjufossi.
Gangan upp á Fjall er með ólík-
indum og heildarveiðin afar góð,
sérstaklega þegar að er gáð að skv.
elstu mönnum á Langárbökkum
hefur áin ekki verið jafn vatnslítil
síðan 1939.
Boltafiskar í Skógá
Nokkrir laxar hafa veiðst í
Skógá að undanförnu, m.a. rúm-
lega 15 punda hrygna sem mun
vera stærsta hrygna sem veiðst
hefur í ánni, að sögn Ásgeirs Ás-
mundssonar leigutaka.
Morgunblaðið/Einar Falur
Kvöldstemmning við Eyvindarlæk í Reykjadal.
Norðausturhorn-
ið enn í fluggír
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Skógarganga í Þrastaskógi.
Laugardaginn 2. ágúst kl. 14–16
efnir Alviðra, fræðslusetur Land-
verndar, til göngu um Þrastaskóg
sem nú skartar sínu fegursta.
Dagbjört Óskarsdóttir leið-
sögumaður mun leiða gönguna.
Lagt verður upp frá hliðinu fyrir
ofan veitingaskálann Þrastarlund.
Gangan er létt og á flestra færi.
Boðið verður upp á kakó og klein-
ur í göngunni. Þátttökugjald er kr.
800 fyrir fullorðna, ókeypis fyrir
börn yngri en 12 ára, veitingar
innifaldar. Allir eru velkomnir.
Fjölskyldudagskrá í Þjóðgarð-
inum í Skaftafelli um versl-
unarmannahelgina. Farið verður
í tveggja tíma gönguferðir með
landverði alla dagana klukkan 10
og 15. Að venju verða barnastund-
ir klukkan 10 á laugardag og
sunnudag. Á laugardagskvöld
verður haldin brenna og brekku-
söngur. Á sunnudagskvöld verður
fyrirlestur um nýtingu plantna
fyrr og síðar. Meðan á fyrirlestr-
inum stendur verður barnastund
þar sem lesnar verða valdar þjóð-
sögur fyrir börn úr bók Bjarkar
Bjarnadóttur, Furðudýr í íslensk-
um þjóðsögum.
Á MORGUN
Sumarferð Framsóknarfélaganna
í Reykjavík í Þórsmörk. Laug-
ardaginn 9. ágúst verður farið í ár-
lega sumarferð Framsóknarfélag-
anna í Reykjavík. Að þessu sinni er
ferðinni heitið inn í Þórsmörk. Lagt
verður af stað kl. 8.30 frá Umferð-
armiðstöðinni (BSÍ) en gert er ráð
fyrir að koma aftur til Reykjavíkur
um kl. 20. Í Húsadal verður slegið
upp grillveislu, farið í leiki og sprell-
að undir forystu Jónínu Bjartmarz.
Með í för verða þingmenn og borg-
arfulltrúar Framsóknarflokksins í
Reykjavík. Þátttökugjald fyrir full-
orðna er 4.000 kr, fyrir börn á aldr-
inum 8 til 16 ára kostar ferðin 2.000
kr en frítt er fyrir börn yngri en 8
ára. Í þátttökugjaldi er innifalin rúta
og kvöldmatur. Nauðsynlegt er að
skrá sig í ferðina fyrir 6. ágúst en
nánari upplýsingar og skráning fer
fram á skrifstofu Framsókn-
arflokksins Hverfisgötu 33. Einnig
er hægt að lesa sér til um ferða-
tilhögun á www.hrifla.is.
Inngangur að skjalastjórnun.
Námskeið Skipulags og skjala ehf.
„Inngangur að skjalastjórnun“ verð-
ur haldið mánudaginn 8. og þriðju-
daginn 9. sept. nk. frá kl. 13–16.30
báða dagana. Námskeiðið er öllum
opið.
Á námskeiðinu er farið í grunn-
hugtök skjalastjórnunar; lífshlaup
skjals, virk skjöl, óvirk skjöl, skjala-
áætlun og skjalalykil. Greint er frá
því hvernig leysa má skjalavanda ís-
lenskra vinnustaða með því að taka
upp skjalastjórnun. Fjallað er um ís-
lensk lög er varða skjalastjórnun en
opinberum vinnustöðum er í raun
skylt að taka upp skjalastjórnun eft-
ir setningu stjórnsýslulaga, upplýs-
ingalaga og laga um persónuvernd.
