Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR
46 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Efsta deild karla,
Landsbankadeild
KA – Þróttur ............................................ 3:0
Dean Martin 17., Steinar Tenden 50., Þor-
valdur Makan Sigbjörnsson 90.
Fram – Grindavík .................................... 2:0
Ágúst Gylfason 45., Daði Guðmundsson 70.
Staðan:
Fylkir 12 7 2 3 19:9 23
KR 12 7 2 3 18:15 23
Grindavík 12 6 1 5 17:19 19
FH 12 5 3 4 20:19 18
Þróttur R. 12 6 0 6 19:19 18
KA 12 5 2 5 21:17 17
ÍBV 12 5 1 6 18:19 16
ÍA 12 3 5 4 16:16 14
Valur 12 4 0 8 16:22 12
Fram 12 3 2 7 16:25 11
Efsta deild kvenna,
Landsbankadeild
KR – Breiðablik ....................................... 5:2
Ásthildur Helgadóttir 14., 80., 88., Þórunn
Helga Jónsdóttir 17., Hrefna Jóhannes-
dóttir 59. - Erna B. Sigurðardóttir 43.,
Margrét Ólafsdóttir 60.
Staðan:
KR 11 9 2 0 51:10 29
Breiðablik 10 7 0 3 32:22 21
Valur 9 6 2 1 31:12 20
ÍBV 9 6 1 2 34:10 19
Stjarnan 9 2 1 6 11:19 7
Þór/KA/KS 9 2 0 7 6:26 6
FH 10 2 0 8 8:37 6
Þróttur/Haukar 9 1 0 8 7:44 3
1. deild karla
Víkingur – Leiftur/Dalvík ..................... 2:0
Stefán Örn Arnarson 48., Egill Atlason 87.
Staðan:
Keflavík 12 8 3 1 31:14 27
Víkingur R. 12 6 5 1 16:7 23
Þór 12 6 4 2 28:20 22
Stjarnan 12 4 5 3 19:16 17
Njarðvík 12 4 3 5 24:25 15
Haukar 12 4 3 5 15:19 15
HK 12 4 2 6 15:18 14
Breiðablik 12 4 1 7 12:16 13
Afturelding 12 3 2 7 13:24 11
Leiftur/Dalvík 12 2 2 8 16:30 8
2. deild karla
Völsungur – Víðir.................................... 6:1
Ásmundur Arnarsson 2, Boban Jovic, Her-
mann Aðalgeirsson, Birkir Vagn Ómars-
son, Andri Valur Ívarsson - Atli Rúnar
Hólmbergsson.
Sindri – Léttir .......................................... 5:1
Sævar Gunnarsson 3, Heiðar Aðalgeirsson,
Halldór Steinar Kristjánsson - Oddur
Björnsson.
ÍR – KS ...................................................... 3:0
Arnar Þór Valsson (víti), Hörður Guð-
björnsson, Helgi Gylfason.
Staðan:
Völsungur 13 10 1 2 50:20 31
Fjölnir 13 8 3 2 37:18 27
Selfoss 13 7 2 4 28:17 23
Tindastóll 13 7 1 5 24:22 22
ÍR 13 6 1 6 25:21 19
KS 13 5 4 4 22:22 19
Víðir 13 5 2 6 16:22 17
KFS 13 4 2 7 27:35 14
Léttir 13 2 1 10 11:52 7
Sindri 13 1 3 9 21:32 6
3. deild karla A
Víkingur Ó. – Drangur............................. 6:0
Staðan:
Víkingur Ó 12 10 2 0 43:10 32
Númi 11 7 3 1 32:21 24
Skallagr. 12 7 2 3 38:20 23
BÍ 12 5 2 5 23:27 17
Grótta 11 3 2 6 14:15 11
Drangur 11 3 1 7 19:35 10
Bolungarvík 11 2 1 8 22:37 7
Deiglan 12 2 1 9 18:44 7
Víkingur Ó. kominn í úrslit.
3. deild karla B
ÍH – Ægir.................................................. 4:0
Staðan:
Leiknir R. 11 10 1 0 53:7 31
Reynir S. 11 9 2 0 47:5 29
ÍH 11 6 1 4 25:19 19
Árborg 11 5 2 4 38:22 17
Freyr 11 5 0 6 18:37 15
Hamar 11 3 1 7 18:41 10
Ægir 11 1 1 9 10:45 4
Afríka 11 1 0 10 7:40 3
Leiknir R. og Reynir S. komnir í úrslit.
