Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Stella Pollux, Hali- fax, Nordica, Seven Seas, Navigator og Keilir koma í dag. Eldborg og Dettifoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Green Arctic kemur í dag. Gemini og Vik- ing fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Smíða- stofan er lokuð til 11. ágúst. Handa- vinnustofan er lokuð vegna sumarleyfa. Púttvöllur opinn mánudag til föstudags kl. 9–16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 13– 16 frjálst að spila í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun, hár- greiðslustofan opin. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 op- in handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin versl- unin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9.30 gönguhópur, allir vel- komnir, kl. 9–12 bað, kl. 9–16 opin vinnu- stofa. Púttvöllurinn opinn frá kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Skrifstofan er lokuð frá og með 30. júní til 6. ágúst. Viðvera í Gjábakka fellur niður á sama tíma. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Innanfélagspútt- keppni á Hrafn- istuvelli. Mæting kl. 13. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–16. Kl. 13.15 brids, kl. 20.30 félagsvist. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Þeir sem ætla að fara í ferðina Austur-og Norðaust- urland 18.–25. ágúst og eiga eftir að stað- festa geri það fyrir 8. ágúst. Dagsferð 13. ágúst Fjallabaksleið syðri, eigum laus sæti. Skrifstofa félagsins í Faxafeni 12 opin frá kl. 10–16. S. 588 2111. Gullsmári, Gullsmára 13. Lokað vegna sum- arleyfa til 5. ágúst. Hárgreiðuslustofan og fótaaðgerðastofan verða opnar. Hraunbær 105. Kl. 9 baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 10 pútt. Bingó kl. 14. Allir velkomnir. Kaffiveitingar. Norðurbrún 1. Fóta- aðgerðastofan er lok- uð frá 21. júlí til 5. ágúst. Hárgreiðslu- stofan er lokuð frá 15. júlí til 12. ágúst. Vesturgata 7. Kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15– 14.30 handavinna, kl. 13.30–14.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30–16 dansað í kaffitímanum við lagaval Halldóru, gott með kaffinu, allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morgunstund, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 13.30 bingó. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Í dag kl. 14 kemur Anna Þrúður Þorkelsdóttir í heim- sókn og segir frá veru sinni í Afríku sl. ár. Kaffiveitingar kl. 15. Allir velkomnir. FEBK. Brids spilað kl. 13.15 í Gjábakka. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjá- bakka kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Minningarkort Minningarkort Hjartaverndar fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Akranes: Hagræði hf., Borg- arnes: Dalbrún, Brák- arbraut 3. Grund- arfjörður: Hrannarbúð sf., Hrannarstíg 5. Stykk- ishólmur: Hjá Sess- elju Pálsd., Silfurgötu 36. Ísafjörður: Póstur og sími, Aðalstræti 18. Strandasýsla: Ásdís Guðmundsd. Laug- arholti, Brú. Minningarkort Hjartaverndar fást á eftirtöldum stöðum á Austurlandi: Egils- staðir: Gallery Ugla, Miðvangi 5. Eskifjörð- ur: Póstur og s., Strandgötu 55. Höfn: Vilborg Einarsdóttir, Hafnarbraut 37. Í dag er föstudagur 1. ágúst, 213. dagur ársins 2003, bandadag- ur. Orð dagsins: En ég mun sakir réttlætisins skoða auglit þitt, þá er ég vakna, mun ég mettast af mynd þinni. (Sálm. 17, 15.)     Fyrir skemmstu var til-kynnt að kartöflu- uppskera væri óvenju- lega snemma á ferðinni þetta árið. Við það tilefni hélt landbúnaðarráð- herra blaðamannafund og sagði að dagurinn væri mikill gleðidagur fyrir íslenska neytendur. Á Deiglunni.com fjallar Bolli Skúlason Thorodd- sen um þennan viðburð. Hann dregur í efa að ís- lenskir neytendur hafi yf- ir miklu að gleðjast þegar kartöflur eru annars veg- ar.     Landbúnaðarráðherrasem er einkar lagið að skemmta landsmönnum með fornu tungutaki og framburði var að sjálf- sögðu ekki spurður af hverju það teldist frétt- næmt að íslenskir neyt- endur hefðu aðgang að jafn sjálfsögðum hlut og nýjum kartöflum á tímum alþjóðvæðingar í við- skiptum. En eins og menn vita eru kartöflur fram- leiddar út um allan heim og uppskerutímar árið um kring. Þær eru því til í öllum stærðum, gerðum og gæðaflokkum á er- lendum mörkuðum,“ seg- ir Bolli.     