Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 206. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Á vettvangi
styrjalda
John Benes — upptökumaður á
átakasvæðum Daglegt líf 4
Austurlensk
ævintýri
Sarah Brightman leitar til Austur-
landa í tónlistinni Fólk 50
Sló í gegn
í Galway
Helenu Jónsdóttur boðið að
semja stórt dansverk 29
TÍMARITIÐ The Economist hefur sent Silvio
Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, opið bréf þar
sem skorað er á hann að svara spurningum varð-
andi ýmislegt á viðskipta- og stjórnmálaferli
hans sem blaðið telur
vafasamt. Ritið hyggst
birta ítarlega umfjöllun
um forsætisráðherrann í
sex hlutum þar sem
spurningum verður
beint til hans og hann
hvattur til að svara.
Bréfið er undirritað af
ritstjóra blaðsins, Bill
Emmot, sem segist vilja
svör sem hann telji al-
menning eiga rétt á.
„Þar sem slíkt getur
ekki lengur farið fram fyrir ítölskum dómstólum,
eiga spurningarnar að vera settar fram og svar-
að á opinberum vettvangi,“ segir í bréfinu en þar
vísar hann til nýrra laga sem veita forsætisráð-
herranum friðhelgi fyrir dómstólum á Ítalíu.
Bréfið birtist á heimasíðu tímaritsins.
Telja Berlusconi óhæfan
Blaðið segist hafa sönnunargögn upp á 8.000
síður um meintar misgjörðir Berlusconis. Meðal
þess sem fjallað er um er svokallað SME-mál, þar
sem Berlusconi er sakaður um að hafa mútað
dómurum til að stöðva sölu ríkisfyrirtækis til eins
keppinauta hans. The Economist hefur áður stað-
hæft að Berlusconi sé óhæfur til að vera forsætis-
ráðherra í umfjöllun um hann í apríl 2001.
Skora á
Berlusconi
Reuters
STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu hafa samþykkt
kröfur Bandaríkjamanna um að S-Kóreumenn,
Japanar, Kínverjar og Rússar taki einnig þátt í
fyrirhuguðum viðræðum um lausn á deilum um
kjarnorkuvopn norðanmanna.
Júrí Fedotov, aðstoðarutanríkisráðherra Rúss-
lands, skýrði frá þessu í Moskvu í gær eftir fund
með sendiherra N-Kóreu í Rússlandi. Stjórnin í
N-Kóreu hefur fram til þessa neitað að ræða við
Bandaríkjamenn um deilumál ríkjanna nema í tví-
hliða viðræðum og hefur auk þess krafist þess að
Bandaríkin geri griðasamning þar sem þeir heiti
að gera ekki árás á landið. N-Kóreustjórn rak í
fyrra burt eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóð-
anna sem áttu að fylgjast með hvort ríkið bryti al-
þjóðasamninga gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna.
N-Kóreumenn
fallast á viðræður
Fyrir/14
Moskvu. AFP.
STJÓRNVÖLD í Ísrael buðu í
gær út réttinn til að byggja 22
nýjar húsbyggingar á landtöku-
svæðum gyðinga á Gaza. Þar með
ganga þau gegn hinum svokall-
aða Vegvísi til friðar en í honum
er kveðið á um að stöðva verði
byggingarframkvæmdir á land-
tökusvæðunum. Þá tilkynnti Ísr-
aelsstjórn að búið væri að byggja
fyrsta hluta múrs sem á að skilja
á milli palestínskra og ísraelskra
bæja. Óttast margir afleiðingar
þessara ákvarðana á friðarferlið í
Mið-Austurlöndum.
Auglýsing þar sem lýst er eftir
tilboðum í réttinn til að byggja 22
byggingar á Gazasvæðinu birtist
í dagblaði en þetta er í fyrsta
skipti í tvö ár sem útboð til bygg-
inga á svæðinu er auglýst. Pal-
estínumenn og samtök ísraelskra
friðarsinna fordæmdu fram-
kvæmdirnar og sögðu þær stefna
friðarsamkomulaginu í hættu.
„Þetta er afar hættulegt skref
hjá ísraelsku ríkisstjórninni,“
sagði Nabil Abu Rdeneh, aðstoð-
armaður Yassers Arafat, leiðtoga
Palestínumanna. Ísraelsstjórn
samþykkti vegvísinn til friðar í
maí en þó með fyrirvara um kafl-
ann um stöðvun framkvæmda á
landtökubyggðunum.
Þá mótmæltu hundruð Palest-
ínumanna í borginni Qalqiliya á
norðanverðum Vesturbakkanum
eftir að Ísraelsstjórn tilkynnti að
byggingu fyrsta hluta múrs, sem
ætlaður er til að girða á milli pal-
estínskra og ísraelskra byggða,
væri lokið. Múrinn sem er átta
metra hár liggur í kringum borg-
ina og lokar hana af. Mótmæl-
endur köstuðu blöðrum á múrinn
fylltum af málningu í fánalitum
Palestínu, rauðum, grænum,
svörtum og hvítum og héldu á
borðum sem á stóð „aðskilnaðar-
stefnumúr“. Ísraelar segja múr-
inn hins vegar nauðsynlegan til
að halda hryðjuverkamönnum
frá bæjum sínum.
