Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 11
* %" .%        ) !" ) !" ;"2  -.2"  ;$& *"&  *" "%  " &&" +2" %$  /"& /"& #$" !%  ;$& -.  "  4"' + 5  - " &" " 2  ( "  ( "  ( "  9& 59 +1"C  4"8 8  *2"& 8 @@ ( "  ( "  ( "                  6"& 2  " &=" ÁRMANN Ármannsson, Borg- arfjarðarsveit, greiðir hæstu op- inberu gjöldin í Vesturlands- kjördæmi, samkvæmt álagn- ingarskrá skattstjórans, 19,6 milljónir króna. Rannveig Böðv- arsson, Akranesi, kemur næst með rúmar 19 milljónir og Run- ólfur Hallfreðsson, Akranesi, greiðir rúmar 16 milljónir króna. Hæsta útsvar greiðir Ólafur Ólafsson, Eyja- og Miklaholts- hreppi, 2,9 m.kr. og Gísli Runólfs- son, Akranesi, greiðir 2,4 m.kr. Hæstan eignarskatt greiðir Haraldur Guðmundsson, Snæ- fellsbæ, 620 þúsund krónur, og næst kemur Rannveig Böðvarsson sem greiðir rúmar 490 þúsund krónur. Ármann Ármanns- son greiðir mest lista yfir gjaldahæstu einstaklinga FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 11 ÚR VERINU Í NIÐURSTÖÐUM bandarískrar rannsóknar segir að magn eiturefn- isins PCB í eldislaxi sé meira en í nokkurri annarri matvöru sem seld er þar í landi. Meðal annars var magn efnisins í íslenskum eldislaxi mælt og réðu skýrsluhöfundar fólki frá því að borða hann oftar en einu sinni í mánuði. Guðjón Atli Auðunsson, efnafræð- ingur á Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins, segir magn PCB í eldislax- inum, samkvæmt þessari rannsókn, langt undir þeim hámörkum sem gilda hér á landi. Samtökin Environmental Work- ing Group (EWG) stóðu fyrir þessari rannsókn. Eldislax frá tíu framleið- endum, sem seldur er í matvörubúð- um í Bandaríkjunum, var rannsak- aður. Fjórir þeirra voru kanadískir, einn bandarískur, einn skoskur, einn íslenskur, tveir frá Chile og í einu til- viki var upprunalandið óþekkt. Mismunandi reglur eru í gildi um leyfilegt PCB-magn í mat. Þannig leyfir Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA), sem fer eftir reglum frá 1984, 500 sinnum meira magn af PCB heldur en Umhverf- isverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) sem styðst við reglugerð frá 1999. Reglur FDA gilda um sjávar- útveg og fiskeldi almennt, en reglur EPA um fisk sem veiddur er af tóm- stundaveiðimönnum. Umhverfisverndarsamtökin EWG telja að reglur FDA séu úreltar, og styðjast því við viðmið EPA. Guðjón Atli segir magnið af PCB, sem fannst í eldislaxinum frá Íslandi, vera langt undir íslenskum viðmið- unarmörkum. Þau mörk séu ein þau ströngustu í Evrópu og undir mörk- um sem Bandaríkjamenn setja. Þarna sé einungis verið að bera sam- an magn efnisins í eldislaxi miðað við önnur matvæli á markaðnum. Íslenskir söluaðilar á eldislaxi í Bandaríkjunum höfðu samband við Guðjón í gær vegna þessarar skýrslu, uggandi yfir niðurstöðunni. Óþarfi að minnka fiskneyslu Efnið PCB safnast upp í fitu. Til eru 209 afbrigði af PCB en ekki hef- ur verið sýnt fram á að fleiri en tólf þeirra hafi svokallaða díoxín-eitur- virkni. Samkvæmt niðurstöðu skýrsluhöfunda EWG er magn þess- ara PCB-eiturefna 0,988 pg/g í eld- islaxinum