Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 35 Hvernig er hægt að kveðja konu sem mað- ur hefir umgengist í 42 ár? Svarið er: Það er ekki hægt. Ég veit að hún amma er alltaf með mér. Hún er bara flutt eitthvað í burtu. Á vissan stað þar sem að öruggt er að við hitt- umst aftur. Þar sem við getum bæði verið með afa. Hún hefir vitjað mín nú þegar. Við töluðum um það fyrir löngu að hún myndi fylgjast með mér þegar kallið kæmi. Ég veit að ég er eigingjarn, elsku amma mín, en ég á þig. Ég mun alltaf eiga þig. Þú áttir mig. Talaðir meira að segja oft um afa sem pabba minn. Manstu þegar afi dó? Ég var bara 11 ára. Kom í heimsókn til þín, eins og ég reyndar gerði næstum daglega í 42 ár, og þú varst að fara að heim- sækja hann á spítalann. Ég fór með þér og þú hjúkraðir honum. Hann var lasinn. Svo var heimsóknartím- inn búinn og við fórum á Norður- brautina, ég man það svo vel, ég hringdi í mömmu og sagði henni að ég gæti ekki skilið þig eftir eina. Ég svaf við hliðina á þér þegar síminn hringdi og þú fékkst fréttina um að afi væri látinn. Þú hlífðir mér. Ekki eitt einasta tár eða spurning um hvað hefði gerst, heldur bara „já, og nei, og þakka þér fyrir“. Svo stóðst þú upp og ég heyrði þig gráta inni á baði. Komst svo inn og sást að ég var vakandi og þú sagðir mér að hann afi minn væri dáinn. Svo grét- um við saman, en þú huggaðir mig og sagðir mér að hann væri á betri stað. Við vorum náin fyrir, en þarna tengdumst við böndum sem aldrei slitnuðu. Ég þakka þér svo mikið fyrir, elsku amma mín, hve styrk stoð og stytta þú varst mér ávallt. Það var alveg sama hvað ég var að gera eða hvar í heiminum ég var, þú varst alltaf minn styrkur. Manstu þegar ég byrjaði í tónlistinni? Þú leyfðir okkur að æfa í kjallaranum hjá þér. Og þegar ég spurði hvort það væri ekki hávaði, stóð ekki á svari hjá þér. „Það heyrist svolítið í ykkur og bollarnir titra við eldhús- borðið, en ég þarf allavega ekki að hræra mjólkina við kaffið. Þið sjáið um það.“ Svo var bara hlátur. Þú vildir minn veg ávallt hinn besta. Síðustu 10 ár hef ég dvalið erlendis, en þú hringdir í mig í hverri viku, og ef mig var farið að lengja eftir að heyra í þér þá hringdi ég. Við vorum svo nátengd. Hvíl í friði, elsku amma mín. Ég veit að nú gengur þú hin gullnu stræti á himnum með afa. Þinn Jón Rafn. Það bættist verndarengill í fjöl- skylduna laugardaginn 19. júlí þegar Lóa kvaddi þennan heim. Lóa eins og ég kallaði hana tók mig að sér þegar ég var 17 ára. Þegar ég kynnt- ist syni dóttur hennar, honum Herði, eignaðist ég ekki bara kærasta held- ur eignaðist ég líka ömmu. Hún tók mér opnum örmum. Ekki leið á löngu þar til við fluttumst í risíbúð í húsi hennar á Norðurbraut í Hafn- arfirði og seinna meir í kjallarann. Við bjuggum hjá Lóu í rúm 7 ár og gátum með því móti bæði menntað okkur og sparað til íbúðarkaupa. Við erum henni ævinlega þakklát fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Margt var af henni að læra, t.d. voru ræktaðar kartöflur á hverju ári og búið til rifsberjahlaup og að sjálf- sögðu heklað og prjónað og margt fleira. Hörður lærði meðal annars að búa til fiskibollur og gulrætur með sítrónusafa. Voðalega þótti ömmu ANNA ÓLAFÍA JAKOBSDÓTTIR ✝ Anna Ólafía Jak-obsdóttir fæddist 27. maí 1910 á Bjarnastöðum á Álftanesi. