Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12ára with english subtitles Sýnd kl. 6. Ensk. texti Fyndnasta Woody Allen myndin til þessa. Sjáið hvernig meistarinn leikstýrir stórmynd frá Hollywood blindandi. Sýnd kl. 5.50 og 10.. B i. 12 JOHN TRAVOLTA OG SAMUEL JACKSON I FYRSTA SINN SAMAN SIÐAN PULP FICTION Í ÞESSARI MÖGNUÐU SPENNUMYND. I I I I I Í I . Sýnd kl. 6, 8 og 10. B i. 16. ERIC BANA JENNIFER CONNELLY NICK NOLTE „Líklegast best heppnasta ofurhetjumynd allra tíma! Sá græni rokkar.“ B.Ö.S. Fréttablaðið í l j ll í ! i . . . . l i  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" t r r i f r"  SG. DV  SG. DVÓ.H.T Rás2 KVIKMYNDIR.IS Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Með ísl tali Sýnd meðíslensku tali. Hinir galvösku Gaulverjar, Ástríkur og Steinríkur eru mættir aftur til leiks í frábærri mynd fyrir alla fjölskylduna. Og sem fyrr vantar ekki kraftinn í þá. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8, 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8, 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.45, 8.30 og 10.10. B.i.12 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. Í sumar skaltu sleppa útilegunni. Frábær spennuhrollur sem sýnir að það getur reynst dýrkeypt að taka ranga beygju. FRUMSÝNING Stranglega bönnuð börnun innan 16 ára. „Líklegast best heppnasta ofurhetjumynd allra tíma! Sá græni rokkar.“ B.Ö.S. Fréttablaðið í l j ll í ! i . . . . l i  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er"  SG. DVÓ.H.T Rás2  SG. DV KVIKMYNDIR.IS NÝ SJÓNVARPSSTÖÐ, SkjárTveir, mun hefja útsendingar með haustinu. Að stöðinni stendur Íslenska Sjón- varpsfélagið sem rekur þegar Skjá- Einn. SkjárTveir verður áskriftarstöð sem fyrst um sinn verður dreift gegn- um breiðbandskerfi Símans og munu áskrifendur nota sömu myndlykla og þegar eru notaðir hjá Símanum. Helgi Hermannsson er dagskrár- stjóri Sjónvarpsfélagsins og er þessa dagana í óða önn að skipuleggja dag- skrá nýju sjónvarpsstöðvarinnar: „SkjárEinn hefur verið hvað sterk- astur á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. Það er þá sem stöðin hefur fengið hvað mest áhorf. SkjárTveir mun að sumu leyti bæta upp SkjáEinn og leggja ekki hvað síst áherslu á hina fjóra daga vikunnar. Sá sem gerist áskrifandi getur því gengið að sjö frábærum sjónvarps- kvöldum á viku.“ Góðkunningjarnir fara hvergi Helgi segir þó að góðkunningjar áhorfenda muni líklega flestir halda kyrru fyrir á SkjáEinum: „Það er ekki búið að taka lokaákvörðun um það en ef einhverjir flutningar verða þá verður það í mjög litlum mæli.“ Að sögn Helga er feykinóg af öðrum góð- um sjónvarpsþáttum en þeim sem þegar eru komnir á SkjáEinn. Meðal vinsælustu dagksrárliða hingað til hafa verið Survivor, The Practice, CSI, Malcom in the Middle og Every- body Loves Raymond: „Við erum auðvitað konungar amerískra sjón- varpssería,“ segir Helgi og hlær þeg- ar blaðamaður segist ekki vita um margar amerískar þáttaraðir sem enn eigi eftir að taka til sýninga hér á landi. „Það er framleitt mjög mikið af efni þar á hverju ári. En svo er meira til af sjónvarpsefni en bara það sem kemur frá Bandaríkjunum. Við höf- um verið að víkka sjóndeildarhring- inn í leit að efni fyrir SkjáTvo.“ Hann nefnir í þeim efnum Noreg og Dan- mörku. Blaðamaður spyr um Bret- land en Helgi segir algengan þann vanda við þær þáttaraðir sem þaðan koma að margar þeirra eru stuttar og skammlífar, 6 til 10 þættir hver og ganga oft aðeins nokkur ár. Það er mikill kostnaður því samfara að kynna sjónvarpsáhorfendum nýtt efni og að sama skapi vandræði tengd auglýsingatekjum, ólíkt amerískum þáttaröðum sem eru að staðaldri 22 þættir að lengd og ganga margar ár fram af ári. Family Guy meðal nýrra þátta Helgi segir að svo stöddu ekki hægt að upplýsa um hvaða þættir verði á Skjá- Tveimur en treystir sér þó til að uppljóstra að meðal þáttanna verði teikni- myndaserían Family