3. deild karla C
Snörtur – Hvöt.......................................... 1:2
Staðan:
Vaskur 12 9 1 2 36:17 28
Magni 12 6 3 3 32:19 21
Reynir Á 12 6 3 3 22:18 21
Hvöt 12 5 3 4 25:15 18
Neisti H. 12 3 2 7 26:35 11
Snörtur 12 0 2 10 14:51 2
3. deild karla D
Leik Fjarðabyggðar og Einherja, sem átti
að fara fram í gærkvöldi, var frestað vegna
veikinda leikmanna Einherja til þriðju-
dagskvölds kl. 19.
Leiðrétting
Sigurður Ragnar Eyjólfsson úr KR fékk
eitt M fyrir frammistöðu sína gegn ÍA í
efstu deild karla í fyrrakvöld en það féll
niður í blaðinu í gær.
BRYNJAR Björn Gunnarsson,
landsliðsmaður í knattspyrnu,
gerði í gær munnlegan samning
við forráðamenn enska 1. deild-
arliðsins Nottingham Forest og
skrifar að öllu óbreyttu undir til
eins árs í dag. Brynjar Björn hef-
ur leikið með Stoke City, ná-
grannaliði Forest, í hálft fjórða
ár en samningur hans þar rann
út í sumar og hann hafnaði boði
um nýjan samning eins og áður
hefur komið fram.
„Mér líst mjög vel á mig hjá
Forest eftir að hafa æft í viku
með liðinu og það er gott að
koma í félag með metnað, sem
ætlar sér eitthvað. Það er annað
en þar sem ég var síðast. Forest
komst í úrslitakeppnina um sæti í
úrvalsdeildinni síðasta vor og
stefnir á að komast þangað aftur
og helst enn lengra, og það er
mikill áhugi fyrir liðinu í borg-
inni. Svo er þægilegt fyrir mig og
fjölskylduna að þurfa ekki að
flytja lengra en til Nottingham,
þetta er ekki nema klukkutíma
akstur frá Stoke, við þekkjum
svæðið og ég þekki til Forest eft-
ir að hafa spilað á móti liðinu síð-
asta vetur,“ sagði Brynjar Björn
við Morgunblaðið í gær.
Keppni í ensku 1. deildinni
hefst um næstu helgi og Forest
mætir Sunderland í fyrstu um-
ferð. Nottingham Forest er forn-
frægt félag og eitt það elsta í
heiminum, stofnað árið 1865. For-
est varð enskur meistari árið
1978 og Evrópumeistari næstu
tvö ár á eftir, 1979 og 1980. Und-
anfarin tíu ár hefur gengið á
ýmsu og Forest hefur flakkað á
milli tveggja efstu deildanna.
Einn Íslendingur hefur spilað
með Forest en Þorvaldur Örlygs-
son, núverandi þjálfari og leik-
maður KA, var þar frá 1989 til
1993 og lék 37 leiki með félaginu
í efstu deild.
Brynjar Björn semur
við Nottingham Forest
Fyrri hálfleikur var afar slakur afbeggja hálfu, ekkert að gerast
inni á vellinum og eins og liðin væru
fyllilega sátt við
skipta stigunum með
markalausu jafntefli.
Eftir hálftíma leik
hafði hvort liðið upp-
skorið eina hornspyrnu og eitt skot,
sem reyndar skapaði ekki mikla
hættu. Á 32. mínútu kom fyrsta fær-
ið þegar Mathias Jack brá sér úr
vörn Grindvíkinga til að freista gæf-
unnar í hornspyrnu og skallaði
framhjá. Á 42. mínútu náðu Grind-
víkingar góðum spretti og voru þrír
á móti þremur varnarmönnum Fram
en Paul McShane var of lengi að at-
hafna sig með boltann. Minna en
mínúta var eftir af fyrri hálfleik þeg-
ar Ágúst Gylfason fyrirliði Fram tók
sig til að skoraði með þrumuskoti.
Síðari hálfleikur var líflegri. Á 49.
mínútu tók Ágúst aukaspyrnu frá
vinstri en leikmenn beggja liða
horfðu á boltann skoppa í gegnum
markteiginn og mínútu síðar tók Ey-
þór Atli Einarsson boltann á lofti og
þrumuskot af 25 metra færi en
Gunnar Sigurðsson í marki Fram
náði að slá boltann yfir. Fleiri urðu
færi Grindvíkinga ekki en Baldur
Bjarnason átti gott skot rétt framhjá
marki Grindavíkur og Viðar Guð-
jónsson einnig. Á 70. mínútu bætti
Daði Guðmundsson við marki fyrir
Framara sem voru komnir með und-
irtökin. Á 77. mínútu ákvað þjálfari
Fram að skerpa á sókninni með því
að taka Kristin Tómasson útaf og
setja Kristján Brooks inná. Það
hleypti meiri lífi í fremstu víglínu
Fram en Kristjáni tókst ekki nógu
vel upp í færum sínum. Grindvíking-
ar vöknuðu upp við vondan draum
fimm mínútur fyrir leikslok, tveimur
mörkum undir og tóku að sækja en
það dugði engan veginn til.
