Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 29 GÓÐAR móttökur Brakradda í Galway hafaskapað Helenu Jónsdóttur enn frekari tæki-færi, því nú standa yfir samningaviðræðurmilli hennar og stjórnenda hátíðarinnar um að hún semji og leikstýri dansleikhúsverki í fullri lengd í Galway á næsta ári. Helena vann sem kunnugt er fyrstu verðlaun í Dansleikhússkeppni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins nú í vor. Listahátíðin í Galway er nú haldin í 26. skipti. Hún er stærsta listahátíð á Írlandi og laðar að sér listamenn frá öllum heiminum og allt að 250.000 gesti ár hvert þannig að tækifærið er stórt og viðurkenningin mikil. Um aðdraganda þess að Helenu var boðið að sýna Brakraddir á Galway-hátíðinni segir hún: „Rose Parkinson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar í Galway, sá Brakraddir á Listahátíð í Reykjavík í fyrra og sýndi verkinu strax mikinn áhuga. Þórunn Sigurð- ardóttir stjórnandi Listahátíðar hafði síðan milligöngu í málinu. Það vakti athygli mína þegar ég sá dagskrána að myndin var hvorki sett í flokk með dansverkum né stuttmyndum heldur kynnt sem myndlistarverk. Það var svolítið skemmtilegt að lenda þannig í nýju sam- hengi og óvænt ánægja að fá svona góðar móttökur bæði sem sem „myndlistarmaður“ og „leikstjóri“. Stór sýning fyrir næstu hátíð Helena segir að þegar kom að frumsýningu mynd- arinnar hafi mikil eftirvænting legið í loftinu því mjög vel hafi verið staðið að kynningu myndarinnar á hátíð- inni. „Viðbrögðin urðu síðan alveg sérstaklega ánægju- leg. Mjög sterk og nánast öll á einn veg. Ég fékk bæði að heyra það beint frá áhorfendum sem þurftu að tjá sig um upplifun sína og ekki síður í gegnum skrifin í gestabók sýningarinnar, þar sem menn voru ekki að spara stóru orðin. Þetta var ekki síst gaman vegna þess að allir þættir myndarinnar fengu svo skýr viðbrögð, bæði minn hluti en ekki síður þáttur Elísabetar Ronaldsdóttur sem klippti hana og Gregs Ellis sem samdi tónlistina. Þau fengu ekki síður en ég klapp á bakið. Mikilvægast fyrir mig var þó líklegast að upp- götva að þessi litla mynd, 13 mínútur, hreyfði það mikið við fólki að stjórnendur hátíðarinnar vildu meira. Og þannig kom næsta verkefni til.“ Helenu hefur verið boðið að semja dansleikhúsverk- efni fyrir næstu Galway-hátíð og samningar um það standa nú yfir. „Þetta er enn á umræðustigi en stefnir í að verða allt að klukkutímalöng dansleikhússýning sem ég mun skrifa og leikstýra. Þetta verður 6–10 manna sýning og búið er að velja sýningarstað sem heitir Black Box Theatre og tekur um 900 manns í sæti. Þetta er því stórt leikhús með mikla möguleika.“ Að sögn Helenu verður þetta eitt af aðalverkefnum næstu hátíðar í Galway að ári. „Leikarar, dansarar tón- skáld og tónlistarmenn verða írskir en hugmyndin er að ég fái að taka með mér einhverja íslenska samstarfs- menn í hönnun sýningarinnar, þannig að úr verði írskt/ íslenskt samstarfsverkefni. Eins og staðan er núna lít- ur út fyrir að þetta verði algjörlega fjármagnað af írsk- um aðilum.“ Önnum kafin við kvikmyndagerð Helena er búsett í Kaliforníu ásamt manni sínum Þorvaldi Þorsteinssyni, rithöfundi og myndlist- armanni. Hún hefur haft mörg járn í eldinum og hamr- ar þau sitt á hvað eða samtímis. „Ég hef verið önnum kafin við að fylgja eftir þeim dansstuttmyndum sem ég hef skrifað og leikstýrt á síð- ustu tveimur árum, en þær hafa verið sýndar á ótal stuttmynda- og kvikmyndahátíðum undanfarið. Mestu af þessu get ég sinnt héðan frá Los Angeles en í nokkr- um tilvikum býðst mér að mæta á staðinn og kynna verkin mín frekar. Þannig að það hefur verið mikið flakk á mér undanfarið. Þar fyrir utan er ég að vinna að kvikmyndaverkefni í samvinnu við eistneska sjónvarpið og þarlenda lista- menn, ég er þátttakandi í evrópsku verkefni sem teng- ist skrifum á nýjum söngleik fyrir svið og síðast en ekki síst er ég sífellt að skrifa ný handrit, bæði að stutt- myndum og sviðsverkum. Það stefnir hins vegar í að ég komi heim til Íslands í haust og sinni nokkrum smærri verkefnum þar og reyni að búa til einhverja peninga í leiðinni. Það er svo undarlega lítil fylgni stundum á milli listrænnar velgengni og fjárhagslegs ávinnings.