Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 44
Leikurinn var lengst af nokkuðfjörugur og liðin sýndu á köfl- um ágæt tilþrif. Liðin áttu hvort sitt færið í upphafi leiks; fyrst skaut Þorvaldur Makan Sigbjörnsson naum- lega framhjá marki Þróttar úr aukaspyrnu og rétt á eftir fékk Björgólfur Takefusa óvænt færi hinum megin þegar Sören Byskov missti af knettinum en Björgólfur var í þröngu færi og náði ekki að stýra knettinum í markið. Heimamenn náðu síðan forystunni eftir liðlega stundar- fjórðungs leik með góðu marki frá Dean Martin Gestirnir færðust í aukana við það og seinni hluti hálf- leiksins var sá besti af þeirra hálfu. Sören Byskov þurfti þrisvar að taka á honum stóra sínum til að koma í veg fyrir að Þróttur jafnaði og KA-menn gengu til búnings- klefa í hléi með eins marks forskot. McCormick fékk rautt á leiðinni af velli Heimamenn komust síðan í 2:0 strax í upphafi seinni hálfleiks þeg- ar Steinar Tenden skoraði og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. KA lék mjög vel í seinni hálfleik og Þróttarar komust ekkert áleiðis. Ekki bætti úr skák fyrir þá að missa Charles McCormick af velli á 62. mínútu með rautt spjald. Reyndar var hann á leiðinni út af og Guðfinnur Þórir Ómarsson varamaður tilbúinn að koma í hans stað. Einhverra hluta vegna var Charles ekki sáttur við lífið og til- veruna við það tækifæri og þrum- aði boltanum út í buskann rétt áður en hann fór af velli. Kristinn Jak- obsson dómari gat ekki annað en sýnt honum gula spjaldið og þar sem hann var áður búinn að fá spjald fylgdi það rauða í kjölfarið. Skiptingin komst því aldrei í fram- kvæmd og Guðfinnur fékk sér aftur sæti á bekknum. En heimamenn höfðu yfirburði það sem eftir var leiks og það var einkum skortur á einbeitingu sem varð þess valdandi að illa gekk að bæta við mörkum. Liðið lék vel en hvað eftir annað runnu efnilegar sóknir út í sandinn. Reyndar skor- aði Steinar Tenden mark á 84. mín- útu en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Þorvaldur Makan sendi knöttinn til hans en var sjálf- ur í mjög góðu færi, réttstæður. Þegar komið var fram yfir venju- legan leiktíma ákvað Þorvaldur að klára sjálfur svipað færi, eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni Þróttar rétt utan teigs. Skömmu síðar var flautað til leiksloka og öruggur sigur KA í höfn. Þróttarar byrjuðu leikinn ágæt- lega og áttu góða spretti í fyrri hálfleik en áttu ekkert svar við öfl- ugum leik KA í seinni hálfleik. Vörnin opnaðist oft illa og sókn- armennirnir sáust ekki. Lið KA lék á als oddi í þessum leik og leik- menn áttu flestir mjög góðan dag. Þorvaldur Makan var með á nýjan leik eftir meiðsli og hann og nafni hans Örlygsson réðu ríkjum á miðj- unni. Vörnin var traust og Hreinn og Tenden sprækir frammi. Sannfær- andi sigur hjá KA NÝLIÐAR Þróttar töpuðu sínum þriðja leik í röð í gærkvöld þegar KA vann sannfærandi sigur á þeim á Akureyri, 3:0. Þróttur vermdi efsta sæti deildarinnar er Íslandsmótið var hálfnað en hefur síðan tapað öllum leikjum sínum og er nú um miðja deild. KA þokaði sér fjær botninum með sigrinum, er í sjötta sætinu og fimm stigum á undan Val sem er í fallsæti, en ennþá