Sýnt verður bandarískt stjórn-
unarmyndband sem fjallar um
skjalavanda á vinnustað.
Kennt er í úrvalshúsnæði með tölvu-
skjávarpa. Kaffi ásamt meðlæti báða
dagana er innfalið í námskeiðsgjaldi.
Kennari er Sigmar Þormar MA.
Námskeiðsgjald er kr. 25.000. Sjá
nánar: www.skjalastjornun.is.
Á NÆSTUNNI
HEIMSFERÐIR hyggjast bjóða í
fyrsta sinn upp á beint flug til Jam-
aíku. Að sögn Tómasar J. Gestsson-
ar, aðstoðarframkvæmdastjóra
Heimsferða, er um vikuferð að ræða
sem farin verður 22. febrúar næst-
komandi.
Ferðin er skipulögð með farar-
stjórn og öllu tilheyrandi en á Jam-
aíku er nóg að gera fyrir unga sem
aldna. Boðið verður upp á ýmiss kon-
ar kynnisferðir og afþreyingu.
Beint flug
til Jamaíku
♦ ♦ ♦
REIÐTYGI og hnakkar,
Íslandsferðir, lambakjöt
og appelsín er meðal þess
sem íslensk fyrirtæki
kynna á Heimsmeistara-
móti íslenska hestsins sem
nú fer fram í Herning í
Danmörku. Gestir á
mótinu hafa tekið hinum
íslenska varningi fagnandi
og stöðug umferð hefur
verið á sameiginlegu ís-
lensku sýningarsvæði sem
skipulagt hefur verið af
Útflutningsráði, en svæðið
gengur undir nafninu „Ís-
landshúsið“.
Eigendur íslenskra
hesta eru yfirleitt miklir
áhugamenn um allt sem ís-
lenskt er, en Danir eru
næstfjölmennasta þjóðin
innan F.E.I.F. sem eru al-
þjóðasamtök Íslandshesta-
eigenda og því er heims-
meistaramótið afar góður
vettvangur til að koma ís-
lenskri vöru á framfæri.
Svæðið sem er rétt við mótsvöll-
inn er rúmlega 300 fermetrar á
stærð. Fyrirtækin sem kynna þar
vörur sínar og þjónustu eru: Hestar
og menn með vörur fyrir hesta-
menn, Icesaddles sem kynnir
hnakkinn Hrímni, Íshestar sem
bjóða upp á hestaferðir og Iceland-
air sem auglýsa Íslandsferð-
ir, Eiðfaxi sem kynnir útgáfu
sína og vefsvæði, Gullfoss
umboðsaðili Sláturfélags
Suðurlands gefur gestum að
smakka á íslensku lamba-
kjöti, Bændasamtökin halda
á lofti íslenskri hrossarækt
og sýna íslenska hugbúnað-
inn FENG og loks er Lands-
mótið eða Icelandair Horse
Festival með kynningu á
Landsmóti sem fram fer á
Hellu 29. júní til 4. júlí 2004.
Auk framangreindra aðila
sem eru með sýningarbása er
starfrækt kaffihús þar sem
hægt er að fá íslenskar mat-
vöru m.a. flatkökur með
hangikjöti og kleinur frá
Ömmubakstri, malt og app-
elsín frá Ölgerð Egils Skalla-
grímssonar ehf., lopapeysur
og minjagripi. Einnig hefur
verður settur upp lítill fyr-
irlestrarsalur þar sem er að-
staða til að halda kynningar
og vera með myndasýningar.
Þar mun Ágúst Sigurðsson hrossa-
ræktarráðunautur halda erindi á
degi hverjum kl. 16 um þróun rækt-
unar íslenska hestsins.
Íslenskt kynningarsvæði
á HM í Danmörku
Frá Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Danmörku.
