Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glucosamine (870 mg Glucosamine í hverjum belg) ásamt engifer og turmeric Fyrir vöðva og liðamót Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. MÖRG af stærri sveitarfélögum landsins hafa nýtt sér heimildar- ákvæði í lögum þar sem aflétt var kaupskyldu og forkaupsrétti af fé- lagslegum eignaríbúðum og tekur heimildin til allra félagslegra eignar- íbúða í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarfélög sem hafa nýtt sér heim- ildina eru Akraneskaupstaður, Borg- arfjarðarsveit, Garðabær, Grinda- víkurkaupstaður, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Reykja- nesbær, Reykjavíkurborg, Seltjarn- arnesbær og Stykkishólmsbær. At- hygli vekur að Akureyrarkaupstaður er ekki á meðal þessara sveitarfé- laga. Óskar Páll Óskarsson, starfsmað- ur félagsmálaráðuneytisins, svaraði bréfi Akureyrings sem lagði inn fyr- irspurn til ráðuneytisins um mál þetta, á þá leið að samkvæmt lögun- um væri um heimildarákvæði að ræða. Einnig kemur fram að „það er því eingöngu ákvörðun bæjarstjórn- ar Akureyrar sem ræður. Ráðuneyt- ið getur ekki krafist þess af sveitarfé- laginu þó nær öll stóru sveitarfélögin hafi nýtt sér þessa heimild. En eins og þú segir er um sanngirnismál að ræða og flest stærri sveitarfélög hafa fallist á þessa heimild.“ Jakob Björnsson, formaður bæjar- ráðs Akureyrarbæjar sagði við Morgunblaðið að þetta mál hefði ver- ið skoðað rækilega. „Það er búinn að vera töluverður þrýstingur frá fólki sem hefur áhuga á því að fallið verði frá forkaupsréttinum eins og gert hefur verið víða. Þegar málið var skoðað kom strax í ljós að margir íbúðaeigendur hefðu hagnast, en margir hefðu einnig tapað á þessari breytingu. Þrátt fyrir hagstæðar markaðsaðstæður nú, þá er þessi staða önnur hér á Akureyri en á höf- uðborgarsvæðinu þar sem markaðs- verð er það hátt, að ekki er um tap að ræða við sölu á almennum markaði. Enda eru öll þau sveitarfélög sem fellt hafa kaupskylduna niður á því svæði. Þar geta allir selt á jafn háu eða hærra verði en sem nemur inn- lausnarverði í kerfinu. Sú staða er ekki fyrir hendi hér þar sem á tugum íbúða hefði verið um tap að ræða. Við munum hins vegar fylgjast vel með þróun þessara mála og endurmeta stöðuna í ljósi hennar.“ Fólk hefur fengið íbúðir í félagslega kerfinu á sérstökum kjörum Jakob sagði það skoðun bæjarráðs að ekki sé verið að hafa neitt af fólki með þeirri ákvörðun að fella ekki nið- ur kaupskylduna. „Það verður að hafa í huga að fólk sem fengið hefur úthlutað íbúðum í félagslega kerfinu á hverjum tíma hefur fengið þær á sérstökum kjörum þ.e. lán með hag- stæðum vöxtum miðað við almenna markaðinn en það þýðir lægri greiðslubyrði sem léttir undir með þeim sem þess njóta. Annar mikil- vægur þáttur sem skipti máli við þessa ákvörðun er sá skortur á leigu- húsnæði sem er hér á Akureyri. Ak- ureyrarbær hefur verið að fjölga verulega leiguíbúðum á undanförn- um árum og á nú um 230 íbúðir. Þörf- in er mikil og margir á biðlista eftir leiguhúsnæði. Það að falla frá for- kaupsréttinum og geta ekki leyst til sín, eins og heimilt er, hentugar íbúð- ir á hagstæðu verði með lágum vöxt- um hefði hækkað kostnað sveitarfé- lagsins til muna við að fjölga leiguíbúðum. Það var ákveðið að stytta forkaupsréttinn um fimm ár og er hann nú 15 ár. Einnig var ákveðið að skoða málið aftur eftir tvö ár eða árið 2005, en þá fellur niður kaupskylda á mörgum íbúðum. Þá liggja vonandi einnig fyrir hverjar boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi fjölgun leiguíbúða verða og hvert hlutverk sveitarfélaga hugsan- lega verður,“ sagði Jakob. „Eins verður að hafa í huga að mikilvægt er