“ Helena kveðst vona að þessi góðu viðbrögð á Írlandi ásamt því tækifæri sem henni hefur boðist í framhaldi af þeim, verði til þess að vekja áhuga sem flestra á því sem er að gerast meðal íslenskra dansara, kvikmynda- gerðarmanna og leikstjóra. „Það er vissulega að kvikna meiri meðvitund um ís- lenska listamenn um allan heim og því mikilvægara að stjórnvöld nýti sér tækifærið og fylgi áhuganum eftir með markvissri kynningu og stuðningi við þá sem at- hygli vekja. Ég vona líka að þetta virki hvetjandi á alla þá sem eru að vinna á okkar þrönga og fámenna mark- aði og vekji vonir hjá sem flestum um að það sé full ástæða til að stefna hátt og treysta verkunum sínum í alþjóðlegu samhengi.“ Helena Jónsdóttir danshöfundur fær tækifæri á Írlandi Semur stórt dans- leikhúsverk fyrir listahátíðina í Galway „Stórt leikhús með mikla möguleika,“ segir Helena Jónsdóttir danshöfundur um væntanlegt verkefni sitt. Brakraddir voru frumsýndar á Listahátíð 2002. Sýningarstaður Brakradda á listahátíðinni í Galway. Stuttmynd Helenu Jónsdóttur, Brakraddir, fékk frábærar mót- tökur á alþjóðlegu listahátíðinni í Galway á Írlandi sem haldin var dagana 15.–27. júlí. Í fram- haldi af því hefur Helenu verið boðið að semja stórt dansleik- húsverk fyrir næstu hátíð. Hávar Sigurjónsson sló á þráðinn til hennar í Kaliforníu. havar@mbl.is minni í ár ári. Fram- ri í ár og ta ári. Þá ð minni en ur að ekki ð vaxandi þegar nær um hafi í launaskrið samnings- Þvert á unahækk- i og næsta rin ár. Það almennum 5% í ár frá því næsta. ahækkanir mningum í öskuhálsar einstökum ega leystir með innflutningi vinnuafls. Bregðist það mun verðbólga verða meiri þeg- ar frá líður en hér er spáð miðað við óbreytta vexti Seðlabankans,“ segir Birgir Ísleifur. Mikilvægt að ekki komi til skattalækkana Hann segir að verðbólguspáin sé byggð á þeirri forsendu að stefnan í ríkisfjármálum verði ekki til að örva eftirspurn umfram það sem þegar hefur verið ákveðið með flýtifram- kvæmdum til að auka atvinnu. Þann- ig er reiknað með að vöxtur sam- neyslu verði undir sögulegu meðaltali og að ekki komi til aðgerða á útgjalda- eða tekjuhlið ríkissjóðs sem raska afkomu hans. Þá er ekki reiknað með breytingum á húsnæð- isfjármögnun sem gætu hækkað húsnæðisverð og örvað almenna eft- irspurn. „Verði afkoma ríkissjóðs verri vegna aðgerða á útgjalda- og/eða tekjuhlið verður verðbólga meiri en hér er spáð. Vextir munu þá þurfa að hækka fyrr og meira en ella en það yrði mjög óheppilegt þar sem það myndi stuðla að hærra gengi og þrengja þannig enn frekar að út- flutnings- og samkeppnisgreinum. Litið lengra fram á veginn er nauð- synlegt að ríkið leggi fram áætlun til nokkurra ára til mótvægis við stór- iðjuframkvæmdirnar. Fjármála- ráðuneytið hefur kynnt að það vinni að slíkri áætlun sem væntanlega lögð fram í síðasta lagi í haust sam- hliða fjárlagafrumvarpi. Efni þeirrar áætlunar mun ráða miklu um hve- nær og hve mikið vextir munu hækka hér á landi á næstu misser- um. Í því sambandi er mikilvægt að ekki komi til skattalækkana á allra næstu árum nema þær séu fjár- magnaðar að fullu með niðurskurði útjalda eða hækkun annarra skatta,“ segir Birgir Ísleifur. Ekki tilefni til vaxtabreytinga Bankastjórn Seðlabankans telur ekki tilefni til breytinga á vöxtum nú. Verðbólguspá tvö ár fram í tímann sem er yfir markmiði er því ekki í þessu tilfelli nægjanleg ástæða til vaxtahækkunar. Birgir Ísleifur segir að enn sé lík- legast að vextir verði óbreyttir um hríð en hækki síðan þegar nær dreg- ur hátoppi stórðiðjuframkvæmda. Hins vegar gæti orðið eitthvða lengra en áður var talið í að nauðsyn- legt verði að hækka vexti þar sem verðbólga hefur verið mjög lítil að undanförnu og verður áfram lítil, m.a. vegna lítillar alþjóðlegrar verð- bóglu og metinn framleiðsluslaki er meiri