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði laugardaginn 19. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju 31. júlí. Lóu, eins og börnin okkar kölluðu hana, gott að smakka boll- urnar hans Harðar eft- ir að hún fluttist á Hrafnistu, því þær voru eins og hún hefði gert þær sjálf. Lóa var bæði glæsi- leg og tignarleg kona og er hún móðir mín innilega þakklát fyrir það að ég hafi fengið að njóta umhyggju henn- ar. Það er brestur í hjörtum okkar, tár renna niður kinnar og kertaljós tendruð, Lóu verður sárt saknað. Kristín, Guð gefi þér og fjöl- skyldunni styrk. Ása. Anna nafna, eins og við kölluðum Lóu frænku eða Önnu Ólafíu Jak- obsdóttur, er látin 93 ára að aldri. Mínar fyrstu minningar tengjast Lóu en foreldrar mínir leigðu í kjall- aranum á Norðurbrautinni og frá þeim tíma leit ég á Lóu í raun sem ömmu. Hún lék það hlutverk af stakri prýði frá þeim tíma allt fram í andlátið. Alltaf var spennandi að koma í heimsókn til Lóu frænku því hún lumaði oftast á nammi sem ekki var fáanlegt í búðum hér á þeim tíma. Á seinni árum voru það börnin mín sem fengu að njóta molanna. Þótt maður sem barn kynni vissu- lega að meta gotterí og aðrar góðar gjafir þá er það vináttan og ekta væntumþykja sem skein í gegn og lifir fram á fullorðinsár. Þá var á þessum tíma viss ævin- týraljómi yfir Lóu og eiginmanni hennar, Engiljóni (d. 1972), en þau höfðu meðal annars farið til Ítalíu og Englands. Þau höfðu átt og ferðast um á mótorhjóli með hliðarvagni hér á landi sem þótti ekki lítið spenn- andi. Þá vann Anna í bakaríi og stundum var farið að heimsækja hana til að kanna hvort ekki væru til afskurðir af vínarbrauðum eða til að kaupa bolludagsbollur. Lóa sýndi mér, Bibbu og börnun- um mikla ræktasemi alla tíð. Ég hef enn ekki séð flottari stúlkur en Völu og Önnu litlu í bleiku sérhekluðu kjólunum frá Önnu nöfnu. Allir sem ná eins háum aldri og Lóa frænka hafa lifað tímana tvenna. Hún og Rósa systir hennar misstu föður sinn (1913) ungar að aldri í sjó- slysi við Álftanes. Friðrik Ágúst afi fékk þær Lóu og Rósu í kaupbæti með Ingibjörgu ömmu og seinna áttu þau saman fjórar stelpur til viðbótar. Afi var mikið á sjó og í siglingum og bjó því við kvennaríki í landi. Sjálf- sagt hefur Lóa haft þar visst forystu- hlutverk enda elst og hún var ákveð- in þegar hún vildi það við hafa. Hana einkenndi alla tíð hlýja, reisn og virðuleiki, nokkuð sem fólk sá við fyrstu kynni. Varla fór hún úr húsi í minnsta erindi nema smekklega klædd og tilhöfð eins og hún gerði ráð fyrir að hitta fjölda manns og hún kvaddi með reisn. Dóttir Önnu og Engiljóns er Kristín og betri frænku er ekki hægt að hugsa sér. Ég votta henni, Lonny, barnabörnum og öðrum aðstandend- um okkar innilegustu samúð. Hjörleifur Einarsson. ✝ Guðlaug ÓlöfStefánsdóttir fæddist í Borgar- gerði í Fljótum 20. september 1910. Hún lést á Garðvangi, dvalarheimili aldr- aðra í Garði, 26. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar Guðlaugar voru Stefán Aðalsteinsson, f. 10.9. 1884, d. 12.5. 1980, og Kristín Jós- efsdóttir, f. 25.8. 1888, d. 10.12. 