Fátt gott er hægt að segja um
frammistöðu leikmanna. Eina
ástæðan til að stinga niður penna var
frekar til að segja frá því sem ekki
var að gerast. Til dæmis að ekkert
var að gerast í framlínu Fram enda
Kristján Brooks á varamannabekkn-
um og einnig ekkert um að vera í
framlínu Grindvíkinga því Jerry
Brown, sem var í fyrsta sinn í byrj-
unarliðinu, fékk sjaldan tækifæri til
að láta til sín taka en þegar hann
fékk boltann gerðist ekki neitt. Helst
er að varnarmenn fái prik, í vörn
Fram var Ingvar Ólason góður og
miðjumennirnir Ágúst og Baldur
Bjarnason stóðu sig líka vel, en það
segir sitt að miðjumenn skuli fá hrós
fyrir leik sinn í vörninni. Andri
Fannar Ottósson átti nokkra góða
spretti. Kristinn var lengi vel þeirra
fremsti maður og þó hann sé ekki
meðal fljótustu manna er hann dug-
legur að halda boltanum og gefa góð-
ar sendingar. Hinsvegar tóku leik-
menn sig duglega á eftir hlé og þá
náðu margir upp úr meðalmennsk-
unni.
Hjá Grindavík var Ólafur Örn
Bjarnason traustur í vörninni og
Ray Anthony Jónsson tók góða
spretti á kantinum. Aðrir spiluðu
langt undir getu og Jerry Brown var
skipt útaf á 62. mínútu, svo virðist
sem ekki sjái fyrir endann á fram-
herjaskorti Grindvíkinga. Sex leikja
syrpa Grindvíkinga án taps er því á
enda og ef þeir bjóða upp annan slík-
an leik er ekki von á fleiri stigum.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Fram þurfti ekki
sparihliðarnar
UPPSAFNAÐUR fögnuður braust út í Laugardalnum í gærkvöldi
þegar Fram vann eftir tap í síðustu fjórum leikjum sínum. Framarar
þurftu reyndar ekki að sýna sparihliðarnar til að hafa 2:0-sigur á
Grindvíkingum, sem léku eflaust sinn slakasta leik í sumar og áttu
ekkert skilið fyrir sína frammistöðu. Eina sem þeir höfðu uppúr
krafsinu voru fjögur gul spjöld. Sinisa Kekic var ekki með, tók út
annað af tveggja leikja banni sínu svo að hann gat ekki ekki bjargað
þeim í þetta sinn en hann skoraði öll þrjú mörkin í sigri Grindvíkinga
á Fram í fyrri umferðinni. Þrátt fyrir sigurinn er Fram eftir sem áður
í neðsta sæti deildarinnar en nú vantar aðeins eitt stig til að ná Val
og þrjú til að ná í skottið á Skagamönnum í 8. sæti. Sigurinn er einn-
ig aðeins sætari því þetta var í þriðja sinn er Fram vinnur Grindavík í
síðustu 16 leikjum liðanna.
ÚRSLIT
Fram 2:0 Grindavík
Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin,
12. umferð
Laugardalsvöllur
Fimmtudaginn 31. júlí 2003
Aðstæður:
12 stiga hiti, austan gola og
þurrt, völlurinn góður.
Áhorfendur: 768
Dómari:
Eyjólfur Ólafsson,
Víkingur R., 5
Aðstoðardómarar:
Ingvar Guðfinnsson,
Garðar Örn Hinriksson
Skot á mark: 5(2) - 8(3)
Hornspyrnur: 3 - 5
Rangstöður: 2 - 4
Leikskipulag: 4-3-3
Gunnar Sigurðsson
Ragnar Árnason M
Ingvar Ólason M
Andrés Jónsson
Gunnar Þór Gunnarsson
Daði Guðmundsson
(Ómar Hákonarson 73.)
Baldur Þór Bjarnason M
Ágúst Gylfason M
(Freyr Karlsson 84.)
Viðar Guðjónsson
Kristinn Tómasson
(Kristján Brooks 77.)