en áður var talið. „Þó veltur þetta eins og alltaf á framvindunni og sérstaklega á þeirri stefnu sem kynnt verður á næstunni í fjármál- um hins opinbera og í húsnæðisfjár- mögnun. Í ljósi þess hvað verðbólga er nú lítil er hins vegar ekki hægt að útiloka að breytingar sem draga úr innlendri eftirspurn og innfluttri verðbólgu kalli á tímabundna lækk- un vaxta frá því sem nú er. Þetta gæti til dæmis komið til ef ekki verð- ur af framkvæmdum vegna Norður- áls, innlend eftirspurn vegna annars en stóriðjuframkvæmda reynist mun minni en nú er talið eða að verð- hjöðnunarþrýstingur heldur áfram að magnast í umheiminum,“ að því er segir í Peningamálum. Morgunblaðið/Árni Sæberg on seðlabankastjóri segir að væntanlega sé áður var talið. na og horfur í efnahags- og peningamálum. Útlit er gt að þeir muni lækka tímabundið. Guðrún ræddi við Birgi Ísleif Gunnarsson seðlabankastjóra ára til mótvægis við stóriðjuframkvæmdirnar. guna@mbl.is tu mánuðum ársins byggist á vinnslu ávarafla, sem að stórum hluta fer í lu, hefur lækkun pundsins að líkindum eruleg áhrif á afkomuna. Við vanda vinnslunnar bætist svo verulegt of- oð sem einkum stafar af stórauknum veiðum Kanadamanna, sem einnig hafa stöðu sína í skjóli lágs gengis Kan- ls, og samdráttur í rækjuafla á Íslands- m, sem rekja má til aukinnar þorsk- ar á rækjuslóð. Erfiðleika í rækju- er því aðeins að óverulegu leyti hægt ja til hás gengis krónunnar,“ að því er Peningamálum. Afurðaverð hefur lækkað en ekki hráefnisverð er einnig bent á annan vanda sem sjáv- egurinn glímir við. Það að hráefnisverð nslunnar fylgir ekki afurðaverði alltaf ga eftir. „Að undanförnu hefur af- urðaverð lækkað verulega í krónum talið en hráefnisverð ekki fylgt eftir. Þetta hefur haft erfiðleika í för með sér hjá fiskvinnslufyr- irtækjunum sem ekki stunda einnig útgerð. Þorskverð var t.d. 4% hærra fyrstu fjóra mánuði þessa árs en fyrir ári á sama tíma og botnfiskur lækkaði í verði á erlendum mörk- uðum og krónan styrktist. Þá lækkaði verð á rækju til vinnslu á fyrstu fjórum mánuðum ársins aðeins um 4% frá sama tíma í fyrra sem er langtum minna en verðlækkun afurða í krónum talið. Hér er um innri vanda sjáv- arútvegsins að ræða, sem gengisstefnan get- ur ekki ráðið bót á. Þá hafði hátt olíuverð á fyrsta fjórðungi ársins neikvæð áhrif á af- komu útgerðarinnar,“ að því er segir í Pen- ingamálum. Sveigjanleiki skiptir miklu Þar kemur fram að ekki sé um einhlítan vanda að etja í sjávarútvegi sem rekja má til hækkunar gengis krónunnar. „Gengishækk- unin hefur vissulega rýrt afkomu sjávar- útvegsins frá því í fyrra, en hún var þá með besta móti. Hins vegar er um að ræða tekju- skiptavanda innan sjávarútvegsins og sér- stakan vanda í ýmsum greinum, eins og rækju, sem ekki á rætur að rekja til geng- isþróunar. Þess utan veltur það einnig á sveigjanleika sjávarútvegsins hvernig honum reiðir af – t.d. hvernig til tekst með sókn inn á nýja markaði, gengisvarnir og vöruþróun. Þá má benda á að sjávarútvegsfyrirtækin eru nú almennt mun betur í stakk búin til að mæta tímabundnum erfiðleikum en áður var,“ að því er fram kemur í Peningamálum. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson eika í rækjuiðnaði er aðeins að óveru- eyti að rekja til hás gengis krónunnar. ð að lánshlutfall almennra íbúðalána yrði hækk- ætt hefur verið um hækkun hámarkslána. u stigi með hvaða hætti þessi stefna verður út- ngar af þessu tagi gætu við núverandi aðstæður ndu af minna aðhaldi í ríkisfjármálum. Pen- og gengi krónunnar myndi hækka. Við þær að- erlendir aðilar fjármögnuðu húsnæðisviðskipti ð gengi krónunnar myndi þá hækka enn frekar, tlendingar dragi úr húsbréfaeign sinni ef tíma- þess að þeir endurmeti áhættu við fjárfestingu gsanlega yrði þá til staðar vegna niðursveiflu í u hækka þvert á þróun hagsveiflunnar. Til við- álalegur óstöðugleiki gæti skapast. Því er mjög kilega áður en í þau verður ráðist,“ segir Birgir í húsnæðislánum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.