Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 33
✝ Haraldur Har-aldsson fæddist á
Hellissandi 5. mars
1931. Ingibjörg Jóns-
dóttir fæddist í
Hvammi í Höfnum 6.
júlí 1930. Þau létust
af slysförum í Al-
mannaskarði 23. júlí
síðastliðinn. Foreldr-
ar Haralds voru Har-
aldur Guðmundsson
sjómaður og Elín
Oddsdóttir, húsmóðir
frá Hellissandi.
Systkini Haralds eru
þrjú, Guðmunda L., f.
7.8. 1923, d. 18.4. 1997, Elías Krist-
inn, f. 15.3. 1925, d. 15.1. 1987, og
Guðbjörg, f. 7.9. 1938. Foreldrar
Ingibjargar voru Jón Jónsson,
barnakennari og oddviti í Höfnum,
f. 5.5. 1883, d. 12.12. 1956, og Sig-
ríður Magnúsdóttir húsmóðir, f.
1.1. 1891, d. 15.7. 1946. Bræður
Synir þeirra eru: 1) Sigurjón, f.
16.1. 1956. Kona hans er Kolbrún
Karlsdóttir, f. 7.8. 1959. Börn hans
eru Lilja Björg, Elvar Skúli, Ingi-
björg Karen, Daníel Aron, Sandra
Rut, Harpa Rós, Díana Lind og
Alexandra Mist. 2) Haraldur, f.
28.12. 1959. Kona hans er Kr. Dögg
Gunnarsdóttir, f. 30.4. 1971. Börn
hans eru Hulda Kristín og Einar
Alexander. Börn þeirra eru Jón
Gauti og Haraldur Daði. 3) Örn, f.
23.9. 1961. Kona hans er Björg L.
Runólfsdóttir, f. 25.2. 1967. Börn
hans eru Heiðar Örn og Erna
María. Dóttir þeirra er Dagný
Björg.
Haraldur stundaði sjóinn frá
ungum aldri en vann síðan aðallega
við beitningu. Ingibjörg vann mikið
við veitinga- og verslunarstörf.
Útför Ingibjargar og Haralds
verður gerð frá Fossvogskirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
10.30.
Ingibjargar voru tveir, Magnús, f.
17.9. 1913, d. 28.2. 1994, og Ketill, f.
27.8. 1921, d. 5.11. 2001.
Haraldur og Ingibjörg hófu bú-
skap í kringum 1956 og bjuggu
mestalla tíð í Reykjavík, þó síðustu
árin á Seltjarnarnesi. Þau gengu í
hjónaband 15.11. 2001.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Elsku afi og amma.
Mig langar til þess að þakka ykk-
ur fyrir allar yndislegu stundirnar
sem við áttum saman. Það var svo
gott að finna alla ástina og um-
hyggjuna sem þið báruð fyrir mér.
Það svíður sárt að þurfa að kveðja
ykkur svona fljótt. Guð geymi ykk-
ur, elsku afi minn og amma mín.
Þið munuð alltaf lifa í hjarta mínu.
Ykkar
Haraldur Daði.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Elsku afi og amma.
Aldrei hef ég upplifað eins sorg-
legan dag eins og daginn sem þið
lentuð í slysinu.
Við höfðum verið saman í ferða-
lagi í viku þegar þið voruð tekin frá
okkur með þessum hræðilega
hætti. Ykkur fannst alltaf svo gam-
an í útilegum og við reyndum að
fara saman eins oft og tækifæri
gafst til. Mér finnst svo sorglegt að
geta ekki farið með ykkur í fleiri
útilegur. Þið komuð alltaf til okkar
í Bræðratunguna tvisvar í viku og
það var svo gott að fá ykkur í heim-
sókn. Og þú, amma mín, varst alltaf
svo glöð, brosandi og í góðu skapi.
Ég þekki engan sem brosir eins
mikið og þú gerðir. Þegar ég hugsa
um að nú komið þið aldrei aftur í
heimsókn til okkar fer ég að gráta.