1954. Guðlaug var næstelst 14 systkina, systkini hennar eru: Jóhann (látinn), Helga (látin), Svanmundur (látinn), Sig- rún, Sigríður, Albert (látinn), Anna (látin), Jakobína, Albert (lát- inn), Svanfríður, Jóna, Jón, Gísli (látinn), og Anna (fóstursystir). Guðlaug giftist 31.12. 1933 Guð- mundi Gunnlaugssyni húsasmið, f. 11.5. 1895, d. 10.11. 1975. Þeim varð sex barna auðið. Þau eru: Sigurlaug, f. 1934, gift Guðmundi Frímannssyni, Svanmundur, f. 10.5. 1935, d. sama ár, Hjalti, f. 1936, kvæntur Erlu Maríu Andr- ésdóttur, Kolbrún, f. 1940, var gift Hall- dóri Lárussyni, d. 1997, Kristín Erla, f. 1945, gift Sigurði Ingvarssyni, og Svandís, f. 1949, gift Helga Gamalíelssyni. Áður en Guðlaug giftist Guðmundi eignaðist hún Jón Kr. Jónsson, f. 1931, kvæntur Herdísi Ell- ertsdóttur, með unn- usta sínum Jóni Kr. sem drukknaði áður en Jón fæddist. Einn- ig ólu þau að mestu upp systur Guðlaugar, Jakobínu, sem er gift Haraldi Ringsted. Guðlaug og Guðmundur bjuggu lengst af á Siglufirði en fluttust til Keflavíkur árið 1952 og bjuggu þar þangað til Guðmundur lést. Guðlaug dvaldist síðustu æviárin á dvalarheimilun- um Hlévangi í Keflavík og Garð- vangi í Garði. Afkomendur Guð- laugar eru 95. Útför Guðlaugar fer fram frá Útskálakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Við systurnar og fjölskyldur okk- ar þökkum ömmu Laugu fyrir allar stundirnar sem við áttum með henni. Hvíl þú í friði. Jóna og Guðlaug. GUÐLAUG ÓLÖF STEFÁNSDÓTTIR Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN ÓLAFSSON, Árskógum 8, verður jarðsunginn frá Garðakirkju, Álftanesi, í dag, föstudaginn 1. ágúst, kl. 10.30. Ingigerður Runólfsdóttir, Sirrý Laufdal Jónsdóttir, Ólafur Laufdal Jónsson, Trausti Laufdal Jónsson, Hafdís Laufdal Jónsdóttir, Erling Laufdal Jónsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐRÚNAR SIGURBERGSDÓTTUR. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Sólvangs fyrir góða umönnun og hlýhug í hennar garð. Einey Guðríður Þórarinsdóttir, Hjalti Þórðarson, Erna Björk Hjaltadóttir, Gunnar Þór Hjaltason, Ásta María Hjaltadóttir, Þóra Jóhanna Hjaltadóttir, Hulda Svandís Hjaltadóttir, Anna Jónína Sigurbergsdóttir, Þórarinn Sigurbergsson, langömmu- og langalangömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞORVALDUR ÁSGEIRSSON frá Blönduósi, lést á heimili sínu, Hraunbúðum, Vestmanna- eyjum, þriðjudaginn 29. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurborg Gísladóttir, Ásgeir Þorvaldsson, Guðfinna Sveinsdóttir, Hrefna Þorvaldsdóttir, Valgeir Benediktsson, Olgeir Þorvaldsson, Sigríður Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, DANÍEL DANÍELSSON fyrrum bóndi á Tannastöðum, síðast til heimilis á Spítalastíg 6, Hvammstanga, lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga miðviku- daginn 30. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og annarra vandamanna, Sigurbjörg Þorgímsdóttir. Elskuleg móðir okkar, ANNA SIGURJÓNSDÓTTIR, Hofsvallagötu 22, lést á Landspítala Hringbraut mánudaginn 28. júlí. Guðrún Þorgeirsdóttir, Ágúst Þorgeirsson, Auður Þorgeirsdóttir, Kolbrún Þorgeirsdóttir, Anna Dóra Þorgeirsdóttir, Halla Þorgeirsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.