að gera greinarmun á kaupskyldu og forkaupsrétti. Þar sem kaupskylda er runnin út hjá, en forkaupsréttur er enn í gildi yrðu menn að sitja uppi með tap ef um er að ræða sölutap. Akureyrarbær myndi einungis leysa til sín íbúðir sem eru enn á kaupskyldutíma ef eig- andi myndi óska eftir því. Sem auð- vitað eru allar líkur á ef innlausnar- verð er hærra en markaðsverð. Íbúðir þar sem enn væri forkaups- réttur á, nú algengast fimm ár eftir tíu ára kaupskyldu, og íbúðir sem komnar eru úr forkaupsrétti, getur íbúðareigandi selt á frjálsum mark- aði gegn því að greiða upp áhvílandi lán. Hagnaður eða tap viðkomandi ræðst síðan af því hvort innlausnar- verð sé hærra eða lægra en markaðs- verð viðkomandi íbúðar. Miðað við núverandi aðstæður eru að minnsta kosti 25 íbúðir sem þannig er ástatt um á Akureyri. Lítilsháttar breyting til hins verra á húsnæðismarkaði eða húsbréfamarkaði hefði mjög fljótt áhrif til verulegrar aukningar á fjölda íbúða sem tap væri á,“ sagði Jakob. Ekki sátt um sölu félagslegra eignaríbúða á Akureyri Kaupskyldu og for- kaupsrétti ekki afléttJAKOB Björnsson, formaður bæj- arráðs Akureyrar, sagði við Morg- unblaðið að ljóst væri að það hefði verið ákveðinn losarabragur á meðferð fjármuna hjá leikfélaginu. Sigmundur Ernir Rúnarsson, for- maður leikhúsráðs, sagði í Morg- unblaðinu í gær að verið væri að taka hressilega á fjárreiðum fé- lagsins því reikningar hefðu ekki verið færðir með eðlilegum hætti áður en núverandi leikhússtjóri tók við. Jakob sagði að bókhald hefði ekki verið fært eins og eðlilegt gæti talist. „En hvort um eitthvað umfram það er að ræða skal ég ekki segja. Það er samt alveg ljóst að það verður að vera tryggt að slíkt gerist ekki aftur, áður en gengið er frá samningum til fram- tíðar. Þarna er verið að fara með opinbert fé, bæði frá ríki og sveit- arfélaginu og það er óásættanlegt að öllu sé ekki til haldið á eðlileg- an máta. Við munum krefjast þess að þeir sem nú eru í forsvari fyrir leikhúsið og leikfélagið, hafi svör á reiðum höndum um hvernig þeir ætli að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Það er alveg á hreinu,“ sagði Björn. Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrr- verandi formaður leikhúsráðs, vildi ekki tjá sig um málið á þessu stigi. Formaður bæjarráðs um fjárreiður LA Losarabragur verið á meðferð fjármuna UNDIRBÚNINGUR fyrir fjöl- skylduhátíðina „Ein með öllu“ á Akureyri hefur gengið vel og stefnir í fjölbreytta og skemmti- lega hátíð, þar sem fólk á öllum aldri getur skemmt sér saman, að sögn Haraldar Ingólfssonar hjá Fremi kynningarþjónustu. Har- aldur sagði ómögulegt að segja til um hversu margir gestir komi til bæjarins. „Við sættum okkur við að fá hingað 8–10 þúsund manns til við- bótar við þá bæjarbúa sem ætla að vera heima. Við erum alltaf bjart- sýnir á gott veður og ekki hefur bjartsýnin minnkað eftir að veð- urspá Veðurklúbbsins á Dalvík um helgarveðrið lá fyrir,“ sagði Har- aldur. Björn Jósef Arnviðarson, sýslu- maður á Akureyri, sagðist eiga von á góðri helgi. „Við erum við því búnir að hér verði margt fólk og ánægt og vonumst til þess að lítið verði um vandræði.“ Björn Jósef sagði að líkt og undanfarnar verslunarmannahelgar yrði fjölgað verulega í lögregluliðinu. „Hátíðin í fyrra gekk mjög vel og ef þetta verður svipað í ár er allt í góðu lagi.“ Í spá Veðurklúbbsins kemur m.a. fram, að heilt yfir verði hvergi vont veður eða einhver ill- indi. Það verði nokkuð sanngjörn skipting á þessu en í heildina best norðan- og austanlands, þ.e. hlýj- ast og mest af blessaðri sólinni en menn verði þó ekki lausir við rigninguna. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá alla helgina, fyrir fólk á öllum aldri, þar sem þekktar hljómsveitir og aðrir skemmti- kraftar koma við sögu. Skipulag hátíðarinnar hefur verið unnið í samráði við ýmsar stofnanir sem að öryggismálum koma. Á slysa- deild FSA er rekin neyðarmóttaka fyrir fórnarlömb nauðgana, sem alltaf er opin. Skipuleggjendur vilja jafnframt leggja sérstaka áherslu á gott samstarf við Aflið, systursamtök Stígamóta á Norður- landi, en fulltrúar Aflsins verða á vakt alla helgina og hafa aðstöðu í Kompaníinu í Hafnarstræti 73. Fjölskylduhátíðin „Ein með öllu“ á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Hápunktur fjölskylduhátíðarinnar um helgina verður á Akureyrarvelli á sunnudagskvöld. Þeir Bragi Bergmann frá Fremi og bróðir hans Heimir heilsuðu upp á starfsmenn vallarins og skoðuðu aðstæður þar. F.v. Heimir Bergmann, Bragi Bergmann, Aðalsteinn Sigurgeirsson forstöðumaður Akureyrarvallar og Björn Arason starfsmaður vallarins. „Sættum okkur við 8–10 þús- und manns“ RÁÐGERT er að hefja framkvæmdir við lagningu Dalsbrautar frá Borgar- braut að Þingvallastræti nú í haust og ljúka verkinu snemma næsta sumar. Guðmundur Guðlaugsson, deildar- stjóri framkvæmdadeildar Akureyr- arbæjar, sagði að verkið yrði trúlega boðið út í september nk. Vegurinn verður lagður í gilinu vestan Hamra- gerðis. Guðmundur sagði að þessi veg- tenging yrði mikil samgöngubót en hann sagði það þó sína skoðun að Dalsbrautin ætti að liggja áfram til suður frá Þingvallastræti. Ákvörðun um framhaldið liggur ekki fyrir og ekki eru allir á eitt sáttir við þá hug- mynd að gatan liggi áfram til suðurs. „Umferðarmál á þessu svæði eru til skoðunar, þar sem m.a. er verið að reyna að meta umferðarspá og um- ferðarþunga, samkvæmt mismunandi hugmyndum.“ Fyrir liggur að tengja Dalsbrautina Þingvallastræti og til skoðunar er að halda áfram suður að Skógarlundi eða Miðhúsavegi. Framkvæmdir við Dalsbraut hefjast í haust Morgunblaðið/Kristján Dalsbrautin mun liggja um gilið vestan Hamragerðis og tengja sam- an Borgarbraut og Þingvallastræti. Fimmtu og síðustu tónleikar í röð- inni Sumartónleikar í Akureyrar- kirkju verða haldnir sunnudaginn 3. ágúst kl. 17. Flytjendur eru: Magnea Tómasdóttur sópran og Guðmundur Sigurðsson orgelleik- ari og munu þau flytja íslensk þjóðlög við Passíusálma Hallgríms Péturssonar og við ljóð annarra höfunda í útsetningum Smára Óla- sonar. Einnig verða fluttir sálm- forleikir eftir J. S. Bach og org- elverk eftir Nicolas de Grigny. Tónleikarnir standa í klukkustund án hlés og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Guðmundur og Magnea munu einnig leika og syngja í messu í Akureyrarkirkju kl. 11 árdegis sunnudaginn 3. ágúst. Á NÆSTUNNI Sunnudaginn 3. ágúst verður markaðsdagur í Laufási milli kl. 14 og 16. Boðið verður upp á fjöl- breyttan varning í skemmtilegri umgjörð gamla bæjarins í Laufási. Á markaðnum verður margt hægt að finna, hvort sem fegra á um- hverfið með blómum og runnum frá Réttarhóli, fjölærum blómum úr Fornhaga eða hressa upp á ytri umgjörð með Gaia-snyrtivörum frá Pharmarctica eða húðvörum unnum úr íslenskum jurtum frá Urtasmiðj- unni. Einnig verður prjónles og föndurvörur af ýmsum toga á svæðinu. Til sölu verða nýjar kart- öflur og gulrætur ásamt öðru grænmeti frá bæjunum í kring, harðfiskur frá Darra á Grenivík og reyktur silungur. Starfsfólkið í Laufási bakar fjallagrasabrauð og rúgbrauð og býður upp á heimalag- aðar sultur. Til þess að fullkomna markaðs- stemninguna framkalla Einar og Haukur ljúfa tóna á harmóniku og trommu. Kaffiveitingar verða í gamla prestshúsinu og gamli bær- inn og veitingastofan verða opin milli kl. 10 og 18. Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.