Guy sem þegar á stóran hóp aðdáenda hér á landi. Einnig er á honum að heyra að kvikmyndum verði gert hærra undir höfði á SkjáTveimur en verið hefur á SkjáEinum. Að auki segir Helgi ýmsar hug- myndir uppi um íslenska dagskrár- gerð en ekki er enn búið að fastsetja neitt hvað það varðar. Þó dagskrár- gerð með því sniði sem tíðkast hér á landi sé með ódýrara móti þá er engu að síður allt að sjö sinnum dýrara að gera einn íslenskan þátt en að kaupa útlenskan. Endanleg dagskrá og fyrirkomu- lag SkjásTveggja mun annars ekki liggja fyrir í nánari smáatriðum fyrr en nær dregur næstu mánaðamótum. Líklega hefjast útsendingar ekki fyrr en að tveimur mánuðum liðnum. Úr þættinum Everybody Loves Raymond. Helgi Her- mannsson segir að SkjárEinn muni ekki missa sína vin- sælustu þætti til SkjásTveggja. asgeiri@mbl.is Meðal nýrra þátta á SkjáTveimur verð- ur ameríska teikni- myndaserían Family Guy. Púlsinn tekinn á væntanlegri sjónvarpsstöð Hvað verður á SkjáTveimur? ÞAÐ þarf stórkostlega blöndu af hugrekki og heimsku að gefa út plötu með titlinum Chocolate Fact- ory þegar þú ert í miðjum réttar- höldum, ásakaður um vafasamar kyn- lífsathafnir með barnungum stúlk- um. Með tilliti til þessa er sannar- lega ekki af honum R. okkar Kelly skafið. Yfirbragð þessa nýjasta verks Kellys er viðkvæmt og letilegt. Flest lögin bera með sér rólega og silki- mjúka stemningu sem er næsta per- vertísk (úpps!) í blautum, súkkilaði- kenndum mjúkheitunum. Fram- reiðslan er svo að sjálfsögðu fumlaus og fagmannleg. Hipp-hopp gárar létt undir R og B-inu og Marvin Gaye, Michael Jackson og fleiri sígildir, stimamjúk- ir, blakkir sálarsöngvarar koma upp í hugann þegar maður röltir um Súkkulaðiverksmiðjuna. Metnaður R. Kellys virðist vera sá að búa til samtímasálartónlist, sem er í senn sígild og tímalaus fremur en að hann sé að elta ólar við tískustraumana. Þær fyrirætlanir hans fara bara nokkuð langt á þessari plötu og er það tvímælalaust einn af kostum hennar. Og þó að mörg laganna hljómi tilgerðarleg og hol er það síst einhver akkilesarhæll í tilfelli Kellys. R. Kelly heldur því sjó á tónlist- arsviðinu en ég læt ósagt um önnur.  Tónlist Súkku- laðigrís R. Kelly Chocolate Factory Jive/Virgin R og B-kóngurinn lætur ekki deigan síga. Arnar Eggert Thoroddsen …Cyndi Lauper („Girls Just Want to Have Fun“ m.a.) hefur undirritað samning við Epic og ætlar að gefa út plötuna Naked City bráðlega. Lauper var í tónleika- ferðalagi með Cher í fyrra en slæst nú í för með sjálfum kjöthleifinum, Meat Loaf. …Eminem ætlar að ljá Hrekkja- brúðunum (Crank Yankers) rödd sína í væntanlegum þætti. Þættirnir ganga út á það að brúður hringja í saklausa borgara og gera í þeim at. Eminem ku vera mikill aðdáandi þáttanna …Strokes eru nú staddir í Japan en um helgina munu þeir hefja endurkomu sína til popplanda. Leika þeir í Tókíó og Osaka ásamt Kings Of Leon, Radiohead og Starsailor. Ný plata er tilbúin en á meðal lagatitla eru „Talk Way Too Much“, „The Way It Is“, „I Can’t Win“ og „Meet Me In The Bathroom“ …Rokktröllið Andrew WK er sömuleiðis tilbú- inn með nýja skífu, en hann átti hina ógleym- anlegu I Get Wet í fyrra, sem meðal annars innihélt partíslagara eins og „Party Till You Puke“, „Party Hard“ og „It’s Time To Party“. Nýja platan kemur út í september og heitir The Wolf …Um 400 þúsund rokkaðdá- endur söfnuðust saman í Downs- viewgarðinum í Toronto í Kanada til að hlýða á Rolling Stones og á ann- an tug annarra heimsþekktra hljóm- sveita. Tilgangur tónleikanna var m.a. að örva atvinnulíf og ferðaþjón- ustu á svæðinu sem lamaðist vegna bráðalungnabólgufaraldursins fyrr á þessu ári. Tónleikahaldararnir létu einn dal af hverjum aðgangseyri renna til baráttunnar gegn bráða- lungnabólgu og Rolling Stones ákváðu að láta helming af tekjum af sölu bola og annarra minjagripa á svæðinu renna til sama málstaðar. POPPkorn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.