Hann segir að þótt auð-velt sé að nálgast nýj- ar og góðar kartöflur á heimsmarkað árið um kring hafi íslenskir neyt- endur ekki enn fengið að njóta góðs af því og segir: „Hér á landi hafa stjórn- völd hins vegar komið því þannig fyrir að Íslend- ingar skulu éta gamlar kartöflur meðan eitthvað er til af innlendu fram- leiðslunni. Og ekki lækk- ar verðið þótt líði á árið og varan versni.“     Bolli segir að vegnahafta á innflutningi dragi neytendur úr kart- öfluneyslu og þurfi frek- ar að borða óhollari fæðu eins og pasta og fransk- brauð. Bolli telur að þetta sýni að annarleg sjónarmið ráði ferðinni í landbún- aðarmálum: „Þetta er grátbroslegt dæmi úr ís- lenskri landbúnaðar- stefnu sem fyrst og fremst tekur mið af hags- munum framleiðenda en ekki neytenda. Í kosn- ingabaráttunni s.l. vor var varla minnst á ís- lenskan landbúnað eða þá staðreynd að hann kostar ríkissjóð tæpa tíu millj- arða árlega í ýmsar stuðningsaðgerðir. Allir flokkar, meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn, sem vill vera í far- arbroddi frjálsra við- skipta og markaðslausna, virðast hafa gefist upp fyrir hagsmunagæslu landbúnaðarins.“     Að lokum segir Bolli:„En landbúnaðar- ráðherrann fer ekki alltaf troðnar slóðir. Hver veit nema hann geri sérhvern dag að gleðidegi fyrir ís- lenska neytendur með því að gefa frjálsan innflutn- ing á kartöflum.“ STAKSTEINAR Gleðidagur hjá íslenskum neytendum – eða hvað? Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur ferðazt talsvertum landið í sumar með fjölskyldu sinni. Sami háttur er hafður á og þeg- ar Víkverji var sjálfur í aftursætinu í bíl foreldra sinna fyrir margt löngu; það hjónanna sem ekki þarf að sinna akstrinum, situr með kort og Vega- handbókina og veitir öðrum fjöl- skyldumeðlimum upplýsingar um það, sem fyrir augu ber við þjóðveg- inn. Útgáfa Vegahandbókarinnar var auðvitað merkilegt framtak á sínum tíma og gott starf hefur verið unnið við að endurbæta hana með reglulegu millibili. Með fullri virðingu fyrir vönduðum frumtexta Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum finnst Víkverja þó að Vegahandbókin sé fullsagnfræðileg og ekki alveg í takt við tímann lengur. Mun meira rými fer í að rekja að hinn eða þessi merkispresturinn hafi fæðzt á til- teknum bæ eða drukknað í nálægri á en að veita ferðalöngum upplýsingar um ýmis áhugamál nútímamannsins, til dæmis hvar séu skemmtilegar gönguleiðir nálægt þjóðveginum, hægt að kaupa veiðileyfi, kíkja inn á athyglisvert kaffihús, kaupa hand- verk úr héraðinu o.s.frv. Víkverji leyfir sér að leggja til að við næstu útgáfu fari fram gagnger endurskoðun á texta Vegahandbók- arinnar. Víkverja finnst skemmtilegt að kynnast menningu hvers héraðs fyrir sig; eins og áður segir að koma í handverkshúsin, fá kaffi og heima- bakað meðlæti á sveitakaffihúsum og síðast en ekki sízt að kaupa afurðir héraðsins, t.d. kjöt, fisk og mjólkur- vörur. Á ferð sinni um Ísafjarðardjúp á dögunum datt Víkverja í hug að hann yrði endilega að kaupa harðfisk, fyrst hann væri staddur í þessum landshluta sem væri frægur fyrir harðfiskverkun. Á Súðavík var áð á litlu veitingahúsi, þar sem enginn harðfiskur var á matseðlinum, heldur fitustorknir hamborgarar, samlokur og franskar. Úr veitingahúsinu var hins vegar innangengt í stórmarkað og þangað inn vatt Víkverji sér og bað um vestfirzkan harðfisk. Hann var ekki til nema gaddfreðinn í fryst- inum. Hins vegar blöstu við heilu hillumetrarnir af útlendu snakki. Vík- verja var öllum lokið. x x x VÍKVERJI hefur áður haft orð áþví hvað tjaldvagna- og fellihýsa- æðið á landsmönnum sé hvimleitt. Þegar hann staldraði við í borginni í fáeina daga varð hann vitni að vand- ræðum fjölskyldu, sem hafði fyrst hengt tjaldvagninn aftan í jeppann og ákveðið að fara svo og verzla í Kringl- unni. Eftir heilmikið hringsól um bílastæðin , sem eru alla jafna ásetin, fann fjölskyldufaðirinn, sem sat við stýrið, tvö samliggjandi bílastæði þar sem hann hugðist leggja jeppanum og tjaldvagninum. Með