Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ AUSTURLAND LJÓSANÓTT sem haldin verður í Reykjanesbæ fyrstu helgina í sept- ember verður með svipuðu sniði og á síðasta ári. Þó verður lögð áhersla á að hápunktar verði í dagskránni alla dagana, ekki einungis á laugardeg- inum sem þó verður áfram aðalhátíð- ardagurinn. Ljósanótt er menningar- og fjöl- skylduhátíð í Reykjanesbæ. Hún verður haldin í fjórða sinn dagana 4. til 7. september næstkomandi. Stein- þór Jónsson, formaður undirbún- ingsnefndar, segir að starfið gangi vel og dagskráin sé að taka á sig mynd. „Við vorum ánægð með Ljósanótt í fyrra. Dagskráin kom fólki á óvart og við vorum ánægð með hversu margir gestir komu. Það er ekki markmið okkar að gera hátíðina í ár viðameiri eða fá fleira fólk heldur frekar að halda stöðunni. Ýmis ný atriði verða á dagskránni og mörg af þeim sem verið hafa á fyrri hátíðum fá nýjan blæ. Þannig vonumst við til að geta komið fólki áfram á óvart,“ segir Steinþór. Setning á hnefaleikakeppni Ljósanótt stóð síðast frá fimmtu- degi og fram á sunnudag. Svo verður einnig nú. Steinþór segir hins vegar stefnt að því að hafa hápunkta í dag- skránni alla dagana. Þannig verður hnefaleikakeppni í Stapa á fimmtu- dagskvöldið þar sem danskir og ef til vill fleiri norrænir boxarar keppa við þekkta hnefaleikakappa úr Reykja- nesbæ. Sett verður upp dagskrá í tengslum við þennan atburð sem verður eins konar opnunarathöfn Ljósanætur. Á föstudagskvöldið verður ljósa- lagið valið á skemmtun í Stapanum. Valið verður úr tíu lögum sem kom- ust í úrslit en þau verða kynnt á næstunni þegar geisladiskur með þeim verður gefinn út. Á sunnudaginn verður hápunktur- inn leikur Njarðvíkinga og Keflvík- inga í fyrstu deild í knattspyrnu. Þetta er dagskráratriði sem Ljós- anæturnefnd stendur ekki fyrir en hún hefur sett leikinn inn á dag- skrána sem nokkurs konar lokaatriði Ljósanætur og mun aðstoða við að hafa umgjörð leiksins og kynningu með þeim hætti að þarna verði slegið aðsóknarmet á knattspyrnuleik í bænum. Laugardagurinn verður eftir sem áður aðalhátíðardagurinn. Þétt dag- skrá fyrir alla fjölskylduna verður frá morgni til kvölds, að sögn Stein- þórs, og lýkur með kvölddagskrá á grasbakkanum við Hafnargötu. Þar hefur verið unnið að uppfyllingu svo hátíðarsvæðið hefur stækkað. Meðal þeirra sem koma fram eru Hljómar úr Keflavík en í byrjun október eru 40 ár liðin frá því að hljómsveitin lék fyrst opinberlega. Formlegri dag- skrá um kvöldið lýkur að venju með því að kveikt verður á lýsingu Bergs- ins og flugeldum skotið á loft. Ýmsir listviðburðir og sýningar verða á Ljósanótt. Meðal annars verður opnuð ný sýning í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum, Stef- án Geir Karlsson sýnir þar skúlptúra og fleiri myndverk. Meðal hugmynda sem komið hafa upp er að setja leik- ritið Ferðir Guðríðar upp í víkinga- skipinu Íslendingi. Í tengslum við Ljósanótt verða ýmsar framkvæmdir vígðar. Verið er að endurgera nyrðri hluta Hafnar- götu og verður sú framkvæmd form- lega tekin í notkun á Ljósanótt. Standmynd Erlings Jónssonar af Keflavíkurmerkinu sem Helgi S. Jónsson hannaði verður flutt úr garði Ráðhúss Reykjanesbæjar við Tjarn- argötu og sett upp á Ósnefi neðan við sundhöllina. Merkið verður vígt á nýjum stað á Ljósanótt og kveikt á lýsingu. Sömuleiðis aflabáturinn Baldur sem komið verður upp og lýstur í nágrenni Duushúsa. „Klárum það dæmi“ Íbúar Reykjanesbæjar hafa hing- að til verið heppnir með veður á Ljósanótt og Steinþór segist vera byrjaður að undirbúa það einnig nú. Hann hafi fengið vilyrði fyrir góðu veðri, að minnsta kosti tvo af þessum fjórum dögum, og vonist til að það verði á laugardag og sunnudag. „Við klárum það dæmi,“ segir hann. Drög að dagskránni og ýmsar upp- lýsingar um Ljósanótt er að finna á vef hátíðarinnar, www.ljosanott.