Andri Fannar Ottósson M
Helgi Már Helgason
Óðinn Árnason
Mathias Jack
Ólafur Örn Bjarnason M
Gestur Gylfason
Eyþór Atli Einarsson M
Paul McShane
(Eysteinn Húni Hauksson 64.)
Guðmundur A. Bjarnason
(Sveinn Þór Steingrímsson 82.)
Óli Stefán Flóventsson
Jerry Brown
(Alfreð Elías Jóhannsson 62.)
Ray Anthony Jónsson M
1:0 (44.) Framarar léku upp vinstri kantinn, Ágúst Gylfason fékk boltann,
smeygði sér í gegnum vörn Grindavíkur og þrumaði honum í markið frá
vinstra vítateigshorni.
2:0 (70.) Kristinn Tómasson fékk boltann á hægri kanti, á miðjum vallarhelm-
ingi Grindavíkur, lyfti honum innfyrir vörnina á Daða Guðmundsson
sem lék á Helga markvörð Grindavíkur og sendi boltann í autt markið.
Gul spjöld: Lee Sharpe, Grindavík (42.) fyrir brot Paul McShane, Grindavík (57.) fyrir
mótmæli við dómara Gestur Gylfason, Grindavík (58.) fyrir brot Kristinn
Tómasson, Fram (76.) fyrir brot Michael Jónsson, Grindavík (76.) fyrir brot
Rauð spjöld: Engin
Víkingum tókst að endurheimtaannað sæti 1. deildar er þeir tóku
á móti Leiftri/Dalvík í gærkvöldi. Vík-
ingar skoruðu tvö
mörk í leiknum á
meðan gestum þeirra
að norðan mistókst
að koma knettinum í
markið. Með sigrinum náðu þeir eins
stigs forystu á Þór í baráttunni um
sæti í úrvalsdeildinni.
Knattspyrnan sem liðin buðu upp á
í fyrri hálfleik var ekki upp á marga
fiska. Liðunum gekk illa að halda
boltanum, sóknarleikur var tilviljana-
kenndur og miðjuþóf ráðandi. Fyrsta
færi leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr
en eftir hálftíma leik en þá átti Kári
Árnason skalla rétt yfir mark Leift-
urs-Dalvíkur. Það var ekki margt sem
gladdi augað það sem eftir var af hálf-
leiknum, Tony Usnik komst þó ná-
lægt því að koma gestunum yfir á 40.
mínútu þegar hann átti skot í stöng
Víkinga og mínútu síðar átti hann
skot úr aukaspyrnu rétt yfir mark
heimamanna.
Það var allt annað að sjá til leiks
Víkinga í seinni hálfleik. Stefán Örn
Arnarson kom heimamönnum yfir á
48. mínútu eftir að hann hafði sloppið
einn inn fyrir vörn gestanna. Norð-
anmenn voru nálægt því að jafna met-
in strax í næstu sókn en Ögmundur
Rúnarsson í markinu sá við skoti
Heiðars Gunnólfssonar. Það sem eftir
lifði leiks höfðu Víkingar tögl og
hagldir, þeir óðu í færum og voru
óheppnir að koma knettinum ekki oft-
ar í netið en raun varð á. Það var ekki
fyrr en á 87. mínútu eftir að Víkingar
höfðu farið illa með fjölmörg færi að
Egill Atlason skoraði annað mark
heimamanna og innsiglaði með því
sanngjarnan sigur þeirra.
Maður leiksins: Kári Árnason, Vík-
ingi.
Víkingar
í annað
sætið
Benedikt
Rafn Rafnsson
skrifar
JÓN Skaftason, knattspyrnu-
maður úr KR, gekk í gærkvöld
til liðs við 1. deildarlið Víkings.
KR-ingar lána hann þangað út
þetta tímabil. Jón er tvítugur
miðjumaður og hefur spilað níu
leiki með KR í úrvalsdeildinni í
sumar og hann á samtals 24
deildaleiki að baki með Vestur-
bæjarfélaginu. „Þetta er mikill
hvalreki fyrir okkur, ég tel að
við höfum fengið einn af betri
miðjumönnum úrvalsdeildar-
innar og jafnframt einn efnileg-
asta knattspyrnumann lands-
ins í okkar raðir. Þetta gefur
okkur mikinn meðbyr fyrir
lokasprettinn í 1. deildinni,“
sagði Arnar Hallsson hjá knatt-
spyrnudeild Víkings við Morg-
unblaðið í gærkvöld.
Víkingar
fengu Jón
Skaftason