Mér finnst þetta svo óréttlátt og
sorglegt og ég sakna ykkar svo
mikið. Ég man líka svo vel eftir
jólaboðunum sem þið hélduð alltaf
á jóladag. Þá komu allir strákarnir
ykkar með fjölskyldurnar sínar og
mér fannst það svo skemmtilegt.
Ykkur fannst líka svo gaman að fá
öll barnabörnin ykkar í heimsókn í
einu. Þá varst þú amma mín, búin
að baka fullt af tertum. Mér fannst
líka alltaf svo gott að koma í heim-
sókn til ykkar. Alltaf tókstu bros-
andi á móti okkur amma, og gafst
okkur frægu súkkulaðikökuna þína
sem enginn getur bakað nema þú.
Elsku, elsku amma mín og afi
minn. Ég sakna ykkar svo mikið og
ég elska ykkur svo mikið. Ég veit
að Guð passar ykkur vel og ég veit
líka amma mín, að þú ert glöð og
brosandi hjá Guði eins og alltaf. Ég
gleymi ykkur aldrei.
Ykkar
Jón Gauti.
Elsku amma og afi.
Það var erfitt að koma heim úr
vinnunni á miðvikudaginn, þegar
mamma sagði mér að þið hefðuð
bæði dáið í slysi. Þið voruð á ferða-
lagi með pabba og voruð á leiðinni
heim. Ég veit að þið höfðuð svo
gaman af því að ferðast um landið
og sjá nýja staði, og vilduð helst
alltaf vera í útilegu. En enginn veit
hvenær kallið kemur, Guð hlýtur
að hafa einhvern tilgang með því að
taka ykkur bæði í einu, þó svo að ég
skilji það ekki verð ég samt að
reyna.
Ég sit við eldhúsborðið og reyni
að skrifa, en þetta er alltof erfitt
fyrir mig, ég bara græt og græt.
Ég bíð eftir að mamma klípi í mig
og segi að ég hafi fengið slæma
martröð.
Þegar ég hugsa um ykkur kemur
fyrst í hugann kaffiboðið á jóladag,
þá hittust allir. Alltaf gat ég treyst
því að ég fengi heitt súkkulaði og
kökur, þú bakaðir svo góðar kökur.
Annað sem ég gat líka treyst á var
að ef ég kom í heimsókn til ykkar
var alltaf til súkkulaðikaka, og ég
man eftir henni frá því ég man
fyrst eftir mér, hún brást aldrei.
Allt í einu man ég núna eftir öllum
jóla- og afmæliskortunum, sem ég
fékk frá ykkur. Ég á þau flestöll
því þau voru svo sérstök. Minnis-
stæðast er mér jólakortið með
dagatalinu framan á, en ég hélt
sérstaklega uppá það kort, öll jóla-
kortin voru svo flott, eitt var með
hreyfimynd af Maríu mey og Jesú-
barninu.
Afmæliskortin voru ekki síðri.
Elsku amma og afi, ég get ekki
skrifað meira, þó að ég eigi ótal
minningar um ykkur. Megi góður
guð veita okkur öllum styrk í þess-
ari miklu sorg.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Minning ykkar lifir í hjarta
mínu. Ég kveð með söknuð í hjarta
og tár í augum.
Ykkar barnabarn,
Hulda Kristín.
Elsku amma mín, mér þykir
mjög vænt um þig og þig líka, afi
minn. Það er hræðilegt að þetta
gerðist. Guð veri með ykkur, elsku
amma mín og afi. Ég er í sjokki, en
veit að núna líður ykkur vel og
þannig líður mér betur.
Ég vildi ég gæti og mætti svo margt,
sem mér finnst að þyrfti að gera,
sem gæti engan skaðað, og gott er og
þarft,
en Guð hefir samt látið vera.
Þá skyldi ég létta þau mannanna mein,
sem meiningarlaust er að bera,
og kasta af brautinni burtu þeim stein,
sem beið þar, en átti ekki að vera.
(Sigurður Jónsson.)
Ykkar
Einar Alexander Haraldsson.
Elsku amma og afi.