frá Íslandi. Samkvæmt ís- lenskri reglugerð er hámarksmagn þessara eiturefna í fiskafurðum 4 pg/g. Guðjón segir ekki ástæðu fyrir fólk að minnka neyslu á fiski þótt þetta sýni hlutfall PCB-efna í feitum fiski í samanburði við aðra matvöru. Það hafi sýnt sig að kostir þess að borða fisk vegi þyngra en ókostir, jafnvel þótt fiskur sé frá menguðum svæðum. Hann segir æskilegt að þessi efni væru ekki fyrir hendi og að það þurfi að minnka magn þeirra. Í breskri rannsókn frá árinu 2002 á fiskimjöli og -lýsi var m.a. komist að þeirri niðurstöðu að líklegt væri að í því hvoru tveggja væri að leita orsakanna fyrir PCB-mengun í eld- islaxi. En stór hluti laxafóðurs er fiskimjöl og -lýsi. Eldislax er fóðr- aður með það fyrir augum að hann vaxi hratt í sláturstærð og við það verður hann feitari en villtur lax. Skv. gögnum bandaríska landbúnað- arráðuneytisins (US Department of Agriculture, USDA) inniheldur ein únsa (28,35 g) af eldislaxi 52% meiri fitu en af villtum laxi. PCB safnast, sem áður sagði, fyrir í fituvef fisksins og þar af leiðandi safnast meira PCB fyrir í eldislaxi en í villtum laxi. Skv. niðurstöðum rannsóknar EWG er magn PCB fimm til tíu sinn- um meira í eldislaxi en villtum. Þó að eldislax væri alinn á sama svæði og villtur lax dró það ekki úr magni PCB í honum sem EWG segir benda til að ástæðunnar sé nær eingöngu að leita í fóðrinu. Fitan í laxi er rík af omega-3 fitu- sýrum en í gögnum USDA segir að fitan í eldislaxi innihaldi að meðaltali 35% minna magn omega-3 en í villt- um laxi. PCB í fiskimjöli Um 80% af seldum eldislaxi í Bandaríkjunum árið 2001 voru flutt inn frá Kanada og Chile (44% og 36%). Áætlað er að 11% hafi verið innlendur eldislax og 9% hafi komið frá Noregi, Bretlandi, Kína og 28 öðrum löndum. Eldislax í þessum löndum er fóðr- aður á fiskimjöli og fiskilýsi unnu úr uppsjávarfiski eins og síld, loðnu, makríl og ansjósu. Ísland, Perú, Chile og Danmörk eru stærstu fram- leiðendur fiskimjöls og -lýsis. Í þremur óháðum rannsóknum á fiskfóðri kom í ljós að í 37 sýnum frá 6 löndum reyndist vera PCB í nær hverju sýni. Ekki var um tæmandi rannsókn að ræða en engu að síður urðu niðurstöður þær að langmest var af PCB í sýnum frá Skotlandi, því næst Kanada, þá Bandaríkjunum og síðan Rússlandi, Íslandi og Perú. Óhræddur við þessa umræðu Jónatan Þórðarson er fram- kvæmdastjóri Silungs ehf. á Stóru- Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd en fyrirtækið stendur fyrir eldi á silungi til útflutnings. Það var eingöngu í laxeldi áður en það sneri sér alfarið að eldi á silungi. Hann segir að upp- sjávarfiskur í Norðaustur-Atlants- hafi sé með mjög lág gildi af PCB og díoxíni miðað við t.d. Norðursjávar- fisk. Silungur ehf. selur mjög mikið af framleiðslu sinni til Bandaríkjanna en Jónatan segist ekki óttast þessa umræðu, svipuð umræða um lax, kjúklinga- og svínakjöt komi reglu- lega upp en lognist út af jafnharðan. Hann segir að mjög erfitt sé að mæla PCB í fiski og aðeins nokkrir aðilar í heiminum séu færir um það, hann viti reyndar ekki hverjir hafi gert mælingarnar fyrir EWG.    !"#$%#& '$ ()** '       +, *  $  " ) $& " ! $-. ' $ ()** /$01* ,"  11$*" 02((*$                                 Eldislax sagður innihalda of mikið af PCB GÍSLI Valur Einarsson greiddi hæstu opinberu gjöld í Vest- mannaeyjum 2003, tæpar 12 millj- ónir króna. Ólafur Ágúst Ein- arsson, greiddi 10,3 m. kr. í opinber gjöld en hann greiddi jafnframt hæsta útsvarið, rúmar 3,2 m. kr. Smári Steingrímsson greiddi 7,9 m. kr. í opinber gjöld, Jón Eyfjörð Eiríksson, 7,8 m.kr. og Guðrún Bára Magnúsdóttir, greiddi alls rúmar 7,4 m. kr. Samtals voru álögð gjöld 2.063.497.220 kr. á 3.289 ein- staklinga. Hækkun á milli ára er 6.7%. Þá nema barnabætur alls kr. 71.862.896, sem er 5% hækkun, vaxtabætur nema alls kr. 68.230.555, sem er 10,4% hækkun á milli ára. Endurgreiðslur nema alls kr. 213.028.506, og er nettó álagning því kr. 1.850.468.714 sem er 6,7% hækkun frá árinu 2002. * %" .%       7" +"  /"& )' +"  !   ! #$ +1&.  +   ' - " 4"'%$  > & ) 9 !% D !%   5.  ) "   *.           - 8  * " '  59" 5 " *.&"2  !5.  * "& 5 "  * " ' D".   D".   59" 5 "                  6"& * !&" 6,7% hækk- un á opin- berum gjöldum THEÓDÓR A. Bjarnason, Sauð- árkróki, greiddi hæstu opinberu gjöldin í Norðurlandsumdæmi vestra 2003 eða samtals tæpar 6,8 milljónir króna. Næstur kemur Lár- us Þór Jónsson, Hvammstanga, með rúmar 6,3 milljónir króna. Ágúst Oddsson, Hvammstanga, greiddi 5,8 m.kr., Ómar Ragnarsson, Blönduósi rúmar 5,4 m.kr. og Andrés Magn- ússon og Valþór Stefánsson, Siglu- firði, rúmar 5 milljónir hvor. Álögð gjöld voru alls 3.319.926.654 kr. en samkvæmt álagningarskrá 2002 var heild- arálagning 3.148.977.000 og er hækkun milli ára 5,43%. Greiðendur voru alls 7.126. Tekjuskattur í um- dæminu nam 1.381.892.129 og greið- endur tekjuskatts voru alls 4.120. Það er 6,66% hækkun milli ára. * %" .%        08 $%$ ( -" " >  3$ #$ )' ,%% /!" ;""  (% = 4"' 7"<$ &  /"&  8 *"2 !%  D!"  2  4 " " "  $ *2"!! "" *2"!! "" -.%$ &  &  -.%$ "  $ ( "8 @@ "  $             6"& 2  " &=" Opinber gjöld hækkuðu um 5,4% BRAGI Geir Gunnarsson, Tálkna- firði, greiðir hæstu opinberu gjöld í umdæmi skattstjórans á Vest- fjörðum eða samtals rúmar 8,2 m.kr. Næsthæstu gjöldin greiðir Jón Björgvin G. Jónsson, Patreks- firði, tæpar 8,2 m.kr. Þorsteinn Jóhannesson, Ísafirði, greiðir rúmar 6,5 m.kr. í opinber gjöld. Hæst útsvar greiðir Jón Björg- vin, rúmar 2,5 milljónir, næstur kemur Þorsteinn Jóhannesson sem greiðir tæpar 2 milljónir og Íris Sveinsdóttir, Bolungarvík, sem greiðir rúmar 1,6 m.kr. Þórður Júlíusson á Ísafirði greiðir hæstan eignarskatt ein- staklinga á Vestfjörðum, rúmar 1,3 milljónir króna. Öðru og þriðja sæti deila hjónin Ásgeir Guðbjartsson og Sigríður Brynj- ólfsdóttir á Ísafirði sem greiða hvort um sig rúmar 300 þúsund krónur. * %" .%  34 4    - "   "  #$ -. 2  #$ 3   #$8"   ) 9   #"5 7"  " A  2 %$  ,%% #"5 -" " (%    " (5 ( $  *" ! " " 0"&  " &  A"&  A"&  -" 2 -" 2 A"&  A"&  A"&  A"&               6"& 2  " &=" Bragi Geir Gunnarsson greiðir hæstu gjöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.