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Unga fólkið skemmti sér vel á Ljósanótt á síðasta ári. Talið er að 20–25 þúsund manns hafi verið á kvölddagskránni í miðbænum þegar flest var. Dagskrá Ljósanæturhátíðarinnar er að taka á sig mynd Hápunktar fyrirhugað- aðir alla fjóra dagana Reykjanesbær POPPMINJASAFN Íslands í Bítla- bænum Keflavík fékk í gær afhenta gjöf. Skúli Helgason útvarpsmaður gaf safninu nærri því þrjú þúsund hljómplötur. Skúli byrjaði að safna plötum í lok áttunda áratugarins. Mest safnaðist þó að honum eftir að hann byrjaði á Rás 2 þar sem hann var í hópi fyrstu dagskrárgerðarmanna þegar rásin hóf útsendingar fyrir tæpum tutt- ugu árum. Hann segir að flestar plöturnar séu frá níunda áratugn- um, hann hafa viðað þeim að sér í tengslum við vinnu sína í útvarpinu. Skúli segir að plöturnar spanni nokkuð rokksöguna á þessu tíma- bili. Skúli er að flytja til Bandaríkj- anna þar sem hann er að hefja fram- haldsnám og segir að þess vegna hafi hann ákveðið að gefa megin- hluta safnsins núna. Hann hafði áhuga á að plötusafnið nýttist við rannsóknir og heimildavinnu og fannst tveir staðir einkum koma til greina þegar hann var að íhuga hvað hann ætti að gera við plöt- urnar, Útvarpið eða Poppminjasafn Íslands í Reykjanesbæ. Hann segist hafa talið að Útvarpið ætti megin- hlutann af þessu efni og því ákveðið að styðja við framtak Rúnars Júl- íussonar og félaga sem staðið hafi að stofnun Poppminjasafns Íslands með því að gefa plöturnar þangað. Vonast hann til að ungt fólk fái að- stöðu til að hlusta á plöturnar og nota þær við heimildarvinnu og jafn- vel gerð útvarpsþátta, á svipaðan hátt og hann sjálfur á sínum tíma. Viðurkennir Skúli að það sé eins og að slíta úr sér hjartað að láta gömlu plöturnar frá sér. Hins vegar segist hann hafa haldið eftir hluta safnsins til að afhenda síðar og því megi segja að hann haldi eftir tægj- um af hjartanu enn um sinn. Poppminjasafn Íslands á lítið af hljómplötum og segir Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Byggða- safns Reykjanesbæjar, að það sé því mikill fengur fyrir safnið að fá plötugjöf Skúla. Það verði ágæt uppistaða í hljómlist safnsins. Gefur Poppminjasafninu gömlu plöturnar sínar Morgunblaðið/Árni Sæberg Skúli Helgason vill að fólk hafi að- gang að plötusafninu til rannsókna. Reykjanesbær NÝR hátíðarfáni Reykjanesbæjar verður tekinn í notkun á Ljósanótt. Hann verður notaður til kynningar á hátíðinni auk þess sem stjórnendur fyrirtækja og íbúar bæjarins verða hvattir til að kaupa fána og flagga á Ljósanótt. Steinþór Jónsson, formaður undirbúningsnefndar Ljósa- nætur, hefur látið hanna fána Ljósanætur sem síðan er ætlunin að nota í framtíðinni sem hátíðarfána Reykjanesbæjar. Fáninn verður strengdur á ljósastaura við Hafnargötu, við innkeyrsluna í bæinn og víðar. Jafnframt er fyrirhugað að framleiða fána sem fyrirtæki og einstaklingar geta keypt og flaggað með við hátíð- leg tækifæri. Steinþór segir að bæjarbúar verði hvattir til að flagga sem víðast á Ljósanótt, það auki á stemninguna í bænum. Hugmyndin er að fánarnir verði notaðir við hátíðleg tækifæri í Reykjanesbæ í framtíðinni og þá með mismunandi áletrunum eftir atburðum og stöðum. Einnig verði hægt að nota þá við inn- gang í söfn og jafnvel fyrirtæki til þess að vekja athygli á starf- seminni. Nýr hátíðarfáni bæjarins MIKIL hátíðarhöld voru á Seyðis- firði í gær þegar nýju hafnarmann- virkin þar voru formlega tekin í notkun. Höfnin er sérstaklega hönn- uð með farþegaferjuna Norrænu í huga, en mun einnig nýtast vel til farþega- og vöruflutninga annarra skipa. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra opnaði formlega nýju hafnar- mannvirkin við hátíðlega athöfn. Ráðherra sagði að aðkoma ríkisins að framkvæmdinni væri nýlunda með því að koma á einni verkefna- stjórn undir forystu Gísla Viggós- sonar, verkfræðings Siglingamála- stofnunar. Þannig náðist gott samstarf við Vegagerð, heimamenn, hönnuði og verktaka. Sturla undir- strikaði að samstarf við heimamenn hafi verið sérstaklega gott og til- kynnti síðan heiti hafnarbakkanna á nýja hafnarsvæðinu. Nýja ferjulæg- ið heitir nú Strandarbakki en gamli hafnarbakkinn Bjólfsbakki. Eftir opnun hafnarinnar var hald- ið út að Wathnestorfu þar sem gestir skoðuðu sýningar í húsum Tækni- minjasafns Austurlands og fylgdust með fallbyssuskoti úr fallbyssu bæj- arins framan við bæjarskrifstofurn- ar. Að því loknu var boðið til dag- langra veisluhalda með skemmti- atriðum, risagrillveislu, varðeldi, flugeldasýningu og dansleik fram á nótt. Sérhönnuð ferjuhöfn innan kostnaðarramma Formleg ákvörðun um gerð ferju- hafnar á Seyðisfirði fyrir nýja Nor- rænu var tekin 18. desember 2001 og í janúar 2003 skipaði samgönguráð- herra vinnuhóp sem skyldi hafa um- sjón með verkinu. Tilhögun hafnar- innar réðist að mestu af eiginleikum Norrænu. Hún er 164 metra löng, 30 metra breið og 36.000 brúttótonn að stærð. Ferjan getur flutt um 1500 farþega í einu og 800 bifreiðir auk vörufragtar. Nýja hafnarsvæðið er með 170 metra löngum viðlegukanti með minnst tíu metra dýpi og sjálft hafnarsvæðið er með samtals 5.700 fermetra þekju. Þúsund fermetra þjónustuhús er á svæðinu. Þar er brottfararsalur farþega, aðstaða til tollgæslu og hafnarvörslu auk upp- lýsingamiðstöðvar og veitingasölu. Landgangur er við þjónustuhúsið í um 15 metra hæð yfir sjávarmáli. Tilheyrandi gatnagerð er 930 metrar auk 15.000 fermetra bílastæða. Ný tvíbreið brú með göngubraut yfir Fjarðará er á svæðinu. Hún er 28 metra löng og tengir nýja hafnar- svæðið saman við gömlu ferjuhöfn- ina. Kostnaður við framkvæmdirnar virðist ekki fara fram úr þeim áætl- unum sem gerðar voru í upphafi upp á 600–700 milljónir. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Þjónustuhúsið á Strandarbakka. Nýja brúin yfir Fjarðará er í forgrunni. Ný hafnarmannvirki vígð á Seyðisfirði Seyðisfjörður Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra opnaði nýju höfnina. Neskaupstaður: Neistaflug 2003, fjölskylduhátíð. 1.– 3. ágúst. Borgarfjörður eystri: Álfaborg- arséns, fjölskylduhátíð. 1.– 3. ágúst. Hótel Svartiskógur Jökulsárhlíð: Sumarhátíð Harmónikkufélags Hér- aðsbúa og Hótels Svartaskógar. 1.–3. ágúst. Skriðuklaustur í Fljótsdal: Sýn- ingin Álfar og huldar vættir opnuð. 1. ágúst kl. 20. Café Nielsen Egilsstöðum: Sam- lagið Listhús opnar myndlistarsýn- ingu. 1.– 24. ágúst á afgreiðslutíma veitingahússins. Blúskjallarinn Neskaupstað: Dav- íð Sigurðsson flytur frumsamda tón- list. 1. ágúst kl. 21. Blúskjallarinn Neskaupstað: Guitar Islancio og Kristjana Stef- ánsdóttir. 2. ágúst kl. 21. Bláa kirkjan Seyðisfirði: Gítar- tónleikar Lauru Verdugo del Rey. 6. ágúst kl. 20.30. Egilsstaðir: Ferðafélag Fljótsdals- héraðs býður til kvöldgöngu um ná- grenni Egilsstaða. Hefst á tjald- svæði. 6. ágúst kl. 20. Skriðuklaustur í Fljótsdal: Pjetur Stefánsson myndlistarmaður flytur erindið Kjarval í stofu. 6. ágúst kl. 20.30. Minjasafn Austurlands á Egils- stöðum: Eldsmíði, kennsla. 7. ágúst kl. 13–17. Á NÆSTUNNI FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Ný-Ung á Egilsstöðum tekur nú þátt í Evr- ópuverkefni í Coimbra í Portúgal. 10 austfirsk ungmenni á aldrinum 17 til 20 ára fara út til Lissabon í dag og hitta ungt fólk frá Eistlandi, Slóvakíu, Belgíu og Portúgal. Verk- efnið er leiklistartengt og snýst um að hver þjóð setur á svið ævintýri frá sínu heimalandi. Verður eitt kvöld tileinkað hverju landi, með sýningu og annarri umfjöllun. Að þeirri yfirferð lokinni verður unga fólkinu skipt í fimm blandaða hópa og býr þá hver þeirra til nýtt æv- intýr, sem jafnframt verður sýnt á sviði. Alls taka yfir 50 ungmenni þátt í verkefninu. Unglingar frá Ný- Ung til Lissabon Egilsstaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.