skilur lítið á milli átta efstu liðanna í deildinni og allt getur gerst. Valur Sæmundsson skrifar ÍÞRÓTTIR 44 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞORVALDUR Makan Sigbjörns- son var mættur til leiks á ný í liði KA eftir að hafa verið fjarverandi vegna höfuðhöggs og rannsókna í kjölfar þess. Hann fann sig vel, lagði upp annað mark liðsins gegn Þrótturum í gærkvöld og skoraði það þriðja, og var að von- um sáttur í leikslok. „Við spiluðum þetta glimrandi vel. Á tímabili í fyrri hálfleik töp- uðum við miðjunni og vorum að elta Þróttarana en svo náðum við að laga þetta aftur og liðið í heild spilaði fantavel. Hann sagði KA-liðið hafa verið brokkgengt í sumar og stigin þrjú væru kærkomin til að fikra sig of- ar í deildinni. KA er í sjötta sæt- inu eftir þennan sigur. „Við verðum ánægðari eftir því sem ofar dregur og við höldum bara áfram. Það hefur verið mik- ið álag á mönnum og talsvert um meiðsli og þótt maður komi í manns stað þá hefur þurft að hræra mikið í liðinu og stöð- ugleikann hefur vantað. Við erum hins vegar með afar góðan hóp og það eru að koma upp strákar sem eru frambærilegir í hvaða byrjunarlið sem er þannig að ég get ekki annað en verið bjartsýnn fyrir hönd liðsins,“ sagði Þorvald- ur Makan Sigbjörnsson við Morg- unblaðið. „Ánægðari eftir því sem ofar dregur“ FÓLK  STEINAR Tenden, norski sóknar- maðurinn hjá KA, skoraði mark í fimmta leik liðsins í röð í úrvalsdeild- inni í knattspyrnu þegar hann kom norðanmönnum í 2:0 gegn Þrótti í gærkvöld. Enginn annar leikmaður í deildinni hefur skorað í meira en þremur leikjum í röð í sumar.  ÖRN Kató Hauksson var í byrjun- arliði KA í leiknum gegn Þrótti í gær- kvöld. Þetta var fyrsti leikur hans í sumar en hann meiddist illa í vor. Endurkomahans mun styrkja KA mikið á lokasprettinum.  ÞÁ var Þorvaldur Makan Sig- björnsson kominn á ný í lið KA, eftir að hafa misst nokkra leiki úr vegna höfuðhöggs. Hann stóð sig vel í leikn- um og innsiglaði sigur sinna manna með marki í blálokin.  GARY Neville verður ekki leikfær með Manchester United næstu vik- urnar. Hann meiddist í vináttuleik gegn Celtic í síðustu viku. Líklega mun Neville missa af fyrstu leikjun- um í ensku úrvalsdeildinni.  MARKVÖRÐURINN litríki Jose Luis Chilavert er hættur að leika með landsliði Paragvæ í knatt- spyrnu. „Forráðamenn hjá knatt- spyrnusambandi Paragvæ hafa kom- ið mjög illa fram við mig og ég hef þessvegna ákveðið að leika ekki framar með landsliðinu,“ sagði hinn 36 ára gamli Chilavert.  BAKVÖRÐURINN Anthony Cart- er mun leika með San Antonio Spurs næsta vetur í NBA-deildinni í körfu- bolta. Carter hefur verið í fjögur ár í NBA-deildinni og leikið með Miami Heat allan tímann. Hann skoraði að meðaltali 4,1 stig og tók 4,1 frákast í leik á síðasta tímabili.  NÝLIÐAR Wolves í ensku úrvals- deildinni hafa fengið varnarjaxlinn Jody Craddock til liðs við sig frá Sunderland en liðið féll úr úrvals- deildinni í vor. Wolves þarf að greiða Sunderland tæpar 2 milljónir punda fyrir hinn 28 ára gamla Craddock.  TYRKINN Yildiray Bastürk, leik- maður Bayer Leverkusen, er með lifrarbólgu og það er óvíst hversu lengi hann verður frá keppni. Bast- ürk getur verið frá í nokkrar vikur til nokkra mánuði en það er ekki vitað hversu alvarleg veikindin eru.  