Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Heill á húfi (Intacto) Spennumynd Spánn 2001. Myndform VHS/DVD. Bönn- uð innan 16 ára. (107 mín.) Leikstjórn Juan Carlos Fresnadillo. Aðalhlutverk Leonardo Sbaraglia, Eusebio Poncela, Max von Sydow. Í HEIMI Intacto, eftir hinn unga og efnilega Spánverja Fresnadillo, þá er lán eitthvað sem maður fær sem guðsgjöf – fyrir einskæra heppni. En láninu er hægt að glata eins auðveldlega og það er áunnið, hægt að láta svipta sig því, stela því og jafnvel selja það. Myndin fjallar um nokkra einstaklinga sem hlotið hafa þessa blessun, að vera yfirnátt- úrulega lánsamir, eða skulum við segja bölvun því á milli þeirra ríkir hatrömm og lífs- hættuleg rimma um það hver þeirra sé lánsamastur, svona keppni í heppni. Sá voldugasti, aldursforsetinn, lifði af ofsóknir nas- ista. Einn komst lífs af úr þotuslysi, annar lenti í jarðskjálfta og lifði. Og lánið er orðið að fíkn þeirra, rétt eins og fjárhættuspilið. Þetta er einstaklega frumleg og áhugaverð mynd, þótt vissulega sé hún erfið áhorfs. Hún er hæggeng mjög, á stundum hreint óþarflega flókin og snjöll. Það breytir því þó ekki að hún er mikið sjónarspil og stemmingin sem Fresnadillo nær að skapa dásamlega seiðandi og fram- andleg.  Myndbönd Keppni um heppni Skarphéðinn Guðmundsson EGYPSKA drottningin Kleópatra er sannfærð um ágæti þjóðar sinn- ar. Hún heldur því fram að sá glæsileiki sem einkenndi Egypta- land á tímum faraóanna sé enn til staðar. Til þess að sanna það veðjar hún við rómverska keisarann, Júl- íus Sesar, um að hún geti byggt honum nýja höll á einungis þremur mánuðum. Þar sem allir bygg- ingameistarar Kleópötru eru ann- aðhvort önnum kafnir eða hæfi- leikalausir fellur hið vandasama verk í skaut Fríhendis. Hann á að byggja höllina og þekja hana gulli, að öðrum kosti verður honum kast- að fyrir krókódíla. Fríhendis setur sig í samband við Sjóðrík, gamlan vin sinn, sem kann þá list öðrum fremur að brugga galdramjöð sem gefur hverjum þeim sem hann kneyfar yfirnáttúrulega krafta. Sjóðríkur fellst á að aðstoða Frí- hendis og þeir kunnu kappar, Ást- ríkur og Steinríkur, slást í för með honum til Egyptalands. Þegar Júl- íus Sesar fréttir af velgengni Frí- hendiss við hallarbygginguna, send- ir hann sveitir sínar á vettvang til þess að hindra framgang verksins. Hann hefur þó ekki gert ráð fyrir þeirri hindrun sem þeir Ástríkur og Steinríkur eru. Vafasamt veðmál Sambíóin og Háskólabíó frumsýna kvikmyndina Astérix & Obelix: Mission Cléopâtre (Ástríkur og Kleópatra) Leikstjórn: Alain Chabat. Aðal- hlutverk: Gérard De- pardieu, Christian Clav- ier, Jamel Debbouze, Monica Bellucci og Alain Chabat. Íslensk talsetning: Þór- hallur Sigurðsson, Jó- hann Sigurðarson, Atli Rafn Sigurðarson, Örn Árnason og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Leik- stjórn: Sigurður Sigurjónsson. Það er oft glatt á hjalla í Gaulverjabæ. SAM Phillips mun að eilífu verða skráður í rokk- sögubækurnar, ekki fyrir tónlist sína heldur þá tónlist sem hann veitti brautargengi. Á sjötta áratugnum rak Phillips hljóðver í Memphis, sem kallaðist Sun, og upp- götvaði hann þar og fóstraði tónlistarmenn eins og Elv- is Presley, Johnny Cash, Carl Perkins, Jerry Lee Lew- is, Charlie Rich og Roy Orbison. Phillips lést á miðviku- dagskvöldið, áttræður að aldri. Engar tilkynningar hafa enn borist um dánarorsök. Á árunum 1954 til 1958 vann Phillips ötullega að út- breiðslu þess sem kallað er „rockabilly“, stefnu sem var forveri rokksins. Hrátt og hratt rokkabillíið steyptist yfir hinn íhaldssama sveitatónlistarheim sem varð aldr- ei samur í kjölfarið. Bæði hvítir og svartir tónlistar- menn hljóðrituðu hjá Phillips og komu þeir frá suður- ríkjum Bandaríkjanna, fylkjum eins og Tennessee, Mississippi og Arkansas. Phillips var óþreytandi í við- leitni sinni til að vekja athygli á svörtum listamönnum í borgum sem lágu utan við heimasvæði þeirra. Það má kalla það nútímagoðsögn er Elvis Presley gekk feiminn inn í Sun hljóðverið árið 1954 í þeim til- gangi að taka upp eina plötu – sem pressuð var á staðn- um – og gefa mömmu sinni. Hugðist hann syngja sálm en Phillips taldi hann á að syngja hið fjöruga „That’s All Right, Mama“ í staðinn. Á bakhliðinni var rokkuð útgáfa Presleys á blágraslaginu „Blue Moon of Ken- tucky“. Plata þessi er varðveitt og telst í dag verðmæt- asta hljómplata heims. Sun-hljóðverið varð aldrei meira en stökkpallur og flestir skjólstæðinga Phillips fluttu sig um set til Nash- ville þar sem var að finna betri hljóðver og starfsvænna umhverfi. Phillips varð hins vegar eftir í Memphis og áframseldi samninginn sem hann hafði gert við Presley til RCA árið 1955 fyrir 35.000 dollara. Stuttu síðar kom út fyrsti smellurinn á vegum Sun, „Blue Suede Shoes“, flutt af Carl Perkins. Síðustu ár hefur Sun hljóðverið verið vinsæll viðkomu- staður ferðalanga, þar sem gefur að líta upprunaleg upp- tökutæki, hljóðnema og annað það sem hinar óþekktu stór- stjörnur notuðust við í upphafi ferils síns. Sam Phillips 1923–2003 Rokkgoðsögn öll Sam Phillips ásamt Steven Tyler, söngspíru Aerosmith. Phillips ásamt Presley. BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR www.rvk.is/borgarskjalasafn Sími 563 1770 Hver var Lárus? Sýning um Lárus Sigurbjörnsson, skjala- og minjavörð Reykjavíkurbæjar 1954-1968 á 3. hæð, Tryggvagötu 15. Opin alla virka daga kl. 10-16. Aðgangur ókeypis. Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is - s: 577 1111 ÁRBÆJARSAFN: Opið alla verslunarmannahelgina frá kl. 10-18 Hestadagur sunnudag Leikföng og leikir mánudag Ljúffengar veitingar í Dillonshúsi VIÐEY: Ganga þriðjudag kl. 19.30 Upplýsingar um leiðsögn í Viðey í símum 568 0535 og 693 1440 Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur sími 567 9009 Sjáið einu talandi eldavél landsins! Opið 13-17 alla daga. Ljósmyndasafn Reykjavíkur www.ljosmyndasafnreykjavikur.is Frumefnin Fimm - Ferðadagbækur Claire Xuan 24. maí - 1. sept. 2003. Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi, nánari upplýsingar í síma 563 1790. Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga frá 10-16. Opnunartími sýninga virka daga 12-19 og 13-17 um helgar. Aðgangur ókeypis. www.listasafnreykjavikur.is sími 590 1200 HAFNARHÚS, 10-17 Smekkleysa í 16 ár, Alþjóðleg samtímalist á Íslandi, Erró - Stríð Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 KJARVALSSTAÐIR, 10-17 Íslensk samtímaljósmyndun, Kjarval Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN, 10-16 Ásmundur Sveinsson - Nútímamaðurinn Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Sími 575 7700. Gerðubergi 3-5, 111 Rvík Lokað vegna sumarleyfa starfsmanna. Opnum aftur 12. ágúst. Fjölbreytt dagskrá framundan. www.gerduberg.is s. 563 1717 Upplýsingar um afgreiðslutíma s. 552 7545 BÆKUR Í FRÍIÐ til að lesa úti í sólinni eða inni í rigningunni. Hugmyndir að sumarlestri á heimasíðu Borgarbókasafns www.borgarbokasafn.is Date þriðjudaginn 5. ágúst - örfá sæti laus fimmtudaginn 7. ágúst - örfá sæti laus SÍÐUSTU SÝNINGAR! www.date.is Sumarkvöld við orgelið 2. ágúst kl. 12: Giorgio Parolini orgel. 3. ágúst kl. 20: Giorgio Parolini leikur verk m.a. eftir Bach, Reger, Widor og Vierne. Ain´t Misbehavin´ the Fats Waller Musical Show Frumsýning fös. 8. ágúst kl. 20. - örfá sæti laus 2. sýning laugardaginn 9. ágúst kl. 20. 3. sýning sunnudaginn 10. ágúst kl. 20. 4. sýning mánudaginn 11. ágúst kl. 20. Miðasala í Loftkastalanum opin alla virka daga frá 15 - 18. Sími 552 3000 • loftkastalinn@simnet.is 21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 UPPSELT 22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 UPPSELT 23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 UPPSELT 24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 UPPSELT 25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 ÖRFÆA SÆTI LAUS 26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 ÖRFÁ SÆTI LAUS 27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 LAUS SÆTI 29. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 20 LAUS SÆTI MIÐASALA LOKUÐ FRÁ 2. ÁGÚST TIL OG MEÐ 5. ÁGÚST Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.