Að setjast niður og skrifa minn-
ingargrein um ykkur er eitthvað
sem ég bjóst ekki við að þurfa að
gera næstu árin, hvað þá að skrifa
um ykkur bæði í einu.
Síðustu daga hafa margar minn-
ingar komið upp í hugann, t.d. öll
Þorláksmessukvöldin sem ég kom
við hjá ykkur í jólastússinu og öll
jólaboðin á jóladag sem voru alltaf
heima hjá ykkur síðan ég man eftir
mér.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
hitt ykkur vikuna áður en þetta
gerðist en ef ég hefði vitað að þetta
var í síðasta skipti sem ég hitti
ykkur hefði ég tekið fastar um ykk-
ur og sagt ykkur hvað mér þótti
vænt um ykkur.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Elsku amma og afi, minningin
um ykkur lifir að eilífu.
Guð geymi ykkur.
Lilja Björg Sigurjónsdóttir.
Elsku amma Ingibjörg og afi
Haraldur.
Síðustu dagar hafa verið svo
óraunverulegir. Hversu ósann-
gjarnt getur lífið verið?
Ég man allar góðu stundirnar
með ykkur og þær voru ekki fáar.
Frá því að ég man eftir mér kom ég
til ykkur um aðra hverja helgi og
svaf á föstudagsnóttum. Reyndar
eftir að ég óx aðeins úr grasi fór
maður að hætta að gista en alltaf
kom maður í heimsókn annað slag-
ið í dýrlegu fiskibollurnar þínar,
amma, sem voru einstakar, eða
súkkulaðikökuna sem enginn gerði
betur og alltaf gluggaði maður í
Andrésblöðin sem voru fjölmörg.
Og allt að síðustu heimsókn minni
til ykkar laumaðir þú alltaf súkku-
laðistykki í vasann hjá mér. Þvílík
amma sem þú varst.
Alltaf gátum við spjallað um allt
milli himins og jarðar, atburði líð-
andi stundar, hvað á daginn hefði
drifið hjá okkur og flest sem okkur
datt í hug. Alltaf var jafnljúft að fá
sér malt og appelsín (tókum alltaf
smáforskot á jólahátíðina) hjá þér á
kvöldin og taka í eins og eitt spil.
Allar ferðir okkar niður að Tjörn
þegar ég var barn að gefa öndunum
eru minnisstæðar og allar ferðir
okkar þriggja á fjölmarga staði upp
í sveit. Allt eru þetta dásamlegar
minningar sem ég gleymi seint.
Þú varst undursamleg kona,
amma mín, góðsemi þín var ótak-
mörkuð og hjartalag þitt var með
eindæmum fallegt. Þú varst svo
stór hluti af lífi mínu.
Ég var nú kannski ekki jafnná-
inn þér, afi, og þú hleyptir nú fólki
kannski ekki mikið að þér en við
áttum oft góðar stundir og við gát-
um oft spjallað um hitt og þetta.
Minnisstæðastar eru bátsferðir
okkar út á Þingvallavatn sem við
fórum þegar ég var smápatti. Ég
held ég hafi verið 15 ára þegar þú
loks hættir að kalla mig jólasvein
en þú byrjaðir á því fyrst þegar ég
var aðeins nokkurra mánaða gam-
all og var settur í rauða samfellu og
litla jólasveinahúfu. Það gat verið
pirrandi oft á tíðum en ég var far-
inn að venjast því undir það síðasta
og var farið að þykja vænt um það.
Tími okkar saman er og var
ómetanlegur og ég mun ávallt varð-
veita minningu ykkar. Ótímabær
og ósanngjarn dauðdagi ykkar sit-
ur í mér og ég mun eiga erfitt með
að sætta mig við hann ef ég geri
það þá nokkurn tíma.
Ég elska ykkur og mun aldrei
gleyma ykkur. Guð geymi ykkur,
amma og afi, og gefi ykkur frið.
Heiðar.
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við
það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að
breyta því sem ég get breytt og vit til að
greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr.)
Elsku öðruvísi amma og afi.