JEAN-Clotaire Tsoumou-Madza, varnarmaður Eintracht Frankfurt, hefur verið settur í eins leiks bann af þjálfara liðsins fyrir að ráðast á fyr- irliða Frankfurt á æfingu í gær. Madza verður því ekki með þegar 1. umferð þýsku deildarinnar hefst í kvöld með leik Bayern München og Frankfurt.  SVISSNESKI miðvallarleikmaður- inn í knattspyrnu Hakan Yakin hefur ákveðið að ganga til liðs við Paris St. Germain frá Basel. Yakin sem er 26 ára fór á kostum í Meistaradeild Evr- ópu í vetur. Kaupverðið á kappanum fæst ekki uppgefið en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við PSG. ÁSGEIR Elíasson þjálfari Þróttar sagði að róðurinn hefði verið erfiður eftir að liðið missti mann út af í seinni hálfleik og hann var ekki nógu sáttur við leik sinna manna í heild. „Við fengum þokkaleg færi í fyrri hálfleik en lent- um svo í því að verða einum færri í seinni hálfleik. Þá vorum við komnir tvö núll undir og urðum að sækja og þá er eðlilegt að vörnin hafi opnast eitthvað. Við yfirspil- uðum þá hins vegar í fyrri hálfleik og vorum betri en okkur tókst því miður ekki að skora og þetta varð erfitt eftir að við lentum undir, sagði Ásgeir. Erfitt að spila ein- um færri KA 3:0 Þróttur R. Leikskipulag: 4-5-1 Landsbankadeildin, 12. umferð Akureyrarvöllur Fimmtudaginn 31. júlí 2003 Aðstæður: Logn, skýjað með köflum, 16 stiga hiti, völlurinn mjög góð- ur en dálítil rekja í honum Áhorfendur: 850 Dómari: Kristinn Jakobsson, KR, 5 Aðstoðardómarar: Marinó Þorsteinsson, Guðmundur H. Jónsson Skot á mark: 13(7) - 7(4) Hornspyrnur: 3 - 6 Rangstöður: 8 - 2 Leikskipulag: 4-4-2 Sören Byskov M Örlygur Þór Helgason Steinn V. Gunnarsson Ronnie Hartvig M Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson M Dean Martin M Örn Kató Hauksson (Pálmi Rafn Pálmason 74.) Þorvaldur Örlygsson MM Þorvaldur Makan Sigbjörnsson M Hreinn Hringsson M (Steingrímur Örn Eiðsson 90.) Steinar Tenden M Fjalar Þorgeirsson Ingvi Sveinsson Eysteinn P. Lárusson M Jens Sævarsson Hilmar Ingi Rúnarsson (Vignir Þór Sverrisson 86.) Hjálmar Þórarinsson (Gestur Pálsson 55.) Halldór A. Hilmisson M Páll Einarsson Charles McCormick Björgólfur Takefusa (Guðfinnur Þ. Ómarsson 68.) Sören Hermansen 1:0 (17.) Hreinn Hringsson og Steinar Tenden léku laglega gegnum vörn Þróttar og Hreinn sendi síðan knöttinn fyrir frá vinstri, Dean Martin kom á ferðinni og sneiddi boltann í netið af stuttu færi. 2:0 (49.) Þorvaldur Makan Sigbjörnsson sendi inn í teig á Steinar Tenden sem sneri sér við og skoraði með föstu skoti 3:0 (90.) Þorvaldur Makan Sigbjörnsson vann boltann af varnarmanni Þróttar, lék inn í teig og skoraði örugglega fram hjá Fjalari Þorgeirssyni. Gul spjöld: Charles McCormick, Þróttur R. (27.) fyrir brot  Ingvi Sveinsson, Þróttur R. (59.) fyrir brot Rauð spjöld: Charles McCormick, Þróttur R. (62.) spyrnti knettinum gremjulega burt og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Morgunblaðið/Kristján Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, fyrirliði KA, fagnar marki sínu gegn Þrótti í gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.