Ísraelar hyggjast reisa
nýjar byggingar á Gaza
Jerúsalem. AP.
Reuters
MÓTMÆLANDI í borginni Qalqiliya skrifar orðið „bylting“ á átta metra háan steyptan múr sem skilur
Ísrael frá Vesturbakkanum. Palestínumenn og útlendingar mótmæltu við múrinn í gær og kröfðust þess
að hann yrði rifinn niður en hann hefur valdið mikilli ólgu meðal Palestínumanna. Ísraelar segja hins
vegar að hann sé nauðsynlegur til að halda hryðjuverkamönnum frá þeirra svæðum.
Búið að byggja
fyrsta hluta um-
deilds múrs
Múrnum mótmæltHAGVÖXTUR í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórð-
ungi var mun meiri en spáð var, eða 2,4%. Var hann
1,4% á fyrsta fjórðungi og talið, að hann yrði 1,5% í
apríl til júní. Þessi aukni hagvöxtur er einkum rak-
inn til mestu aukningar í útgjöldum til hermála í 52
ár, til mikillar einkaneyslu, umsvifa á fasteigna-
markaði og aukinnar fjárfestinga fyrirtækja.
Útgjöld til varnarmála hækkuðu um 44,1%, sem
er það mesta frá 1951, og því jukust útgjöld alrík-
isstjórnarinnar um 25,1%, sem er mesta hækkun
síðan 1967. Viðskiptin við útlönd voru Bandaríkj-
unum óhagstæð. Á tímabilinu minnkaði útflutning-
ur um 3,1% en innflutningur jókst um 9,2%.
Aukinn hag-
vöxtur vestra
Washington. AFP.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
BOGI Nilsson ríkissaksóknari álítur það
fara þvert gegn markmiðum um skilvirkni
og hagkvæmni í rannsóknum á meintum
brotum á samkeppnislögum, að tveir aðilar,
lögregla og samkeppnisyfirvöld, rannsaki
sama málið samhliða.
„Mál hafa þróast á þann veg að und-
anförnu að heimildir eftirlitsaðila á borð við
Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlit til
að beita stjórnvaldssektum hafa verið
auknar. Ástæðan er öðrum þræði sú að eft-
irlit og meðferð brotamála á sérsviðum
þykir verða skilvirkari og hagkvæmari við
að sérhæfður eftirlitsaðili rannsaki mál og
beiti síðan stjórnvaldssektum,“ segir Bogi
aðspurður í tilefni af rannsókn Samkeppn-
isstofnunar á meintu samráði olíufélag-
anna.
„Með því að fela eftirlitsaðila að beita
stjórnvaldssektum vegna brota á lögum
sem hann hefur eftirlit með er verið að
færa verkefni frá lögreglu og ákværuvaldi,
jafnvel dómstólum, til þessara aðila. Okkur
sem störfum á vettvangi ákæruvalds og
lögreglu er þetta fullljóst. Samkeppnis-
stofnun annast eftirlit með framkvæmd
samkeppnislaga, rannsakar ætluð brot á
lögunum og mál hafa verið að fullu af-
greidd frá samkeppnisráði með stjórn-
valdssektum.
Samkvæmt samkeppnislögum virðist
ekkert því til fyrirstöðu að lögregla hefji
rannsókn samhliða rannsókn Samkeppnis-
stofnunar og rannsókn lögreglu gæti hugs-
anlega leitt til málssóknar. Tilgangurinn
sem helgar ákvæði samkeppnislaga um að
eftirlitsaðilinn rannsaki mál og beiti sekt-
um, er að auka skilvirkni og draga úr
kostnaði við rannsóknir eins og áður
sagði,“ segir Bogi.
„Hefji lögregla og ákæruvald rannsókn á
sama sakarefni og þegar er til meðferðar
hjá Samkeppnisstofnun tel ég að það fari
þvert á þennan tilgang laganna. Í sam-
keppnislögum eru engin ákvæði sem beina
málum á eina braut eða eina akrein, heldur
virðist ekkert því til fyrirstöðu að sama
sakarefnið sæti rannsókn á tveimur stöðum
í einu, sé á tveimur akreinum. Að mínu
mati væri skynsamlegt að innleiða ákvæði í
lögin þess efnis að meðferð máls væri í
höndum Samkeppnisstofnunar og hún gæti
eða henni bæri eftir atvikum að beina mál-
inu til ákæruvalds eða lögreglu ef stofnunin
teldi málið þess eðlis að viðurlagaheimildir
samkeppnisráðs væru ekki fullnægjandi lok
máls. Þótt slíkt ákvæði sé ekki að finna í
lögunum núna væri ef til vill unnt að haga
framkvæmd mála með þessum hætti.“
Ríkissaksóknari segir skilvirkni markmið sérhæfðs eftirlits samkeppnismála
Ekki fylgjandi samhliða
rannsókn tveggja aðila
Telur skynsamlegt
að breyta lögum