BORIST hefur ályktun fram-
kvæmdastjórnar Ungra jafnað-
armanna um málefni olíufélag-
anna. Þar segir meðal annars:
„Framkvæmdastjórn Ungra
jafnaðarmanna lýsir yfir undrun
sinni á sinnuleysi ríkislögreglu-
stjóra við að rannsaka meint
brot forstjóra olíufélaganna
þrátt fyrir lögbundna skyldu um
að gera svo. Ungir jafnaðar-
menn fordæma það fjársvelti
sem Samkeppnisstofnun býr við
af hálfu ríkisstjórnarinnar og
telja að ríkisstjórnin beri því
pólitíska ábyrgð á hugsanlegri
fyrningu brota vegna meints
samráðs olíufyrirtækjanna.
Ungir jafnaðarmenn telja að
styrkja beri fjárhagslega stöðu
Samkeppnisstofnunar svo hægt
sé að ljúka bæði olíusamráðs-
málinu og máli tryggingarfélag-
anna. Um mikla almannahags-
muni er að ræða og mikilvægt
að tryggja hag neytenda með
sterkari eftirlitsstofnun.“
Forviða á ummælum
ráðherra
„UJ er jafnframt forviða á
þeim ummælum forsætisráð-
herra að háar sektir muni ein-
ungis koma niður á neytendum.
Með röksemdum forsætisráð-
herrans væri ekki hægt að rétt-
læta neinar sektir á fyrirtæki og
eru þær einnig með ólíkindum
þegar tekið er tillit til yfirvof-
andi samkeppni tveggja nýrra
fyrirtækja á bensínmarkaðin-
um. Vegna ummæla Davíðs
Oddssonar um að menn hafi
lengi grunað samráð olíufélag-
anna hlýtur einnig að koma til
skoðunar hvers vegna enginn
þeirra sem setið hafa í stjórnum
olíufyrirtækjanna hefur spurst
fyrir um hvort eðlilega væri
staðið að þessum málum. Laga-
leg ábyrgð á meintum brotum
fyrirtækjanna liggur ekki að-
eins hjá forstjórunum heldur
einnig stjórnarmönnum þeirra á
meðan samráðið fór fram.“
Vilja styrkja
Samkeppn-
isstofnun
AFHJÚPAÐUR
verður minnis-
varði um Halldór
Kristjánsson frá
Kirkjubóli laug-
ardaginn 9.
ágúst heima að
Kirkjubóli í
Bjarnardal í Ön-
undarfirði og
hefst athöfnin kl.
14.
Það er stúkan
Einingin í Reykjavík sem þannig
vill heiðra minningu eins síns
bezta félaga, en Halldór var um
áratugi félagi í Einingunni og
þjóðin þekkti Halldór sem ein-
hvern ötulasta talsmann bindindis
og hollra lífshátta.
Formaður undirbúningsnefndar
Sigrún Sturludóttir setur samkom-
una og stjórnar henni. Sigrún
Gissurardóttir og Ásgerður Ingi-
marsdóttir lesa ljóð og frásögn eft-
ir Halldór. Helgi Seljan og Gunnar
Þorláksson flytja ávörp og Karla-
kórinn Ernir syngur. Bróðurdóttir
Halldórs, Ásthildur Ólafsdóttir,
mun svo tala fyrir hönd ættingja
Halldórs og sungin verða ljóð
Halldórs. Stúkan Einingin býður
alla velkomna til þessarar athafn-
ar.
Minnisvarði um Halldór
Kristjánsson frá Kirkjubóli
Halldór
Kristjánsson
STÓR hluti landsmanna ætlar að
vera heima við um verslunarmanna-
helgina ef tekið er mið af könnun sem
vefsíðan Plúsinn sendi frá sér í fyrra-
dag. Tæplega 10.000 manns hafa
svarað könnuninni en af þeim ætla
39,4% að vera heima yfir helgina.
Samkvæmt könnuninni fær hátíðin
Ein með öllu á Akureyri flesta gesti
en 8,5% ætla að leggja leið sína þang-
að. Þjóðhátíð í Eyjum fær tæp 6% en
unglingalandsmótið á Ísafirði og
bindindismótið í Galtalæk fylgjast að
með um 3% gesta hvort.
Rúmlega 30% svarenda ætla að
fara eitthvert annað en á skipulagðar
hátíðir svo að það má gera ráð fyrir að
umferðin verði mikil að vanda.
Um 40% verða
heima um helgina