Ég sakna ykkar. Amma mín, þú
bjóst til bestu súkkulaðiköku í
heimi. Ég sakna þess þegar þú
fórst með mig niður á Tjörn að gefa
öndunum brauð. Elsku afi, ég
sakna bross þíns þegar ég fékk að
knúsa þig. Ég sakna þess þegar þið
komuð með okkur í útilegu. Ég
ætla að biðja Guð um að passa ykk-
ur og ég veit að hann þarf á ykkur
að halda.
Ykkar
Dagný Björg.
Elsku afi og amma.
Mamma var í símanum og sáum
við á henni að eitthvað var að. Hún
sagði að þið væruð farin frá okkur.
Við vildum ekki trúa því, en svo
komu tárin.
Það er svo sárt að sjá ykkur ekki
aftur. Ótal spurningar koma fram á
varirnar, spurningar sem enginn
svör fást við.
Við verðum að sætta okkur við
að geta ekki komið í heimsókn,
fengið pönnsur eða Tópas sem þú,
amma, varst alltaf með í vasanum.
Sjá glottið á þér, afi, sitjandi í
stólnum í stofunni, það er erfitt að
vita ykkur farin en í huga okkar og
hjörtum höfum við það sem við
þurfum, ljúfar minningar um ykkur
tvö.
Bugað barnið er
borið á flæðisker.
Harmleikur hjartað mer
er ástvinur burtu fer.
Minning um konu og mann
mikla í hjarta mér kann.
Hamingju og hugarró fann
er tárið niður kinnina rann.
(Höf. óþ.)
Með eilífa minningu í hjarta
kveðjum við.
Harpa Rós, Diana Lind og
Sandra Rut.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum.)
Elsku Inga og Halli.
Söknuður minn er sár, takk fyrir
allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman.
Guð veri með ykkur.
Guðbjörg Svavarsdóttir.
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR OG
HARALDUR HARALDSSON
Magna Berta var alin upp í Noregi
hjá föðurbróður sínum Magnúsi og
eiginkonu hans Bertu sem var norsk.
Faðir Mögnu Bertu hafði látist eftir
erfiða og langa sjúkdómslegu frá 9
MAGNA BERTA
HETTLAND
✝ Magna BertaHettland fæddist
í Borgarfirði eystra
15. júní 1921. Hún
andaðist á hjúkrun-
arheimili í Stavang-
er í Noregi 21. júlí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Sveinn Gíslason sjó-
maður frá Hofströnd
í Borgarfirði eystra,
f. 1. janúar 1872, d. 4.
janúar 1926, og
Magnea Stefánsdótt-
ir, f. í Sænautaseli í
Jökuldalsheiði 11.
maí 1884, d. 8. október 1968.
Systir Mögnu Bertu, Sigríður, f.
1923, lifir systkini sín.
Magna Berta giftist Kurt Hett-
land, látinn. Dóttir þeirra er Marit
Karin, dætur hennar eru Katrine
og Sunniva.
Magna Berta verður jarðsungin
frá Stavanger í Hafursfirði í Nor-
egi í dag.
börnum. Magna Berta
varð því að lúta þeim
örlögum að týna sínu
föðurlandi og tapa sínu
móðurmáli. Fast hafði
hún haldið í pilsfald
móður sinnar þegar
þessi ókunni frændi
kom frá Noregi að
sækja hana og nema
hana á brott frá systk-
inahóp hennar. Skipið
bar þau á brott að
strönd ókunna lands-
ins.
Ekki er gott í dag að
sitja sig í spor barnsins
sem þá var aðeins fjögurra ára að
aldri.
Þrisvar á langri ævi hlotnaðist
Mögnu Bertu að sækja heim ættland
sitt og ættingja. Það eru góðar minn-
ingar frá þeim stundum sem við átt-
um saman systurnar.
Magna Berta var brosmild og létt í
lund. Við skemmtum okkur konung-
lega saman þótt við töluðum sitt
hvort tungumálið. Minningin geym-
ist en gleymist ei.
Ég votta fjölskyldunni samúð og
bið góðan Guð að blessa minningu
Mögnu Bertu.
Sigríður Sveinsdóttir.