tjaldvagninn í eftirdragi náði hann hins vegar ekki beygjunni inn í stæðið og varð að fara út og reyna að halda á tjaldvagninum til að rétta hann af. Tilburðirnir vöktu talsverða kátínu viðskiptavina Kringlunnar, annarra en þeirra sem ekki komust út af bílastæðinu vegna þess að tjaldvagninn teppti ökuleið- ina. Víkverji ráðleggur tjaldvagna- eigendum að skilja vagninn eftir heima áður en reynt er að leggja við fjölsóttar verzlunarmiðstöðvar. Morgunblaðið/Kristinn Helgarleyfi? SAMKVÆMT reglugerð um leyfi afplánunarfanga til dvalar utan fangelsis, lagagrein nr. 719/1995, 2. kafli, 24. og 25. gr., segir: „24. gr. Ekki er heimilt að veita fanga leyfi til dval- ar utan fangelsis sam- kvæmt þessum kafla fyrr en fanginn hefur verið í samfelldri afplánun 1⁄3 hluta refsitímans, að meðtalinni gæsluvarðhaldsvist og verður afplánun að hafa staðið samfellt yfir í 1 ár að frátalinni gæsluvarðhalds- vistinni. 25. gr. Leyfi til dvalar utan fangelsis sam- kvæmt þessum kafla skulu vera 14 klukkustundir að hámarki og er fanganum heimilt að dvelja utan fang- elsis samkvæmt leyfinu frá kl. 8.00 til kl. 22.00 að kvöldi þess sama dags, og skal taka þetta fram í skírteini því er greinir í 1. mgr. 21. gr.“ Lögin eru skýr, þau eru sett til að farið sé eftir þeim og samkvæmt þessum lög- um verður fangi að hafa af- plánað a.m.k. eitt ár áður en dagsleyfi fæst. Fjöl- miðlar hafa talað um að Árni Johnsen fái helgar- leyfi til að stjórna fjölda- söng á þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum. Það er ekkert til sem heitir helg- arleyfi. Fangelsismála- stofnun hefur, með réttu, synjað Árna um leyfi til að fara á þjóðhátíð til að skemmta sér og öðrum. Árni biður því flokksbróður sinn Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að leyfa sér að fara. Ég skora á Björn Bjarnason að fara eftir lög- um sem ráðuneyti hans starfar eftir og synja Árna um þessa beiðni. Næg er spillingin í þjóðfélaginu þótt ekki bætist við að fangi fái leyfi til að fara á útihátíð bara af því að hann heitir Árni Johnsen. 221275-5439. Tapað/fundið Hjól hvarf FIMMTUDAGINN 24. júlí sl. hvarf splunkunýtt reið- hjól, sem stóð fyrir utan leikskólann Bæjarból í Garðabæ. Hjólið er af teg- undinni Jamis og var keypt í Nanoq í júní sl. Það er skærgult á litinn. Ef ein- hver hefur séð hjólið vin- samlegast hafið samband í síma 862 2365. Úr fannst FYRIR u.þ.b. mánuði síðan fannst úr hjá Húsdýragarð- inum. Á úrið er ritað nafnið María. Upplýsingar í síma 557 3538 eða 699 0687. Dýrahald Kassavanir kettlingar fást gefins FJÓRIR gullfallegir, þriggja mánaða gamlir kettlingar, þar af ein svört læða, fást gefins. Upplýs- ingar í síma 698 9329 eftir kl. 17. Læða fæst gefins FIMM mánaða gömul, brúnbröndótt læða fæst gefins á gott heimili. Hún er að sögn kunnugra blíð og góð og fæst gefins vegna óviðráðanlegra orsaka. Upplýsingar fást hjá Pál- ínu, í síma 866 8255. Freyja óskar eftir heimili EINS ÁRS gömul svört læða fæst gefins vegna flutninga. Hún er eyrna- merkt, geld og gríðarlega falleg. Kassi og búr fylgja með. Upplýsingar í síma 845 3805. Lara er týnd LARA er lítil læða, grá að lit og þunnhærð við gagn- augun. Hún er afar hænd að fólki og mannelsk. Lara er til heimilis að Þverholti 30 í Reykjavík. Þeir sem hafa upplýsingar um hvar Lara er niðurkomin eru vinsamlegast beðnir um að láta vita í síma 823 9349. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir LÁRÉTT 1 mergð, 4 væskil, 7 rot- in, 8 dylur, 9 fiður, 11 eyðimörk, 13 ósoðni, 14 urr, 15 brumhnappur, 17 reiðir, 20 sterk löngun, 22 ginna, 23 haggar, 24 orðasenna, 25 pjatla. LÓÐRÉTT 1 berast með vindi, 2 dá- in, 3 slór, 4 Freyjuheiti, 5 skaut, 6 tré, 10 rándýr, 12 ferskur, 13 lík, 15 trjá- stofn, 16 starfrækjum, 18 asna, 19 vera óstöðugur, 20 þunn grastorfa, 21 viðauki. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 handahófs, 8 suddi, 9 losna, 10 gól, 11 rýrna, 13 tuska, 15 fress, 18 uggar, 21 kyn, 22 róaði, 23 neiti, 24 himnaríki. Lóðrétt: 2 aldar, 3 deiga, 4 hollt, 5 fúsks, 6 ósar, 7 bana, 12 nes, 14 ugg, 15 ferð, 16 efaði, 17 skinn, 18 unnir, 19 grikk, 20 reið. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.